Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 30. september–2. október 2011 Helgarblað Dagbjartur Heiðar var ljúfur drengur Ekkert mál vakti jafn- mikla athygli í liðinni viku og sjálfsvíg ellefu ára drengs í Sand- gerði, Dagbjarts Heiðars Arnars- sonar. Drengurinn hafði verið lagður í einelti frá sex ára aldri og glímdi við þunglyndi og einhverfueinkenni. Hann hafði áður reynt að svipta sig lífi. Vinur fjölskyldu hans, Helgi Karl Hafdal, sagði í viðtali við DV að Dag- bjartur hefði verið „ljúfur drengur og góður. Þetta var skemmtilegur strákur sem átti það til að vera örlítið stríðinn. Börn eru misgrimm, sum gerðu ekkert, hjálpuðu hvorki honum né gerendunum. Ég hugsa að það sé erfiðast hjá þeim núna.“ Mun meira svigrúm til afskrifta DV greindi frá því á mánudaginn að svigrúm til af- skrifta hjá al- menningi væri mun meiri en áður var talið. Útlán íslensku bankanna lækk- uðu úr nærri 5.500 milljörðum króna í september árið 2008 í 2.250 milljarða króna í október 2008 eða um heil 60 prósent. Skuldir heimila lækkuðu úr rúmlega 1.000 milljörð- um króna í 585 milljarða króna eða um 43 prósent. Í júlí á þessu ári voru lán heimilanna síðan orðinn 53 pró- sentum lægri en þau voru dagana fyrir bankahrunið. Útlán til eignar- haldsfélaga hafa lækkað um 85 pró- sent frá september 2008. „Ég má þetta – ég á þig núna“ Mikla athygli vakti saga 43 ára einstæðrar móður sem leidd- ist út í vændi eftir að vinkona henn- ar hvatti hana til þess. Hún deildi reynslu sinni af því að stunda vændi á Íslandi í ítarlegu viðtali við DV á miðvikudag. Hún segist hafa slegið til í þeirri von að hún gæti veitt börnum sínum það sem þau þurftu. Konan lýsti því hvernig hún hefði oft verið óttaslegin og verið valdalaus. „Ef ég ætlaði að kvarta eða stoppa eitthvað af var mér sagt að halda kjafti, þeir væru búnir að borga fyrir þetta og ég væri drusla sem þeir mættu gera það við sem þeir vildu. [...] Ég má þetta,“ sögðu þeir, „ég á þig núna“.“ Fréttir vikunnar í DV 2 | Fréttir 26. september 2011 Mánudagur Mun Meira svigrúM til að afskrifa hjá alMenningi Ú tlán íslensku bankanna lækkuðu úr nærri 5.500 milljörðum króna í septem­ ber árið 2008 í 2.250 millj­ arða króna í október 2008 eða um heil 60 prósent. Skuldir heimila lækkuðu úr rúmlega 1.000 milljörðum króna í 585 milljarða króna eða um 43 prósent. Í júlí á þessu ári voru lán heimilanna síð­ an orðinn 53 prósentum lægri en þau voru dagana fyrir bankahrun­ ið. Líklega hafa þó fá íslensk heim­ ili raunverulega fengið svo mikla lækkun á lánum sínum. „Sláandi upplýsingar,“ segir Vigdís Hauks­ dóttir, þingmaður Framsóknar­ flokksins, í samtali við DV. Óhætt er að taka undir orð þingkonunnar um að tölurnar séu sláandi. Um­ ræddar tölur um útlán íslenskra innlánsstofnana eru byggðar á gögnum sem bönkum er skylt að upplýsa Seðlabankann um mán­ aðarlega. Tölur um niðurfærslu bank­ anna verða enn ótrúlegri þegar skoðaðar eru tölur um íbúðalán­ in. Íbúðalán bankanna lækkuðu úr 607 milljörðum króna í september 2008 í 311 milljarða króna í októ­ ber 2008 og eru nú komin niður í 270 milljarða króna. Er það niður­ færsla upp á heil 56 prósent. Því er ljóst að þrátt fyrir að fleiri þúsund viðskiptavinir hafi samið um svo­ kallaða 110 prósenta leið eru lík­ lega enn margir að borga miklu hærri upphæð af lánum sínum en bókfært virði þeirra hjá nýju bönk­ unum segir til um. Líkt og flestir þekkja voru nýju bankarnir þrír, Arion banki, Ís­ landsbanki og Landsbankinn stofnaðir í október 2008 og því sýna umræddar upphæðir fram á hversu miklar niðurfærslur fóru fram á milli gömlu og nýju bank­ anna. Frá stofnun nýju bankanna í október 2008 hafa þeir hagnast um 163 milljarða króna. Er það meira en fimm milljarðar króna í hverjum einasta af þeim 32 mán­ uðum sem þeir hafa verið starf­ andi frá hruni. Heimildarmaður sem DV ræddi við segir að fast­ eignalán bankanna sem voru upp á 607 milljarða króna í septem­ ber 2008 hafi skipst nokkuð jafnt á milli bankanna. Um fjórðungur hjá Landsbankanum, fjórðungur hjá Glitni, fjórðungur hjá sparisjóðun­ um og síðan hafi Kaupþing verið eitthvað stærri en hinir. Þess skal getið að í lok árs 2008 færðust 105 milljarðar af lánum sparisjóðanna til Íbúðalánasjóðs. Því liggur skipting lánanna á milli innlánsstofnana ekki fyllilega fyrir í dag. Þá voru líka bréf frá Íbúða­ lánasjóði í bókum bankanna upp á 135 milljarða króna ofan á um­ rædda 607 milljarða króna. Þar sem um heildartölur fyrir innláns­ stofnanir er að ræða sem ekki eru útlistaðar niður á hvern og einn banka og sparisjóð er erfitt að greina ítarlega frá skiptingu þeirra á milli. Allar forsendur fyrir 20 pró- senta niðurfærslu 2009 Vert er að rifja upp að þegar rætt var um 20 prósenta niðurfærslu á fasteignalánum landsmanna í að­ draganda þingkosninganna vor­ ið 2009 hafði íslenska ríkið yfirráð yfir Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum. Á þeim tíma virð­ ast bankarnir þegar hafa verið bún­ ir af afskrifa íbúðalánin hjá sér um 50 prósent og því hefði þeim að minnsta kosti átt að vera fært að lækka fasteignalán til viðskiptavina sinna um 20 prósent. Á þeim tíma sögðu hins vegar bæði stjórnvöld og stjórnendur bankanna að ekki væri svigrúm til staðar til að fara í svo umfangsmikla lækkun. Til þess þyrfti þá að koma með aukið fé inn í nýju bankana. Það að útlán vegna fasteignalána hafi lækkað úr 607 milljörðum króna í september 2008 í 311 milljarða króna í október árið 2008, eða um 50 prósent, sýnir að bankarnir voru vel aflögufærir til að fara í umrædda 20 prósenta niður­ færslu. Öðru máli gegnir hins veg­ ar um Íbúðalánasjóð en nánar er fjallað um hlutfallslega skiptingu lántakenda á íslenska fasteigna­ markaðinum í úttekt hér að neðan. Mikil leynd ríkt um afskriftir Háværar kröfur hafa verið um það í n Útlán lækkuðu úr 5.500 milljörðum króna í september 2008 í 2.250 milljarða króna mánuði síðar n Útlán til eignarhaldsfélaga hafa lækkað um 85 prósent frá hruni Annas Sigmundsson as@dv.is Úttekt Vigdís Hauksdóttir, Framsóknarflokki: Sláandi upplýsingar um afskriftir Þetta eru sláandi upplýsing­ar,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar­ flokksins, um það að útlán íslenskra banka til innlendra aðila hafi lækkað um nærri 60 prósent við bankahrunið. „Það er með ólík­ indum að búið sé að afskrifa slík­ ar upphæðir án þess að það komi fram fyrr en nú og ég minni á ítrek­ aðar fyrirspurnir og umræður af hálfu okkar Framsóknarmanna um þessi mál í þinginu,“ segir hún. Upplýsingar um að fasteigna­ lán bankanna til heimila hafi lækk­ að úr 607 milljörðum króna í sept­ ember 2008 í 310 milljarða króna mánuði síðar við stofnun nýju bankanna sanni það endanlega að tillaga Framsóknarflokksins um 20 prósenta afskriftarleið hafi ver­ ið raunhæf og rúmlega það. „Það er þyngra en tárum taki að ríkis­ stjórnin hafnaði þeirri leið alfar­ ið. Ábyrgð þeirra er mikil, sér í lagi þegar litið er til þess að á þessum tíma voru bankarnir allir í ríkis­ eigu. Hefði verið ráðist strax í 20 prósenta niðurfærslu allra lána væri öðruvísi umhorfs hér á landi nú bæði hjá heimilum og fyrirtækj­ um,“ segir Vigdís. Að hennar mati er það víta­ vert ábyrgðarleysi að stjórnvöld hafi ekki upplýst um umræddar ábyrgðir. Vísar Vigdís þar til laga um ráðherraábyrgð. „Blekkingin og spillingin hjá þessari ríkisstjórn hefur náð nýjum hæðum við þess­ ar upplýsingar,“ segir Vigdís að lok­ um. Haraldur Líndal hagfræðingur: Lög sett um að upp- lýsa um afskriftir Haraldur Líndal Haralds­son hagfræðingur er einn þeirra sem hefur gagnrýnt hversu hægt hafi gengið að leiðrétta stöðu lána hjá almenningi og að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Í samtali við DV segir hann það mjög alvarlegt að ekki hafi ver­ ið upplýst um það að útlán til inn­ lendra aðila hafi lækkað úr nærri 5.500 milljörðum króna í septem­ ber 2008 í um 2.000 milljarða króna mánuði síðar. „Það er alvarlegt og ætti að setja í lög að afskriftir yfir ákveðnu hámarki ættu að vera gerðar opinberar,“ segir hann. Að mati Haraldar sýna þessar tölur að vel hefði mátt veita ís­ lenskum heimilum meiri afskriftir og hið sama eigi við um meðalstór fyrirtæki. „Ég tel það öruggt enda eru bankarnir núna að sýna mik­ inn hagnað. Sá hagnaður er ekki af reglulegri starfsemi heldur vegna þess að þeir eru að uppfæra þessi lán á hærra virði en þeir tóku þau yfir á,“ segir hann. Það sé líka alvar­ legt að umræddur hagnaður hafi að mestu runnið til erlendra kröfu­ hafa sem eigi meirihlutann í Arion banka og Íslandsbanka. „Þetta hef­ ur þar af leiðandi hamlandi áhrif á hagvöxt, þar sem sparnaður heilla kynslóða verður tekinn út úr hag­ kerfinu,“ segir Haraldur. Hann ít­ rekar að það ætti að setja í lög að afskriftir bankanna verði gerðar opinberar. „Það er ekki eðlilegt í því ástandi sem við erum í núna að tala um bankaleynd þegar sumir eru að fá jafnvel milljarða króna afskrifaða og aðrir þurfa að greiða allt upp í topp,“ segir hann að lokum. 1 2 3 Þ að var vægast sagt hörmuleg aðkoma í sumarhúsi Hildar Guðbrandsdóttur og eigin- manns hennar í Skorradal á þriðjudaginn eftir að inn- brotsþjófar gengu berserksgang í sumarhúsinu og ollu stórskemmdum á húsinu með exi. „Það voru höggvin göt á veggi og innréttingar með exi. Það eru göt á veggjum, innrétting- unni og borðplötunni. Hugsaðu þér, hvert er þetta samfélag að fara?“ segir Hildur í samtali við DV. Hún segir það vera fjölskyldunni þungbært að koma að griðastað sínum í rúst eftir inn- brotsþjófa. Hún hætti nýlega að vinna enda að verða sjötug í haust og eign- maður hennar orðinn 75 ára. „Þetta er ekki alveg það sem gamalmennin og þeir sem eru búnir að sinna skyldu sinni og hafa alltaf verið heiðarlegir, eiga skilið. Við eigum þetta bara ekki skilið. En þeir eru ekki að velta því fyr- ir sér, þessir pörupiltar eru bara sturl- aðir af dópi.“ Beint í afplánun Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Borgarnesi brutust þrjót- arnir inn í nokkur sumarhús og ollu skemmdum og höfðu á brott með sér ýmsa hluti. Þeir voru báðir und- ir áhrifum lyfja og voru með exi í farteskinu þegar lögreglan náði að handsama þá uppi á Draghálsi sem liggur á milli Svínadals og Skorradals. Þeir eru báðir liðlega tvítugir og voru á skilorði. Lögreglan segir að annar mannanna hafi verið samvinnufús þegar þeir voru handteknir en „hinn var ekki sáttur“, eins og lögreglumað- ur orðaði það. Mennirnir höfðu brot- ist inn í að minnsta kosti þrjá bústaði og eftir að þeir voru handteknir voru þeir færðir beint í afplánun enda báð- ir á skilorði. Mennirnir munu vera svokallaðir góðkunningjar lögregl- unnar – síbrotamenn. Hildur segist vera virkilega ánægð með störf lögreglunnar í Borgarnesi sem hún segir eiga hrós skilið. Fimm klukkutíma að taka til Hildi er illilega brugðið að svona skuli geta gerst í sumarhúsinu henn- ar. „Þeir voru búnir að brjótast inn í Hvalfirði og síðan fóru þeir inn í Skorradalinn og voru að þvælast þar í tvo tíma. Ég er með tímasetningu á þjófavarnarmyndavél og þeir fóru inn 1 mínútu í 10 um kvöldið. Þeir voru örugglega að leita að víni eða pillum en það var ekki neitt svoleið- is í mínu húsi. Þeir hafa þá orðið svo reiðir að þeir möskuðu sjónvarpið, veggina og húsgögnin með exinni. Þetta er fleiri hundruð þúsund króna tjón. Svona lýð þarf maður að ala fyrir skattpeningana sína því þetta nennir ekki að vinna.“ Myndavélin sem Hildur vísar til er öryggismyndavél með símakorti frá Símanum. Hún á að senda boð ef hreyfing er í húsinu, ef hitastig lækk- ar og ef vatn byrjar að flæða. Þau fengu hins vegar engin boð fyrr en um 15 klukkustundum síðar eða um hádegisbil á þriðjudag þegar húsið hafði staðið opið yfir heila nótt. Hildur segir að aðkoman hafi hreinlega verið skelfileg og hún hafi verið í fimm klukkutíma að taka til ruslið og skemmdirnar. Þau hjónin eru ekki með flatskjá heldur aðeins með gamalt lampasjónvarp og tel- ur Hildur að þjófunum hafi fundist það svo ómerkilegt að þeir ákváðu að mölva það. „Þeir létu hins vegar önnur verðmæti vera, eins og græjur og stóran stjörnukíki. Þeir snertu það ekki en létu húsið sjálft ekki í friði.“ Ótryggð Það er grátlegt að hjónin voru ótryggð fyrir þessum skemmdar- verkum. „Ég var búin að tala við tryggingasölumann fjórum dögum áður en ég var ekki búin að ganga frá því. Ég var bara með brunatrygg- ingu og átti eftir að kaupa innbús- og vatnstryggingu. Ég er hins vegar búin að ganga frá því núna.“ Þau sitja því uppi með tjón sem Hildur telur að nemi um hálfri millj- ón króna. Sumarhúsið er mjög vand- að heilsárshús á steyptum grunni og er griðastaður fjölskyldunnar. „Þetta er tilfinningalegt. Maður er ekki vel í stakk búinn fyrir svona lagað. Dauða hluti er hægt að bæta og allt það en þetta hefur áhrif á mann andlega og maður er ekkert unglamb lengur. Þetta er bara svo ógeðslegt að koma að þessu. Það voru milljón gler- brot og þeir höfðu höggvið með ex- inni í gegnum mynd sem hékk uppi á veggnum. Exin fór í gegnum vegg- inn og inn í rafmagnsrör. Ofbeldið og reiðin eru svo mikil.“ Henni er mik- ið niðri fyrir þegar hún lýsir aðkom- unni. „Þvílíkir aumingjar sem mað- ur er að ala sér við brjóst hérna. Svo eiga þessir vesalingar mæður, hugs- aðu þér!“ „Svo eiga þessir vesalingar mæður“ n Innbrotsþjófar gengu berserksgang í sumarbústað roskinna hjóna n Hjuggu göt á veggi með exi n Handteknir undir áhrifum lyfja „Þetta er fleiri hundruð þúsund króna tjón. Svona lýð þarf maður að ala fyrir skatt- peningana sína því þetta nennir ekki að vinna. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Skemmdir Lampasjónvarpinu var rústað og þrjótarnir höfðu höggvið með exi í veggi hússins. Hildur Guðbrandsdóttir Hörmuleg aðkoma blasti við Hildi þegar hún kom að sumarhúsi sínu í Skorradal. Segja upp fólki Skipti kynntu fyrir starfsfólki sam- stæðunnar á fimmtudag uppsagn- ir og hagræðingu sem ráðist hefur verið í sem lið í stefnumörkun til framtíðar og undirbúnings endur- fjármögnunar fyrirtækisins. Ákveðið var að segja 45 manns upp störfum en frá áætlun 2011 hefur stöðugild- um hjá Skiptum og dótturfélögum nú fækkað um 68. Stefnumörkunin felur í sér að horfið verði frá þeirri útrás á erlenda markaði sem ein- kenndi reksturinn áður. Einblínt verði á íslenska fjarskiptamarkað- inn, hagræðingu í rekstrinum og fjárfestingar í frekari uppbyggingu á fjarskiptakerfum. Fannst kaldur og þrekaður Erlendur ferðamaður sem varð við- skila við ferðafélaga sína í Reykja- dal ofan Hveragerðis á miðvikudag fannst á tólfta tímanum um kvöldið. Gekk hann sjálfur fram á björgunar- sveitarbíl sem staðsettur hafði verið með blikkandi ljósum á Ölkeldu- hálsi, við enda stígsins sem liggur niður í Drottningarholu við Hvera- gerði. Var hann afar þrekaður og kaldur og var fenginn sjúkrabíll til að koma honum undir læknishendur. Um 60 björgunarsveitamenn og átta hundateymi tóku þátt í leitinni. Hættir í skila- nefnd Glitnis Árni Tómasson, formaður skila- nefndar Glitnis, hefur ákveðið að segja sig úr skilanefndinni frá og með 1. október næstkomandi. Sam- kvæmt tilkynningu frá Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slit- astjórnar Glitnis, hefur Árni fallist á þá ósk slitastjórnar að sitja áfram í stjórn Íslandsbanka og aðstoða við söluferli á eignarhlut í bankanum auk þess að gegna tilfallandi störfum sem slitastjórn kann að óska eftir vegna fyrri starfa hans fyrir Glitni. Er þetta gert, að sögn Steinunnar, til að tryggja sem mesta samfellu í starf- semi Glitnis. Sérverslun veiðimannsins - Laugarveg 178 - Sími: 551 6770 - www.vesturrost.is Byssuskápar Vesturröst 8 til10 byssu skápur, raflæsing og lykill, læst hólf og fóðraður kr. 49.900 5 til 7 byssu skápur, raflæsing og lykill, læst hólf og fóðraður kr. 38.900 3ja byssu skápur á kr. 19.900 Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.