Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Side 30
30 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 30. september–2. október 2011 Helgarblað M argrét fæddist að Suður- eyri við Súgandafjörð en ólst upp í Reykjavík. Hún lauk samvinnuskólaprófi frá Samvinnuskólanum að Bifröst árið 1959, stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1964 og prófi að loknu leiðsögu- mannanámskeiði árið 1975. Margrét tók einnig stigapróf í söng, píanó- og gítarleik frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Margrét starfaði um tíma sem gjaldkeri hjá verslun SÍS í Austur- stræti, var starfsmaður hjá Félagi einstæðra foreldra á árunum 1971– 75 og læknaritari í tuttugu og þrjú ár. Hún var auk þess móttökuritari hjá Læknavaktinni sf. og ritari við Hjalla- skóla í Kópavogi á árunum 1987– 2010. Margrét söng í tuttugu og fimm ár með Fílharmóníukórnum með stuttum hléum, var um tíma í kirkju- kór Kópavogskirkju, í söngsveitinni Kjarabót og söng með Samkór Kópa- vogs. Hún hefur setið í stjórn Fíl- harmóníukórsins, Félags einstæðra foreldra og Foreldrafélags Digranes- skóla. Fjölskylda Margrét giftist 10.11. 1962 Kristjáni Eyjólfssyni, f. 19.8. 1942, hjartalyf- lækni í Reykjavík, syni Eyjólfs Krist- jánssonar fiðurbónda og Guðrúnar Emilsdóttur húsmóður sem bæði eru látin. Margrét og Kristján slitu sam- vistir. Síðar giftist Margrét 9.8. 1975 Halldóri Ármanni Sigurðssyni, f. 30.6. 1950 lektor, syni Sigurðar Á. Magnússonar bílasala, og Guðrúnar L. Halldórsdóttur, fimleikakennara og húsmóður. Margrét og Halldór Ár- mann slitu samvistir. Frá árinu 1979 hefur Margrét ver- ið í sambúð með Árna Kjartanssyni, f. 13.6. 1953, vélfræðingi, syni Kjart- ans Jónssonar, sem er látinn og Hlíf- ar Einarsdóttur, sem bæði voru garð- yrkjufræðingar. Börn Margrétar eru Örnólfur Kristjánsson, f. 24.7. 1962, selló- leikari og sellókennari, búsettur í Reykjavík en kona hans er Helga Steinunn Torfadóttir fiðluleikari og fiðlukennari; Eyjólfur Kristjáns- son, f. 13.11. 1963, heimspekinemi og tölvufræðingur, kvæntur Guð- rúnu Eysteinsdóttur, leikkonu og rit- ara við Menntavísindasvið Háskóla Íslands; Kristinn S. Kristjánsson, f. 30.9. 1966, d. 24.7. 1999, var nemi í hagfræði og tungumálum í Þýska- landi, Danmörku og víðar; Sigurður Á. Árnason, f. 9.7. 1973, d. 22.5. 2010, tónlistarmaður og trúbador; Anna Ragnhildur Halldórsdóttir, f. 3.8. 1974, lögfræðingur en maður hennar er Friðbjörn E. Garðarsson lögfræð- ingur; og Hlíf Árnadóttir, f. 23.1. 1981, íslenskufræðingur en maður hennar er Einar Sigurðsson íslensku- fræðingur. Barnabörn Margrétar eru nú níu talsins. Alsystkini Margrétar: Þorvarð- ur Örnólfsson, f. 14.8. 1927, fyrrv. framkvæmdastjóri Krabbameinsfé- lags Reykjavíkur, var kvæntur Önnu Garðarsdóttur sem er látin og eign- uðust þau fjögur börn; Anna Örn- ólfsdóttir, f. 30.12. 1928, d. 16.12. 1999, bankafulltrúi í Reykjavík, var gift Kristjáni Jóhannssyni; Guðrún Örnólfsdóttir, f. 5.12. 1929, d. 9.4. 1933; Valdemar, f. 9.2. 1932, fyrrv. íþróttastjóri við Háskóla Íslands, kvæntur Kristínu Jónas dóttur og eiga þau þrjá syni; Ingólfur Ó., f. 1.7. 1933, viðskiptafræðingur í Reykjavík, kvæntur Elínu H. Hallgrímsdóttur og eiga þau fimm börn; Arnbjörg A., f. 4.5. 1935, húsmóðir í Reykjavík, gift Þórhalli Helgasyni og eiga þau þrjú börn; Þórunn, f. 21.10. 1937, hús- móðir í Reykjavík og á hún tvö börn; Úlfhildur G., f. 1.8. 1943, húsmóðir í Reykjavík, gift Ásgeiri Guðmunds- syni og eiga þau einn son; Sigríður Ásta, f. 12.8. 1946, húsmóðir í Reykja- vík og á hún einn son. Hálfsystir Margrétar, samfeðra, var Finnborg, f. 22.11. 1918, d. 13.6. 1993, húsmóðir í Reykjavík, var gift Árna Þ. Egilssyni og eignuðust þau þrjú börn. Foreldrar Margrétar voru þau Örnólfur Valdemarsson, f. 5.1. 1893, d. 3.12. 1970, kaupmaður og útgerð- armaður, og Ragnhildur Kristbjörg Þorvarðardóttir, f. 24.2. 1905, d. 16.9. 1986, kennari, organisti og húsmóð- ir. Þau bjuggu á Suðureyri við Súg- andafjörð til ársins 1945 er þau fluttu til Reykjavíkur. Ætt Örnólfur var sonur Valdemars, bók- haldara á Suðureyri við Súganda- fjörð og verslunarmanns á Ísafirði Örnólfssonar, skipstjóra á Ísafirði Þorleifssonar ríka, hreppstjóra á Suðureyri Þorkelssonar. Móðir Örn- ólfs skipstjóra var Valdís Örnólfs- dóttir, systir Guðrúnar, langömmu Sveins, afa Benedikts Gröndal for- sætisráðherra og Gylfa Gröndal rit- höfundar. Móðir Valdemars var Mar- grét, dóttir Jóns Sumarliðasonar, og Þorbjargar Þorvarðardóttur, b. í Eyr- ardal við Álftafjörð Sigurðssonar, b. í Eyrardal og ættföður Eyrardalsættar Þorvarðarsonar. Móðir Örnólfs, kaupmanns og útgerðarmanns var Guðrún Sigfús- dóttir, trésmiðs á Ísafirði Pálssonar, í Þórunnarseli Þórarinssonar, á Vík- ingsvatni. Ragnhildur Kristbjörg var dóttir Þorvarðar, fríkirkjupr. á Reyðarfirði og síðar pr. á Stað í Súgandafirði Brynjólfssonar, bókbindara í Reykja- vík Oddssonar, b. á Reykjum í Lund- arreykjadal Jónssonar. Móðir Brynj- ólfs var Rannveig Ólafsdóttir, dbrm. á Kalastaðakoti á Hvalfjarðarströnd Péturssonar. Móðir Ragnhildar Kristbjargar var Anna, systir Halldórs, föður Ragnars, fyrrv. forstjóra Ísal. Anna var dótt- ir Stefáns, pr. á Desjamýri, bróður Þórunnar, langömmu Vals Arnórs- sonar bankastjóra. Stefán var sonur Péturs, pr. í Valþjófsdal Jónssonar, vefara á Kórreksstöðum Þorsteins- sonar. Móðir Önnu var Ragnhildur Björg Metúsalemsdóttir sterka, b. á Möðruvöllum Jónssonar. Móð- ir Ragnhildar Bjargar var Kristbjörg Þórðardóttir, ættföður Kjarnaættar Pálssonar, bróður Páls, afa Friðriks Friðrikssonar æskulýðsleiðtoga. S igríður fæddist að Hofi í Vopnafirði og ólst upp í Vopnafirði og síðan í Reykja- vík. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Sigríður var formaður Félags austfirskra kvenna, var virkur félagi í góðtemplarareglunni um langt ára- bil, starfaði með áhugaleikhópnum Hugleik, sat í Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík og var oft fararstjóri í ferð- um húsmæðra, m.a. erlendis. Hún hefur starfað með leikklúbbi eldri borgara um árabil. Fjölskylda Sigríður giftist 24.12. 1941 Sindra Sigurjónssyni, f. 20.12. 1920, d. 23.1. 1989, skrifstofustjóra Póstgíróstof- unnar. Hann var sonur Sigurjóns Jónssonar, pr. á Kirkjubæ í Hróars- tungu, og k.h., Önnu Þ. Sveinsdóttur húsfreyju. Börn Sigríðar og Sindra eru Einar Sindrason, f. 24.3. 1942, háls-, nef- og eyrnalæknir, búsettur í Reykjavík, kvæntur Kristínu Árnadóttur og eiga þau þrjú börn; Heimir Sindrason, f. 24.12. 1944, tannlæknir, búsettur á Seltjarnarnesi, kvæntur Önnu Lov- ísu Tryggvadóttur og eiga þau fjög- ur börn; Sigurjón Helgi Sindrason, f. 17.2. 1948, tæknifræðingur, búsett- ur á Seltjarnarnesi, kvæntur Helgu Garðarsdóttur og eiga þau þrjú börn; Sindri Sindrason, f. 20.8. 1952, við- skiptafræðingur, búsettur í Reykja- vík, kvæntur Kristbjörgu Sigurðar- dóttur og eiga þau tvö börn; Yngvi Sindrason, f. 8.4. 1955, garðyrkju- fræðingur, búsettur í Reykjavík, kvæntur Vilborgu Ámundadóttur og eiga þau tvö börn. Systkini Sigríðar: Einar Helga- son, f. 25.12. 1922, d. 17.11. 1998, bókbindari, var búsettur í Reykja- vík; Vigfús Helgason, f. 18.9. 1925, d. 2.10. 2002, húsgagnasmiður, lengst af búsettur í Kaliforníu í Bandaríkj- unum; Halldór Helgason, f. 16.7. 1927, d. 27.2. 2004, bókbindari, var búsettur í Kaliforníu og í Reykjavík; Jakob Helgason, f. 1.3. 1930, lengst af garðyrkjub. í Gufuhlíð í Biskupstung- um, nú búsettur á Selfossi; Kristinn Helgason, f. 23.3. 1939, landmæling- armaður, fyrst hjá Landmælingum Íslands og síðar hjá Sjómælingum, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Sigríðar voru Helgi Tryggvason, f. 1.3. 1896, d. 20.3. 1982, bókbandsmeistari, bókasafn- ari og fornbókasali í Reykjavík, og k.h., Ingigerður Einarsdóttir, f. 2.10. 1898, d. 5.7. 1992, húsmóðir. Ætt Helgi var sonur Tryggva, b. á Haugs- stöðum í Vopnafirði Helgasonar, b. í Steinkirkju í Fnjóskadal Guðlaugs- sonar, Eiríkssonar. Móðir Tryggva var Arnfríður Jónsdóttir, b. í Garði við Mývatn Jónssonar, Marteins- sonar. Móðir Helga var Kristrún Sig- valdadóttir, b. á Mánárseli á Tjör- nesi Sigurðssonar, og Guðrúnar Pét- ursdóttur frá Mánárseli. Bróðir Ingigerðar var Vigfús, skrif- stofustjóri í Stjórnarráðinu. Ingigerð- ur var dóttir Einars, prófasts á Hofi í Vopnafirði Jónssonar, b. á Stóra- steinsvaði í Hjaltastaðaþinghá Þor- steinssonar. Móðir Einars var Járn- gerður Eiríksdóttir, hreppstjóra á Kleif Eiríkssonar. Móðir Járngerðar var Margrét Jónsdóttir. Móðir Ingigerðar var Kristín, syst- ir Jóns landsbókavarðar. Kristín var dóttir Jakobs, pr. á Hjaltastað Bene- diktssonar, pr. í Hítarnesi Jónassonar. Móðir Jakobs var Ingibjörg Björns- dóttir, pr. í Bólstaðarhlíð Jónssonar. Móðir Kristínar var Sigríður Jóns- dóttir, pr. í Breiðabólstað í Fljótshlíð Halldórssonar, pr. í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd Magnússonar. Móðir Jóns var Guðrún Arngrímsdóttir, pr. á Melum Jónssonar. Móðir Sigríðar var Kristín Vigfúsdóttir, sýslumanns í Hlíðarenda Þórarinssonar. Sigríður Helgadóttir Húsmóðir og fyrrv. fornbókasali í Reykjavík Margrét Örnólfsdóttir Fyrrv. skóla- og læknaritari 70 ára á sunnudag 90 ára á laugardag H alla fæddist á Akureyri en ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík. Hún var í Mela- skóla, Langholtsskóla og Hagaskóla, stundaði nám við Kvennaskólann í Reykja- vík, stundaði nám við Háskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófum á frumgreinadeild. Halla starfaði við kexverksmiðjuna Frón í eitt sumar, vann á McDonald’s annað sumar á menntaskólaárun- um og starfaði hjá Intrum um skeið. Hún hefur verið verslunarstjóri hjá Subway í Kringlunni frá 2008. Halla söng með Rokkling- unum inn á eina barnaplötu þeg- ar hún var ellefu ára. Hún æfði og keppti í sundi með sunddeild Ármanns í tíu ár frá sjö ára aldri. Fjölskylda Eiginmaður Höllu er Benedikt Kaster Sigurðsson, f. 16.9. 1974, togarasjó- maður. Sonur Höllu og Benedikts er Vikt- or Berg Benediktsson, f. 2.7. 2005. Dóttir Benedikts er Alma Dögg Benediktsdóttir, f. 14.2. 1995. Alsystkini Höllu: Helga Guð- mundsdóttir, f. 5.10. 1975, d. 14.1. 1978; Hlynur Guðmundsson, f. 18.7. 1979, matreiðslumaður, bú- settur í Kópavogi. Hálfbræður Höllu, samfeðra, voru Arnar Guðmundsson og Birkir Guðmundsson sem dóu skömmu eftir fæðingu. Foreldrar Höllu eru Guðmund- ur Ragnar Björnsson, f. 8.4. 1955, járnsmiður og bifreiðastjóri, og Rannveig Ingibjörg Jónasdóttir, f. 8.11. 1948, lífeindafræðingur. Halla Guðmundsdóttir Verslunarstjóri hjá Subway í Kringlunni 30 ára á föstudag A ron fæddist í Reykjavík en ólst upp í Húsinu í Fljóts- hlíð. Hann var í Fljótshlíð- arskóla og í gagnfræða- skóla í Hvolsskóla, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi 2001, stund- aði nám í guðfræði við International Bible Training Institute á Suður- Englandi og lauk þaðan prófum 2002, stundaði nám við Kennarahá- skóla Íslands og lauk þaðan kenn- araprófi 2007. Aron starfaði hjá Skógrækt ríkis- ins í Fljótshlíðinni í tvö sumur á ung- lingsárunum, vann hjá Sláturfélagi Suðurlands á Hvolsvelli í tvö sumur, var flokkstjóri í unglingavinnunni um skeið og sinnti sölumennsku í Reykjavík. Aron hefur kennt við Valla- skóla á Selfossi frá 2002. Aron ólst upp við safnaðar- störf Hvítasunnu- manna. Hann hefur verið forstöðu- maður Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi frá 2002. Þá er hann einn af stofnendum og hefur starfað við Kaffi Líf á Selfossi. Fjölskylda Eiginkona Arons er Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir, f. 21.9. 1981, kennari við Vallaskóla. Börn Arons og Gunnhildar Stellu eru Lýdía Líf Aronsdóttir, f. 26.6. 2003; Hinrik Jarl Aronsson, f. 16.1. 2010. Systkini Arons eru Samúel Hin- riksson, f. 6.12. 1971, framkvæmda- stjóri og matreiðslumaður, búsettur á Hvolsvelli; Jóhannes Hinriksson, f. 3.4. 1975, veiðileiðsögumaður, búsettur á Selfossi; Jakob Hinriks- son, f. 14.9. 1985, nemi í fornleifa- fræði við Háskóla Íslands; Katrín Sara Hinriksdóttir, f. 2.10. 1988, nemi. Foreldrar Arons eru Hinrik Þor- steinsson, f. 11.4. 1949, og Guðný Ragnhildur Jónasdóttir, f. 5.9. 1948, en þau hjónin sinna sjálfboðastarfi á vegum ABC Barnahjálpar í Burk- ina Faso í Vestur-Afríku. Aron Hilmarsson Kennari og forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi 30 ára á föstudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.