Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 23
É g var ekki hissa að sjá niður- stöður nýlegrar könnunar MMR um traust til Alþing- is. Um 13% voru ánægð með störf stjórnarmeirihlutans og maður hélt að neðar væri vart hægt að komast en jú, það er mögulegt, því aðeins 7% segjast ánægð með hvernig stjórnarandstaðan hagar störfum sínum. Einnig hefur komið fram að aðeins 12,4% segjast sam- mála þeirri fullyrðingu að Alþingi vinni að hagsmunum þjóðarinnar og yfirgnæfandi meirihluti telur að stjórnvöld taki hag bankanna fram yfir hag heimilanna. Þessar niður- stöður endurspegla nokkuð vel mín- ar skoðanir. Hafði trú Fyrir þremur árum hrundi fjármála- kerfið. Það hafði gífurlegar afleiðing- ar fyrir allt samfélagið, enginn var ósnortinn. Við vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið og ráðist var í víð- tækar rannsóknir svo við gætum skil- ið hvað hefði gerst og komið í veg fyrir að svona nokkuð gæti nokkurn tím- ann gerst aftur. Nýja Ísland átti að rísa úr sæ og margir vildu leggja hönd á plóg. Það var kosið og sjaldan eða aldrei hefur verið meiri endurnýjun á þingi. Nú skyldi bretta upp erm- ar. Vandinn var mikill en það hlutu allir að sjá að við yrðum að breytast, þroskast og hjálpast að til að komast út úr þessu. Ég er einn þeirra nýju þingmanna sem tóku sæti á Alþingi árið 2009 og það var hugur í mér. Ég hafði trú á verkefninu. Botninum náð? En það breyttist ekki neitt. Á fyrstu dögum þingsins varð ég vitni að því er fjármálaráðherra laug að þingi og þjóð úr ræðustól Alþingis um stöð- una í Icesave-viðræðunum. Þetta byrjaði hreint ekki vel og fljótlega rann það upp fyrir manni að þing- ið starfaði alveg eins og áður nema fólk hafði skipt um sæti. Þeir sem áður höfðu haft allt á hornum sér, svokölluð stjórnarandstaða, voru nú í stjórn og tóku við skítkastinu frá þeim flokkum sem lengst af stjórn- uðu landinu. Það var nokkuð ljóst strax í upphafi að breytingar á þeim samkvæmisleik voru ekki fyrirhug- aðar. Botninum hélt ég að væri náð þegar fyrrverandi ráðherrar í ríkis- stjórn Geirs H. Haarde greiddu at- kvæði um hvort ákæra bæri sam- ráðherra þeirra. Vanhæfi þeirra var algjört. Nýliðið septemberþing veitir þó þeirri hneisu harða samkeppni og ég verð að viðurkenna að ég var við það að missa trú á mannkynið eftir það. En hvað svo? Þótt einhverjir krakkakjánar séu farnir að vísa til hrunsins sem gjald- þrots þriggja fyrirtækja þá var það miklu meira en efnahagslegt hrun. Þetta var einnig siðferðislegt og stjórnmálalegt hrun og það stend- ur enn. Í auga stormsins er erfitt að finna rétta leið en ljósin í myrkrinu eru þarna. Eitt þeirra er stjórnlaga- ráðið sem starfaði af einhug og hafði hagsmuni þjóðarinnar að leiðar- ljósi í öllum sínum störfum. Annað er aukin lýðræðisvitund fólks og þær þjóðaratkvæðagreiðslur sem flestir viðurkenna nú að hafi reynst okkur vel. Enn annað er ýmsir hópar sem eru að taka sig saman og ræða fram- boðsmál á landsvísu og ég vona að einhverjir þeirra skapi grunn að nýju flokkakerfi með aukinni áherslu á lýðræði, réttlæti, heiðarleika og al- mannahag. Og eitt það mikilvægasta er skýrsla rannsóknarnefndar Al- þingis. Hún sýnir okkur svart á hvítu hvar við villtumst af leið og hvað þarf að laga. Síðasti séns En af hverju er það þá ekki gert? Núverandi flokkakerfi fæddist í kringum hagsmunagæslu. Menn skiptu með sér gæðum lands og sjávar, hygluðu frændum og flokks- bræðrum. Það kerfi er nú komið í algjört þrot og sóar dýrmætum tíma, að því er virðist að gamni sínu, sem okkur ber að nota til upp- byggingar á samfélaginu eins og við viljum hafa það. Í kreppu eru nefni- lega ótal tækifæri og við verðum að nýta þau til að byggja upp nákvæm- lega eins og við viljum hafa samfé- lagið. En gömlu flokkarnir virð- ast ófærir um að læra nýja siði og endurmeta gildi sín, vinnubrögð og hegðun. Við það verður ekki unað. Ég lít svo á að nú séu þingmenn á síðasta séns. Ef þau glórulausu vinnubrögð sem viðgengust á sept- emberþinginu halda áfram verður að rjúfa þing og boða til kosninga á ný. Við þurfum ekki bara nýtt fólk heldur nýjan hugsunarhátt og það hefur sýnt sig að fjórflokkurinn er ófær um að skapa réttan jarðveg fyrir hann. Umræða | 23Helgarblað 30. september–2. október 2011 Styður þú mótmælaaðgerðir lögreglumanna? „Já, að sjálfsögðu geri ég það.“ Erna Júlíusdóttir 63 ára starfsmaður á Sólvangi „Já, ég styð þær. Það er alveg á hreinu.“ Viktoría Steindórsdóttir 61 árs starfsmaður á Sólvangi „Ég hef eiginlega enga skoðun á því. Ég hef ekki kynnt mér málið.“ Arnaldur Bjarnason 20 ára nemi „Já, þeir hafa fullan rétt á því að berjast fyrir sínum kjörum líkt og aðrir.“ Arnaldur Björnsson 20 ára nemi „Já, það geri ég.“ Jóhanna Sandra Norris 21 árs nemi Maður dagsins Vill alltaf standa sig vel Ágústa Ýr Sveinsdóttir rafvirki hlaut verðlaun fyrir frábæran árangur á sveinsprófinu. Hún slysaðist í námið en heillaðist og er nú staðráðin í að starfa sem rafvirki. Hvar ertu alin upp? „Ég er Vestfirðingur. Ólst upp á Skálanesi í Reykhólahreppi. Gekk samt í grunnskóla á Laugarbakka í Miðfirði.“ Hvað drífur þig áfram? „Mig langar alltaf að gera það besta sem ég get. Einnig á ég ótrúlega duglega foreldra. Þegar maður á foreldra sem eru bændur áttar maður sig á því að maður þarf að vinna og að lífið er ekki gefins. Mitt markmið er að sjá aldrei eftir neinu sem ég geri. Ég vil að þegar ég hugsa til baka viti ég að ég gerði það besta sem ég gat.“ Áhugamál? „Hef mikinn áhuga á kvikmyndum. Ég er fjölmiðlatæknir og hef gaman af því að búa til myndbönd og taka myndir. Er einnig með mikinn áhuga á tónlist og spila á klarinett í lúðrasveitum og líka á gítar og úkúlele.“ Hvað finnst þér best að borða? „Mömmumaturinn er alltaf bestur. Ég lagði einmitt af stað í bakpokaferðalag í gær og þegar mamma bauðst til að elda handa mér áður en ég fór vildi ég ekta mömmumat, lambahrygg með nýjum kartöflum og öllu mömmumeðlæti. Það er alltaf best!“ Áttu þér fyrirmynd? „Foreldrar mínir eru stærstu fyrirmyndirnar mínar.“ Af hverju ákvaðstu að læra raf- virkjun? „Það var óvart. Ég var að vinna sem sýningarstjóri á RIFF og langaði að fá réttindi en til þess þarftu að vera búinn með grunndeild í rafiðnum. Ég komst að því að rafvirkjun er ótrúlega heillandi og svo kynntist ég líka einni minni bestu vinkonu í náminu. Eftir það var ekki aftur snúið.“ Hefur þér alltaf gengið vel í skóla? „Mér hefur alltaf gengið ágætlega og hef viljað standa mig. En ég á rosalega erfitt með að læra ef ég hef ekki áhuga á náms- efninu.“ Draumastarfið? „Þegar ég verð í starfi sem mér líður vel í þá veit ég að ég er komin í draumastarfið.“ Hvað er fram undan? „Ég lagði af stað í gær í bakpokaferðalag með bestu vinkonu minni. Við ætlum að ferðast í sex mánuði. Núna erum við á Octoberfest í München og svo er ferðinni heitið til Asíu í þrjá mánuði, svo til Ástralíu, Nýja-Sjálands, Cook-eyja og Bandaríkjanna.“ Alþingi er lasið – Getur því batnað? Dómstóll götunnar Margrét Tryggvadóttir Kjallari myND pétur SNælAND 1 Nístandi sorg vegna fráfalls 11 ára drengs Síðastliðinn laugardag bárust fyrstu fréttir af harmleiknum í Sandgerði. 2 Harmleikur í Sandgerði: Dreng-urinn svipti sig lífi Drengurinn sem svipti sig lífi hafði sætt einelti í mörg ár. 3 Sorgin í Sandgerði: „Hann var ljúfur drengur“ Fjölskylduvinur setti í gang söfnun fyrir fjölskylduna sem á um sárt að binda. 4 Gunnar Rúnar réðst á hjúkrunar-fræðing Greinargerð yfirlæknis á Sogni ber ofbeldisfullri hegðun Gunnars Rúnars vitni. 5 Átök á Hólmavík: Reynt að taka fjögur börn frá foreldrum Félags- málayfirvöld gerðu tilraun til að fjarlægja fjögur börn af heimili sínu. 6 14 ára stúlka fékk áfengt Mix í 10-11 Stúlku í Reykjanesbæ brá heldur beturí brún þegar hún dreypti á áfengum Mix gosdrykk. 7 Ég er ekki þunn! Tobba Marinós svaraði gagnrýnanda Fréttatímans, Páli Baldvini, fullum hálsi. Mest lesið á dv.is Myndin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.