Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Síða 32

Fréttatíminn - 10.10.2014, Síða 32
K atrín Gunnarsdóttir Fab-biano er fædd árið 1955 á Sólvangi í Hafnarfirði og er því innfæddur Gaflari, eins og það kallast. „Ég ólst upp í Hafnarfirði til 16 ára aldurs og fór síðan til Ísa- fjarðar til þess að passa börn fyrir Bryndísi Schram og Jón Baldvin Hannibalsson, sem þá var rektor Menntaskólans á Ísafirði. Það var upplifun fyrir sveitastelpu úr Hafn- arfirði. Þau höfðu annan standard en þann sem ég var vön. Þau voru ágæt og ég tengdist krökkunum og er ennþá í sambandi við þau. Ég var í eitt ár hjá þeim og fór frá Ísafirði til New York,“ segir Katrín, eða Kata eins og hún er kölluð. Kata var gríðarlega efnileg í sundi á sínum yngri árum og árið 1968, þegar hún var að æfa fyrir ól- ympíuleikana það ár, meiddist hún í baki. „Heimurinn hrundi, segir Kata, ég var gjörsamlega eyðilögð og einu viðbrögð mín voru þau að byrja að reykja og drekka. Ég náði fljótt góðum tökum á þeim ólifnaði og ég byggði upp alveg svakalegt úthald í þeim efnum.“ Mansal og mannvonska „Ég var í New York í 7 eða 8 mánuði og dvaldi mikið í Greenwich Village sem var aðalstaður hippana á þess- um tíma. Ég djammaði mjög mikið og var í vinahópi með James Taylor söngvara og Carol King og fleira fólki,“ segir Kata. „Þarna voru bara allir – og allir að reyna að meika það. Við vissum ekkert þá að þetta yrðu einhverjar stjörnur. Þetta var bara ósköp venjulegt fólk. Á þessum tíma var allt frekar saklaust, þetta var ekki svona „nasty“ heimur eins og hann er í dag. Það fengu sér bara allir jónu og slökuðu á,“ segir Kata. „Þarna var ég að vinna sem barnapía á Long Island. Sá auglýs- ingu í Mogganum þar sem það var auglýst barnapíustarf og ég sló bara til. Ég var búin að átta mig á því að það væri meira þarna úti en bara Ís- land og Hafnarfjörður,“ segir Kata. „Ég fór frá New York til Boston því vinkona mín bjó þar og þá var ég búin að þróa með mér gríðarlegt þol fyrir áfengi og djammi. Í Boston lenti ég í mjög slæmum félagsskap. Var í hópi sem notaði mikið af eit- urlyfjum og mörgum árum seinna fattaði ég að þetta hafði í rauninni bara verið mansal. Við vorum með mönnum sem voru í rauninni bara „pimps“ eins og það heitir á ensku og alveg rosalega vondur tími,“ seg- ir Kata. „Ég var stundum ráfandi um á hraðbrautunum með vodka- flösku, hvorki vitandi í þennan heim né annan. Ég var bara svo saklaus, vissi ekkert hvað mannvonska var. Þarna var ég í um 8 mánuði í neyslu og rugli. Svo eitt sinn kom til mín stelpa og sagði við mig „ekki vera hérna, farðu heim, þú átt ekki heima hérna.“ Ég var langt leidd Ameríski draumurinn Katrín Gunnarsdóttir Fabbiano hefur lifað viðburðaríku lífi. Hún ólst upp í Hafnarfirði og ætlaði sér að verða sund- drottning en atburðarásin þróaðist þannig að draumurinn dó og við tók tími sem hefði getað gengið af henni dauðri. Hún flutti til Bandaríkjanna og ætlaði sér að vera í tvö ár, sem eru orðin 33. Hún segist hafa upplifað ameríska drauminn og býst ekki við því að koma heim aftur. og tók hana á orðinu og fór heim. Það var bara eins og einhver hafði hnippt í öxlina á mér. Ég átti miða, því ég lofaði mömmu að ég færi ekki út nema ég ætti hringmiða, annars hefði ég bara drepist í Boston, býst ég við,“ segir Kata. SÁÁ – Freeport – Kalifornía Kata kom aftur til Íslands 23. janúar 1973, daginn sem gos hófst í Vestmannaeyjum og hún hélt áfram uppteknum hætti heima. „Ég djúsaði út í eitt,“ segir Kata með hryllingi. „Ég gerði ekkert annað og þóttist vera mjög sjóuð eftir dvölina úti, sem var raunin. Ég fór aftur á Ísafjörð og fór að vinna á spítalanum. Ætlaði að taka sjúkra- liðanámið sem var ekki nema 8 mánaða nám á þessum tíma. Mér leið vel á Ísafirði.“ „Ég var þar í einn vetur og var kominn með kærasta. Við vorum bæði í algeru rugli og á endanum gafst ég bara upp á þessu. Hann vildi aldrei hætta en ég var bara komin með nóg. Við vorum alltaf að flytja og ég sá að þetta mundi aldrei ganga,“ segir Kata. „Svo var mér bara boðið í meðferð, það er árið 1979 og þá var verið að stofna SÁÁ.“ Fyrsta meðferðarheimili SÁ Á var í Langholtsskóla og svo var manni boðið að fara á Freeport, sem ég þáði,“ segir Kata. Freeport var meðferðarstofnun í New York fylki sem margir Íslendingar nýttu sér á þessum árum. „Ég var þar í 6 vikur og klára mína meðferð og kom heim og gerðist kokkur á Sogni, sem þá var að byrja. Ég var þar í vinnu í 3 ár. Ég ætlaði bara að halda því áfram og vera ráðgjafi og vinna í þessum pakka,“ segir Kata. „Ég var alin upp í kringum alkóhólisma og skildi þetta, og líkaði vel að vinna hjá SÁÁ.“ Á þessum tíma hafði ég kynnst Ameríkana, að nafni John Johnson, og mér fannst ég vera búin að finna rétta manninn. Hann var hér að spila körfubolta. Hann var með Ívari Webster og þessum strákum, nema hann var hvítur,“ segir Kata. „Ég hringdi í mömmu og sagði henni að ég ætlaði að koma með Ameríkana í mat, og hún sagði „guð minn góður, er hann svart- ur?“ Ég ákvað að grínast í henni og sagði henni að hann væri kolsvart- ur og miklu stærri en pabbi og hún fór á taugum. Hugsaðu þér, á þeim tíma var það bara sjokkerandi. En hún róaðist þegar hún sá John, því hann leit út eins og Íslendingur.“ „Við giftum okkur í maí 1981 og fluttum til Kaliforníu. Ég ætlaði bara að vera í tvö ár og það hvarfl- aði aldrei að mér að setjast þarna að. Það skrýtnasta var samt það að mér leið mjög vel þarna, það var ekkert áreiti eins og heima,“ segir Kata. „Ég byrjaði á því að vinna á elliheimili og eignaðist Jo- nathan, son minn, árið 1982. Við reyndum að eignast annað barn, en ég missti fóstur þrisvar sinnum og í fjórða sinn missti ég aftur. Í það skiptið var það utanlegsfóstur sem sprakk,“ segir Kata. „Þá var Katrín Gunnarsdóttir Fabbiano. Ég efast stórlega um að ég flytji nokkurn tímann heim. Myndir/Hari Robert Plant og jakkinn „Þegar Led Zeppelin spiluðu hér á Íslandi árið 1970 var ég 14 ára og fannst þeir alveg geðbilaðir. Ég fór í parti með þeim á Hótel Holti. Ég var þarna með þeim og Robert Plant gaf mér jakkann sinn. Hann vildi bara fá mig með þeim frá Íslandi, og ég ætlaði bara að gera það. Ég tók leigubíl heim í Hafnarfjörðinn til að ná í tösku. Byrjaði að pakka niður og sagði við mömmu „Ég er farinn til London með Led Zeppelin.“ Hún stóð í dyrunum og sagði: „Voðalega geturðu verið vitlaus, þú átt ekki vegabréf.“ „Ég var ekkert búin að hugsa út í það og ég fór ekki neitt. Kannski sem betur fer, því ég hefði örugglega endað dauð einhvers staðar,“ segir Kata. „Nokkrum árum seinna var ég að leita að jakkanum frá Plant og spurði mömmu um hann. Hún sagðist hafa hent honum, fannst þetta óttaleg drusla,“ segir Kata. „Ég hef oft pælt í því hvers virði hann væri í dag.“ Framhald á næstu opnu 32 viðtal Helgin 10.-12. október 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.