Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 36
H eimildamyndin fjallar um séra Jón Ísleifsson sem hefur sinnt störfum sóknarprests í Árnesi á Ströndum í meira en áratug. Hann er stórfurðulegur og at- hyglisverður að sama skapi. Hann fer sínar eigin leiðir og lendir upp á kant við söfnuð, kirkju og nærsveitunga. Þeg- ar upp úr sýður er viðbúið að hann verði rekinn úr embætti og ætlar hann að taka því af hörku. Spurningin sem mynd- in kastar fram er hvort and- stæðingar hans vilji betri guðs- þjón eða einfaldlega aðgang að gjöfulli nytjajörð æðarvarps. Við fylgjumst með honum á sóðabóndabýli hans, við æð- ardúnsiðnað og messuhald, auk þess að fleygt er inn hlægi- legum sögum af honum ger- andi mjög óhefðbundna hluti, „ráðandi vímuhausa í vinnu“ og klæðandi sig í fatatætlur og mismunandi gúmmístígvél og ruslapoka. Hann segir hrein- skilnislega frá með sjálfsgagn- rýni, óhræddur við að opna sig og treður rudda í trýnið á sér. Hann talar um hvernig hann sé einmana og vanti konu og börn og sé einangraður. Hann gefur sykursætum heimalningnum við eldhúsborðið en allt kem- ur fyrir ekki, samúðin endar ekki hans megin. Hann fleygir dýrunum frekar harkalega til og frá eins og algengt er í sveit- um, samantjaslaður bónda- bær, skítugt, ruslahaugar, hann er hirðulaus, kindur hans deyja úr hor og hann ver sig ekki þeg- ar matsnefndirnar skamma hann. Maður sér hvernig sókn- arbörn hans koma fram við hann af gríðarlegum kulda, eft- ir messukaffið talar enginn við hann og hann er sagður geð- veikur. Búið að dæma hann úr umferð. Kveður söfnuðinn, bara smá sena með engum orðum og gömlum kalli. Samt er ekkert talað við andstæðinga hans, matsmenn og safnaðar- börn sem væri betra en er vís- vitandi gert til að úr verði ekki melódrama. Myndin er döpur, hálfsorgleg, myndgæðin eru vond (dv kamera) svo gríðar- leg náttúrufegurð Strandanna nær ekki að njóta sín. Rétt eins og líf hans, engin tilgerð, eng- inn rómans. Svo uppbygging er góð þó að hasarinn byrji fyrst kringum útburðinn. Það sem færði myndinni áhorfenda- verðlaun Skjaldborgar 2011. Um er að ræða í raun mjög hlutlausa umfjöllun. Það er bara sögð saga og maður fyll- ist ekki vandlætingu á með- ferðinni á honum, maður líð- ur bara gegnum ferlið eins og fiskifluga á vegg. Það er sérstakt og við nánari pælingu sést að þetta er frumleg nálgun og er fylgt eftir vísvitandi. 36 | Menning 30. september–2. október 2011 Helgarblað Erpur Eyvindarson Bíómynd Jón og séra Jón Leikstjóri: Steinþór Birgisson. Menningarrýni Hvað ertu að gera? Morthens eða Stóra Bó Hvaða bók ert þú að lesa núna? „Ég var að klára ævisögu Joe Strummer úr The Clash. Frábær bók um magnaðan einstakling sem var þó auðvitað ekki gallalaus frekar en nokkurt okkar.“ Hvaða tónlist er í uppáhaldi? „Ég er alltaf að hlusta á svo mikið af tónlist og margt er í uppáhaldi. Nýja Mugison-platan, Haglél, á þó hug minn allan þessa dagana og lagið Þjóðarsálin er það allra besta sem þessi öðlingspiltur hefur sent frá sér.“ Hvert ferð þú út að borða? „Ég fer á Hamborgarafabrikkuna til þeirra Simma og Jóa. Fæ mér Morthens eða Stóra Bó og buffa hann upp. Bearnaise-sósan þeirra er á heimsmælikvarða og svo eru þeir bara svo fínir gaurar að maður vill borða hjá þeim.“ Hvaða bíómynd sást þú síðast? „Ég fór síðast á X-977 forsýningu á Warrior sem kom skemmtilega á óvart. Nick Nolte er auðvitað snill- ingur!“ Hvað á að gera um helgina? „Um helgina ætla ég að gera eitthvað skemmtilegt með litlu fjöl- skyldunni minni, fara í jeppaferð og svo ætla ég að kíkja ásamt góðum vinum á uppistand Charlie Murphy í Hörpu á laugardagskvöldið.“ DV mælir með... DV mælir ekki með... Ómar Eyþórsson útvarpsmaður Að særa prest úr sveit Svartur hundur prestsins Höfundur: Auður Ava Ólafsdóttir „Vel unnin sýning, góð stund í leik- húsinu, ljúf og notaleg.“ – Jón Viðar Jónsson Zombieljóðin Mindgroup „Þessi sýning er mistök af hálfu leik- hússins og þau skrifast endanlega á leikhússtjórann.“ – Jón Viðar Jónsson You can be as bad as you can be good Ferlegheit „Hressandi og líflegur hljóðfæraleikur, í bland við ein- staklega góða og blúsaða söngrödd Margrétar Guðrúnar- dóttur, gerir plötuna alveg prýðilega áheyrnar.“ – Valgeir Örn Ragnarsson Þ etta er mynd sem fjallar aðallega um einn mann sem er að gera upp sitt líf og myndin fókuserar mjög mikið á hann. Við leik- um börnin hans og svo á hann konu sem er móðir okkar,“ seg- ir Þorsteinn og horfir á Elmu Lísu sem kinkar kolli. Foreldr- ana leika Theódór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannsdóttir en þau Þorsteinn og Elma fara með hlutverk uppkominna barna þeirra. „Það er klárlega ekki allt í lagi undir niðri í þess- ari fjölskyldu. Þó að allt virðist vera eðlilegt á yfirborðinu þá er ýmislegt ósagt. Hann hefur dálítið stýrt lífinu annaðhvort með þögn eða fýlu,“ segir Þor- steinn. „Þetta er eflaust eitthvað sem margir tengja við og þekkja. Þetta er mjög raunsæ mynd,“ segir Elma og fær sér sopa af kaffinu og Þorsteinn tekur við: „Hún fjallar líka um ákveðin kynslóðaskipti þar sem kynslóðir geta ekki talað saman því tíminn hefur þotið áfram. Það eru svona ósagðir hlutir og mikið óuppgert í for- tíðinni. Þegar hann fer að gera upp sína fortíð, þá fer í raun- inni boltinn að rúlla,“ seg- ir hann og Elma tekur undir. „Stemmingin í myndinni er þessi hversdagur sem er ein- hvern veginn þrunginn af ein- hverju. Eitthvað sem við upp- lifum öll hérna, alltaf. Myndin er svona dálítið blágrá eins og hversdagsleikinn. Stíllinn og allt miðar að þessu. Hún er svona mjög raunsönn. Svo inni á milli eru mjög falleg móment.“ Ólík systkini sem sameinast yfir tuði Í myndinni leika þau systkin- in Telmu og Ara. Þau segja það hafa hjálpað sér í hlutverkum sínum að hafa þekkst áður og á milli þeirra sé ákveðinn systk- ina-fílingur. Systkinin eru ólík. „Ég held að það sé engin tilviljun að þau eru tvö og eru hvort af sínu kyninu. Vandamál Ara eru af öðrum meiði en Telmu. Hann ætlar ekki að verða eins og pabbi hans og reynir allt til þess að vinna á móti því. Við sjáum það svo í myndinni að hann á ekki auðvelt með það að verða eins. Ari er samt sem áður að reyna og hann hallar Elma Lísa Gunnarsdóttir og Þorsteinn Bachmann leika systkini í myndinni Eldfjall sem frumsýnd er um helgina. Þau segja myndina vera krefjandi og erfiða eins og vinnan við hana var. Myndin fjalli um fjölskyldur og vandamál sem mörgum standa nærri og hreyfi þess vegna við fólki. Blaðamaður hitti þau yfir kaffibolla á 101 hótel og fékk að vita allt um hinn grákalda íslenska raunveruleika sem speglast í myndinni. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal Átakanlegt þegar fólk nær ekki saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.