Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 40
40 | Tækni 30. september–2. október 2011 Helgarblað É g hef alltaf haft ástríðu fyrir skrifum og útgáfu. Ég byrjaði sjálfur að skrifa blogg en var pirr- aður á hugbúnaðinum sem var í boði,“ segir Matt- hew Mullenweg, þróunarstjóri WordPress-vefumsjónarkerfis- ins. Matthew, sem iðulega er kallaður Matt, hefur á undan- förnum árum náð ótrúleg- um árangri á sviði nethug- búnaðar en WordPress-kerfið er mest notaða vefumsjónar- kerfið í heiminum í dag. Hann byrjaði einn fyrir framan tölv- una heima hjá sér en núna er hann með tæplega 90 starfs- menn í vinnu. Matt rekur fyrir- tækið Automattic sem er með höfuðstöðvar í San Francisco en fyrirtækið sér um þróun á Word Press-kerfinu, sem er opið öllum til notkunar endur- gjaldslaust. Ungur áhrifamaður á netinu Matt fæddist árið 1984 í Texas í Bandaríkjunum. Hann byrj- aði að þróa WordPress þeg- ar hann var 19 ára gamall og ákvað að skrifa sitt eigið blogg- kerfi sem seinna varð að vef- umsjónarkerfinu WordPress, sem um 12 prósent allra vef- síðna á netinu í dag notast við. „Ég skrifaði færslu á blogg- ið mitt um hversu pirraður ég væri á kerfinu. Þá hafði maður að nafni Mike Little samband við mig og sagði: Hey, ef þú ert að meina þetta, þá væri ég til í að vinna með þér,“ segir Matt um upphafið að WordPress. „Það var athyglisvert því við höfðum aldrei unnið saman áður. Hann var þrjátíu og eitt- hvað ára gamall maður á Eng- landi og ég var 19 ára strákur í Bandaríkjunum.“ Matt áttaði sig ekki á því hvað þetta sam- starf átti eftir að hafa í för með sér. Þegar vinsældir Word Press voru orðnar umtalsverðar ákvað Matt að hætta í dagvinn- unni sinni hjá CNET-samstæð- unni. Það var svo árið 2005 sem hann ákvað að stofna fyr- irtæki sitt, Automattic, sem meðal annars heldur utan um WordPress.com, sem er vef- umsjónarþjónusta sem byggir á WordPress, og Akismet, sem er viðbót sem stöðvar ruslpóst í ummælakerfi WordPress- síðna. Gaman að vinna samkeppnina Vefkerfið Typepad hafði kom- ið út nokkrum árum áður en Matt og Mike byrjuðu að þróa Word Press. Síðan þá hefur mikið breyst og WordPress orðið talsvert meira notað en Typepad. Matt segir að það sé auðvitað gaman að hafa sigr- að keppinautinn en hann seg- ir engu að síður aðalmálið vera að gefa fólki tækifæri til að tjá sig á netinu. „Hugbúnaðurinn var í fyrstu bara fyrir mig og vini mína og það voru í raun alls ekkert margir sem notuðu hugbúnaðinn,“ segir hann. „Fyrstu notendur Word Press var fólk sem trúði á opinn hug- búnað, fólk sem var umhugað um opinn vef,“ segir hann um fyrstu notendur WordPress. Matt segir að erlendir mark- aðir sem önnur fyrirtæki voru ekki að stíla inn á hafi verið kappsömustu notendurnir. „Við vorum rödd þessa hóps.“ Þessi mikla velgengni Matts hefur komið honum í sviðs- ljósið, en árið 2007, þegar hann var aðeins 23 ára gam- all, var hann í sextánda sæti á lista PC World-tímaritsins yfir áhrifamesta fólkið á vefn- um. Hann hefur einnig verið settur á lista Inc.com-veftíma- ritsins yfir 30 athyglisverðustu frumkvöðlana undir þrítugu og á lista Business Week yfir 25 áhrifamestu einstaklingana á vefnum. Hugbúnaðurinn var hlægilega lélegur Matt segir að fyrstu útgáfurn- ar af kerfinu hafi verið „hlægi- lega lélegar“. Allar breytingar sem hafa verið gerðar á hug- búnaðinum hafi verið gerðar að óskum notenda. „Við hlust- uðum bara á notendurna. Við vorum ekki að reyna að græða á þeim eða neitt svoleiðis. Við reyndum bara að gera vefinn betri,“ segir Matt um þróunina á Word Press. „Allir þeir sem eru að þróa hugbúnaðinn nota hann sjálfir á eigin síðu,“ segir hann um hvers vegna þeir sem þróa hugbúnaðinn hafi jafn mikla ástríðu fyrir því að gera hann betri og raun ber vitni. Þar sem þróun WordPress- kerfisins er unnin eftir reglum um opinn hugbúnað eru nær engin takmörk á því hversu margir koma að þróuninni. Starfsmenn Automattic hafa þó mest um það að segja hve- nær nýjar útgáfur kerfisins eru gefnar út en allt samfélagið á bak við WordPress – sem tel- ur tugi þúsunda einstaklinga – tekur þátt í að gera hugbúnað- inn að því sem hann er í dag. Þetta segir Matt vera helstu ástæðuna fyrir vinsældum WordPress. Allir geti fengið að hafa áhrif á þróun kerfisins. Hefur ákveðna heimssýn Það má með sanni segja að Matt hafi ákveðnar og sterkar skoð- anir á hvernig heimurinn eigi að virka. Hann hefur mikla trú á tjáningarfrelsinu, sem hann segir að sé stór partur af því að hann skuli hafa farið af stað með WordPress-verkefnið. „Þú getur ekki búið til frjálst sam- félag með leyfisskyldum hug- búnaði,“ segir Matt um fram- tíðarsýn sína. Hann segist ekki sjá annan möguleika en að allar tæknilausnir verði á einhverj- um tímapunkti hluti af opnum lausnum sem eru í grunnatrið- um boðnar endurgjaldslaust. „Ég er samt kapítalisti,“ bætir hann við og segir að auðvitað verði tækniiðnaðurinn að hald- ast arðbær svo að þróunin haldi áfram. Matt segir að hægt sé að fara sömu leið og hann hefur farið með rekstur síns fyrir- tækis. Automattic býður Word- Press frítt fyrir alla notendur en býður svo upp á þjónustu við hugbúnaðinn sem fæst gegn gjaldi. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum safnað miklu hlutafé og hefur Matt verið boðið jafnvirði 23,6 millj- arða króna fyrir fyrirtækið. Leiða má að því líkur að fjár- festar líti í auknum mæli til op- ins hugbúnaðar sem grunn að arðbærum viðskiptum. Starfsmannastefna Matts er einnig nokkuð athyglisverð. Til að mynda eru engin mörk sett á hversu mikið frí starfsmenn mega taka sér. Starfsmenn fyr- irtækisins eru einnig sérstak- lega hvattir til að taka sér frí þegar þeim hentar. „Við þurf- um í alvöru að senda fólk í frí,“ segir Matt aðspurður hvern- ig gangi að hafa svona opna sumarleyfisstefnu. Fyrirtækið styrkir einnig starfsmenn til að komast í frí og til að sækja sér endurmenntun. Matt segir að allt sé þetta liður í að búa til draumafyrirtæki til að vinna fyrir. Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Viðtal Varð pirraður og sigraði heiminn Matthew Mullenweg hefur á síðustu níu árum komið sér í hóp áhrifamestu ein­ staklinganna á veraldarvefnum. Hann er maðurinn á bak við WordPress, vinsælasta vefumsjónarkerfið í dag. Velgengni hans hefur vakið athygli víðs vegar um heim en hann hafnaði tilboði um að selja fyrirtækið fyrir jafnvirði 23,6 milljarða króna. Matthew var staddur á Íslandi fyrr í mánuðinum og gaf sér tíma til að setjast niður með Aðal- steini Kjartanssyni og ræða um Word­ Press, velgengnina og þá sýn sem hann hefur á heiminn. „Þú getur ekki búið til frjálst samfélag með leyfis­ skyldum hugbúnaði. „Hugbúnaðurinn var í fyrstu bara fyrir mig og vini mína Hvað er WordPress? n WordPress er vefumsjónar­ kerfi sem fyrst var gefið út árið 2003. Kerfið er opið og er notkun hugbúnaðarins gjaldfrjáls. Um 12 prósent af þeim vefsíðum sem aðgengilegar eru á netinu styðjast við WordPress­kerfið. Nýleg könnun sem gerð var á meðal 18 þúsund WordPress­ notenda leiddi í ljós að iðnaðurinn í kringum WordPress veltir meira en 3,4 milljörðum króna á ári. n WordPress er enn í stöðugri þróun og hefur kerfið tekið miklum breytingum í nýjustu útgáfunum. Enn er nokkuð í land að kerfið verði hnökralaust en af notkun þess að dæma er það með notendavænni vefumsjónarkerfum sem eru á boðstólum í dag. Byrjaði 19 ára Matt Mullenweg byrjaði að þróa WordPress­vefum­ sjónarkerfið fyrir tvítugt. Mynd new MediA MK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.