Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Qupperneq 26

Fréttatíminn - 10.10.2014, Qupperneq 26
„Sorgin er alltaf sú sama, sama hversu langt konan er gengin. Það skiptir engu máli hvernig skilgrein- ingarnar eru, þetta verður alltaf litla stelpan okkar.“ B ubbi Morthens og eiginkona hans, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, búa við mikið barnalán. Þau eru svona týpísk íslensk fjölskylda, eins og Bubbi segir sjálfur. Hann kom með þrjú börn inn í sambandið en Hrafnhildur eitt. Yngstar í barnahópnum eru svo dætur þeirra tvær, Dögun París og Aþena Lind. Lánið hefur þó ekki alltaf leikið við þau hjónin. „Þann fyrsta apríl árið 2011 misstum við Hrafn- hildur dóttur okkar eftir rúmlega tuttugu vikna langa meðgöngu. Í lok mars fórum við í sónar og þá kom í ljós að stelpan væri látin. Sjokkinu við að fá þessar fréttir fylgir auðvitað langur aðdragandi sem er fullur gleði. Fyrst er það gleðin yfir því að verða ólétt og yfir væntanlegu barni. Allar þessar spekúlasjónir sem fylgja því að verða ólétt, hvernig einstaklingur verður þetta, hvernig verða augun á litin, brún eða blá, er þetta strákur eða stelpa? Svo eru það nafnabæk- urnar og endalausar pælingar um hvað barnið eigi að heita, og líka tilhlökkunin og spennan yfir því að láta engan vita til að byrja með svo að allt sé nú öruggt.“ Litla stúlkan var látin Bubbi segir þessa meðgöngu þó hafa verið öðruvísi en hinar. „Það var einhver efi til staðar. Ég held að innst inni hafi Hrafn- hildur vitað að eitthvað væri ekki í lagi, að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera. Hún fann ekki fyrir miklum hreyfingum og leið eins og að það væri eitthvað að. Sjálfur tel ég mig vera næman og fannst ég skynja það líka að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera, svona innst inni í kjarnanum.“ Þegar kom að því að fara í sónar voru Bubbi og Hrafnhildur full tilhlökkunar eins og allir tilvonandi foreldrar en á sama tíma voru þau kvíðin. „Ég man að Hrafnhildur sagði við mig á leiðinni að hún væri hrædd um að eitt- hvað væri eins og það ætti ekki að vera. Svo kom sjokkið. Við fengum að vita að þetta væri stelpa og að hún væri látin. Frá þeirri stundu leið mér eins og ég væri utangátta. Við vorum sett afsíðis inn í sérstakt her- bergi og þar kom fólk sem reyndi að gera það sem því bar að gera. Svo var okkur sagt að við þyrftum að koma daginn eftir því það þurfti að setja fæðingu af stað.“ Mesta gleði lífsins verður að ólýsan- legri sorg Fæðingin tók tólf tíma og Bubbi minnist Þegar lífið veitir manni rothögg Bubbi Morthens segir lífið hafa veitt sér rothögg þegar þau hjónin misstu dóttur sína á meðgöngu. Að horfa upp á eiginkonu sína fæða andvana dóttur þeirra sem utangátta faðir var eitt af hans erfiðustu hlutverkum í lífinu. Hann þakkar þó fyrir þessa þungbæru lífsreynslu í dag því hún kenndi honum að finna sátt í sorginni og að sjá lífið í hinu stóra samhengi. dagsins sem eins þess erfiðasta í sínu lífi. „Þarna ertu til staðar en samt ertu ekki að spila leikinn. Auðvitað var ég til staðar fyrir Hrafnhildi en maður er samt alltaf áhorfandi. Þú upplifir algjöran van- mátt gagnvart öllum aðstæðum. Það er ólýsanlega erfitt að horfa á konuna sína vera með hríðir og vita að barnið sem er að koma er dáið. Maður fer í gegnum mörg af- neitunarstig. Ég man að ég pantaði mér mat á meðan á þessu stóð í ein- hverri tilraun til að dreifa huganum. Ég gat ekkert gert og var ekki með. Ég þurfti ekki að ganga í gegnum sársaukann eins og Hrafnhildur, nema bara andlega. Maður sér ást- ina sína þjást og ganga í gegnum hluti sem eiga að vera hápunktur gleðinnar, uppskeruhátíð lífsins. En í staðinn þá er akurinn frosinn ofan í svörðinn.“ „Ég treysti mér ekki til að sjá litla krílið. Hrafnhildur gerði það en ég bara gat það ekki. Í boxheiminum er talað um „devestating blow“ og þetta var svo sannarlega svoleiðis högg. Þarna veitti lífið okkur al- gjört rothögg. Ég get bara alls ekki ímyndað mér hvernig Hrafnhildur fór í gegnum þetta. Ég man hvað ég undraðist styrk hennar og sálarró. Mér fannst ég sjá þarna úr hverju konur eru gerðar, þessi ótrúlega reisn og styrkur. Ég hafði áður séð þetta í fæðingum barna minna og það er bara ekkert stærra og meira en kona sem fæðir barn. Og svo sér maður konuna sína fæða lítið látið kríli, fullkomið með tíu fingur og tíu tær, þá bara missir maður allan kraft.“ Erfitt að vera utangátta faðir „Eftir fæðinguna komu eftirskjálft- arnir, mjólk í brjóstum og hormóna- framleiðslan. Nánd er alltaf nánd og það er hægt að skynja ákveð- ið mikinn sársauka, en þú nærð aldrei utan um upplifunina eins og sjálf móðirin. Orð eru orð og sam- kennd er samkennd svo langt sem hún nær, en þú þarft að vera skyggn til þess að tengjast þessu. Ég held að karlmenn séu í erfiðari stöðu en margir halda, vegna þess hversu hjálparvana við erum og utan við allt ferlið.“ Bubbi og Hrafnhildur ákváðu að fela ekki það sem gerðist heldur tala opinskátt um lífsreynsluna við sína nánustu. „Við ákváðum líka að ræða þetta opinskátt við börnin. Ég þurfti svo að tækla blöðin því það hafði komið fram að Hrafnhildur væri ólétt. Ég vildi taka fókusinn af henni frá væntanlegum blaðamönnum svo ég ákvað að skrifa pistil sem ég setti á netið. Heima söfnuðum við litlum 26 viðtal Helgin 10.-12. október 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.