Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 29
Viðtal | 29Helgarblað 30. september–2. október 2011 velfarnaðar. Þeir sem eru staddir þarna þennan dag eru hrærðir yfir hlýlegu viðmóti Dorritar. Sumir verða meyrir, aðrir innilega glaðir. „Íslend- ingar kunna ekki að knúsa,“ segir Dorrit. „Þaðan sem ég kem, þar er hversdagslegt að sýna væntumþykju sína eða virðingu með snertingu. En Íslendingar eru að læra þetta smátt og smátt.“ Hver einasti sem kemur og þiggur matargjöf þakkar fal- lega fyrir sig og kveður með brosi. Það vakti athygli. Ás- gerður Jóna segir þetta ávallt vera svona. „Það er það sem er svo ánægjulegt við þetta starf. Einlægt þakklæti. Á síð- asta árstímabili gáfum við meira en 23 þúsund fjölskyld- um mat og í þessum hópi eru rúmlega 2.400 börn á heim- ilum sem þiggja matargjafir.“ Það eru reyndar nokkur börn stödd með foreldrum sínum þennan dag, flest á leikskóla- aldri en nokkur á grunnskóla- aldri. Dorrit ræðir við unga móður Fremst í röðinni er komin Unnur Ásgeirsdóttir, fjögurra barna móðir sem þarf stund- um á matargjöfum að halda frá Fjölskylduhjálpinni. Dorrit aðstoðar hana með vörurnar út í bíl og ræðir við hana um lífið og tilveruna. „Þú stend- ur þig vel,“ segir hún við hana í kveðjuskyni. Unnur gleðst mjög: „Ég hef aldrei skamm- ast mín fyrir að koma hingað, ég geri það vegna þess að ég þarf þess og set börnin mín í forgang. Hins vegar gera aðrir ráð fyrir að ég skammist mín, eða skammast sín fyrir mig. Dorrit brýtur þennan ís. Hún er svo persónuleg.“ Býður á ball á Bessastöðum „Þetta er alltof þungt fyrir ykk- ur,“ segir Dorrit og býðst til að aðstoða fleiri mæður með pokana út í bíl. „Hvers vegna eru svona margir kraftaleg- ir karlmenn hér,“ segir hún. Blaðamaður skilur það þann- ig að þeir eigi að sýna lit og aðstoða með þunga pokana. Þegar svona er ástatt eigi all- ir að hjálpast að. Hún spjallar drjúga stund við mæðurnar um aðstæður þeirra en tvær í hópnum eru fjögurra barna mæður. Ein á fimm börn. „Hingað koma mæður sem þurfa virkilega á aðstoð að halda,“ segir Dorrit. „Þær eig- um við að setja í fyrsta sæti. Síðan býður Dorrit þeim á ball á Bessastöðum og kveður þær með faðmlagi og góðum kveðjum. Að síðustu situr Dorrit fyrir á mynd með sjálfboða- liðum og stofnendum Fjöl- skylduhjálparinnar. Ásgerður Jóna ítrekar ákall sitt til þeirra sem hafa ráð til að hjálpa Fjöl- skylduhjálpinni. „Við nýtum hverja krónu til þess að kaupa mat og aðrar vörur handa fjöl- skyldum sem reiða sig á starf- semi samtakanna.“ kristjana@dv.is Íslendingar kunna ekki að knúsa Faðmar að sér viðstadda „Ertu hættur að drekka?“ spyr Dorrit og faðmar að sér einn viðstaddra. Hann hefur hún hitt áður við annað tilefni. „Ég er að reyna að standa mig vel,“ svarar hann. Dorrit kynnir sér aðstæður Föt og leikföng eru til sölu fyrir lítið fé. Í þessum sölubás var lítil stúlka að velta fyrir sér litlu saumasetti. Konurnar á bak við FHÍ Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Guðrún Magnúsdóttir, og forsetafrúin. Dorrit aðstoðar með pokana „Þetta er alltof þungt fyrir ykkur,“ segir Dorrit og býðst til að aðstoða mæður að bera pokana út í bíl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.