Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 22
22 | Umræða 30. september–2. október 2011 Helgarblað tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: kristjana guðbrandsdóttir, kristjana@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Lítill drengur Leiðari Reynir Traustason ritstjóri skrifar Bókstaflega Sérstakur bæjarfulltrúi n Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, hefur vakið sérstaka athygli fyrir baráttumál sín að undanförnu. Á bæjarstjórnar- fundi á dögun- um lagði Ómar fram bókun um að Kópavogur legði áherslu á að sigra í spurninga- þættinum Út- svari. Vildi hann að liðsmenn yrðu valdir eftir sigurvilja fremur en viljanum til að „vera með“. En liðið hafði þegar verið valið. Síðasta baráttumál sem hann vakti athygli á var þegar hann reyndi að breyta Kópavogsbæ í Kópavogsborg, og þar með sjálfum sér í borgarfull- trúa. Ómar er orðinn sérstakur talsmaður bæjarstolts, eða Kópa- vogshyggju. Aðrir hafa bent á að hagkvæmasta og nærtækasta leiðin til að breyta Kópavogi í borg sé að sameina hann Reykjavíkurborg og Garðabæ, sem umlykja hann. Fékk viðtal við sjálfan sig n Ólafur Stephensen, ritstjóri Frétta- blaðsins, stendur í ströngu við að verja nuddauglýsingar í blaðinu, sem fram hefur komið að eru lítið dulbúnar auglýs- ingar á vændis- þjónustu, eins og yfirmaður kynferðisbrota- deildar lögregl- unnar greindi frá í samtali við RÚV. Lögreglan metur nú hvort Fréttablaðið sé sekt um að hagnast á milligöngu um vændi. Í fimmtu- dagsblaði Fréttablaðsins fer blaðið sjálft í málið og fjallar um sjálft sig. Af því tilefni er stuttlega greint frá málsatvikum í fyrri hluta greinar og er seinni hlutinn lagður undir viðtal við Ólaf ritstjóra, sem hrekur mál- ið. Niðurstaðan í fyrirsögn fréttar Fréttablaðsins er Fréttablaðinu mjög í hag. Lögreglustjóri með góð tengsl n Ásakanir leiðarahöfundar Morgunblaðsins um áróðursstríð „Baugs miðla“ og Ríkisútvarps- ins gegn Haraldi Johannessen ríkislögreglu- stjóra hljómuðu eins og ómur úr glataðri fortíð. Fjölmiðlar hafa flestir fjallað um ákúrur sem Har- aldur og embætti hans fengu frá ríkisendurskoðanda fyrir að fylgja ekki lögum. Haraldur naut velþóknunar hjá Davíð Odds- syni, leiðarahöfundi Morgunblaðs- ins, þegar Davíð var við völd, og sat í hans skjóli þrátt fyrir að hafa komist í hann krappann. Auk þess hefur hefur Haraldur þau tengsl við Morgunblaðið að faðir hans, Matthías, var ritstjóri blaðsins í áratugi. Sandkorn Þ egar Gunnar sat á skrifstof- unni sinni um daginn kom trylltur maður inn og lamdi hann í höfuðið. Svo ruddist ölvaður unglingahópur inn og gerði aðsúg að honum. Gunnar fékk það hlutverk að róa hópinn. Því næst hljóp inn kona, sem hafði verið lamin af manninum sínum. Inn kom ofbeldismaður sem hótaði að myrða fjölskyldu hans. Undir lok dags fann hann mann, sem var alblóðugur og nær dauða en lífi, inni á skrifstof- unni, og þurfti að reyna að bjarga lífi hans. Eftir að hann kom heim fékk hann það verkefni að vera á bakvakt, og vera tilbúinn að hlaupa til ef eitt- hvað meira skyldi gerast á skrifstof- unni. Hann vann 35 yfirvinnutíma í mánuðinum og var 45 tíma á bak- vakt. Launaseðillinn hljóðaði upp á 280 þúsund. M unurinn á hinum ímynd- aði Gunnari og lögreglu- manni er að lögreglu- maðurinn hefur ekki skrifstofu. L ögreglumenn hafa verið 300 daga án samnings. Þeir mega ekki fara í verkfall og hafa átt erfitt með að halda í við launaþróun annarra. Það eru ekki bara kjörin sem angra lögreglu- menn, heldur viðhorfin. Þeim finnst lítilsvirðing felast í framkomu ríkisins við þá. Þeir upplifa sömu lítilsvirð- ingu í störfum sínum. G eir Jón Þórisson yfirlögreglu- þjónn, sem kveður bráð- um lögregluna eftir 36 ára starf, lýsti þessu í viðtali við helgarblað DV síðustu helgi. „Lögreglumenn mæta oft miklu virðingarleysi,“ sagði Geir Jón. „Ég segi það að oft eru börnin nestuð að heiman. Þar sem er talað illa um lög- regluna þar verður til sú skoðun að það megi segja hvað sem er við lög- regluna og að ekki þurfi að hlýða henni ... Lögreglumenn verða vitni að því á hverri vakt að verið sé að hóta lögreglumönnum og fjölskyldu þeirra lífláti. Það vill enginn vera í vinnu þar sem hann heyrir á hverjum degi að hann sé aumingi.“ R annsóknir sýna, svo ekki verður um villst, að streita er ein af lykilorsökum styttra og heilsutæpara lífs. Eitt af því sem minnkar streitu er stuðningur annarra og virðing. Þetta orsakasamhengi er hluti af vel- ferð fólks sem starfar í lögreglunni. Erfitt er að borga lögreglumönnum þau laun sem þeir eiga skilin, líkt og mörgum öðrum stéttum. Almenn- ingur getur lítið gert til að veita þeim réttlát laun. Hins vegar geta allir gert sitt til þess að veita þeim það sem þeir biðja um að lágmarki. M ikill áróður er gegn lög- reglumönnum í menn- ingarefni og sums staðar í samfélaginu. Líklega verð- ur engin önnur lögleg stétt fyrir viðlíka fordómum. Þeir eru kall- aðir öllum illum nöfnum, eins og „lög- gusvín“, líklega vegna áhrifa af banda- rísku sjónvarpi og tónlist. Það blundar uppreisnarseggur í mörgu fólki, sem brýst aðeins fram í samskiptum við lögregluna, sérstaklega þegar fólk er undir stjórn áfengis. Þeim er reglulega hótað. Venjulegur maður þarf að vera haldinn töluverðum þroska til að þola slíka framkomu og meðferð, en jafn- vel þroskaðasti maður verður að finna að hann hafi stuðning. Þ ótt við höfum ekki efni á mannsæmandi launum er engin afsökun fyrir því að veita þeim ekki mannsæm- andi virðingu. Það kemur að því að raunverulegir óvinir sam- félagsins fara á stjá. Þá hringjum við ekki í draugabanana, heldur treyst- um við á sömu lögreglumenn og nú kvarta yfir virðingarleysi. Ef þeir sætta sig við þetta áfram. S andgerðingar glíma nú við þann hræðilega veruleika að 11 ára drengur, Dag- bjartur Heiðar, svipti sig lífi. Grimmari og ömurlegri ör- lög er vart hægt að hugsa sér en þau að barn glími við svo hrikalega van- líðan að það sjá þá einu leið færa að fremja sjálfsmorð. Atburður eins og þessi kemur við hvern einasta mann. Mesti sársaukinn er þó auð- vitað í umhverfi hins látna. Fyrir fjölskyldu drengsins er kvölin nær óbærileg. Upplýst hefur verið að litli drengurinn glímdi við einelti frá því hann var sex ára. Áleitin spurning er í þeim efnum hvort fullorðið fólk hafi brugðist þeim skyldum sínum að fyrirbyggja að eineltið næði að þrífast og skjóta rótum. Það verður að vera krafan að samferðafólk Dagbjarts heitins leggist í sjálfs- skoðun og greini sinn eigin vanda og veikleika með það fyrir augum að lágmarka áhættuna af einelti. Í uppgjörinu vegna fráfalls drengsins má það ekki gerast að gerendurnir í máli hans, önnur börn, verði brennimerkt og ábyrgðin sett á þau beint eða óbeint. Í allri umfjöllun máls- ins verður að gæta þess að þar eru líka börn sem hafa orðið fyrir áfalli sem þau munu lifa með alla tíð. Fullorðna fólkið verður að axla ábyrgð. Skóla- stjórnendur í Sandgerði og þeir sem áttu að standa vaktina verða af einlægni að horfast í augu við það sem fór úrskeiðis. Einhverjir reyna að halda því á lofti að drengurinn hafi átt við að glíma veikindi sem kunni að skýra örlög hans fremur en eineltið sem enginn dregur þó í efa að hafi verið til staðar. Öllum má vera ljóst að þótt fleiri þættir hafi leitt til hins hörmulega atburðar eru yfirgnæf- andi líkur á því að ekki hefði orðið dauðsfall ef eineltið hefði ekki átt sér stað. Í litlum samfélögum er gjarnan tilhneiging til þess að líta fram hjá orsökum hræðilegra atburða og forð- ast óþægilegar skýringar á því sem gerðist. Þá er gjarnan gripið til þöggunar. Ráðist er á þá sem halda á lofti sársauka- fullum skýringum og þeir jafnvel úthrópaðir. Það má ekki gerast í þessu máli. Frá- fall litla drengsins í Sandgerði verður í það minnsta að leiða af sér betra samfélag. Sann- leikurinn, með öllum sín- um sársauka, verður að fá að koma fram í dagsljósið. Allir verða að læra af þeirri ömur- legu reynslu sem við blasir. Einelti má ekki líðast í neinni mynd og það verður að stöðva áður en til hræðilegra at- burða kemur. Nú er tækifæri til vakningar um að lágmarka þann hrylling sem eineltið er fyrir þá sem lenda í því. Börn eiga ekki að þurfa að deyja af þessum ástæðum. „Löggusvín!“ „Ég meina, ef þú mátt ekki orðið skamma barnið þitt, þá veit ég ekki hvað er í gangi.“ n Fjölskyldufaðir á Hólmavík segir félagsmálastjórann á Ströndum hafa komið fram með offorsi þegar fjarlægja átti börn hans af heimilinu. – DV „Það er til hérna ákveðið fólk sem er katta- hatarar, ég er búinn að komast að því.“ n Kristinn Kristmundsson hefur orðið fyrir þeirri erfiðu lífsreynslu að fjórir kettir hans hafa verið drepnir. – DV „Þetta var skemmtilegur strákur sem átti það til að vera örlítið stríðinn.“ n Helgi Karl Hafdal, náinn vinur foreldra litla drengsins sem svipti sig lífi í Sandgerði, hefur sett af stað söfnun fyrir fjölskylduna. – DV „Ég var áhyggjufullt barn og hafði áhyggjur af stríði og hung- ursneyð.“ n Bryndís Björgvinsdóttir sem hlaut íslensku barnabókaverðlaunin segir bókina ákveðið uppgjör viðkvæmrar sálar við flókinn og erfiðan heim. – DV Svarthöfði M argt af því gáfulegasta sem okkar ágæti borgarstjóri hefur sagt, gæti allt eins hafa verið sagt af svifþör- ungi. Sá ungi maður mun þó vera miklum gáfum gæddur, þ.e.a.s. ef honum er stillt upp með sumu af því fólki sem komist hefur áfram í elítu menningargeirans, ég tala nú ekki um, ef hann sést í námunda við fólk sem tilheyrir utanríkisþjón- ustunni og svo mætti nú stilla hon- um upp við hlið ríkislögreglustjóra. En til elítunnar virðist vera gerð sú krafa um gáfnafar og greind, að fólk nái meðalgreind sykurpúða. Eitt sinn mætti sá fingralangi maður, Árni Johnsen, í viðtal í sjón- varpssal. Og á meðan hann sann- aði sakleysi sitt var hann afhjúp- aður, bæði sem lygari og þjófur; berháttaður og rassskelltur í beinni útsendingu. En svo fyrirgáfu sjálf- stæðismenn á Suðurlandi hon- um glæpina, rétt einsog þeir fyrir- gefa öllum sjálfstæðismönnum það hrun sem berháttaði þjóðina og rændi hana nær öllum eigum. Og núna ætla sjálfstæðismenn að mót- mæla seinagangi ríkisstjórnar Jó- hönnu. Auðvitað er það eðlilegt að fólk mótmæli því að bankar hafa af- skrifað allt sem hægt er að afskrifa hjá stórum fyrirtækjum, á meðan fólkið í landinu sér ekki þá skjald- borg sem í eina tíð stóð til að reisa. En núna er enn einn sjálfstæð- ismaðurinn að láta nappa sig við vítaverða hagsmunagæslu. Í þetta skiptið er það reyndar sá sem fer með eitt æðsta hlutverk í löggæslu- málum. Hann kemur að vísu alltaf fram einsog hann hafi fengið emb- ættið í gengum klíku. Og gáfurnar virðast ekki beint ætla að flækjast mikið fyrir honum. En ríkislög- reglustjórinn okkar er semsagt að stunda þau misferli, að láta emb- ætti lögreglunnar kaupa ýmiskon- ar varning af fólki sem tengist fjöl- skyldum lögreglumanna, traustum böndum. Og gáfnaljósið Haraldur, viðurkennir að hafa ekki farið full- komlega að lögum. En segir, að jafnvel þó að Búsáhaldabylting- unni hefði verið löngu lokið þegar hann keypti góssið, hafi þetta verið keypt til að verja þingmenn í þeirri ágætu byltingu. Já, hann er gáfað- ur hann Haraldur. En hann féll þó á eigin bragði. Og svo sleppur hann með áminningu ef hann viður- kennir á sig væga stelsýki eða eitt- hvað slíkt. En þegar einkavinavæðing er látin ráða för og sneitt er hjá lög- bundinni útboðsleið, þá er það víst kallað brot í starfi. Enda er það sú greining sem Ríkisendur- skoðun heldur fram. Ef maður not- ar sér skáldaleyfi, er svosem hægt að kalla þetta gáleysi að yfirlögðu ráði. Sumir kalla þetta glæp, aðrir fara fínna í sakir og tala um vítavert kæruleysi í opinberu starfi. En við, sem stundum nám í siðfræði, höf- um lært að kalla svona nokkuð: sið- leysi eða siðlausa hegðun. Og núna eru þeir einsog síams- tvíburar, flokksbræðurnir Árni og Haraldur. Haraldur á hausinn flaug í hruni illa sjúkur, með Árna hann í lygalaug nú liggur einsog kúkur. Misferli og mótmæli Kristján Hreinsson Skáldið skrifar „Fullorðna fólkið verður að axla ábyrgð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.