Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Helgarblað 30. september–2. október 2011 Þ egar ég ætlaði í vinnuna á þriðjudagsmorgun þá var bíllinn horfinn,“ segir Fi- lip Woolford sem varð fyr- ir því aðfaranótt þriðjudags að vörslusviptingarmenn á vegum SP-Fjármögnunar hirtu bílinn hans í skjóli nætur. Filip hringdi umsvifalaust í lögregluna og þar fékk hann sláandi upplýsingar. Vörslusviptingarmenn- irnir höfðu tilkynnt til lögreglu að þeir myndu taka bílinn og höfðu bersýni- lega fengið til þess samþykki hjá lög- reglunni. „Ég var í það miklu uppnámi að ég áttaði mig ekki á því sem hann var í raun að segja; að þeir hefðu vit- að af þjófnaðinum,“ segir Filip í sam- tali við DV. Hann kveðst hafa kært þjófnaðinn til lögreglu, bæði á bílnum og öllu því sem í honum var svo sem bensíni og einkamunum. Því næst fór hann á skrifstofur fjár- mögnunarfyrirtækisins til að greina þeim frá því að hann væri búinn að kæra þjófnaðinn og gefa þeim færi á að skila bifreiðinni, gegn því að hann léti kæruna niður falla. Því tilboði var hafnað og þurfti Filip því frá að hverfa með þau skilaboð að bíllinn væri eign SP-Fjármögnunar. Á fimmtudag barst honum símtal frá lögreglunni þar sem honum var tjáð að lögfræðideild emb- ættisins hefði úrskurðað að þetta væri einkamál milli hans og SP-Fjármögn- unar sem lögreglan myndi ekki skipta sér af. Filip hefur óskað eftir þessum úrskurði skriflega, forviða vegna alls þessa. Keyrður í vanskil Forsaga málsins er sú að Filip var með bifreið á myntkörfuláni og stóð í skilum varðandi greiðslur af því láni. Ágreiningur hafi hins vegar komið upp eftir endurútreikning SP í fyrra- sumar. Filip gat ekki sætt sig við vaxta- útreikning á eftirstöðvum lánsins þar sem hann var allt í einu kominn í van- skil. „Ég hef alltaf staðið í skilum með þetta lán og aldrei lent í vanskilum. Þar með er ég kominn í stríð við þá því ég samþykkti ekki útreikningana.“ Filip kveðst í kjölfarið hafa sent SP til- boð með nýjum útreikningi sem hann lét gera fyrir sig. Því var hafnað. „Ég hef aldrei viljað undirrita neitt sem þeir hafa sent mér. Þeir bjuggu til nýtt skuldabréf á eigin forsendum þeg- ar þeir leiðréttu þetta lán. En ég var aldrei látinn skrifa undir eða sam- þykkja. Þetta var bara einhliða ákvörð- un þeirra að rukka mig.“ Filip greindi SP strax frá því að hann myndi ekki greiða en ákvað að leggja rukkaða upphæð inn á vörslureikning mánaðarlega. Það hefur hann að eigin sögn staðið við. „Ég hef alltaf greitt af þessu og látið bankann tilkynna þeim að þessi upphæð hafi verið lögð inn, en þeir fá hana ekki. Ég vil halda mig innan laganna. Síðan fyrir hálfu ári segjast þeir hafa rift þessu skuldabréfi sem ég neitaði að borga en þeir halda samt áfram að rukka mig. Um hver mánaðamót kemur innheimtubréf frá þeim um að ég eigi að borga þessa mánaðarlegu upphæð sem ég og geri á þennan hátt.“ Fara um líkt og þjófar Filip segir vörslusviptinguna aðfara- nótt þriðjudags svipa til sambæri- legrar aðgerðar SP í Keflavík á dög- unum sem stöðvuð var af þar sem nauðsynlega pappíra skorti. „Þeir þurfa að fá úrskurð frá sýslumanni til að mega koma og taka bílinn af mér. Síðan þurfa fulltrúi sýslumanns og bankans að koma til mín og tilkynna aðgerðina. Ekkert af þessu var gert. Þeir fara bara fram með sínum lögum og reglum. Þannig haga þessi fyrirtæki sér í dag. Ef þeir hefðu komið á þann hátt sem lög og reglur kveða á um hefði ég tekið þessu þegjandi.“ Hann bendir á að Ögmundur Jón- asson hafi áður lýst því yfir að aðgerðir sem þessar væru ólöglegar. „En þetta slær allt út núna þegar þeir fara um eins og þjófar að nóttu meðan fólk sef- ur í sakleysi sínu og hirða af því eigur þess. Þetta er aðför að friðhelgi einka- lífs fólks og aðför að almenningi. Ég hef hvergi fundið neitt sem segir mér að þetta sér réttmætt.“ Nafnlaus hótun í síma Annað sem Filip er afar ósáttur við er þegar honum barst símhringing fyrir nokkrum vikum. „Ég fékk ekki uppgef- ið nafn þess sem hringdi, hann kynnti sig bara sem fyrirtæki í vörslusvipt- ingu. Þar var mér sagt að það myndi kosta mig 150 þúsund krónur ef ég borgaði ekki inn á í bankanum. Þetta er nafnlaus hótun í síma sem er auðvi- tað algerlega ólöglegt athæfi.“ Hann segir að hann hafi nú leit- að til Hagsmunasamtaka heimilanna auk þess sem hann hafi skrifað þing- mönnum og innanríkisráðherra vegna málsins. „Ég mun fara með þetta mál til enda og fórna mér í það ef það verð- ur til að bjarga einhverjum.“ n Vörslusviptingarmenn á vegum SP-Fjármögnunar hirtu bíl Filips Woolford í skjóli nætur n Filip hefur kært „þjófnaðinn“ n Sagt að um einkamál milli hans og fyrirtækisins væri að ræða n Samtök lánþega (SL) sendu frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem þau fordæmdu tilburði fjármögnunar- og vörslusviptingarfyrir- tækja vegna brottnáms bifreiða í skjóli nætur. „Felst í slíkum gjörðum brot á almennum hegningarlögum, friðhelgi einkalífs ásamt fullkomnu virðingarleysi sem fyrirtækið sýnir almennum borgurum þessa lands með framferði sínu. Það að fyrirtækin kjósi að iðka lögbrot sín í skjóli nætur sýnir óumdeilanlega að gjörningurinn er fram- kvæmdur í vondri trú,“ sagði í tilkynn- ingu. Þá furða samtökin sig á þátttöku lögreglu í aðgerðunum þar sem farið væri fram án heimildar en með vitneskju lögreglunnar. Nokkur mál sem þessi hafa komið inn á borð samtakanna undanfarið. Stundum sé vörslusvipting nauðsynleg. „Ákveðnar reglur gilda þó um hvernig fara á með slíkt. Fjármálafyrirtækjum ber að sjálfsögðu að fara eftir þeim reglum og það má aldrei gerast, að úrskurðarvald dómstóla í ágreiningsefnum sé framselt til þeirra sem í ágreiningnum eiga.“ SL þykir þá fráleitt að úrskurðarvald sé sett í hendur fjármálafyrirtækjanna sjálfra þegar kemur að ágreiningi milli lánþega og lánveitanda. Skoruðu samtökin á yfirvöld og lögreglu að bregðast við og tryggja að lögreglan verji eigur almenn- ings með því að stöðva aðgerðir sem brjóta „með jafn augljósum hætti á grundvallarrétti borgaranna.“ Lögmenn SL vinna nú að sögn Guðmundar Andra Skúlasonar, talsmanns samtakanna, að kæru til lögreglu vegna mála sem þessara. Virðingarleysi Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Sviptur bílnum í Skjóli nætur Málið frá sjónarhóli SP-Fjármögnunar Forstöðumaður innheimtusviðs SP-Fjármögnunar, Regína Sigurgeirsdóttir, segir fyrirtækið ósammála því að framvísa þurfi dómsúrskurði við vörslusviptingu. Hún segir að aðeins í 2 til 3 skipti hafi upp komið að fyrirtækið hafi þurft að sækja bíla í skjóli nætur. „Það hefur verið gert vegna þess að viðkomandi aðili hefur ekki svarað símtölum eða búið er að leita að viðkomandi bifreið í langan tíma. Þá höfum við brugðið á þetta ráð að fara í skjóli nætur til að finna bíl. Varðandi framvísun dómsúrskurðar þá erum við ekki sammála því. Í okkar samningsskilmálum er kveðið skýrt á um það að ef komi til riftunar á samningi – ef viðkomandi stendur ekki við skilmála eða greiðir ekki af samningi – þá er okkur heimilt að vörslusvipta bílinn án atbeina sýslumanns. Við teljum að þarna sé um bíl að ræða sem er í okkar eigu enda fjármögnunarfyrirtæki skráð eigandi tækisins. Það er oft vitnað í dóma sem fjallað hefur verið um vegna vörslusviptinga. Í þeim tilvikum sem mér er kunnugt um hefur það verið þannig að vörslusviptingin hefur verið talin ólögmæt fyrir það að fyrirtækið hefur ekki uppfyllt þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að hægt sé að vörslusvipta. Við þurfum að senda ákveðnar tilkynningar áður en til þess kemur. Það er áminningu, ítrekun, lokaítrekun og í okkar tilvikum er síðan sent skeyti. Í framhaldi þess er send riftun og vísað á næstu inn- heimtuleið ef ekkert er gert. Loks fer málið til vörslusviptingar ef viðkomandi skilar ekki bíl innan tiltekins tíma.“ Almennt séð segir Regína að ef viðkomandi hafi staðið í skilum fram að endurútreikningi lána sé ekki um að ræða vanskil heldur nokkuð sem SP-Fjármögnun kýs að kalla van- greiðslu. „Eftir endurreikning samnings kemur í ljós að viðkomandi hefur greitt of lága fjárhæð miðað við endurreiknað greiðsluflæði. Það tekur mið af Seðlabankavöxtunum alveg frá upphafi samningsins og ljóst er að þeir voru umtalsvert hærri en erlendu vextirnir í flestum tilvikum. Fólk hefur því verið að greiða of lága fjárhæð í hverjum mánuði sem fært er inn á veltureikning hjá okkur. Og við kusum að kalla þetta vangreiðslur, sumir misskilja þetta og telja að þarna sé um að ræða vanskil en svo er ekki. Í þeim tilvikum þar sem fólk hafði vangreitt fór sú vangreiðsla inn í höfuðstólinn og viðkomandi byrjaði aftur í skilum með sinn samning.“ Sama sé gert þegar um vanskil er að ræða. „Við teljum okkur hafa gert þetta á sem bestan hátt fyrir alla okkar viðskiptavini. En auð- vitað er endurútreikningurinn ekki að koma vel út fyrir alla. Það er alveg ljóst.“ Bíllinn hvarf Filip Woolford vaknaði á þriðju- dagsmorgun til þess eins að uppgötva að vörslusviptingar- menn á vegum SP- Fjármögnunar höfðu hirt bílinn hans um nóttina. MyNd GuNNar GuNNarSSoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.