Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Page 32
32 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 30. september–2. október 2011 Helgarblað D r. Sigfús fæddist á Hjalla- landi í Vatnsdal. Hann var sonur Björns Blön- dal, sundkenn- ara í Reykjavík, sonar Lúðvíks Blöndal, trésmiðs og skálds, sonar Björns Auð- unssonar, sýslu- manns í Hvammi og ættföður Blön- dalsættar. Móðir Sigfúsar var Guð- rún Sigfúsdóttir, pr. á Tjörn á Undirfelli í Vatnsdal Jónsson- ar, og Sigríðar Björns- dóttur Blöndal. Björn lauk stúdents- prófi 1892 og cand.mag.- prófi í málfræði með latínu sem aðalgrein við Kaupmannahafn- arháskóla. Hann dvaldi í Englandi og Frakklandi 1902 en var síðan búsettur í Kaupmannahöfn til ævi- loka. Sigfús starfaði lengst af við Kon- unglega bókasafnið í Kaupmanna- höfn, var skipaður bókavörður þar 1914 en fékk lausn 1939. Þá var hann lektor í ís- lensku nútímamáli við Kaupmannahafnarhá- skóla. Björn var virtur fræðimaður og prýði- lega skáldmæltur. Þekktastur er hann fyrir sína miklu ís- lensk-dönsku orða- bók sem hann vann að í tuttugu ár. Þá samdi hann rit um þætti úr ís- lenskri menningarsögu og sendi frá sér ljóðabækur. Fyrri kona Björns var dr. phil. Björg Þorláksdóttir, fyrsti ís- lenski kvendoktorinn, en ævisaga hennar var skráð af Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur. B jörgvin fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp í Vest- urbænum. Hann braut- skráðist frá Verslunarskóla Íslands 1930 og stundaði síðan nám við verslunarskóla í Englandi 1933–34. Björgvin var fulltrúi í heildverslun Magnús- ar Kjarans í Reykjavík á árunum 1934–53 en stofnaði þá eig- in heildverslun sem hann starfrækti um langt árabil. Björgvin var, eins og margt hans frændfólk, í hópi dyggustu stuðnings- manna KR sem í ár urðu Íslandsmeist- arar og bikarmeistar- ar í meistaraflokki karla í knattspyrnu. Hann æfði og keppti í knattspyrnu með KR á árunum 1923–43. Þá sat hann í stjórn KR og var varaformaður félagsins í for- mannstíð Erlends Ó. Péturssonar. Björgvin sat í stjórn KSÍ frá stofnun þess 1947 og var formað- ur þess á árunum 1954–68. Það kom því oft í hans hlut að sjá um bikarafhendingar til síns gamla fé- lags og sæma kempur þess medal- íum fyrir sigra í Reykjavíkur- , Ís- lands- og bikarkeppnum á þessum árum. Í þeim hópi var þá lengst af sonur Björgvins, Ellert B. Schram, meistaraflokksmaður í KR, lands- liðsmaður og margfaldur Íslands- meistari. Björgvin sinnti ýmsum öðrum félagsstörfum, var formaður Félags íslenskra stórkaupmanna 1967–71, sat í stjórn Verslunarráðs Íslands 1967–74 og var varaformaður þess. Þá var hann formaður Lions- klúbbs Reykjavíkur 1974. Kona Björgvins var Aldís Þorbjörg Brynj- ólfsdóttir, sem lést 1991, húsmóðir, en börn þeirra hafa orð- ið góðkunnir Vest- urbæingar, ef ekki þjóðkunnar pers- ónur. Má þar nefna téðan Ellert, sem auk þess varð alþm. í þrígang, forseti ÍSÍ og ritstjóri DV; Bryndísi Schram, leikkonu og dag- skrárgerðamann með meiru; Magdalenu Schram, heimspek- ing og rithöfund sem dó langt um aldur fram; Ólaf Schram, forstjóra Fjallaferða. Björgvin og Aldís bjuggu lengst af í fallegu íbúðarhúsi sínu á horni Sörlaskjóls og Faxaskjóls, þar sem Ellert sonur þeirra býr nú. Þaðan var stutt að fara út í KR á laugar- dagsmorgnum til að stappa í menn stálinu og gefa góð ráð og þar gat þessi máttarstólpi gamla Vestur- bæjarins ornað sér við minning- arnar við bjarmann af Sörlaskjóls- brennunni, sérhver áramót. S tefán fæddist á Sauðárkróki og ólst þar upp í foreldrahús- um. Hann lauk gagnfræða- prófi á Sauðárkróki 1949, iðnskólaprófi frá Iðnskólan- um á Sauðárkróki 1951, lauk sveins- prófi í húsasmíði 1956 og öðlaðist meistararéttindi í greininni 1959. Stefán stofnaði, ásamt fleirum, Trésmiðjuna Borg hf. á Sauðárkróki 1963 og var framkvæmdastjóri henn- ar á árunum 1963–71. Hann tók þátt í stofnun Útgerðarfélags Skagfirðinga hf. 1968 og var framkvæmdastjóri þess 1971–81. Stefán sat í bæjarstjórn Sauðár- króks 1966–82, í sveitarstjórn sveit- arfélagsins Skagafjarðar 1998–2002 og var alþm. Norðurlandskjördæm- is vestra fyrir Framsóknarflokkinn 1979–99. Stefán tók virkan þátt í íþrótta- starfi á sínum yngri árum, átti fjöl- mörg héraðsmet í frjálsum íþróttum og æfði og keppti í knattspyrnu með Ungmennafélaginu Tindastóli. Hann sat lengi í stjórn Ungmennafélags- ins Tindastóls og Ungmennasam- bands Skagafjarðar, var félagi í Lions- klúbbi Sauðárkróks um langt árabil og til dauðadags, sat í stjórn Iðnaðar- mannafélags Sauðárkróks um skeið og Framsóknarfélags Sauðárkróks. Stefán sat í stjórn Framkvæmda- stofnunar ríkisins, síðar Byggða- stofnunar 1980–1987 og 1995 og var stjórnarformaður hennar 1983–87, sat í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga frá 1982 og var stjórnarformaður þess frá 1999 og til dauðadags, sat í stjórn Steinullarverksmiðjunnar hf. 1982–2011, sat í stjórn Fiskiðju Sauð- árkróks, nú Fisk Seafood hf., frá 1983 og til dauðadags, sat í stjórn Íslenskr- ar endurtryggingar 1988–93, átti sæti í stjórn RARIK um árabil, var stjórn- arformaður Orkuráðs og lengi stjórn- arformaður Norðurlandsskóga. Þá átti hann sæti í fjölmörgum öðrum nefndum og ráðum og sinnti ýmsum öðrum trúnaðarstörfum inn- an héraðs og utan. Stefán og Hrafnhildur, kona hans, byggðu sér sumarbústað í landi Steinsstaða í Lýtingsstaðahreppi er þau nefndu Steinahlíð. Þar rækt- uðu þau skóg og fegruðu landið í frí- stundum sínum en Stefán var mikill áhugamaður um skógrækt. Fjölskylda Stefán kvæntist 16.2. 1957 Sigríði Hrafnhildi Stefánsdóttur (Lillu), f. 11.6. 1937, d. 15.7.1998, verslunar- manni og húsmóður. Hún var dóttir Stefáns Vagnssonar, f. 25.5. 1889, d. 1.11. 1963, skrifstofumanns á Sauð- árkróki, og k.h., Helgu Jónsdóttur, f. 28.7. 1895, d. 10.7. 1988, húsmóður. Heimili Stefáns og Hrafnhildar stóð ávallt á Sauðárkróki og þar átti hann heima til dauðadags. Börn Stefáns og Hrafnhildar eru Ómar Bragi Stefánsson, f. 2.6. 1957, landsfulltrúi Ungmennafélags Ís- lands, búsettur á Sauðárkróki, kvæntur Maríu Björk Ingvadóttur fé- lagsráðgjafa og frístundastjóra sveit- arfélags Skagafjarðar og eru börn þeirra Stefán Arnar, f. 1982, háskóla- nemi; Ingvi Hrannar, f. 1986, kenn- ari; Ásthildur, f. 2000. Hjördís Stefánsdóttir, f. 2.9. 1962, lögfræðingur, gift Kristni Jens Sig- urjónssyni, sóknarpresti í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, og eru dætur þeirra Marta Mirjam, f. 1987, há- skólanemi; Hrafnhildur, f. 1992, menntaskólanemi. Stefán Vagn Stefánsson, f. 17.1. 1972, yfirlögregluþjónn á Sauðár- króki og formaður byggðaráðs sveit- arfélags Skagafjarðar en kona hans er Hrafnhildur Guðjónsdóttir fé- lagsráðgjafi og eru börn þeirra Sara Líf, f. 1993, nemi; Atli Dagur, f. 1999, grunnskólanemi; Sigríður Hrafn- hildur, f. 2007. Vinkona Stefáns síðustu ár var Margrét Jónsdóttir, f. 12.4. 1950, bóndi og kennari. Systkini Stefáns: Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 6.4. 1920, d. 5.1. 2006, húsmóðir á Akranesi, var gift Björgvini Bjarnasyni, f. 12.7. 1915, d. 10.12. 1989, bæjarfógeta á Akranesi; Hallfríður Guðmundsdóttir, f. 15.3. 1921, d. s. d.; Sveinn Guðmundsson, f. 3.8. 1922, hrossaræktandi og fyrrv. deildarstjóri hjá Kaupfélagi Skag- firðinga á Sauðárkróki, var kvænt- ur Ragnhildi Óskarsdóttur, f. 21.12. 1935, d. 31.5. 1991, húsmóður; Anna Pála Guðmundsdóttir, f. 2.9. 1923, húsmóðir á Sauðárkróki, var gift Ragnari Pálssyni, f. 16.4. 1924, d. 29.9. 1987, útibússtjóra Búnaðar- banka Íslands á Sauðárkróki; Árni Guðmundsson, f. 12.9. 1927, fyrrv. skólastjóri Íþróttakennaraskóla Ís- lands á Laugarvatni, kvæntur Hjör- dísi Þórðardóttur, f. 5.6. 1926, hús- móður; Hallfríður Guðmundsdóttir, f. 29.1. 1931, lyfjatæknir í Reykjavík, var gift Agli Einarssyni, f. 24.10. 1929, d. 6.3. 2007, bifreiðastjóra. Foreldrar Stefáns: Guðmundur Sveinsson, f. 11.3. 1893, d. 19.10. 1967, skrifstofustjóri og fulltrúi hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, og k.h., Dýr- leif Árnadóttir, f. 4.7. 1899, húsmóðir. Ætt Guðmundur var sonur Sveins, b. á Hóli í Sæmundarhlíð, bróður Jóns á Hafsteinsstöðum, afa Sigurðar Haf- stað sendiherra og Sigríðar Hafstað á Tjörn í Svarfaðardal, móður Árna Hjartarsonar jarðfræðings. Sveinn var sonur Jóns, hreppstjóra á Hóli og á Hafsteinsstöðum Jónssonar. Móðir Jóns á Hóli var Guðbjörg Þorbergs- dóttir, b. í Gröf Jónssonar og Þuríðar, systur Jóns, langafa Ólafs Friðriks- sonar verkalýðsleiðtoga og Haraldar Níelssonar prófessors, föður Jónasar Haralz, fyrrv. bankastjóra. Þuríður var dóttir Jóns, pr. á Hafsteinsstöðum Jónssonar. Móðir Sveins var Sigríð- ur, systir Þórarins á Halldórsstöðum, langafa Þórhalls, kaupfélagsstjóra á Kópaskeri, föður Björns heitins við- skiptafræðings, formanns Lands- sambands íslenskra verslunarmanna og varaforseta ASÍ, föður Karls, fyrrv. bæjarstjóra Árborgar. Sigríður var dóttir Magnúsar, hreppstjóra á Hall- dórsstöðum í Laxárdal, bróður Ólafs, smiðs á Vatnsenda í Vesturhópi, langafa Páls Kolka læknis og Eiríks, föður Magnúsar, tónlistarmanns og tónskálds. Magnús var sonur Ás- mundar, b. á Halldórsstöðum Sölva- sonar, b. í Álftagerði Marteinssonar. Móðir Guðmundar var Hallfríð- ur, systir Sigurlaugar, móður Jak- obs Benediktssonar Orðabókarrit- stjóra. Hallfríður var dóttir Sigurðar, b. á Stóra-Vatnsskarði, bróður Maríu, ömmu Eyþórs Stefánssonar tón- skálds. Bróðir Sigurðar var Stef- án, afi Stefáns Íslandi. Sigurður var sonur Bjarna, skyttu á Sjávarborg Jónssonar, og Guðrúnar Þorsteins- dóttur, skálds á Reykjavöllum Páls- sonar, bróður Sveins, læknis og nátt- úrufræðings. Móðir Hallfríðar var Ingibjörg Sölvadóttir, hreppstjóra á Skarði Guðmundssonar. Dýrleif var dóttir Árna, á Sauðár- króki Magnússonar, b. í Utanverðun- esi Árnasonar. Móðir Árna var Sigur- björg Guðmundsdóttir, vinnumanns á Hafsteinsstöðum Jónssonar. Móðir Sigurbjargar var Guðrún Gísladóttir, pr. á Ríp Oddssonar, pr. á Miklabæ sem þaðan hvarf sporlaust sem frægt er Gíslasonar, biskups Magnússonar. Móðir Dýrleifar var Anna Rósa Pálsdóttir, b. á Syðri Brekkum, bróð- ur Margrétar, ömmu Hermanns for- sætisráðherra, föður Steingríms, fyrrv. forsætisráðherra, föður Guð- mundar alþm. Bróðir Páls var Þor- kell, faðir Þorkels veðurstofustjóra, og afi Sigurjóns Rist vatnamælingar- manns, föður Rannveigar, forstjóra Ísal. Páll var sonur Páls Þórðarsonar, b. í Viðvík, bróður Jóns á Ytrahvarfi, langafa Guðjóns B. Ólafssonar, for- stjóra SÍS. Móðir Páls var Sigríður Guðmundsdóttir, systir Jóhönnu, langömmu þeirra bræðra Hallgríms, fyrsta forstjóra SÍS, Sigurðar, forstjóra SÍS, og Aðalsteins Kristinssonar, for- stjóra innflutningsdeildar SÍS. Móð- ir Önnu Rósu var Dýrleif Gísladóttir, b. í Flatatungu á Kjálka Stefánssonar. Útför Stefáns fór fram frá Sauðár- krókskirkju mánudaginn 19.9. sl. Stefán Guðmundsson Fyrrv. alþm. á Sauðárkróki Dr. Sigfús Blöndal Orðabókarhöfundur f. 2.10. 1874 – d. 19.3. 1950 Björgvin Schram Stórkaupmaður f. 3.10. 1912 – d. 24.3. 2001 Merkir íslendingar Merkir íslendingar Andlát Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.