Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 20
20 | Erlent 30. september–2. október 2011 Helgarblað Frelsi til að kaupa bíla Stjórnvöld á Kúbu hafa nú gefið grænt ljós á að allir íbúar landsins geti keypt allar tegundir af bílum. Áður voru frjáls viðskipti bundin við bílategundir sem framleiddar voru fyrir byltinguna árið 1959. Er það ein af ástæðum þess að gríðarlegur fjöldi klassískra amerískra bíla sést jafnan á götum Havana, höfuðborg­ ar Kúbu. Almenningur hefur kallað eftir þessari breytingu í áraraðir og draumurinn verður loks að veruleika á laugardag þegar lögin öðlast gildi. Bíleigendur sem flytja úr landi geta nú selt bíla sína, en áður gátu yfir­ völd lagt hald á bifreiðar hjá einstakl­ ingum sem kusu að flytja frá Kúbu. Best að búa í Frakklandi Samkvæmt nýrri rannsókn neyt­ endafyrirtækisins uSwitch er best að búa í Frakklandi af ríkjum Evrópu. Hafa ber í huga að rannsókn fyrir­ tækisins tók aðeins til tíu landa; Bretlands, Ítalíu, Spánar, Frakklands, Svíþjóðar, Danmerkur, Hollands, Ír­ lands, Þýskalands og Póllands. Í rannsókninni var tekið til­ lit til ýmissa þátta sem snerta lífs­ gæði fólks, svo sem fjölda vinnu­ tíma, fjölda frídaga, sólskinsstunda og á hvaða aldri vinnandi fólk sest í helgan stein. Þá var einnig tekið til­ lit til verðlags á ýmsum nauðsynja­ vörum. Bretland kom verst út í rann­ sókninni en þar þykir verðlag hátt og fjöldi frídaga á hverju ári er að meðaltali aðeins 28 dagar. Þá hætta Bretar á vinnumarkaði tiltölulega seint, eða að meðaltali þegar þeir eru 63 ára. V ladimír Pútín verður að öll­ um líkindum aftur forseti Rússlands en kosningar fara fram í landinu á næsta ári. Dimitri Medvedev, núver­ andi forseti, ætlar að gefa eftir emb­ ættið fyrir Pútín. Árið 2000 var Pútín­ fyrst kjörinn forseti Rússlands eftir að hafa verið forsætisráðherra í eitt ár. Hann var forseti í átta ár áður en hann þurfti að hætta tímabundið sem for­ seti þar sem lög í landinu komu í veg fyrir að hann gæti boðið sig fram til forseta aftur. Pútín tók því við sem forsætisráðherra árið 2008 og eftir­ lét Medvedev tímabundið embættið. Öllum er hins vegar ljóst að Pútín hef­ ur alla tíð verið maðurinn með völd­ in. Hið óumflýjanlega var svo staðfest á dögunum þegar Medvedev ákvað að hann ætlaði að hleypa Pútín aft­ ur í forsetastólinn. Það þýðir að Pút­ ín getur orðið leiðtogi landsins til að minnsta kosti ársins 2024 en þá verð­ ur Pútín orðinn 72 ára. Eitt af fyrstu verkum Medvedevs sem forseti var nefnilega að lengja kjörtímabil forseta í sex ár. Fari svo að Pútín muni stjórna landinu svo lengi verður valdatíð hans álíka löng og Josefs Stalín og Leonids Brezhnev. Hvaða forseti? Fréttaskýrendur New York Times spyrja sig nú hvers megi vænta af Vlad imír Pútín í forsetastóli. Má búast við að við sjáum fautann sem svaraði spurningu fransks blaðamanns um mannfall óbreyttra borgara í Tsjetsj­ eníu með því að hóta að umskera hann? Mun hann vera jafn afgerandi og þegar hann lýsti því yfir á Rauða torginu árið 2007 að utanríkisstefna Bandaríkjanna minnti hann á þriðja ríkið? Verður hann landsföðurlegi leiðtoginn eins og sá sem kraup nið­ ur í Katyn­skóginum til að minnast 20.000 pólskra lögreglumanna sem sovéskir hermenn slátruðu í seinni heimsstyrjöldinni? Pútín á sér margar hliðar og þær hefur hann sýnt á sinni 12 ára valdatíð í Rússlandi, frá því hann steig út úr skugganum sem hátt­ settur embættismaður í leyniþjónust­ unni og gerðist drottnari rússneskra stjórnmála. Nokkrar umbætur Talið er að Pútín muni að mörgu leyti halda áfram með stefnuna sem Medvedev hefur markað frá því hann varð forseti árið 2008. Hann hefur vilj­ að efla viðskipti í landinu og byggja upp traust erlendra fjárfesta auk þess að vinna að lýðræðisumbótum. Ólík­ legt er hins vegar talið að Pútín sé spenntur fyrir því að greiða götuna fyrir lagafrumvörpum sem snúa að því að færa valdið frá Kreml. Má þar nefna að aðskilja dómsvaldið frekar frá framkvæmdavaldinu. „Pútín hefur bara einn stjórnunar­ stíl og það er lóðréttur stjórnunarstíll. Hann ræður og fyrir neðan hann eru undirmenn. Hann hefur aldrei lært að stjórna öðruvísi. Hann hefur aldrei haft mikinn áhuga á skoðunum ann­ arra eða málamiðlun,“ segir fyrrver­ andi bandamaður Pútíns. Munurinn á Pútínog Medvedev er sagður sá að Pútín stendur fyrir stöð­ ugleika á meðan Medvedev hefur lagt meiri áherslu á nútímavæðingu. Eitt­ hvað virðist Pútín þó vera að þokast í átt að nútímanum. Það vakti nefni­ lega nokkra athygli þegar hann skip­ aði opinberum stofnunum að nota frekar rafræn gögn í stað útprent­ aðra skjala. Þessi yfirlýsing kemur frá manni sem er sagður varla nota inter­ netið. Opinn fyrir vestrænu samstarfi Pútín er einnig talinn vera að mildast eitthvað í afstöðu sinni til mannrétt­ indamála. Þannig sagði hann á fundi í síðustu viku að leiðtogar þyrftu að hlusta á gagnrýni mannréttinda­ samtaka. Hann tók þó fram að bar­ áttumenn fyrir mannréttindamálum hefðu „áhyggjur af vandamálum sem hafa ekki áhrif á daglegt líf fólks.“ Þessi yfirlýsing kemur frá manni sem árið 2007 sagði að mannréttindafrömuðir héngu utan í erlendum sendiráðum eins og villihundar. Þá virðist hann vera opinn fyrir auknu samstarfi við Vesturlönd. Þannig undirritaði hann samning í ágúst síðastliðnum sem heimilar olíu fyrirtækinu Exxon að leita að olíu á rússnesku yfirráðasvæði í Norður­ Íshafi. Hann er einnig sagður fylgj­ andi áformum Medvedevs um að styrkja tengslin við Breta, en sam­ skipti þjóðanna hafa verið köld und­ anfarin ár. Í ræðu sem hann hélt á dögunum sagði Pútín: „Við verðum að tala heið­ arlega um að hagkerfi okkar er algjör­ lega undir hráefni komið. Við verðum að tala um að félagslegur ójöfnuð­ ur er orðinn hættulegur, um ofbeld­ ið, spillinguna og óréttlætið sem fólk upplifir þegar það á í samskiptum við opinberar stofnanir og dómstóla.“ Einræði Pútíns Ein af stærstu ósvöruðu spurn­ ingunum er hvort og þá hvernig Pútín kemur til með að þola margræði í Rússlandi. Á sínu fyrsta kjörtímabili sölsaði hann undir sig yfirstjórn á sjónvarpsstöðvum sem höfðu gagn­ rýnt stefnu hans. Hann útrýmdi einn­ ig beinum kosningum á fylkisstjór­ um og öldungadeildarþingmönnum í Rússlandi. Þannig styrkti hann tök sín á landinu. Rússneskt samfélag hefur hins vegar breyst mikið á síðustu árum. Það hefur opnast og Rússar geta nú skoðað erlendar fréttir á netinu og mótað sér þannig skoðanir á málum án handstýrðra fjölmiðla í Kreml. Lífs­ kjör hafa versnað og sömuleiðis hafa vinsældir Sameinaðs Rússlands, sem er flokkur Pútíns, dvínað. Aleksei Mukhin, forstöðumaður rannsóknarstofnunar um rússnesk stjórnmál í Moskvu, segir að Pútín sé frjálslyndur alveg þar til honum er ógnað. „Um leið og honum finnst staða sín vera orðin hættuleg þá breyt­ ist hann umsvifalaust í einræðisherra. Þetta er einhver sjálfsvararnarhamur.“ Þessi undarlega blanda af endur­ bótum og einræði – eða öllu heldur sterku miðstýrðu valdi í Kreml – er nokkuð sérstök. Hann minni á Pyotr Stolypin, sem var forsætisráðherra í rússneska keisaradæminu á 19. öld. Sá stóð fyrir umfangsmiklum umbót­ um fyrir bændur en lét svo hengja alla andstæðinga sína. Mukhin segir að Pútín sé maður sem gerir það sem hann telur nauð­ synlegt að gera en uppgötvar síðan að það er ekki nóg til að tryggja völd hans. Þá gengur hann lengra. „Hann er umkringdur já­mönnum sem hrósa honum, sem fylgja honum og gera allt sem hann segir. Þeir græða líka ríkulega á því sjálfir,“ segir annar heimildarmaður. n Vladimír Pútín verður aftur forseti n Getur nú stjórnað til 2024 n Frjálslyndur en líka einræðissinni n Búist við umbótum„Mun hann vera jafn afgerandi og þegar hann lýsti því yfir á Rauða torginu árið 2007 að utanríkismálastefna Bandaríkjanna minnti hann á þriðja ríkið. Valgeir Örn Ragnarsson valgeir@dv.is Rússland Pútín eflist Vladimir Putin Verður forseti aftur og getur ráðið ríkjum til 2024. Dæmdur til dauða vegna trúar Yusuf Naderkhani var dæmdur til dauða í Íran fyrir að hafa tekið kristna trú og afneitað íslam. Lög­ fræðingur hans segist vera bjartsýnn á að hann verði sýknaður í hæstarétti landsins. Yusuf tók kristna trú þegar hann var 19 ára og hefur starfað sem prestur við kristinn söfnuð í Íran. Hann var handtekinn árið 2009 fyrir að hafa afneitað íslam. Hann var þá þrítugur. Í fyrra var hann dæmdur til dauða. Hann áfrýjaði málinu en hann hefur fengið þau skilaboð frá yfirvöldum að ef hann afneiti kristni og taki upp íslam að nýju verði hann sýknaður, en lögfræðingur hans segir að það séu litlar líkur á því að Yusuf samþykki það. Stjórnvöld í Íran eru undir miklum þrýstingi þess efnis að Yusuf verði sýknaður og látinn laus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.