Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 7
Hennar tími er kominn Ég vil benda á að Hagsmunasamtök heimilanna standa nú fyrir undirskriftarsöfnun þar sem krafist er afnáms verðtryggingar og réttlátra, almennra leiðréttinga á lánum heimilanna, bæði gengis og verðtryggðra og vil ég hvetja alla þá er styðja þessar heilbrigðu kröfur að skrifa undir á www. heimilin.is og mæta á stefnumót við stjórnvöld á Austurvelli kl. 10 um morguninn laugardaginn 1. október. Undirritaður fylgist spenntur með hvort nafn Jóhönnu Sigurðardóttur sem nú er forsætisráðherra, komi ekki fyrir á lista undirskriftasöfnunarinnar og hvort hún sér ekki sóma sinn í því að taka við undirskriftarlistanum með langt yfir 30.000 nöfnum á Austurvelli hinn 1. október við setningu Alþingis eins og hún er búin að fá boð um. Kannski er hennar tími bara liðinn, hver veit. Vilhjálmur Bjarnason ekki fjárfestir heldur fjölskyldufaðir í Hafnarfirði. Fundarlaun P.S. Fundarlaunin eru afnám verðtryggingar heimilislána. Óbreytt alþingiskona að nafni Jóhanna Sigurðardóttir skrifaði eftirfarandi grein í Morgunblaðið árið 1996 þar sem hún ásakar þáverandi ríkisstjórn fyrir að vera fasta í gamla verðbólgu hugsunarhættinum. Hún sagði efnahagsleg rök og sanngirni mæla með algeru banni á verðtryggingu á lánum til heimilanna. Henni finnst fáránlegt að grænmetisverð hækki höfuðstól lána heimilanna. Hún var þá nýlega búinn að segja þessi fleygu orð: Minn tími mun koma. Undirritaður tekur nánast undir hvert einasta orð í greininni og heitir fundarlaunum hverjum þeim er kann að finna þessa konu – helst fyrir laugardaginn 1. október. Síðast sást til hennar ganga inn í stjórnarráð Íslands með Steingrími nokkrum Sigfússyni fyrir rúmum tveimur árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.