Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 30. september–2. október 2011 Helgarblað G erð er krafa um að ákærði verði dæmdur til refs- ingar,“ sagði Sigríður Elsa Kjartansdóttir, aðstoð- arríkissaksóknari, þegar hún ávarpaði Hæstarétt þar sem réttað er yfir Gunnari Rúnari Sig- urþórssyni. Gunnar Rúnar játaði á sig morðið á Hannesi Þór Helga- syni á heimili hans í Hafnarfirði fyrr á þessu ári. Gunnar Rúnar var metinn ósakhæfur í héraðsdómi. Salurinn var fullur en Gunnar Rúnar mætti ekki fyrir dóminn. Fjölskylda og vinir Hannesar fylltu tvo fremstu bekki salarins. Ekki í lyfjameðferð á Sogni Ákæruvaldið lagði fram greinar- gerð sem Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir á Sogni, gerði um stöðu Gunnars Rúnars. Gunnar hefur verið vistaður á Sogni um nokk- urra mánaða skeið. Í greinargerð- inni segir að ekkert bendi til þess að Gunnar Rúnar sé ástsjúkur, líkt og var niðurstaða geðmats á hon- um sem lagt var fyrir héraðsdóm sem úrskurðaði hann ósakhæfan. Jón Egilsson héraðsdómslögmað- ur, sem kom fyrir dóminn fyrir hönd foreldra Hannesar Þórs og Matthildar Rögnvaldsdóttur, benti á þá staðreynd að Gunnar Rúnar er sem stendur ekki í neinni lyfja- meðferð á Sogni. Sagði hann það gefa til kynna að enginn sjúkdóm- ur væri til staðar til að lækna. Ekki ástsjúkur í dag Þegar um ástsýki er að ræða held- ur hinn sjúki að einhver annar, yfirleitt sem hann þekkir, sé ást- fanginn af sér. Telur hann viðkom- andi gefa leynda ást sína til kynna með augngotum, ákveðnu hátta- lagi eða jafnvel með skilaboðum í fjölmiðlum. Svarar hann með heimsóknum, bréfum eða símtöl- um. Bæði saksóknari og lögmaður fjölskyldu Hannesar, sem fer fram á skaðabætur, telja þessa lýsingu ekki eiga við Gunnar Rúnar. Sigurður Páll segir margt í fari Gunnars Rúnars stangast á við það að hann hafi verið haldinn ástsýki. „Ef ástsýki hefur verið til staðar hefur hún læknast án sér- stakrar meðferðar eftir að hann hafði framið brotið,“ segir Sigríður Elsa. Árásargjarn að eðlisfari Gunnar Rúnar hefur reiðst starfs- mönnum á Sogni, en Sigðurðar Páll vísar til þess í greinargerð sinni. Hann réðst á fanga á Litla- Hrauni eftir að hafa lent í átökum við hann í fótboltaleik. Á Sogni hefur reiði hans beinst að hjúkr- unarfræðingi. Ætlaði hann með- al annars að fótbrjóta hjúkrunar- fræðinginn fyrir að vilja ekki láta hann hafa tölvuleiki.Sigurður Páll segir að Gunnar Rúnar skipuleggi stundum hefndaraðgerðir gagn- vart þessu fólki, meðal annars með því að koma með vopn þegar hann ætlar að hefna sín. Aðstandendur enn í sárum Í máli Jóns, lögfræðings aðstand- enda Hannesar Þórs, kemur fram að fjölskylda Hannesar sé enn í sárum eftir atburðinn. „Þau læsa öllu ef þau heyra þrusk,“ segir Jón um líðan aðstandenda Hannesar. „Máltækið tíminn læknar öll sár á ekki við í þessu tilfelli.“ Jón segir einnig að Matthildur sé hætt í skóla vegna þunglyndis sem hafi gert vart við sig eftir morðið. Segir að hún sé aðeins „skugginn af sjálfri sér“. Verjandi Gunnars Rúnars hefur farið fram á að bótakrafa Matthild- ar verði felld niður en tekist er á um hvort Matthildur og Hannes hafi verið í sambúð. Óumdeilt er að þau hafi átt í ástarsambandi en hún var ekki með skráð lögheimili heima hjá Hannesi. Treystir á geðmatið „Læknarnir telja allir að ákærði sé haldinn sjúkdómi sínum til lang- frama,“ segir Guðrún Sesselja. „Þeir telja að erfitt verði að meðhöndla hann.“ Vísar Guðrún Sesselja þar til álits geðlæknanna sem mátu sak- hæfi Gunnar Rúnars fyrir Héraðs- dómi Reykjaness að Gunnar Rúnar væri haldinn ástarsýki, eða eroto- maníu. „Af hálfu ákæruvaldsins hefur hins vegar ekkert verið lagt fram til að réttlæta það að horft sé fram hjá þessum niðurstöðum matsmanna,“ segir Guðrún Sess- elja um þá niðurstöðu ákæruvalds- ins að mat geðlæknanna sem mátu sakhæfi Gunnars Rúnars fái ekki staðist. „Ákæruvaldið telur sig vita betur en þrír af okkar reyndustu réttargeðlæknum.“ Guðrún Sess- elja Arnardóttir gagnrýnir gögn sem ákæruvaldið hefur lagt fram í Hæstarétti en sum gagnanna eru útprent af vefsíðunum Wikipedia og Vísindavefnum. Segir Guðrún Sesselja það vera „reginfirru“ að ætla að styðjast við þessi gögn en ekki mat þriggja hæfustu réttargeð- lækna landsins. „Ef ástsýki hefur verið til staðar hefur hún læknast án sérstakrar meðferðar. n Réttað yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni í Hæstarétti n Tekist á um geðmat þriggja réttargeðlækna n Ætlaði að fótbrjóta hjúkrunarfræðing Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Gunnar rúnar ekki ástsjúkur Mætti ekki Gunnar Rúnar var fjarverandi þegar mál hans var tekið fyrir í Hæstarétti. Mynd SiGTRyGGuR ARi Fjölskyldan sat fremst Fjölskylda og vinir Hannesar fylltu tvo fremstu bekki salarins. M y n d G u n n A R Gu n n A R SS o n St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 Verð: 8.415 Verð: 6.995 Verð: 7.295 Verð: 4.995 neytendasamtökin: Hafna rökum seljenda Neytendasamtökin segja á heimasíðu sinni að vöruverð þurfi ekki að hækka í kjölfar reglugerðar um merkingar á erfðabreyttum mat. Í miðvikudagsblaði DV var rætt við nokkra af stærstu innflytjendum bandarískra matvæla á Íslandi sem sögðust hafa áhyggjur af fyrirhugaðri reglugerð. Þar kom meðal annars fram að þeir teldu að í reglugerðinni fæl- ust aukin útgjöld sem myndu leiða til hærra vöruverðs, þar sem ráða þyrfti starfsfólk til að merkja erfðabreytt- ar vörur. Eins halda þeir því fram að samhliða henni þurfi þeir að hætta innflutningi á tilteknum vörum eða hækka vöruverð. Neytendasamtökin gefa lítið fyrir þau rök og segja að ef reglugerðin leiði til hærra vöruverðs virki samkeppnin ekki sem skyldi. Þar segir að einfaldast sé að framleiðendur sem noti erfða- breytt hráefni í vörur sínar sjái sjálfir um að merkja þær. Einnig að margar vörur komi sérpakkaðar fyrir íslenskan markað og því væri einfalt að bæta við upplýsingum ef vörurnar innihalda erfðabreytt hráefni. Þá þurfi iðulega að bæta við upplýsingum á vörur sem koma frá Bandaríkjunum til að þær uppfylli þær reglur sem gilda hér. Markmið reglugerðarinnar er að neytendur fái réttar og greinargóðar upplýsingar um þau erfðabreyttu mat- væli sem boðin eru til sölu, auglýst eða kynnt með öðrum hætti. Neytenda- samtökin eru á meðal þeirra sem hafa barist fyrir því að erfðabreytt matvæli verði merkt. gunnhildur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.