Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Síða 13

Fréttatíminn - 10.10.2014, Síða 13
í sambandi,“ segir Edda sem meðal annars ráðleggur pörum í þessum sporum að skipuleggja vikuna saman í þaula til að minnka líkur á árekstrum. „Niðurstöður tengdar áfengis- og vímuefnanotkun eru einnig athyglisverðar. Konu nefna þann þátt í um 40% tilvika en karlar í 20% og sýnir það að áfengis- og fíkniefnaneysla er stór áhættuþáttur skilnaðar,” segir hún. Áhættuþættir skilnaðar Í starfi sínu segir Edda að forsendur þess að unnt sé að aðstoða fólk í skilnaðarhugleiðingum séu að gera sér grein fyrir hvaða þættir liggja að baki vandamálinu. „Fólk þarf að gera sér grein fyrir að þessir þættir sem fólk nefnir sem ástæðu skilnaðar eru raunverulegir áhættuþættir sem þarf að taka alvarlega eins og hverja aðra áhættuþætti í lífinu,“ segir hún. Þátttakendur í rannsókninni var fólk sem hafði skilið eða slitið sam- búð á árunum 2005-2006 hjá Sýslu- manninum í Reykjavík og þegar hún sendi út dulkóðaðan spurningalista spurði hún einnig út í fleiri atriði, til að mynda núverandi hjúskaparstöðu sem þá var staðan 5-6 árum eftir að fólk hafið skilið. Þeir sem voru komnir aftur í samband töldu sig búa við meiri lífsgæði en þeir sem voru einhleypir. Edda spurði fólk einnig hversu sátt það hefði verið við þá ákvörðun að skilja en marktækur munur var á hjúskaparstöðu þátttakenda eftir því hversu sátt eða ósátt fólk var við þá ákvörðun að skilja. Hærra hlutfall þeirra sem komnir voru aftur í sam- band voru sáttir, eða ríflega 70% á móti 60% einhleypra. Sáu eftir að skilja „Fólk sem var komið í samband sýndi betri aðlögun og var hamingju- samara en þeir sem voru enn ein- hleypir,“ segir Edda. Þetta er einnig í takt við erlendar rannsóknir sem sýna að fólk í sambandi hefur það betra andlega og líkamlega en ein- hleypir, og heilt yfir telur fólk í sam- bandi að lífsgæði sín séu meiri en einhleypra. „Ég spurði einnig hversu sátt fólk var upphaflega við að skilja og um 66% voru sátt eða mjög sátt. Þegar ég spurði síðan hvort fólk hefði séð eftir því að skilja hafði fimmtungur af þeim sem í upphafi var sáttur við skilnaðinn séð eftir því að skilja sem mér finnst merkilegt,“ segir Edda. Henni þykir einnig afar athyglis- vert að þegar hún skoðaði ástæður skilnaðar hjá þeim sem ekki voru komnir aftur í sambúð þá tilgreindu þeir mun oftar að ástæða skilnaðar hafi verið vegna þess að maki hélt framhjá eða vegna áfengis- og vímu- efnavanda. „Það gæti bent til þess að þeir sem hafa orði ðfyrir svikum eigi erfiðara með að fara aftur í samband og treysta á ný,” segir Edda. Hún tekur fram að oft séu skiln- aðir vitanlega óhjákvæmilegir og eigi fullkomlega rétt á sér. „En niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að helstu vandamál sem fólk tilgreinir sem ástæður skilnaða tengjast hegðun og tilfinningum. Það bendir til þess að aðkoma sál- fræðinga og annarra meðferðaraðila sé mjög líkleg til að geta gagnast fólki í sambandserfiðleikum, að greina vandann og aðstoða við lausn hans,“ segir hún. SEX GAGNLEG GRUNNNÁMSKEIÐ VÍB og Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík taka höndum saman og bjóða upp á ókeypis grunnnámskeið í fjárfestingum. Námskeiðunum er ætlað að veita þátttakendum nauðsynlega færni til að annast sparnað sinn og fjárfestingar með ábyrgum og árangursríkum hætti. Nánari upplýsingar og skráning á vib.is og á ru.is/opnihaskolinn Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is GRUNNUR Í FJÁRFESTINGUM 23. september LOKIÐ Fyrstu skref fjárfestinga Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri hjá VÍB 14. október Lestur og greining ársreikninga Haukur Skúlason, verkefnastjóri sérhæfðra fjárfestinga hjá Íslandssjóðum 13. janúar Lífeyrismál Haraldur Gunnarsson, fagfjárfestaþjónustu VÍB 10. febrúar Skuldabréfamarkaðurinn Ingunn Sigurrós Bragadóttir, sjóðstjóri skuldabréfasjóða Íslandssjóða 10. mars Hlutabréfamarkaðurinn Ármann Einarsson, sjóðstjóri hlutabréfasjóða Íslandssjóða 7. apríl Atferlisfjármál Már Wolfgang Mixa, kennari við Háskólann í Reykjavík Ástæða skilnaðar 1. Átti ekki lengur samleið með maka 63,6% 2. Ástleysi 51,2% 3. Samskiptaerfiðleikar, rifrildi 42,5% 4. Ágreiningur um forgangsröðum heimilis, fjölskyldu og frístunda 38,7% 5. Áfengis- og vímuefnavandamál 35,5% 6. Andlegt ofbeldi 33,5% 7. Geðræn vandamál 28,7% 8. Framhjáhald maka 26,2% 9. Ágreiningur í kynlífsmálum 24,6% 10. Svarandi, maki eða báðir ástfangnir af öðrum 19,8% Þátttakendur gátu nefnt fleiri en eina ástæðu. Ágreiningur um forgangsröðun heimilis, fjölskyldu og frístunda 46,2% kvenna 26,3% karla Áfengis- og vímuefnavandi 40% kvenna 28% karla Orsakaþættir skilnaðar - marktækur kynjamunur Þátttakendur gátu nefnt fleiri en eina ástæðu. Andlegt ofbeldi 38,5% kvenna 25,4% karla Framhjáhald maka 32,8% kvenna 15,3% karla Ágreiningur um heimilisstörf 24,1% kvenna 9,3% karla Klámnotkun 10,8% kvenna 1,7% karla Atvinnuleysi 7,2% kvenna 1,7% karla fréttaviðtal 13 Helgin 10.-12. október 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.