Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 42
42 | Lífsstíll 30. september–2. október 2011 Helgarblað Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 14–16 Bókauppboð stendur til 11. október Síðasta sýningarhelgi Hrafnhildur Inga Straumar lýkur sunnudaginn 2. október Erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð Íslensk listasaga Fullt verð 49.990 kr. Tilboð 39.990 kr. Tilboðið gildir fyrir félaga í Safnaranum og þeirra sem eru á póstlista gallerísins N orræn tíska og hönn- un ásamt norrænni menningu verður efni sýningar í Seattle í Bandaríkjunum frá 30. september þegar Nor- ræna sögusafnið (The Nordic Heritage Museum) í Seattle og Norræna húsið í Reykja- vík opna Norræna tískutvíær- inginn 2011 í samvinnu við Iceland Naturally. Sýningin er opin almenningi og mun standa til 13. nóvember í Nor- ræna sögusafninu í Seattle. Með áhugaverðum innsetn- ingum verður varpað ljósi á margt það fremsta í norrænni tískuhönnun, með áherslu á Ísland, Grænland og Færeyjar. Kjölfesta Norræna tísku- tvíæringsins er sýning- in Look ing Back to Find our Future þar sem lögð er áhersla á norræna tísku- og skartgripahönnun samtíma- hönnuða á Norðurlöndum, þar með talið frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Finn- landi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Tískutvíæringur- inn mun fá mikla athygli og fjallað verður um sýninguna í helstu tískutímaritum og fjöl- miðlum ytra, svo sem Vogue, Marie Claire og fleiri. Listakonan Hrafnhild- ur Arnardóttir (eða Shop- lifter), sem hefur aðsetur í New York, var valin til að vera listrænn stjórnandi sýning- arinnar. Shoplifter er kunn fyrir störf sín með Museum of Modern Art í New York og samstarf sitt með Björk. „Norræni tískutvíæring- urinn er vettvangur þar sem við hyllum og gefum innsýn í norrænan anda; sýnum sam- runa sköpunargleði og hag- kvæmni í tískuhönnun og einnig hinn ótrúlega glæsi- lega árangur sem norrænir tískuhönnuðir hafa náð,“ seg- ir Hrafnhildur. „Ég ber djúpa virðingu fyrir sögu tískunnar og sköpunargleði fólks þegar kemur að skreytingum okkar sjálfra á okkur og umhverf- inu. Á Norræna tískutvíær- ingnum getur fólk séð hvern- ig mennirnir eru líkir og ólíkir hnattrænt og skapað eigin tengsl á milli veruleika fortíð- ar og nútíma.“ Til viðbótar tísku- og hönnunarinnsetningum mun á þessari sex vikna sýn- ingu einnig vera norræn götutísku-ljósmyndasýning með myndum frá Reykja- vík, Nuuk, Færeyjum, Kaup- mannahöfn, Helsinki, Ósló og Stokkhólmi. Þar hafa ver- ið valdir ljósmyndarar frá hverju landi Norðurlandanna til sýningar. Athygli vekur að Jói Kjartans fer frá Íslandi og Hildur Hermannsdóttir fer frá Ósló. Buffalóskór aftur í tísku? Sumir af helstu tískuspek- úlöntum heimsins vilja meina að buffalóskórnir, sem gerðu allt vitlaust hér á landi sem og víða annars staðar á seinni hluta 10. áratugarins, verði með endurkomu inn í tísku- heiminn. Líklega eru buffaló- skórnir ein af þeim tískuból- um sem gert hefur verið hvað mest grín að í gegnum tíðina. Nú gætu hins vegar einhverjir þurft að kyngja tískustoltinu því margir tískufróðir fullyrða að skórnir hefji nú innreið sína í vetrartískuna. Ef þessi spá reynist sönn geta eflaust ein- hverjir grafað djúpt í geymsl- una sína og fundið þar gömlu góðu buffalóskóna eða þá bara fjárfest í nýjum. Skærir litir í haust Skólarnir eru byrjaðir og fyrir yngri stelpur segja tís- kúgúrúarnir ytra að málið þetta haustið séu litir. Allt snýst um liti. Villta neon- liti eins og skærfjólubláa, græna, eitraða bleika liti og rosalega bláa. Til að reyna gleyma því að lægðin liggur yfir landinu og það rignir nær hvern dag má líka leika sér með að blanda litunum saman og búa til ferskt og frjálslegt útlit. Fyrir þá sem vilja ekki skæra liti eru svart- ar og hvítar rendur einnig málið sem og köflótt pils í svörtu og hvítu. Oft blandast skærir litir við rólegri liti eins og brúnan í hausttískunni en þetta haustið á að gleyma sér í litavalinu og vera áber- andi, ferskur og flottur. Fjölmargir Íslendingar í sviðsljósinu Mundi Vondi Mundi sýnir nýja línu sína í Seattle Flík frá Aftur Þema sýningarinnar er horft til fortíðar, sem er einmitt það sem gert er í Aftur þar sem gömul föt fá framhaldslíf í nýrri hönnun. Par frá Íslandi kynnir götutískuljósmyndir Hildur Hermanns kynnir götutískuljós- myndir frá Ósló, fulltrúi Íslands er Jói Kjartans, kærasti hennar. Þau búa saman í Ósló. n Norræni tískutvíæringurinn hafinn í Seattle
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.