Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 30
30 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 30. september–2. október 2011 Helgarblað M argrét fæddist að Suður- eyri við Súgandafjörð en ólst upp í Reykjavík. Hún lauk samvinnuskólaprófi frá Samvinnuskólanum að Bifröst árið 1959, stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1964 og prófi að loknu leiðsögu- mannanámskeiði árið 1975. Margrét tók einnig stigapróf í söng, píanó- og gítarleik frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Margrét starfaði um tíma sem gjaldkeri hjá verslun SÍS í Austur- stræti, var starfsmaður hjá Félagi einstæðra foreldra á árunum 1971– 75 og læknaritari í tuttugu og þrjú ár. Hún var auk þess móttökuritari hjá Læknavaktinni sf. og ritari við Hjalla- skóla í Kópavogi á árunum 1987– 2010. Margrét söng í tuttugu og fimm ár með Fílharmóníukórnum með stuttum hléum, var um tíma í kirkju- kór Kópavogskirkju, í söngsveitinni Kjarabót og söng með Samkór Kópa- vogs. Hún hefur setið í stjórn Fíl- harmóníukórsins, Félags einstæðra foreldra og Foreldrafélags Digranes- skóla. Fjölskylda Margrét giftist 10.11. 1962 Kristjáni Eyjólfssyni, f. 19.8. 1942, hjartalyf- lækni í Reykjavík, syni Eyjólfs Krist- jánssonar fiðurbónda og Guðrúnar Emilsdóttur húsmóður sem bæði eru látin. Margrét og Kristján slitu sam- vistir. Síðar giftist Margrét 9.8. 1975 Halldóri Ármanni Sigurðssyni, f. 30.6. 1950 lektor, syni Sigurðar Á. Magnússonar bílasala, og Guðrúnar L. Halldórsdóttur, fimleikakennara og húsmóður. Margrét og Halldór Ár- mann slitu samvistir. Frá árinu 1979 hefur Margrét ver- ið í sambúð með Árna Kjartanssyni, f. 13.6. 1953, vélfræðingi, syni Kjart- ans Jónssonar, sem er látinn og Hlíf- ar Einarsdóttur, sem bæði voru garð- yrkjufræðingar. Börn Margrétar eru Örnólfur Kristjánsson, f. 24.7. 1962, selló- leikari og sellókennari, búsettur í Reykjavík en kona hans er Helga Steinunn Torfadóttir fiðluleikari og fiðlukennari; Eyjólfur Kristjáns- son, f. 13.11. 1963, heimspekinemi og tölvufræðingur, kvæntur Guð- rúnu Eysteinsdóttur, leikkonu og rit- ara við Menntavísindasvið Háskóla Íslands; Kristinn S. Kristjánsson, f. 30.9. 1966, d. 24.7. 1999, var nemi í hagfræði og tungumálum í Þýska- landi, Danmörku og víðar; Sigurður Á. Árnason, f. 9.7. 1973, d. 22.5. 2010, tónlistarmaður og trúbador; Anna Ragnhildur Halldórsdóttir, f. 3.8. 1974, lögfræðingur en maður hennar er Friðbjörn E. Garðarsson lögfræð- ingur; og Hlíf Árnadóttir, f. 23.1. 1981, íslenskufræðingur en maður hennar er Einar Sigurðsson íslensku- fræðingur. Barnabörn Margrétar eru nú níu talsins. Alsystkini Margrétar: Þorvarð- ur Örnólfsson, f. 14.8. 1927, fyrrv. framkvæmdastjóri Krabbameinsfé- lags Reykjavíkur, var kvæntur Önnu Garðarsdóttur sem er látin og eign- uðust þau fjögur börn; Anna Örn- ólfsdóttir, f. 30.12. 1928, d. 16.12. 1999, bankafulltrúi í Reykjavík, var gift Kristjáni Jóhannssyni; Guðrún Örnólfsdóttir, f. 5.12. 1929, d. 9.4. 1933; Valdemar, f. 9.2. 1932, fyrrv. íþróttastjóri við Háskóla Íslands, kvæntur Kristínu Jónas dóttur og eiga þau þrjá syni; Ingólfur Ó., f. 1.7. 1933, viðskiptafræðingur í Reykjavík, kvæntur Elínu H. Hallgrímsdóttur og eiga þau fimm börn; Arnbjörg A., f. 4.5. 1935, húsmóðir í Reykjavík, gift Þórhalli Helgasyni og eiga þau þrjú börn; Þórunn, f. 21.10. 1937, hús- móðir í Reykjavík og á hún tvö börn; Úlfhildur G., f. 1.8. 1943, húsmóðir í Reykjavík, gift Ásgeiri Guðmunds- syni og eiga þau einn son; Sigríður Ásta, f. 12.8. 1946, húsmóðir í Reykja- vík og á hún einn son. Hálfsystir Margrétar, samfeðra, var Finnborg, f. 22.11. 1918, d. 13.6. 1993, húsmóðir í Reykjavík, var gift Árna Þ. Egilssyni og eignuðust þau þrjú börn. Foreldrar Margrétar voru þau Örnólfur Valdemarsson, f. 5.1. 1893, d. 3.12. 1970, kaupmaður og útgerð- armaður, og Ragnhildur Kristbjörg Þorvarðardóttir, f. 24.2. 1905, d. 16.9. 1986, kennari, organisti og húsmóð- ir. Þau bjuggu á Suðureyri við Súg- andafjörð til ársins 1945 er þau fluttu til Reykjavíkur. Ætt Örnólfur var sonur Valdemars, bók- haldara á Suðureyri við Súganda- fjörð og verslunarmanns á Ísafirði Örnólfssonar, skipstjóra á Ísafirði Þorleifssonar ríka, hreppstjóra á Suðureyri Þorkelssonar. Móðir Örn- ólfs skipstjóra var Valdís Örnólfs- dóttir, systir Guðrúnar, langömmu Sveins, afa Benedikts Gröndal for- sætisráðherra og Gylfa Gröndal rit- höfundar. Móðir Valdemars var Mar- grét, dóttir Jóns Sumarliðasonar, og Þorbjargar Þorvarðardóttur, b. í Eyr- ardal við Álftafjörð Sigurðssonar, b. í Eyrardal og ættföður Eyrardalsættar Þorvarðarsonar. Móðir Örnólfs, kaupmanns og útgerðarmanns var Guðrún Sigfús- dóttir, trésmiðs á Ísafirði Pálssonar, í Þórunnarseli Þórarinssonar, á Vík- ingsvatni. Ragnhildur Kristbjörg var dóttir Þorvarðar, fríkirkjupr. á Reyðarfirði og síðar pr. á Stað í Súgandafirði Brynjólfssonar, bókbindara í Reykja- vík Oddssonar, b. á Reykjum í Lund- arreykjadal Jónssonar. Móðir Brynj- ólfs var Rannveig Ólafsdóttir, dbrm. á Kalastaðakoti á Hvalfjarðarströnd Péturssonar. Móðir Ragnhildar Kristbjargar var Anna, systir Halldórs, föður Ragnars, fyrrv. forstjóra Ísal. Anna var dótt- ir Stefáns, pr. á Desjamýri, bróður Þórunnar, langömmu Vals Arnórs- sonar bankastjóra. Stefán var sonur Péturs, pr. í Valþjófsdal Jónssonar, vefara á Kórreksstöðum Þorsteins- sonar. Móðir Önnu var Ragnhildur Björg Metúsalemsdóttir sterka, b. á Möðruvöllum Jónssonar. Móð- ir Ragnhildar Bjargar var Kristbjörg Þórðardóttir, ættföður Kjarnaættar Pálssonar, bróður Páls, afa Friðriks Friðrikssonar æskulýðsleiðtoga. S igríður fæddist að Hofi í Vopnafirði og ólst upp í Vopnafirði og síðan í Reykja- vík. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Sigríður var formaður Félags austfirskra kvenna, var virkur félagi í góðtemplarareglunni um langt ára- bil, starfaði með áhugaleikhópnum Hugleik, sat í Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík og var oft fararstjóri í ferð- um húsmæðra, m.a. erlendis. Hún hefur starfað með leikklúbbi eldri borgara um árabil. Fjölskylda Sigríður giftist 24.12. 1941 Sindra Sigurjónssyni, f. 20.12. 1920, d. 23.1. 1989, skrifstofustjóra Póstgíróstof- unnar. Hann var sonur Sigurjóns Jónssonar, pr. á Kirkjubæ í Hróars- tungu, og k.h., Önnu Þ. Sveinsdóttur húsfreyju. Börn Sigríðar og Sindra eru Einar Sindrason, f. 24.3. 1942, háls-, nef- og eyrnalæknir, búsettur í Reykjavík, kvæntur Kristínu Árnadóttur og eiga þau þrjú börn; Heimir Sindrason, f. 24.12. 1944, tannlæknir, búsettur á Seltjarnarnesi, kvæntur Önnu Lov- ísu Tryggvadóttur og eiga þau fjög- ur börn; Sigurjón Helgi Sindrason, f. 17.2. 1948, tæknifræðingur, búsett- ur á Seltjarnarnesi, kvæntur Helgu Garðarsdóttur og eiga þau þrjú börn; Sindri Sindrason, f. 20.8. 1952, við- skiptafræðingur, búsettur í Reykja- vík, kvæntur Kristbjörgu Sigurðar- dóttur og eiga þau tvö börn; Yngvi Sindrason, f. 8.4. 1955, garðyrkju- fræðingur, búsettur í Reykjavík, kvæntur Vilborgu Ámundadóttur og eiga þau tvö börn. Systkini Sigríðar: Einar Helga- son, f. 25.12. 1922, d. 17.11. 1998, bókbindari, var búsettur í Reykja- vík; Vigfús Helgason, f. 18.9. 1925, d. 2.10. 2002, húsgagnasmiður, lengst af búsettur í Kaliforníu í Bandaríkj- unum; Halldór Helgason, f. 16.7. 1927, d. 27.2. 2004, bókbindari, var búsettur í Kaliforníu og í Reykjavík; Jakob Helgason, f. 1.3. 1930, lengst af garðyrkjub. í Gufuhlíð í Biskupstung- um, nú búsettur á Selfossi; Kristinn Helgason, f. 23.3. 1939, landmæling- armaður, fyrst hjá Landmælingum Íslands og síðar hjá Sjómælingum, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Sigríðar voru Helgi Tryggvason, f. 1.3. 1896, d. 20.3. 1982, bókbandsmeistari, bókasafn- ari og fornbókasali í Reykjavík, og k.h., Ingigerður Einarsdóttir, f. 2.10. 1898, d. 5.7. 1992, húsmóðir. Ætt Helgi var sonur Tryggva, b. á Haugs- stöðum í Vopnafirði Helgasonar, b. í Steinkirkju í Fnjóskadal Guðlaugs- sonar, Eiríkssonar. Móðir Tryggva var Arnfríður Jónsdóttir, b. í Garði við Mývatn Jónssonar, Marteins- sonar. Móðir Helga var Kristrún Sig- valdadóttir, b. á Mánárseli á Tjör- nesi Sigurðssonar, og Guðrúnar Pét- ursdóttur frá Mánárseli. Bróðir Ingigerðar var Vigfús, skrif- stofustjóri í Stjórnarráðinu. Ingigerð- ur var dóttir Einars, prófasts á Hofi í Vopnafirði Jónssonar, b. á Stóra- steinsvaði í Hjaltastaðaþinghá Þor- steinssonar. Móðir Einars var Járn- gerður Eiríksdóttir, hreppstjóra á Kleif Eiríkssonar. Móðir Járngerðar var Margrét Jónsdóttir. Móðir Ingigerðar var Kristín, syst- ir Jóns landsbókavarðar. Kristín var dóttir Jakobs, pr. á Hjaltastað Bene- diktssonar, pr. í Hítarnesi Jónassonar. Móðir Jakobs var Ingibjörg Björns- dóttir, pr. í Bólstaðarhlíð Jónssonar. Móðir Kristínar var Sigríður Jóns- dóttir, pr. í Breiðabólstað í Fljótshlíð Halldórssonar, pr. í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd Magnússonar. Móðir Jóns var Guðrún Arngrímsdóttir, pr. á Melum Jónssonar. Móðir Sigríðar var Kristín Vigfúsdóttir, sýslumanns í Hlíðarenda Þórarinssonar. Sigríður Helgadóttir Húsmóðir og fyrrv. fornbókasali í Reykjavík Margrét Örnólfsdóttir Fyrrv. skóla- og læknaritari 70 ára á sunnudag 90 ára á laugardag H alla fæddist á Akureyri en ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík. Hún var í Mela- skóla, Langholtsskóla og Hagaskóla, stundaði nám við Kvennaskólann í Reykja- vík, stundaði nám við Háskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófum á frumgreinadeild. Halla starfaði við kexverksmiðjuna Frón í eitt sumar, vann á McDonald’s annað sumar á menntaskólaárun- um og starfaði hjá Intrum um skeið. Hún hefur verið verslunarstjóri hjá Subway í Kringlunni frá 2008. Halla söng með Rokkling- unum inn á eina barnaplötu þeg- ar hún var ellefu ára. Hún æfði og keppti í sundi með sunddeild Ármanns í tíu ár frá sjö ára aldri. Fjölskylda Eiginmaður Höllu er Benedikt Kaster Sigurðsson, f. 16.9. 1974, togarasjó- maður. Sonur Höllu og Benedikts er Vikt- or Berg Benediktsson, f. 2.7. 2005. Dóttir Benedikts er Alma Dögg Benediktsdóttir, f. 14.2. 1995. Alsystkini Höllu: Helga Guð- mundsdóttir, f. 5.10. 1975, d. 14.1. 1978; Hlynur Guðmundsson, f. 18.7. 1979, matreiðslumaður, bú- settur í Kópavogi. Hálfbræður Höllu, samfeðra, voru Arnar Guðmundsson og Birkir Guðmundsson sem dóu skömmu eftir fæðingu. Foreldrar Höllu eru Guðmund- ur Ragnar Björnsson, f. 8.4. 1955, járnsmiður og bifreiðastjóri, og Rannveig Ingibjörg Jónasdóttir, f. 8.11. 1948, lífeindafræðingur. Halla Guðmundsdóttir Verslunarstjóri hjá Subway í Kringlunni 30 ára á föstudag A ron fæddist í Reykjavík en ólst upp í Húsinu í Fljóts- hlíð. Hann var í Fljótshlíð- arskóla og í gagnfræða- skóla í Hvolsskóla, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi 2001, stund- aði nám í guðfræði við International Bible Training Institute á Suður- Englandi og lauk þaðan prófum 2002, stundaði nám við Kennarahá- skóla Íslands og lauk þaðan kenn- araprófi 2007. Aron starfaði hjá Skógrækt ríkis- ins í Fljótshlíðinni í tvö sumur á ung- lingsárunum, vann hjá Sláturfélagi Suðurlands á Hvolsvelli í tvö sumur, var flokkstjóri í unglingavinnunni um skeið og sinnti sölumennsku í Reykjavík. Aron hefur kennt við Valla- skóla á Selfossi frá 2002. Aron ólst upp við safnaðar- störf Hvítasunnu- manna. Hann hefur verið forstöðu- maður Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi frá 2002. Þá er hann einn af stofnendum og hefur starfað við Kaffi Líf á Selfossi. Fjölskylda Eiginkona Arons er Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir, f. 21.9. 1981, kennari við Vallaskóla. Börn Arons og Gunnhildar Stellu eru Lýdía Líf Aronsdóttir, f. 26.6. 2003; Hinrik Jarl Aronsson, f. 16.1. 2010. Systkini Arons eru Samúel Hin- riksson, f. 6.12. 1971, framkvæmda- stjóri og matreiðslumaður, búsettur á Hvolsvelli; Jóhannes Hinriksson, f. 3.4. 1975, veiðileiðsögumaður, búsettur á Selfossi; Jakob Hinriks- son, f. 14.9. 1985, nemi í fornleifa- fræði við Háskóla Íslands; Katrín Sara Hinriksdóttir, f. 2.10. 1988, nemi. Foreldrar Arons eru Hinrik Þor- steinsson, f. 11.4. 1949, og Guðný Ragnhildur Jónasdóttir, f. 5.9. 1948, en þau hjónin sinna sjálfboðastarfi á vegum ABC Barnahjálpar í Burk- ina Faso í Vestur-Afríku. Aron Hilmarsson Kennari og forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi 30 ára á föstudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.