Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 37
Menning | 37Helgarblað 30. september–2. október 2011 Hvað er að gerast? Föstudagur Laugardagur Sunnudagur 30 sep 01 okt 02 okt Í minningu Sissu Tónleikar til styrktar minningarsjóði Sigrúnar Mjallar Jóhannesdóttur sem lést í fyrra eftir ofneyslu fíkniefna, aðeins 17 ára gömul. Tónleikarnir fara fram í menningar- húsinu Hofi á Akureyri og hefjast klukkan 20. Aðgangseyrir á tón- leikana er 2.900 krónur og rennur í styrktarsjóðinn. Bollywood strandpartý RIFF stendur fyrir Bollywood strandpartýi í Nauthólsvík í kvöld. Nauthólsvík verður breytt í Bombay norðursins þar sem magadans- arar sýna listir sínar, kvikmyndin Devdas verður sýnd og í boði verða veisluföng fyrir augu, eyru og tungu. Fjörið hefst klukkan 21 og miðaverð er 1.900 krónur. Charlie Murphy í Hörpu Grínistinn Charlie Murphy úr MTV- þættinum Chapelle’s Show kemur fram í salnum Eldborg í Hörpu. Uppi- standið ber nafnið Charlie Murphy’s Acid Trip og fyrsti viðkomustaður Charlies í ferðinni er Reykjavík. Charlie, sem er bróðir leikarans Eddie Murphy, þykir hafa einstaklega skemmtilegan stíl. Einnig kemur fram þetta kvöld Freez Luv, eða Paul Farmer, frá Def Comedy Jam. Uppistandið hefst klukkan 20 og miðaverð er 4.500 og 6.500 krónur eftir því hvar setið er. Lögin hennar mömmu Söngvararnir Raggi Bjarna, Hera Björk og Bjarni Baldvins ætla að syngja lög sem mæður rauluðu við heimilisstörfin á 6. og 7. áratug síðustu aldar. Gamlar og ljúfar perlur eins og Heyr mitt ljúfasta lag, Lóa litla á Brú, Fjórir kátir þrestir, Bjössi á mjólkurbílnum og fleiri góð dægurlög verða flutt við undirleik hljómsveitar meistara Björns Thoroddsen. Hana skipa auk Björns þeir Vignir Þór Stefánsson, Jóhann Hjörleifsson og Jón Rafnsson. Tónleikarnir fara fram í Salnum í Kópavogi og hefjast klukkan 20. Aðgangseyrir er 3.500 krónur. Charlie Murphy í Hörpu Grínistinn Charlie Murphy úr MTV- þættinum Chapelle’s Show kemur fram í salnum Eldborg í Hörpu. Uppi- standið ber nafnið Charlie Murphy’s Acid Trip og fyrsti viðkomustaður Charlies í ferðinni er Reykjavík. Charlie, sem er bróðir leikarans Eddie Murphy, þykir hafa einstaklega skemmtilegan stíl. Einnig kemur fram þetta kvöld Freez Luv, eða Paul Farmer, frá Def Comedy Jam. Uppistandið hefst klukkan 20 og miðaverð er 4.500 og 6.500 krónur eftir því hvar setið er. Maxímús í tónlistarskóla Fjölskyldutónleikar þar sem Maxímús Músikús veitir ungum sem öldnum innsýn í töfraheim tónanna. Maxímús hittir fyrir unga hljóðfæraleikara sem og eldri úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og lendir í hinum ýmsu ævintýrum. Verkið er byggt á bókinni Maxímús Músíkús trítlar í skólann eftir Hall- fríði Ólafsdóttur, 1. flautuleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og Þórarin Má Baldursson víóluleikara sem myndskreytti söguna. Samfélagið sem er að hrynja S einustu fimmtán árin hefur verið gósentíð í óhefðbundinni end- urvinnslu landa þar sem þeir sem eiga nóg eiga meira en nóg. Við fylgjumst með nokkrum söfnurum sem ferðast um á alls konar furðu- farartækjum í leit að málm- um og öðru nothæfu í rusla- kasti grísks almennings. Þeir tína upp gormadýnur og þvottavélar af stéttum stór- borga og ferja í málmpressun og bræðslu. Um ágætis þver- skurð er að ræða. Við sjáum safnara sem eiga rætur sínar meðal sígauna, Indverja, Al- bana, Araba sem og innfæddra Grikkja meðal þeirra 80.000 safnara sem hafa fátæklegt lifi- brauð sitt af þessari iðju. Safn- ararnir eru á öllum aldri og segja sínar sögur sem eru ólík- ar þótt þær fylgi sama rauða þræði. Einn kvartar yfir kjör- um sínum síðan innflytjend- ur létu til sín taka í geiranum, annar talar um ítrekað svindl þegar málmbræðslurnar vigta fenginn. Albani nokkur orðar það sem svo að í Grikklandi sé réttlæti sitt ekkert enda á gamli albanski einræðisherrann En- ver Hoxha mörg hundruð sína líka í því kerfi sem þar þrífst. Sumir söngla fyrir munni sér á vaktinni og frásagnir eru sum- ar hverjar skáldlegar. Senurnar eru langar og minna sumpart á Koyaanisqatzi þótt hér sé engin tónlist nema sú sem safnararn- ir flytja af lifandi færni. Miðað við hvaða drasl þeir gera verð- mæti úr gæti maður alveg séð fyrir sér að þessir hinu sömu gætu orðið vel stæðir ef þeir létu til sín taka í yfirgnægta- samfélaginu sem Ísland er. Við sjáum hvernig málmurinn sem verður til er seldur í upp- byggingu á húsum sem ísra- elski herinn gerði að mauki í árásum sínum á Líbanon fyrir nokkrum árum. Óbeint er síð- an skírskotað í allsherjarmót- mæli sem hafa fylgt í kjölfar hruns efnahagskerfis Grikk- lands. Myndin er flott unnin og skilar óréttlætinu og óhuggu- legri misskiptingunni vel og vandlega til áhorfandans. Hún sýnir hvernig þeir sem vinna hörðustu, erfiðustu, skítugustu og ógeðslegustu vinnuna eru svo sannarlega ekki þeir sem bera mest úr býtum. Harð- duglegt fólk sem þrælar sér út fyrir fjölskyldu sína en situr uppi með ekkert nema skjól úr pappa, rottur sem sambýlis- félaga og ónýta heilsu sem af þrælkuninni hlýst. Vonleysið er algjört og draumurinn um að finna gull í ruslabing raun- gerist í að draga heim gamlan ryðgaðan ísskáp. Erpur Eyvindarson RIFF Raw Material / Proti yli Leikstjóri: Hristos Karakepelis. Leikstjórinn Hristos Karakepelis Óbeint er síðan skírskotað til allsherjarmótmæla sem hafa fylgt í kjölfar hruns efnahagskerfis Grikklands. kvIkMyndaHátÍð sér meira að mömmu sinni og þessum kvenlegu gildum en hann á í basli með það. Hann á barn og er nýskilinn og þetta leikur ekki beinlínis í hönd- unum á honum. Ekki frekar en hjá gamla,“ segir Þorsteinn. „Nei, nákvæmlega. Við erum kannski oft með mein- ingar í lífinu um að við ætl- um okkur ekki að verða eins og pabbi eða mamma en svo stendur maður sig að því að vera að segja eða gera eitthvað sem er eins,“ segir Elma og bætir við: „Þau eru ólík systkin- in en sameinast um vissa hluti eins og til dæmis að tuða yfir karlinum. Þar ná þau saman.“ Elma leikur Telmu sem er mýkri týpa en Ari og líkist meira móður þeirra. „Hún er ólík Ara að því leyti að hún er bankakona sem keyrir um á jeppa. Henni er mikið í mun að halda fjölskyldunni saman. Á yfirborðinu virkar allt full- komið hjá henni en það er ekki allt sem sýnist.“ Erfitt að leika með dótturinni Benedikt Erlingsson leikur eig- inmann Telmu og dóttir Þor- steins leikur dóttur þeirra í myndinni. „Það var mjög fynd- ið að vera í tökum með Steina og henni,“ segir Elma hlæj- andi og Þorsteinn skellir upp úr og bætir við: „Ég átti svo erfitt með að einbeita mér. Ég held að þetta sé með því erfið- ara sem ég hef gert. Við lékum í einni senu í myndinni þar sem við sitjum við matarborð og ég þurfti að þykjast ekki þekkja hana. Hún var eins og hálfs árs þarna og eins og börn eru, fer sínu fram,“ segir hann bros- andi. „En hún stóð sig mjög vel. Ertu ekki sammála að hún hafi staðið sig vel?“ spyr hann Elmu. „Jú, mjög vel. Hún er al- gjör senuþjófur,“ segir Elma brosandi. „Ég er auðvitað dá- lítið hlutdrægur en mér fannst hún alveg best,“ segir Þor- steinn og skellir upp úr. Persóna Þorsteins á í erfið- leikum í einkalífinu. Er nýskil- inn og á son sem hann nær ekkert alltof vel til. „Sonur- inn spilar töluvert hlutverk í myndinni. Afinn fer að sækja í strákinn og þá koma upp alls konar tilfinningar í Ara gagn- vart því, afbrýðisemi og ann- að. Hann er jafnvel að ná bet- ur til hans en Ari sjálfur,“ segir hann og fær sér sopa af kaffinu og Elma tekur við. „Þetta er einmitt líka örugglega dálítið algengt, að fólk fari að tengja við barnabörnin og reyna að vinna upp einhvern tíma sem það átti ekki með börnunum sínum.“ Fóru á trúnó um fjölskyldumál Leikstjóri myndarinnar er Rúnar Rúnarsson og þau segja bæði að samstarfið við hann hafi verið gott. „Hann vildi að við gerðum þetta eins nálægt okkur og við gætum. Undirbúningurinn var þannig að við hittumst á fund- um og töluðum um þetta fólk. Maður býr sér alltaf til eitt- hvert bakland. Hann vildi ekki æfa mikið og er á móti því að þaulæfa senurnar,“ segir Elma. „Það voru margar skipulagð- ar æfingar en hann vildi oft tala meira um lífið, fólkið, fjöl- skyldur og okkur sjálf. Hann hitti okkur einslega fyrst og þá töluðum við um feður okk- ar,“ segir Þorsteinn og Elma og bætir við: „Já, ég hitti hann ein- mitt líka á fundi og við fórum á trúnó um fjölskyldumál.“ „Hann er krefjandi og mjög vandvirkur. Krefjandi á leikar- ana og vill eitthvað alveg ná- kvæmt,“ segir Þorsteinn og Elma samsinnir því. Þau segjast bæði hafa heillast af handritinu þegar þau lásu það. „Þegar ég las það fór ég bara að gráta heima. Ég hef sjaldan upplifað það að lesa svona gott handrit,“ segir Elma og Þorsteinn vill meina að það sé vegna þess hversu nálæg myndin sé fólki. „Þetta er átakanlegt þegar fólk nær ekki saman eins og er oft og iðulega.“ „Maður sér hvað það er sem skiptir mestu máli í lífinu. Fjöl- skyldan og tenging milli þeirra sem manni þykir vænt um. Vonandi á hún bara eftir að snerta fólk og að fólk eigi eftir að sjá hvað það er sem skiptir máli,“ segir Elma. Hreyfir við fólki Myndin hefur fengið frábæra dóma víða um heim. Hún var sýnd á kvikmyndahátíð- inni í Cannes og hefur verið valin sem framlag Íslendinga til Óskarsverðlaunanna í ár. Frumsýningarhelgi hennar á Íslandi er nú um helgina og því ekki komnir hérlendir dómar um hana. „Það verður ótrúlega gaman að sjá hvernig Íslend- ingar taka henni. Hún hefur fengið frábæra dóma í stórum blöðum eins og Hollywood Re- porter, Variety og Screen Daily meðal annars. Allt alveg glimr- andi dómar. Kannski sannar hún það að til þess að verða „global“ þá þarftu fyrst að vera „local“.“ Þau segja myndina hræra í fólki. „Hún var erfið og mjög gefandi alveg eins og vinnan við hana var. Hún einhvern veginn hrærir í manni. Það er eitthvert endurmat sem hún kallar á. Vil ég hafa þetta svona og vil ég skilja svona við eða get ég byrjað að breyta því í dag? Og að þessu leyti fer hún mjög djúpt inn í sálina hjá manni,“ segir Þorsteinn. „Maður fer í einhverja svona sjálfsskoðun sem er góð,“ segir Elma. „Ég held hann heppnist, galdurinn sem Grikkir lögðu upp með, sálhreinsunin, sem var alltaf markmið harmleikj- anna. Að sýna fólki hversu heimskulegt það væri að standa í þessu drama og arga- þrasi í stað sátta,“ segir Þor- steinn. „Já, bara fyrirgefa og sleppa takinu sem er svo mik- ilvægt. Maður er svo oft fast- ur í einhverju rugli og það að fá fólk til að sjá það er dálítið boðskapurinn held ég,“ segir Elma og heldur áfram: „Þetta er mynd um Íslendinga og þess vegna verður gaman að sjá hvernig þeir taka henni. Kannski er þetta of nálægt okk- ur. Maður veit það ekki, þetta gæti verið óþægilegt.“ Þor- steinn er sama sinnis og segir hana hreyfa við fólki. „Hún sit- ur lengi í fólki og grefur sig ein- hvern veginn inn í sálina. Allir sem ég hef heyrt í sem hafa séð myndina tala um að hún hafi hreyft við þeim og það er tak- markið hjá okkur í leiklistinni allavega. Við erum að reyna að spegla eitthvað fyrir fólk þannig að það geti svo aftur speglað sig í því. Þetta er virki- lega vönduð kvikmynd í alla staði, vel tekin, flott leikmynd, vandað hljóð og raunsannar persónur. Þroskuð mynd um venjulegt fólk fyrir venjulegt fólk.“ Leika með foreldrunum Næg verkefni eru fram und- an hjá bæði Elmu og Þorsteini. Elma er að leika í Fólkinu í kjall- aranum og Nei, ráðherra! og auk þess æfa Kirsuberjagarðinn sem verður frumsýndur í lok október og Hilmir Snær Guðna- son leikstýrir. Þorsteinn er að æfa Hreinsun eftir Sofi Oksanen í leikstjórn Stefáns Jónssonar sem frumsýnt verður í Þjóðleik- húsinu í lok október. Skemmti- leg tilviljun ræður því að nú eru Þorsteinn og Elma að leika með foreldrum sínum úr myndinni. „Já, það er dálítið magnað“ segir Elma en hún leikur með Theó- dóri Júlíussyni í Kirsuberjagarð- inum og Þorsteinn leikur með Margréti Helgu Jóhannsdóttur í Hreinsun. Þau hafa bæði leikið tölu- vert á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum og segja það skemmtilegt á sinn hátt þó ólíkt sé. „Þegar maður leikur í bíó- mynd þá gerir maður það vana- lega bara einu sinni og sér svo afraksturinn ekki fyrr en löngu seinna. Senan er skjalfest og óbreytanleg sem slík. Í leik- húsinu ertu oftast að leika það sama aftur og aftur þó engin sýning sé samt eins og minn- ingin um leikinn oftar en ekki aðeins til í minni þeirra sem sáu sýninguna á einhverju gefnu augnabliki,“ segir Þor- steinn og Elma tekur undir orð hans: „Þetta er hvort tveggja skemmtilegt á sinn hátt. Þetta er allt öðruvísi vinna en samt nátt- úrulega í grunninn er maður að gera það sama. Í kvikmyndum beitir maður sér öðruvísi en í leikhúsi, raddnotkun og annað er ekki eins. Þetta hefur hvort tveggja sína töfra.“ átakanlegt þegar fólk nær ekki saman Grákaldur raunveru- leiki Elma og Þorsteinn segja myndina vera fjölskyldusögu sem spegli grákaldan íslenskan raunveruleika. mynd Gunnar Gunnarsson Telma og ari Hér eru þau í hlutverkum sínum í myndinni sem systkinin Telma og Ari. Þau segja það hafa hjálpað þeim í hlutverkum sínum að það sé viss systkina-fílingur á milli þeirra. „Ég hef sjaldan upplifað það að lesa svona gott handrit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.