Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 30. september–2. október 2011 Helgarblað Þ að kostar þingið 100 þús- und krónur að skrifa upp, prófarkalesa og full- vinna klukkutímaræðu í þinginu. Allar þingræð- ur eru birtar á vef Alþingis og á prenti. Eins og fram kom í DV síð- astliðinn föstudag tekur að jafn- aði tólf klukkustundir að fullvinna klukkutímaræðu þingmanns, svo hægt sé að birta hana. Samkvæmt þessu kostaði 20 mínútna endur- tekning á ræðu Jóns Gunnarsson- ar rúmar 33 þúsund krónur og tók þrjár klukkustundir að vinna. Meðaltalskostnaður á klukkustund Þessar tölur fengust úr gögnum sem liggja fyrir á skrifstofu Alþing- is. Þar kemur fram að kostnaður við störf þingritara og lesara, sé honum deilt á þær klukkustund- ir sem þingið starfaði, er rúmlega 100 þúsund krónur á hvern klukku- tíma. Ekki er sérstaklega tekið til- lit til klukkustunda sem unnir voru utan venjulegs vinnutíma heldur er um að ræða meðaltal á hvern klukkutíma af ræðuhöld- um. „Fastakostnaður lækkar með lengri fundatíma meðan breyti- legur viðbótarkostnaður verður hærri,“ segir í svari frá Karli Krist- jánssyni, starfsmanns skrifstofu Alþingis, við fyrirspurn DV. Aldrei talað jafn mikið og núna Eins og fram kom í DV síðastlið- inn föstudag hefur aldrei verið tal- að jafn mikið í þingsal og nú. Alls vörðu þingræður í 800 klukku- stundir á nýafstöðnu þingi. Einn- ig var metfjöldi þingskjala lagður fram, eða um tæplega 2.000 skjöl. Séu þessar tölur notaðar sem grundvöllur að útreikningi á því hvað ræður þingmanna er tengd- ust umræðum um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands fæst út að umræðurnar kostuðu hið minnsta 5,9 milljónir króna. Þingmenn stjórnarmeirihlutans og nokkrir þingmenn stjórnarand- stöðunnar lýstu yfir óánægju sinni með umræðurnar og kölluðu sum- ir umræðurnar málþóf. Er því ljóst að málþófið kostaði skattgreið- endur tæpar 6 milljónir króna. Málþófsréttur mikilvægur „Ég er nú kannski ekki endilega með áhyggjur af kostnaðinum sem slíkum. Mér finnst málþófsrétt- urinn mikilvægur en mér finnst mikilvægt að misnota hann ekki,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingarinnar. Nefnir Birgitta sem dæmi umræðuna um Icesave- lögin og segir hún að þar hafi verið mikilvægt að gefa þjóðinni tæki- færi á að safna undirskriftum til að skora á forsetann að senda lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það að það hafi skapast hefð fyrir því að á endaspretti þingsins til að hindra það að mál ríkisstjórnarinnar nái gegn finnst mér ekki gott.“ Birgitta segir að umræðuhefðin þurfi að breytast en segir samt sem áður að stjórnarandstaðan þurfi að fá einhver tæki í hendurnar til að stöðva mál sem meirihlutinn reyni að þröngva í gegnum þingið eigi málþófshefðin að hverfa. Hún segir kostnaðinn þó engu að síð- ur sláandi og að rétt sé að endur- skoða störf þingsins. „Mér finnst að við þurfum að endurskoða þessa menningu hjá okkur. Þetta er hvergi annars staðar svona, nema hér.“ n Mikill kostnaður við fullvinnslu þingræðna fyrir birtingu á vef Alþingis n Tvítekin ræða Jóns Gunnarssonar kostaði alls tæpar 70 þúsund krónur Klukkutímaræða kostar 100 þúsund „Þetta er hvergi annars staðar svona, nema hér. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Kynntu þér lán og aðra þjónustu Íbúðalánasjóðs Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is Lán til íbúðakaupa Lán til endurbóta og viðbygginga Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka) Úrræði í greiðsluvanda Þetta kostuðu ræðurnar DV tók saman nokkrar ræður eða brot úr ræðum sem þingmenn fluttu á nýafstöðnu þingi. Upp- hæðirnar eru ekki nákvæmar en þær gefa samt glögga mynd af raunverulegum kostnaði við ræðurnar. Kostnaðurinn miðast við að hver klukkutími í ræðu- stól kosti 100.000 krónur í eftir- vinnslu. n Jón Gunnarsson Lengd ræðu: 20 mínútur Kostnaður: 33.000 kr. Efni ræðu: Annar flutningur á sömu ræðu n Bjarni Benediktsson Lengd ræðu: 15 mínútur Kostnaður: 25.000 kr. Efni ræðu: Vantrauststil- laga á ríkisstjórnina n Gunnar Bragi Sveinsson Lengd ræðu: 1 mínúta Kostnaður: 1.667 kr. Efni ræðu: Svipbrigði forseta Alþingis og andsvör n Jón Bjarnason Lengd ræðu: 12 mínútur Kostnaður: 20.000 kr. Efni ræðu: Frumvarp um skeldýrarækt n Ásmundur Einar Daðason Lengd ræðu: 5 mínútur Kostnaður: 8.334 kr. Efni ræðu: Upplestur úr fréttaskýringu frá 1998 um málþóf Kallar eftir breytingum Birgitta Jónsdóttir segir mikilvægt að málþófsréttur stjórnarandstöðunnar sé ekki misnotaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.