Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 38
38 | Lífstíll 30. september–2. október 2011 Helgarblað Vildi líkjast ljónunum sem allra mest n Jocelyn Wildenstein er gott dæmi um misheppnaðar lýtaaðgerðir J ocelyn Wildenstein er líklega eitt þekktasta og mest nefnda dæm­ ið um misheppnað­ ar lýtaaðgerðir. Hún er yfir­ leitt kölluð kattarkonan með tilvísun í útlit henn­ ar sem þykir á furðulegan hátt minna á einhvern hátt á einhvers konar kattardýr. Jocelyn hefur ekki alltaf lit­ ið svona út og ef saga henn­ ar er skoðuð þá má sjá að hún er nokkuð sorgleg. Hún var gift milljónamæringn­ um og listaverkasalanum Alec Wildenstein og bjó með honum á stórum búgarði þar sem meðal annars voru ljón. Hún varð mjög hrifin af ljón­ unum sem voru einnig auga­ steinar mannsins hennar. Jocelyn elskaði mann sinn afar heitt en hann var ekki einnar konu maður, henni til mikillar armæðu. Þegar hún frétti að hann væri farin að leita undir sængur annarra kvenna ákvað hún að gera eitthvað í málunum til að vinna ást síns heittelskaða á ný. Hún fór þess vegna í eina litla lýtaaðgerð til að heilla eiginmanninn og var ánægð með árangurinn og það var Alec líka. Það leið þó ekki á löngu þar til augu hans fóru að leita annað á ný og það var þá sem Jocelyn ákvað að gera eitthvað róttækt í málunum. Hún ákvað að hún vildi líkj­ ast sínum heittelskuðu ljón­ um sem bæði hjónin höfðu svo mikið dálæti á og fór með það í huga á fund lýtalæknis á ný. Þar gaf hún þau fyrir­ mæli að hún vildi líkjast ljón­ unum sem mest og útkom­ an er sú sem við þekkjum í dag. Sagt er að þegar eigin­ maðurinn hafi séð hana þá hafi hann öskrað og það olli henni töluverðum vonbrigð­ um. Hún fór þess vegna aft­ ur til lýtalæknisins í frekari aðgerðir og hefur í dag ekki tölu á öllum aðgerðunum sem hún hefur farið í. Þegar hún er spurð út í fjölda að­ gerðanna sem hún hefur far­ ið í þá svarar hún ávallt með bros á vör: „Ekki fleiri en aðr­ ar konur hafa farið í.“ Ung og falleg Wildenstein þótti falleg fyrir aðgerðirnar. Misheppnaðar aðgerðir Wildenstein hefur ekki tölu á öllum þeim aðgerðum sem hún hefur farið í. S igrún Eva Ármanns­ dóttir var nýlega krýnd fegurðardrottning Ís­ lands og leggur hún áherslu á að borða hollan og góðan mat. Hún nefnir sérstaklega staðgóð­ an morgunverð og bendir á að margir haldi að það sé gott að sleppa morgunmatnum en segir að það sé rangt að gera það. „Ég legg til dæmis áherslu á að borða mikið í morgunmat en þá borða ég oftast hafra­ graut með banana.“ Fiskur og kjúklingur eru í uppáhaldi og hún borðar mikið grænmeti. „Ég hef alltaf grænmeti með hádegismatn­ um. Ég gæti verið duglegri að borða ávexti en annars er ég mikið fyrir mangó og ber – svo sem jarðarber.“ Það er ekki nóg að hugsa um hollustuna hvað matinn varðar heldur líka það sem er drukkið. Fegurðardrottningin segist drekka mikið ávaxtasafa, vatn og mjólk. Hvað varðar þá sem eru í megrun er nauðsynlegt að benda á að borða nóg og rétta fæðu. „Stelpur þurfa að passa sig á að borða. Húðin verður til dæmis ekki góð ef fólk sleppir morgunmat. Morgunmaturinn gerir það að verkum að fólk kemst í gang. Það er hollara að borða en að borða ekki. Það er miklu betra. Það er best að fá sér ávöxt á milli mála eða skera niður grænmeti og vera með ídýfu. Ég fæ mér til dæmis oft hafrakex með osti og sultu. Ég er á því að það þurfi að borða að minnsta kosti þrisvar á dag og þá mest í morgunmat.“ Sigrún Eva býr í foreldra­ húsum og segir hún að móð­ ir sín eldi bestu rétti sem hún hefur smakkað. Hún nefnir sérstaklega kjöt í karríi og kjöt­ súpu og bætir við að sér finn­ ist japanskir og kínverskir réttir oft góðir. Hún gefur hins vegar uppskrift að kjúklingarétti þar sem nóg er af hollu grænmeti. Uppáhaldskjúklingaréttur Sigrúnar Evu að hætti mömmu n 4 kjúklingabringur n 1 hvítlaukur n 1–2 pokar gulrætur n 1 bakki sveppir n 2 dósir rjómaostur með sólþurrk- uðum tómötum n 2 kjúklingateningar n Matreiðslurjómi n 600 gr. heilhveitipasta – hreiður Aðferð: Kjúklingurinn er skorinn í bita og steiktur upp úr olíu á pönnu og síðan kryddaður með kjúkl­ ingakryddi og síðan tekinn af pönnunni og settur til hliðar. Gulrætur skornar í mjóar lengjur og steiktar á pönnu. Sveppirnir eru síðan skorn­ ir niður og settir út í gulræt­ urnar. Hvítlaukurinn skorinn smátt og steiktur með. Þetta er látið vera á pönn­ unni í smástund. Þá er rjóma­ osturinn settur út í ½ lítra af vatni og kjúklingatengingarnir settir út í. Matreiðslurjóma er bætt út í og látið krauma smá­ stund. Kjúklingabitunum bætt út í. Pastað soðið samkvæmt leiðbeiningum. Borið fram með fersku salati og hvítlauks­ brauði. n Fegurðardrottning Íslands mælir með staðgóðum morgunverði og leggur áherslu á hollan og góðan mat Borða nóg og hollt Stelpur þurfa að passa sig á að borða Sigrún Eva segir húðina verða slæma ef fólk sleppir því að borða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.