Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 28
28 | Viðtal 30. september–2. október 2011 Helgarblað É g er komin til að heilsa upp á fólkið og hjálpa til,“ segir Dorrit með bros á vör þegar hún kemur á vettvang ak- andi í svartri jeppabifreið og með í för eru bílstjóri og starfsmaður á skrifstofu for- seta. Aftur í bílnum er hundur forsetahjónanna, Sámur. „Komdu líka og heilsaðu, Sámur,“ segir Dorrit og hleyp- ir hundinum út. Hann er ein- staklega vinalegur hundur, rólegur og hlýðinn og greini- lega afar hændur að forseta- frúnni sem kjassar hann. „Ertu hættur að drekka?“ Nokkrir koma aðvífandi úr biðröðinni sem hefur mynd- ast við húsnæði Fjölskyldu- hjálparinnar og vilja heilsa upp á Dorrit. Aðrir koma nær og standa hjá og fylgjast með. „Ég trúi ekki eigin augum,“ segir einn þeirra sem fylgist með. Dorrit tekur fólkinu vel og heilsar öllum með virktum. „Ertu hættur að drekka? spyr Dorrit og faðmar að sér einn viðstaddra. Hann hefur hún hitt áður við annað tilefni og virðist sjá að hann lítur vel út. „Ég er að reyna að standa mig vel,“ svarar hann. „Hann er svo yndislegur hundur, hann Sámur,“ seg- ir Dorrit svo og leyfir þeim er standa hjá að klappa honum. Sámur sér hins vegar engan nema Dorrit og vill fara með henni inn í leiðangur. En Dor- rit bendir honum vinalega aftur í bifreiðina. „Við leikum okkur á eftir,“ segir hún og kjassar hann. Mikilvægt að allir sameinist í baráttunni gegn fátækt Fjölskylduhjálp Íslands hef- ur verið starfrækt í fjögur ár og eru frjáls félagasamtök þar sem starfsmenn eru allir í sjálfboðastarfi. Góðvinir Fjöl- skylduhjálparinnar sjá yfir- leitt um að gefa samtökunum mat og aðrar nauðsynjavörur sem síðan koma þeim áfram til fjölskyldna sem skráðar eru hjá Fjölskylduhjálpinni. Í síðustu viku afhenti for- seti Íslands viðurkenning- ar Fjölskylduhjálpar Íslands til fyrirtækja og annarra að- ila sem stutt hafa hjálparstarf og matargjafir Fjölskyldu- hjálparinnar. Á sama tíma var kynnt skýrsla sem Félagsvís- indastofnun Háskóla Íslands hefur gert um fjölda einstak- linga og samsetningu þeirra hópa og fjölskyldna sem not- ið hafa aðstoðar Fjölskyldu- hjálparinnar. Forseti flutti stutt ávarp og þakkaði Fjöl- skylduhjálp Íslands fyrir ötult hugsjónastarf hennar á und- anförnum árum. Mikilvægt væri einnig að allir ábyrgir að- ilar sameinuðust í að draga úr fátækt í landinu svo Ís- lendingar þyrftu ekki á næstu árum að fá fleiri slíkar skýrslur í hendur.  Vegna þessa finnst Dorrit ærin ástæða til að kynna sér aðstæður Fjölskylduhjálpar- innar og starf þeirra sem að henni standa. Ásgerður Jóna Flosadótt- ir, formaður Fjölskylduhjálp- ar Íslands, fylgir Dorrit um svæðið og sýnir henni að- stöðuna og matarbirgðirnar. Það er mikið af brauði, eggj- um, kjötbúðingi og mjólk. Lítið af grænmeti, tómötum og agúrk um. Ásgerður Jóna útskýrir fyrir Dorrit að það sé ekki til nægt fé til þess að kaupa meira grænmeti. Dor- rit biður aðstoðarkonu sína að taka það niður. Fær fólkið ekki lýsi? Ásgerður Jóna kynnir Dorrit fyrir Guðrúnu Magnúsdóttur sem er einn stofnenda Fjöl- skylduhjálparinnar. Hún er orðin níræð en er enn virk í hjálparstarfi samtakanna. Dorrit hrósar henni fyrir það hvað hún er með fallega húð og strýkur henni um hend- urnar. „Það er lýsið,“ segir Guðrún og Dorrit segir lýsið sannkallað undrameðal. „Fær fólkið ekki örugglega lýsi?“ spyr hún Ásgerði Jónu sem hristir höfuðið. „Ekki alltaf,“ segir hún. „Við fáum 25 pró- senta afslátt og við höfum ekki alltaf efni á því að kaupa það inn.“ Dorrit biður aðstoðar- konu sína um að koma aðeins til sín. „Ég vil gera eitthvað í þessu,“ segir Dorrit. Litla stúlkan og leikfangið Nú er gengið um sölubás þar sem föt og leikföng eru til sölu fyrir lítið fé. Enginn tek- ur eftir lítilli stúlku sem er að velta fyrir sér svolitlu sauma- setti. „Má ég eiga þetta?“ spyr hún starfsmann Fjölskyldu- hjálparinnar. „Nei, því miður. Þetta kostar hundrað krón- ur.“ „Mamma á ekki hundrað krónur,“ segir litla stúlkan þá. Strauk og sýndi væntumþykju Dorrit ræðir við fjölskyld- ur sem eru komnar til að sækja sér mat. Tekur í hend- ur þeirra, strýkur jafnvel yfir handarbakið og óskar Dorrit Moussaieff mætti óvænt í matar- gjöf í vikunni. Dorrit ræddi við viðstadda, faðmaði þá að sér og talaði við þá af alúð. Íslendingar kunna ekki að knúsa,“ segir Dorrit. „Þaðan sem ég kem, þar er hvers- dagslegt að sýna væntumþykju sína eða virðingu með snertingu. En Íslendingar eru að læra þetta smátt og smátt.“ Íslendingar kunna ekki að knúsa Dorrit og Sámur Dorrit mætir með hundinn Sám í för. Henni er tekið með virktum. „Ég trúi ekki eigin augum,“ segja viðstaddir. MynDir Gunnar GunnarSSon Sýnir alúð Dorrit ræðir við fjölskyldur sem komu að sækja sér mat. Tekur í höndina á þeim og strýkur jafnvel yfir handarbakið. Sámur vildi koma með Hann er svo yndislegur hundur hann Sámur, segir Dorrit. Dorrit ræðir við unga móður Unnur Ásgeirsdóttir er fjögurra barna móðir sem þarf stundum á matargjöfum að halda frá Fjölskylduhjálpinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.