Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 32
32 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 30. september–2. október 2011 Helgarblað D r. Sigfús fæddist á Hjalla- landi í Vatnsdal. Hann var sonur Björns Blön- dal, sundkenn- ara í Reykjavík, sonar Lúðvíks Blöndal, trésmiðs og skálds, sonar Björns Auð- unssonar, sýslu- manns í Hvammi og ættföður Blön- dalsættar. Móðir Sigfúsar var Guð- rún Sigfúsdóttir, pr. á Tjörn á Undirfelli í Vatnsdal Jónsson- ar, og Sigríðar Björns- dóttur Blöndal. Björn lauk stúdents- prófi 1892 og cand.mag.- prófi í málfræði með latínu sem aðalgrein við Kaupmannahafn- arháskóla. Hann dvaldi í Englandi og Frakklandi 1902 en var síðan búsettur í Kaupmannahöfn til ævi- loka. Sigfús starfaði lengst af við Kon- unglega bókasafnið í Kaupmanna- höfn, var skipaður bókavörður þar 1914 en fékk lausn 1939. Þá var hann lektor í ís- lensku nútímamáli við Kaupmannahafnarhá- skóla. Björn var virtur fræðimaður og prýði- lega skáldmæltur. Þekktastur er hann fyrir sína miklu ís- lensk-dönsku orða- bók sem hann vann að í tuttugu ár. Þá samdi hann rit um þætti úr ís- lenskri menningarsögu og sendi frá sér ljóðabækur. Fyrri kona Björns var dr. phil. Björg Þorláksdóttir, fyrsti ís- lenski kvendoktorinn, en ævisaga hennar var skráð af Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur. B jörgvin fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp í Vest- urbænum. Hann braut- skráðist frá Verslunarskóla Íslands 1930 og stundaði síðan nám við verslunarskóla í Englandi 1933–34. Björgvin var fulltrúi í heildverslun Magnús- ar Kjarans í Reykjavík á árunum 1934–53 en stofnaði þá eig- in heildverslun sem hann starfrækti um langt árabil. Björgvin var, eins og margt hans frændfólk, í hópi dyggustu stuðnings- manna KR sem í ár urðu Íslandsmeist- arar og bikarmeistar- ar í meistaraflokki karla í knattspyrnu. Hann æfði og keppti í knattspyrnu með KR á árunum 1923–43. Þá sat hann í stjórn KR og var varaformaður félagsins í for- mannstíð Erlends Ó. Péturssonar. Björgvin sat í stjórn KSÍ frá stofnun þess 1947 og var formað- ur þess á árunum 1954–68. Það kom því oft í hans hlut að sjá um bikarafhendingar til síns gamla fé- lags og sæma kempur þess medal- íum fyrir sigra í Reykjavíkur- , Ís- lands- og bikarkeppnum á þessum árum. Í þeim hópi var þá lengst af sonur Björgvins, Ellert B. Schram, meistaraflokksmaður í KR, lands- liðsmaður og margfaldur Íslands- meistari. Björgvin sinnti ýmsum öðrum félagsstörfum, var formaður Félags íslenskra stórkaupmanna 1967–71, sat í stjórn Verslunarráðs Íslands 1967–74 og var varaformaður þess. Þá var hann formaður Lions- klúbbs Reykjavíkur 1974. Kona Björgvins var Aldís Þorbjörg Brynj- ólfsdóttir, sem lést 1991, húsmóðir, en börn þeirra hafa orð- ið góðkunnir Vest- urbæingar, ef ekki þjóðkunnar pers- ónur. Má þar nefna téðan Ellert, sem auk þess varð alþm. í þrígang, forseti ÍSÍ og ritstjóri DV; Bryndísi Schram, leikkonu og dag- skrárgerðamann með meiru; Magdalenu Schram, heimspek- ing og rithöfund sem dó langt um aldur fram; Ólaf Schram, forstjóra Fjallaferða. Björgvin og Aldís bjuggu lengst af í fallegu íbúðarhúsi sínu á horni Sörlaskjóls og Faxaskjóls, þar sem Ellert sonur þeirra býr nú. Þaðan var stutt að fara út í KR á laugar- dagsmorgnum til að stappa í menn stálinu og gefa góð ráð og þar gat þessi máttarstólpi gamla Vestur- bæjarins ornað sér við minning- arnar við bjarmann af Sörlaskjóls- brennunni, sérhver áramót. S tefán fæddist á Sauðárkróki og ólst þar upp í foreldrahús- um. Hann lauk gagnfræða- prófi á Sauðárkróki 1949, iðnskólaprófi frá Iðnskólan- um á Sauðárkróki 1951, lauk sveins- prófi í húsasmíði 1956 og öðlaðist meistararéttindi í greininni 1959. Stefán stofnaði, ásamt fleirum, Trésmiðjuna Borg hf. á Sauðárkróki 1963 og var framkvæmdastjóri henn- ar á árunum 1963–71. Hann tók þátt í stofnun Útgerðarfélags Skagfirðinga hf. 1968 og var framkvæmdastjóri þess 1971–81. Stefán sat í bæjarstjórn Sauðár- króks 1966–82, í sveitarstjórn sveit- arfélagsins Skagafjarðar 1998–2002 og var alþm. Norðurlandskjördæm- is vestra fyrir Framsóknarflokkinn 1979–99. Stefán tók virkan þátt í íþrótta- starfi á sínum yngri árum, átti fjöl- mörg héraðsmet í frjálsum íþróttum og æfði og keppti í knattspyrnu með Ungmennafélaginu Tindastóli. Hann sat lengi í stjórn Ungmennafélags- ins Tindastóls og Ungmennasam- bands Skagafjarðar, var félagi í Lions- klúbbi Sauðárkróks um langt árabil og til dauðadags, sat í stjórn Iðnaðar- mannafélags Sauðárkróks um skeið og Framsóknarfélags Sauðárkróks. Stefán sat í stjórn Framkvæmda- stofnunar ríkisins, síðar Byggða- stofnunar 1980–1987 og 1995 og var stjórnarformaður hennar 1983–87, sat í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga frá 1982 og var stjórnarformaður þess frá 1999 og til dauðadags, sat í stjórn Steinullarverksmiðjunnar hf. 1982–2011, sat í stjórn Fiskiðju Sauð- árkróks, nú Fisk Seafood hf., frá 1983 og til dauðadags, sat í stjórn Íslenskr- ar endurtryggingar 1988–93, átti sæti í stjórn RARIK um árabil, var stjórn- arformaður Orkuráðs og lengi stjórn- arformaður Norðurlandsskóga. Þá átti hann sæti í fjölmörgum öðrum nefndum og ráðum og sinnti ýmsum öðrum trúnaðarstörfum inn- an héraðs og utan. Stefán og Hrafnhildur, kona hans, byggðu sér sumarbústað í landi Steinsstaða í Lýtingsstaðahreppi er þau nefndu Steinahlíð. Þar rækt- uðu þau skóg og fegruðu landið í frí- stundum sínum en Stefán var mikill áhugamaður um skógrækt. Fjölskylda Stefán kvæntist 16.2. 1957 Sigríði Hrafnhildi Stefánsdóttur (Lillu), f. 11.6. 1937, d. 15.7.1998, verslunar- manni og húsmóður. Hún var dóttir Stefáns Vagnssonar, f. 25.5. 1889, d. 1.11. 1963, skrifstofumanns á Sauð- árkróki, og k.h., Helgu Jónsdóttur, f. 28.7. 1895, d. 10.7. 1988, húsmóður. Heimili Stefáns og Hrafnhildar stóð ávallt á Sauðárkróki og þar átti hann heima til dauðadags. Börn Stefáns og Hrafnhildar eru Ómar Bragi Stefánsson, f. 2.6. 1957, landsfulltrúi Ungmennafélags Ís- lands, búsettur á Sauðárkróki, kvæntur Maríu Björk Ingvadóttur fé- lagsráðgjafa og frístundastjóra sveit- arfélags Skagafjarðar og eru börn þeirra Stefán Arnar, f. 1982, háskóla- nemi; Ingvi Hrannar, f. 1986, kenn- ari; Ásthildur, f. 2000. Hjördís Stefánsdóttir, f. 2.9. 1962, lögfræðingur, gift Kristni Jens Sig- urjónssyni, sóknarpresti í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, og eru dætur þeirra Marta Mirjam, f. 1987, há- skólanemi; Hrafnhildur, f. 1992, menntaskólanemi. Stefán Vagn Stefánsson, f. 17.1. 1972, yfirlögregluþjónn á Sauðár- króki og formaður byggðaráðs sveit- arfélags Skagafjarðar en kona hans er Hrafnhildur Guðjónsdóttir fé- lagsráðgjafi og eru börn þeirra Sara Líf, f. 1993, nemi; Atli Dagur, f. 1999, grunnskólanemi; Sigríður Hrafn- hildur, f. 2007. Vinkona Stefáns síðustu ár var Margrét Jónsdóttir, f. 12.4. 1950, bóndi og kennari. Systkini Stefáns: Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 6.4. 1920, d. 5.1. 2006, húsmóðir á Akranesi, var gift Björgvini Bjarnasyni, f. 12.7. 1915, d. 10.12. 1989, bæjarfógeta á Akranesi; Hallfríður Guðmundsdóttir, f. 15.3. 1921, d. s. d.; Sveinn Guðmundsson, f. 3.8. 1922, hrossaræktandi og fyrrv. deildarstjóri hjá Kaupfélagi Skag- firðinga á Sauðárkróki, var kvænt- ur Ragnhildi Óskarsdóttur, f. 21.12. 1935, d. 31.5. 1991, húsmóður; Anna Pála Guðmundsdóttir, f. 2.9. 1923, húsmóðir á Sauðárkróki, var gift Ragnari Pálssyni, f. 16.4. 1924, d. 29.9. 1987, útibússtjóra Búnaðar- banka Íslands á Sauðárkróki; Árni Guðmundsson, f. 12.9. 1927, fyrrv. skólastjóri Íþróttakennaraskóla Ís- lands á Laugarvatni, kvæntur Hjör- dísi Þórðardóttur, f. 5.6. 1926, hús- móður; Hallfríður Guðmundsdóttir, f. 29.1. 1931, lyfjatæknir í Reykjavík, var gift Agli Einarssyni, f. 24.10. 1929, d. 6.3. 2007, bifreiðastjóra. Foreldrar Stefáns: Guðmundur Sveinsson, f. 11.3. 1893, d. 19.10. 1967, skrifstofustjóri og fulltrúi hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, og k.h., Dýr- leif Árnadóttir, f. 4.7. 1899, húsmóðir. Ætt Guðmundur var sonur Sveins, b. á Hóli í Sæmundarhlíð, bróður Jóns á Hafsteinsstöðum, afa Sigurðar Haf- stað sendiherra og Sigríðar Hafstað á Tjörn í Svarfaðardal, móður Árna Hjartarsonar jarðfræðings. Sveinn var sonur Jóns, hreppstjóra á Hóli og á Hafsteinsstöðum Jónssonar. Móðir Jóns á Hóli var Guðbjörg Þorbergs- dóttir, b. í Gröf Jónssonar og Þuríðar, systur Jóns, langafa Ólafs Friðriks- sonar verkalýðsleiðtoga og Haraldar Níelssonar prófessors, föður Jónasar Haralz, fyrrv. bankastjóra. Þuríður var dóttir Jóns, pr. á Hafsteinsstöðum Jónssonar. Móðir Sveins var Sigríð- ur, systir Þórarins á Halldórsstöðum, langafa Þórhalls, kaupfélagsstjóra á Kópaskeri, föður Björns heitins við- skiptafræðings, formanns Lands- sambands íslenskra verslunarmanna og varaforseta ASÍ, föður Karls, fyrrv. bæjarstjóra Árborgar. Sigríður var dóttir Magnúsar, hreppstjóra á Hall- dórsstöðum í Laxárdal, bróður Ólafs, smiðs á Vatnsenda í Vesturhópi, langafa Páls Kolka læknis og Eiríks, föður Magnúsar, tónlistarmanns og tónskálds. Magnús var sonur Ás- mundar, b. á Halldórsstöðum Sölva- sonar, b. í Álftagerði Marteinssonar. Móðir Guðmundar var Hallfríð- ur, systir Sigurlaugar, móður Jak- obs Benediktssonar Orðabókarrit- stjóra. Hallfríður var dóttir Sigurðar, b. á Stóra-Vatnsskarði, bróður Maríu, ömmu Eyþórs Stefánssonar tón- skálds. Bróðir Sigurðar var Stef- án, afi Stefáns Íslandi. Sigurður var sonur Bjarna, skyttu á Sjávarborg Jónssonar, og Guðrúnar Þorsteins- dóttur, skálds á Reykjavöllum Páls- sonar, bróður Sveins, læknis og nátt- úrufræðings. Móðir Hallfríðar var Ingibjörg Sölvadóttir, hreppstjóra á Skarði Guðmundssonar. Dýrleif var dóttir Árna, á Sauðár- króki Magnússonar, b. í Utanverðun- esi Árnasonar. Móðir Árna var Sigur- björg Guðmundsdóttir, vinnumanns á Hafsteinsstöðum Jónssonar. Móðir Sigurbjargar var Guðrún Gísladóttir, pr. á Ríp Oddssonar, pr. á Miklabæ sem þaðan hvarf sporlaust sem frægt er Gíslasonar, biskups Magnússonar. Móðir Dýrleifar var Anna Rósa Pálsdóttir, b. á Syðri Brekkum, bróð- ur Margrétar, ömmu Hermanns for- sætisráðherra, föður Steingríms, fyrrv. forsætisráðherra, föður Guð- mundar alþm. Bróðir Páls var Þor- kell, faðir Þorkels veðurstofustjóra, og afi Sigurjóns Rist vatnamælingar- manns, föður Rannveigar, forstjóra Ísal. Páll var sonur Páls Þórðarsonar, b. í Viðvík, bróður Jóns á Ytrahvarfi, langafa Guðjóns B. Ólafssonar, for- stjóra SÍS. Móðir Páls var Sigríður Guðmundsdóttir, systir Jóhönnu, langömmu þeirra bræðra Hallgríms, fyrsta forstjóra SÍS, Sigurðar, forstjóra SÍS, og Aðalsteins Kristinssonar, for- stjóra innflutningsdeildar SÍS. Móð- ir Önnu Rósu var Dýrleif Gísladóttir, b. í Flatatungu á Kjálka Stefánssonar. Útför Stefáns fór fram frá Sauðár- krókskirkju mánudaginn 19.9. sl. Stefán Guðmundsson Fyrrv. alþm. á Sauðárkróki Dr. Sigfús Blöndal Orðabókarhöfundur f. 2.10. 1874 – d. 19.3. 1950 Björgvin Schram Stórkaupmaður f. 3.10. 1912 – d. 24.3. 2001 Merkir íslendingar Merkir íslendingar Andlát Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.