Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 44
44 | Lífsstíll 30. september–2. október 2011 Helgarblað É g er búinn að ganga með þessa hugmynd í maganum í 20 ár. Aðal- lega vegna þess hversu illa íslenskir veiðimenn nýta bráðina,“ segir Úlfar Finnbjörnsson, veiðimaður og matreiðslumeistari á Gest- gjafanum. Hann er nú að gefa út meira en 300 blaðsíðna bók sem ber nafnið Stóra bókin um villibráð. Í bókinni er með ítarleg- um hætti farið yfir það hvern- ig meðhöndla skal íslenska villibráð, allt frá því er bráðin fellur á veiðum þar til hún er komin á diskinn. Úlfar segir að fram til þessa hafi verið afar erfitt að nálgast upplýsingar um meðhöndlun villibráðar, nema í smáum skömmtum hér og þar, til dæmis í Gest- gjafanum. „Það var markmið mitt að koma þessu á einn stað. Það þarf ekki að gefa út fleiri,“ segir Úlfar og hlær en óhætt er að fullyrða að um mikla búbót fyr- ir veiðimenn og alla áhugamenn um mat sé að ræða. Nýtir alla bráðina Í bókinni tekur Úlfar fyrir alla villibráð sem skjóta má á Ís- landi og hann leggur mikla áherslu á að nýta bráðina til fulls. „Þetta eru réttir úr öllu dýrinu; ekki bara bringur eða lundir. Ég geri líka rétti úr hakki, gúllasi, og inn- matnum.“ Hann bend- ir á að með því að nýta alla hluta bráðarinnar verði fjölbreytnin í mat- seldinni meiri. „Það sem einkennir bókina er að í henni er sýnt á auðveld- an hátt skref fyrir skref hvern- ig á að laga gómsæta rétti úr hvaða villibráð sem er.“ Í bókinni eru teikningar af fuglum og dýrum eftir Jón Baldur Hlíðberg en bókin er einnig fallega skreytt mynd- um ljósmyndarans Karls Pet- erssons. „Ég dröslaði honum með út um allt land og ég held að hann hafi kynnst svolítið nýjum vinkli á land og þjóð,“ segir Úlfar glaðbeittur en Karl er Svíi. Allt var soðið í tætlur Úlfar segir ástæðu þess að hann fór að læra matreiðslu þá að honum hafi fundist illa verið farið með íslenska villi- bráð. „Ég var veiðimaður og ég komst fljótt að því að það var bara til ein uppskrift. All- ir villibráðarréttir voru eins. Þegar ég fór að leita upplýs- inga hjá fagfólki vissi enginn neitt. Kjötið var bara soðið í tætlur. Það er fín uppskrift en þreytandi til lengdar,“ segir hann og heldur áfram: „Gald- urinn er að láta villibráðina njóta sín. Ekki kaffæra hana í kryddi. Villibráðarkrydd sem þú kaupir úti í búð eru til dæmis fyrir eitthvað allt ann- að en villibráð. Íslensk bráð er svo góð að það þarf sjaldnast meira en salt og pipar,“ seg- ir hann en Úlfar notar mik- ið af íslenskum kryddjurtum, sveppum og berjum í upp- skriftum sínum í bókinni. Þær eru flestar frá honum en hann segist þó sækja áhrif víða að. „Flesta réttina hef ég þróað sjálfur.“ Veiðimaður, kokkur og kjötiðnaðarmaður Mikil vinna liggur að baki gerð bókarinnar, að sögn Úlf- ars. Hann var tvö ár að vinna efnið í bókina en auk upp- skrifta má í henni finna ýms- an fróðleik um bráðina og kennslu í því hvernig maður hagar sér í veiði. Ekki beri að leggja áherslu á magnið held- ur útiveruna, félagsskapinn og síðast en ekki síst nestið. Hann segir að í raun sé afleitt að senda unga veiðimenn með nýtt skírteini til veiða án þess að þeir viti hvernig með- höndla eigi bráðina. „Veiði- menn ættu að vera skyldað- ir til að lesa þessa bók,“ segir hann léttur í bragði en bætir við að það sé úrelt að „henda gæsinni í fangið á frúnni“. Best sé að vera góður veiðimaður, góður kokkur og sæmilegur kjötiðnaðarmaður. „Ef veiði- maðurinn veit ekki hvað hann á að gera við bráðina, hver á þá að gera það?“ Með útkomu bókarinnar og sjötta villibráð- arblaðs Gestgjafans, sem er nýkomið út, hafi menn ekki afsökun lengur fyrir því að bera fyrir sig vankunnáttu. Leiðarvísir í búðinni Bókin gagnast ekki bara veiðimönnum og fjölskyld- um þeirra heldur getur hún einnig verið gagnleg fólki sem kaupir allan sinn mat í kjör- búð. Þannig má nefna að í bókinni er kafli þar sem fólki er leiðbeint að velja sér villi- bráð í verslunum. „Það er til dæmis ekki alltaf sniðugt að kaupa stærstu gæsina,“ seg- ir hann sposkur á svip en oft á tíðum er stærsta gæsin í hópnum bæði gömul og seig. Fleiri ráð af þessum toga er að finna í bókinni en þar er líka að finna sérstakan kafla um vín með villibráð, sem vín- smakkarinn Dominique Plé- del Jónsson gerði. Annar kafli fjallar einungis um krydd með villibráð og sá þriðji um það hvernig best er að úrbeina, reyta, svíða eða hamfletta dýrið, svo dæmi séu tekin. „Hún gæti heitið Frá skoti til skeiðar, því þarna er farið í allt sem við kemur villibráðinni; hvernig þú pakkar henni í bíl- inn, hvernig þú hengir hana upp, verkar og frystir eða mat- reiðir,“ segir hann að lokum. n Ný íslensk bók um meðhöndlun villibráðar eftir Úlfar Finnbjörnsson n Áhersla á að nýta alla bráðina n Ætti að vera skyldulesning fyrir veiðimenn Frá skoti til skeiðar „Galdurinn er að láta villibráðina njóta sín. Ekki kaffæra hana í kryddi. 132 Rjúpur Veiðimenn geta notað tímann þegar þeir eru úti í náttúrunni á veiðum til að tína ber, sveppi og íslenskar kryddjurtir. Kryddið rjúpnabringur með salti og pipar og steikið upp úr olíu á pönnu í 1 mínútu á hvorri hlið eða þangað til kjötið verður fallega brúnt. Færið bringurnar í eldfast mót og steikið í 180°C heitum ofni í 3 mínútur. Takið þá kjötið úr ofninum og látið standa í 3 mínútur. Endurtakið þangað til bringurnar hafa verið samtals 9 mínútur í ofninum. Berið bringurnar fram með kirsuberjasósunni og t.d. berjasoðnum perum (sjá bls. 273), blönduðu grænmeti og steiktum kartöflum. Kirsuberjasósa Látið lauk krauma í olíu í potti í 2 mínútur. Bætið portvíni, bal- samediki, kirsuberjasósu og timjani í pottinn og sjóðið niður um ¾. Setjið þá brómberjasultu og rjúpnasoð saman við og þykkið með sósujafnara. Takið pottinn af hellunni og bætið smjöri út í. Hrærið stöðugt í þar til smjörið hefur bráðnað, eftir það má sósan ekki sjóða. Smakkið til með salti og pipar. 16 rjúpnabringur salt og nýmalaður pipar 4 msk. olía Kirsuberjasósa 1 laukur, smátt saxaður 2 msk. olía 1½ dl portvín 1 msk. balsamedik 1-2 dl kirsuberjasósa 1 tsk. timjan 1 msk. brómberjasulta 4 dl sterkt rjúpnasoð sósujafnari 40 g kalt smjör í teningum salt og nýmalaður pipar fyrir 4 Léttsteikt rjúpa með kirsuberjasósu Léttsteikt rjúpa með kirsuberjasósu fyrir 4 16 rjúpnabringur salt og nýmalaður pipar 4 msk. olía Kirsuberjasósa 1 laukur, smátt saxaður 2 msk. olía 1½ dl portvín 1 msk. balsamedik 1-2 dl kirsuberjasósa 1 tsk. timjan 1 msk. brómberjasulta 4 dl sterkt rjúpnasoð sósujafnari 40 g kalt smjör í teningum salt og nýmalaður pipar Kryddið rjúpnabringur með salti og pipar og steikið upp úr olíu á pönnu í 1 mínútu á hvorri hlið eða þangað til kjötið verður fallega brúnt. Færið bringurnar í eldfast mót og steikið í 180°C heitum ofni í 3 mínútur. Takið þá kjötið úr ofninum og látið standa í 3 mínútur. Endurtakið þangað til bringurnar hafa verið sam- tals 9 mínútur í ofninum. Berið bringurnar fram með kirsuberja- sósunni og t.d. berjasoðnum perum, blönduðu grænmeti og steiktum kartöflum. Kirsuberjasósa Látið lauk krauma í olíu í potti í 2 mínútur. Bætið portvíni, balsam- ediki, kirsuberjasósu og timjani í pottinn og sjóðið niður um ¾. Setjið þá brómberjasultu og rjúpnasoð saman við og þykkið með sósujafnara. Takið pottinn af hellunni og bætið smjöri út í. Hrærið stöðugt í þar til smjörið hefur bráðnað, eftir það má sósan ekki sjóða. Smakkið til með salti og pipar. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Villibráð Léttsteikt rauðhöfðaönd með súkkulaðisósu fyrir 4 8 rauðhöfðaandabringur salt og nýmalaður pipar 2 msk. olía súkkulaðisósa 4 dl sterkt andasoð 1 msk. rifsberjahlaup sósujafnari 1–2 msk. 70% súkkulaði, smátt saxað 30 g smjör salt og nýmalaður pipar Kryddið andabringur með salti og pipar og brúnið í olíu á pönnu. Setjið bring- urnar í ofnskúffu og inn í 180°C heitan ofn í 3 mínútur. Takið þá bringurnar út úr ofninum og látið bíða í 3 mínútur. Endurtakið tvisvar. Skerið bringurnar í fallegar sneiðar og berið fram með súkkulaðisósunni, blönduðu grænmeti og kartöflum. Súkkulaðisósa Setjið andasoð í pott ásamt rifsberjahlaupi og sjóðið í 2 mínútur. Þykkið soðið með sósujafnara. Takið pottinn af hellunni og bætið súkkulaði og smjöri í pottinn. Hrærið stöðugt í sósunni þangað til súkkulaðið og smjörið hefur bráðnað. Eftir það má sósan ekki sjóða. Smakkið sósuna til með salti og pipar. 64 Endur Kryddið andabringur með salti og pipar og brúnið í olíu á pönnu. Setjið bringurnar í ofnskúffu og inn í 180°C heitan ofn í 3 mín- útur. Takið þá bringurnar út úr ofninum og látið bíða í 3 mínútur. Endurtakið tvisvar sinnum. Skerið bringurnar í fallegar sneiðar og berið fram með súkkulaðisósunni, blönduðu grænmeti og kartöflum. Súkkulaðisósa Setjið andasoð í pott ásamt rifsberjahlaupi og sjóðið í 2 mínútur. Þykkið soðið með sósujafnara. Takið pottinn af hellunni og bætið súkkulaði og smjöri í pottinn. Hrærið stöðugt í sósunni þangað til súkkulaðið og smjörið hefur bráðnað. Eftir það má sósan ekki sjóða. Smakkið sósuna til með salti og pipar. 8 rauðhöfðaandabringur salt og nýmalaður pipar 2 msk. olía Súkkulaðisósa 4 dl sterkt andasoð 1 msk. rifsberjahlaup sósujafnari 1-2 msk. 70% súkkulaði, smátt saxað 30 g smjör salt og nýmalaður pipar Léttsteikt rauðhöfðaönd með súkkulaðisósu fyrir 4 Súkkulaði er mjög spennandi hráefni í villibráðarsósur. Hrefnupiparsteik fyrir 4 8 x 100 g hrefnusteikur, u.þ.b. 2 cm þykkar 2 msk. grænn pipar í legi maldon-salt 2 msk. olía 1 dl koníak 1 tsk. dijon-sinnep ½ dl sterkt nautasoð eða 1 tsk. nautakraftur 2½ dl rjómi Grófsteytið pipar í mortéli eða með buffhamri. Nuddið helmingnum af piparnum á hrefnusteikurnar og stráið svo salti yfir. Steikið kjötið upp úr olíu á vel heitri pönnu í 1 mínútu á hvorri hlið. Takið þá steikurnar af pönnunni og geymið. Setjið restina af piparnum á pönnuna ásamt koníaki og dijon- sinnepi og sjóðið niður í síróp. Hellið nautasoði og rjóma á pönnuna og látið sjóða þar til sósan er farin að þykkna, smakkið til með salti. Setjið steikurnar aftur á pönnuna og hitið í 30 sekúndur. Berið fram með t.d. steiktum kartöflubátum og grænmeti. 244 Sjávarspendýr Þetta er alvörusteik fyrir stóru strákana. Grófsteytið pipar í mortéli eða með buffhamri. Nuddið helm- ingnum af piparnum á hrefnusteikurnar og stráið svo salti yfir. Steikið kjötið upp úr olíu á vel heitri pönnu í 1 mínútu á hvorri hlið. Takið þá steikurnar af pönnunni og geymið. Setjið restina af piparnum á pönnuna ásamt koníaki og dijon-sinnepi og sjóðið niður í síróp. Hellið nautasoði og rjóma á pönnuna og látið sjóða þar til sósan er farin að þykkna, smakkið til með salti. Setjið steikurnar aftur á pönnuna og hitið í 30 sekúndur. Berið fram með t.d. steiktum kartöflubátum og grænmeti. 8 x 100 g hrefnusteikur, u.þ.b. 2 cm þykkar 2 msk. grænn pipar í legi maldon-salt 2 msk. olía 1 dl koníak 1 tsk. dijon-sinnep ½ dl sterkt nautasoð eða 1 tsk. nautakraftur 2½ dl rjómi fyrir 4 Hrefnupiparsteik Nýtir bráðina Úlfar hefur dreymt í tuttugu ár um að gera bók sem þessa. myNdir KArL peterSSoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.