Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 30. september–2. október 2011 Helgarblað n Reknir fyrirvaralaust úr starfi hjá Borgarahreyfingunni n Áttu að gera myndbönd upp úr skýrslu rannsóknarnefndar K vikmyndagerðarmennirnir Gunnar Sigurðsson og Her- bert Sveinbjörnsson ætla að höfða launamál á hendur Borgarahreyfingunni eftir að þeir voru fyrirvaralaust reknir úr starfi fyrir flokkinn um miðjan júlí. Gunnar og Herbert voru ráðnir til fimm mánaða í maí síðastliðnum til þess að framleiða myndbönd byggð á skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is. Fyrir vinnuna fengu þeir 350 þús- und krónur á mánuði. Þeir náðu hins vegar ekki að klára verkefnið áður en þeir voru reknir og segir Gunnar að þeir hafi aldrei orðið varir við neina óánægju innan stjórnarinnar með störf sín eða beðnir sérstaklega um útskýringar. Hann hafi hins veg- ar fundað með stjórninni um mán- uði áður en þeir voru reknir og út- listað verkefnið fyrir henni. Þar hafi stjórnin lýst yfir áhuga á verkefninu. Ekki fengið borgað „Ég hef ekki fengið borgað fyrir júlí, ágúst og september. Það var tekin sú ákvörðun, þar sem við borguðum til VR, að fara með þetta þangað og þeir tóku þetta að sér. Mér skilst að þeim sem að þessu standa verði bara stefnt til að greiða þetta,“ segir Gunnar leik- stjóri við DV. Hann tekur þó fram að hann hafi engan áhuga á að vera með illindi við stjórn Borgarahreyf- ingarinnar. „Það eru engin leiðindi af minni hendi. Ég ætla ekki að dvelja við þetta, ef þau hafa rétt fyrir sér þá þurfa þau ekki að borga, en ef við höfum rétt fyrir okkur þá þurfa þau að borga okkur,“ segir hann. „Okkur var sagt upp fyrirvara- laust. Ég var í einn mánuð að búa til efnið áður en Herbert kom til starfa. Í maí var ég að lesa skýrsluna og sér- staklega 8. bindið og merkja við það sem okkur datt í hug að gæti tengst við það sem við höfum verið að vinna undanfarin ár. Það er mikið mál að lesa þetta og það er ekki gert á einum degi.“ „Ég veit ekki hvað gerðist“ Aðspurður hvort stjórnendur Borg- arahreyfingarinnar hafi lýst yfir óánægju með vinnu tvímenning- anna við myndböndin áður en þeir voru reknir, segir Gunnar svo ekki vera. „Ég veit ekki hvað gerðist. Okkur var bara sagt upp og það fór allt í háa- loft. Það er svo sem sjálfsagt að segja okkur upp en við gerðum undirrit- aðan samning um vinnu og menn hættu við önnur verkefni á meðan. Við vorum að reyna að gera þetta af ástríðu. Við gerðum þrjú myndbönd og síðan vorum við að skipuleggja okkur og ákváðum að gefa ekki út nein myndbönd í sumar heldur bara vinna þau.“ Herbert er fastráðinn starfsmaður hjá RÚV og tók sér launalaust leyfi til þess að vinna við myndböndin fyrir Borgarahreyfinguna. RÚV réð annan mann í staðinn fyrir hann á meðan. Hann situr hins vegar eftir launalaus í fjóra mánuði því ekki var hægt að rifta samningum við þann sem leysti hann af. Rekinn og feR í mál „Ég ætla ekki að dvelja við þetta, ef þau hafa rétt fyrir sér þá þurfa þau ekki að borga, en ef við höfum rétt fyrir okkur þá þurfa þau að borga okkur. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Gunnar Sigurðsson Hefur ásamt Herbert Sveinbjörnssyni starfað fyrir Borgarahreyfinguna. Þeir voru reknir og fengu ekki greidd laun. Þeir ætla nú í mál.„Okkur var sagt upp fyrirvaralaust Borgarahreyfingin Hefur logað í illdeilum að undanförnu. Úr fundargerð stjórnar Borgarahreyfingarinnar 19. september 2011: „Ekki staðið við sinn hluta“ „Þórdís leggur fram skýrslu um málavexti varðandi uppsögn og störf kynningarstjóranna Gunnars og Her- berts, sem og samskipti við þá. Þór- dís segir að miðað við þau gögn sem Gunnar og Herbert hafa skilað vegna vinnu sinnar hafa þeir ekki staðið við sinn hluta samningsins. Ítrekað hefur verið reynt að ná fundi með þeim en án árangurs. Stjórn ítrek- ar að uppsagnarbréf það sem Guð- mundur Andri Skúlason, fyrrverandi talsmanður BH, afhenti Gunnari og Herberti, dagsett 15. júlí 2011, er skrifað í heimildarleysi og án vitund- ar stjórnar. Þá virðist bréfið hafa verið skrifað 21. júlí sl., sbr. skáarkerfi tölvu sem GAS hafði til umráða, en GAS hafði verið leystur frá störfum dag- inn áður á stjórnarfundi eða þann 20. júlí sl. Lögð fram tillaga um sátt við Gunnar Sigurðsson og Herbert Sveinbjörnsson, skv. hugmynd Guð- mundar Karls Þorleifssonar, að Gunnari verði greidd laun fyrir júlí- mánuð og ½ ágústmánuð en Her- berti verði greidd laun vegna júlí- og ágústmánaðar. BH mun einnig greiða innheimtuþóknun til Guðmundar B. Ólafssonar lögmanns þeirra en ekki verður greitt orlof né dráttarvextir á kröfuna. Verði þessi sáttatillaga sam- þykkt af þeirra hálfu verða áðurnefnd laun greidd innan sólarhrings frá undirritun samkomulags.“ Þórdís Sigurþórsdóttir Í fundar- gerð Borgarahreyfingarinnar segir að ekki hafi tekist að koma á fundi með þeim Gunnari og Herberti. Hæstiréttur snýr við dómi héraðsdóms: Sýknaður af árás í Laugardal Hæstiréttur hefur sýknað Óðin Frey Valgeirsson af ákæru fyrir árás á 16 ára stúlku í Laugardal í Reykjavík síð- astliðið haust. Maðurinn var sakfelld- ur í héraðsdómi í mars á þessu ári og gert að sæta 3 ára fangelsi fyrir sér- staklega hættulega líkamsárás. Hæstiréttur gerði alvarlegar at- hugasemdir við rannsókn lögreglu og fann meðal annars að því að ekki fór fram rannsókn á erfðaefni á blóð- sýnum. Eins hafi myndir af áverkum stúlkunnar ekki verið í gögnum máls- ins. Skýrsla Óðins þótti einnig vera ruglingsleg og óljós og ekki nema að hluta í samræmi við annað sem lá fyrir í málinu. Því hafi ekki verið hægt að byggja sakfellingu á skýrslu hans og játningu einni. Þá segir einnig í dómi Hæstaréttar, að þrátt fyrir að framburður vitna kynni að styðja að maðurinn hefði ráðist á stúlkuna væri hann ekki nægilegur til sakfella gegn neitun mannsins fyrir dómi. Þá bæri einnig að líta til þess að við rannsókn á vettvangi og á fatnaði Óðins hefði ekkert komið fram sem styðji að hann hefði framið brotið.  Særði blygð- unarkennd Hæstiréttur Íslands hefur staðfest 4 mánaða skilorðsbundinn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir 67 ára gömlum karlmanni sem dæmdur var fyrir að hafa sært blygðunar- kennd nágrannahjóna sinna með því að hafa átt við kynfæri sín þar sem hann stóð fáklæddur fyrir fram- an glugga á heimili sínu, andspænis leikvelli. Maðurinn var fundinn sekur í febrúar síðastliðnum og staðfesti Hæstiréttur dóminn á miðviku- dag. Maðurinn hafði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað og var því hæfileg refsing talin 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Í skýrslu lögreglunnar kemur fram að ellefu tilkynningar hafi borist um viðlíka háttsemi ákærða allt frá árinu 2005. Ferðamálaskóli Íslands www.menntun.is Sími 567 1466 Meðal námsefnis: Mannleg samskipti. Helstu áfangastaðir erlendis í máli og myndum. Mismunandi trúarbrögð. Saga landsins, menning og listir. Frumbyggjar og saga staðarins. Þjóðlegir siðir og hefðir. Leiðsögutækni og ræðumennska. Ferðalandafræði: Evrópa, Asía, Africa, Ameríka og Eyjaálfan. Námið fer fram í formi fyrirlestra og reynslu fararstjóra í leiðsögn á erlendri grund. Leiðbeinendur eru: Kjartan Trausti Sigurðsson, Pétur Björnsson, Jóhanna Kristjónsdóttir, Höskuldur Frímannsson, Magnús Björnsson, Pétur Óli Pétursson, Bjarni Randver Sigurvinsson, Sr. Bragi Skúlason. Fararstjórn erlendis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.