Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 34
34 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 30. september–2. október 2011 Helgarblað H jónin Sylavain og Elodie Morel bjuggu í frönsku borginni Marseille og árið 2005 var heldur þröngt í búi hjá þeim. Hjónin voru at- vinnulaus og þurftu að ala önn fyrir þriggja ára syni sínum og var fátt um fína drætti. Einn góðan veðurdag í maí virtist sem eitthvað myndi létta til í tilveru hjónanna því Elodie fékk tilboð um launað starf í rafrænum pósti og léttist heldur brúnin á hjónakornun- um. Um var að ræðan þriggja daga fyrirsætustarf vegna aug- lýsingagerðar fyrir nýja bifreið og launin sem um ræddi voru 3.000 evrur. Reyndar var það gamall draumur Elodie að sitja fyrir og þrátt fyrir að vera 29 ára hafði hún til að bera það sem þurfti til að líta vel út fyrir framan linsur myndavéla. Elodie og ljósmyndarinn, Guillaume Mingaud, bundust fastmælum um að hittast klukk- an fimm síðdegis 2. maí og fór Elodie tímanlega af stað í BMW- bifreið sem hún hafði fengið lánaða hjá vini sínum. Áfanga- staðurinn var L‘Escale-barinn í ferðamannabænum Aigues- Mortes, þangað var tveggja tíma akstur frá Marseille. Úlfur í sauðargæru Elodie hafði ekki beðið lengi þegar Mingaud birtist; stór, riðvaxinn maður á fimmtugs- aldri. Mingaud var ekkert að tvínóna við hlutina og upplýsti Elodie um að nauðsynlegt væri að taka nokkrar prufumyndir með landslag í bakgrunninn, að kvöldi til: „Ég hitti þig hér aftur klukkan tíu í kvöld.“ Elodie hringdi í Sylavain og lét hann vita að allt væri í sómanum; fyrstu myndirnar yrðu teknar um kvöldið og hún myndi fá sér í gogginn á barn- um. Mingaud kom klukkan tíu og Elodie settist inn í bílinn hans, en nokkrum sögum fer af því sem síðar gerðist. Samkvæmt vitnisburði Mingauds óku þau um í nokkr- ar klukkustundir í leit að hent- ugum stað og upp úr miðnætti lagði hann bílnum á afskekkt- um stað og sagði: „Láttu mig hafa krítarkortið þitt.“ Elodie neitaði að verða við kröfu Mingauds en eftir að hann hafði slegið hana lét hún undan, en öryggiskóðann fékk Mingaud ekki fyrr en hann var búinn að slá hana mörgum sinnum í höfuðið. Síðan fleygði hann henni í farangursgeymsl- una og ók sem leið lá til vina- fólks síns – Lignier-hjónanna, með viðkomu á bensínstöð þar sem hann keypti bensín og borgaði fyrir með krítarkorti Elodie. Sakleysið uppmálað Samkvæmt frásögn Lignier- hjónanna höfðu þau ekkert með þetta allt að gera. Richard Lignier sagði að Mingaud hefði knúið dyra hjá þeim hjónun- um og sagt: „Ég þarf að nota bílskúrinn ykkar. Láttu mig hafa lykilinn. Ég er með konu í skottinu.“ Að sögn Richards lögðu hvorki hann né konan hans trúnað á orð Mingauds: „Ég trúði honum ekki, alveg satt,“ og eiginkonan, Francine, berg- málaði fullyrðingu Richards: „Ekki ég heldur! Ég trúði hon- um ekki heldur.“ Mingaud vísaði fullyrð- ingum hjónanna til föður- húsanna: „Ég tók Elodie úr skottinu, batt hana við stól í bílskúrnum og læsti honum. Þar var hún til klukkan sex þann dag, 3. maí. Ég lét hana hafa vatnsflösku, setti hana aft- ur í skottið og fékk mér kvöld- verð með Lignier-hjónunum. Að sjálfsögðu var þeim full- kunnugt um hvað væri á seyði.“ Guillaume Mingaud bætti um betur í frásögn sinni því hann vændi Richard um morð- ið: „Meðan á máltíðinni stóð fór Richard Lignier út í bílskúr til hennar og þegar hann kom til baka sagði hann mér að hann hefði kyrkt hana.“ Frásögn Guillaume var reyndar verulega á skjön við allar vísbendingar í málinu. Dæmdur nauðgari Atburðarásin hafði í reynd ver- ið á þá vegu að eftir að hafa setið að snæðingi með Lignier- hjónunum ók Mingaud með Elodie á afvikinn stað og kyrkti hana með rafmagnsvír. Eftir að Sylvain Morel hafði samband við lögregluna og lýsti áhyggjum sínum vegna hvarfs hennar tók það lögregl- una aðeins tvo klukkutíma að finna Mingaud og sökunauta hans og var réttað yfir þeim í ársbyrjun 2008. Við réttarhöldin fullyrti Mingaud að hann hefði ein- ungis verið á höttunum eft- ir krítarkorti Elodie því hann væri skuldum vafinn. En sakaskrá hans bar öðru vitni en því að hann væri einfald- lega þjófur. Sextán ára að aldri hafði hann reynt að nauðga tveimur stúlkum. Árið 1977 nauðgaði hann tveimur þýsk- um stúlkum og var dæmd- ur til níu ára fangelsisvistar og að auki hafði hann hlotið dóma fyrir minniháttar af- brot. Það varð fljótlega ljóst að ýmislegt fleira hafði átt sér stað þetta örlagaríka kvöld en hin ákærðu létu í veðri vaka. „Þú fullyrðir að þú hafir ekki nauðgað henni [Elodie],“ spurði dómarinn Mingaud. „Hvernig komst þá sæði úr þér á vatnsflöskuna og gallabuxur hennar?“ Svar Mingauds var ekkert annað en kostulegt: „Ég er alltaf með klút í hanska- hólfinu, sem ég nota þegar ég hef átt ævintýri. Ég get bara útskýrt það á þann veg að hún hafi með einhverju móti náð í klútinn.“ Ótrúleg svör sakbornings Mingaud svaraði engu þeg- ar hann var spurður út í blóð sem fannst á skammbyssu í hans eigu, en dómarinn lét ekki slá sig út af laginu. „Við teljum að þú hafir byrlað vesa- lings konunni ólyfjan. Lög- reglan fann hvítt duft í hári hennar, duft af svefntöflum og leifar af þunglyndislyfi. Hverju svarar þú því?“ Svarið sem Mingaud gaf var nánast óraunverulegt: „Hún hlýtur að hafa notað það sem sjampó [...] Hvað sem því líður, ég drap hana ekki. Ég er búinn að segja ykkur að Rich- ard Lignier drap hana.“ Þegar þar var komið sögu ákvað Richard að breyta frá- sögn sinni og slíkt hið sama gerði eiginkonan og sögðu bæði að þeim hefði verið full- kunnugt um konuna í farang- ursgeymslu bifreiðar Min- gauds. „Sjáið til, við kunnum við Guillaume, en okkur stóð smástuggur af honum,“ sagði Francine Lignier. „Er hvað sem öllu líður manneskja“ Saksóknarinn henti vitnisburð Lignier-hjónanna á lofti og var ekki í sáttahug. Sagði hann að hjónin hefðu getað bjargað lífi Elodie ef þau hefðu haft sam- band við lögregluna: „En þau sögðu ekkert. Ég krefst þess að þau verði dæmd til fimmtán ára fangelsisvistar hvort. Hvað siðblindingjann ólæknandi, Mingaud, varðar, sendið hann í lífstíðarfangelsi.“ Eðli málsins samkvæmt leit verjandi Mingauds öðr- um augum á málið, og sum- ir myndu segja óraunsæjum: „Ekki gera djöful úr honum [Mingaud]. Hann er hvað sem öðru líður manneskja [...] Hinn ákærði á alltaf að fá að njóta vafans.“ Kviðdómur velktist ekki í vafa um sekt Mingauds sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Lignier-hjónin fengu sex ára dóm hvort. Hvað Elodie Morel varð- aði hafði draumur hennar um frama í fyrirsætustörfum feng- ið hörmulegan endi. Ekki Er allt sEm sýnist n Elodie og Sylvain Morel glímdu við fjárhagsörðugleika n Tilboð um fyrirsætustarf fyrir Elodie virtist vera himnasending n Draumur hennar breyttist í banvæna martröð „Ég er alltaf með klút í hanskahólfinu, sem ég nota þegar ég hef átt ævintýri. Ég get bara útskýrt það á þann veg að hún hafi með einhverju móti náð í klútinn. Borgarveggir Aigues-Mortes Morðinginn lokkaði Elodie Morel til bæjarins með fölskum fyrirheitum. Guillaume Mingaud Starfstilboð hans lofaði góðu, en ekki var allt sem sýndist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.