Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Page 54

Fréttatíminn - 10.10.2014, Page 54
54 heilsa Helgin 10.-12. október 2014 Heilsuborg fagnar fimm ára afmæli „Heilsuborg er staður þar sem einstaklingar geta komið og bætt heilsu sína og fengið aðstoð ýmissa fagaðila ef á þarf að halda. Við erum því nokkurskonar brú milli líkams- ræktar og heilbrigðisþjónustu og komum inn á bæði sviðin,“ segir Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir á Heilsuborg. Hún segir að mark- mið Heilsuborgar sé að aðstoða ein- staklinga við að gera það sem þeir geta sjálfir gert til að bæta heilsuna hvort sem markmiðið er að fyrir- byggja sjúkdóma eða vinna með einhver heilsuverkefni sem þegar eru komin. „Við vinnum út frá fjór- um hornsteinum góðrar heilsu sem eru regluleg hreyfing, góð næring, endurnærandi svefn og hugarró. Það þarf að huga að öllum þessum þáttum til að ná árangri með heils- una,“ segir Erla. Nýjasta viðbótin í Heilsuborgina er Heilsumóttakan er þar er ráðgjöf fagaðila gerð enn aðgengilegri. „Nú er hægt að fá upphafsráðgjöf til að komast af stað hvort sem það er hreyf- ing, lífsstíllinn eða önnur verkefni. Í kjölfarið erum við síðan með nánari greiningu þar sem það á við og með- ferð hjá okkur eða vísum í úrræði utan Heilsuborgar ef það hentar betur.“ Heilsuborg fagnar fimm ára af- mæli sínu í dag og mun af því til- efni bjóða upp á afmælisdagskrá. „Á morgun, laugardaginn 11. októ- ber höldum við upp á afmælið með pompi og prakt þar sem við verðum með opið hús milli klukkan 11-14. Við byrjum með skemmtilegum tíma í hreyfingu klukkan 11 þar sem við fáum plötusnúða til liðs við þjálfarana okkar og það verður mik- il gleði. Sólveig sem margir þekkja af samfélagsmiðlum í gegnum „Lífs- stíll Sólveigar“ hefur hannað sér- staka afmælisköku sem við munum bjóða gestum og gangandi klukkan 12.30. Það verður líf og fjör með kynningu á ýmiss konar þjónustu og vörum og 100 gestir fá afmælis- gjöf frá Heilsuborg. Síðast en ekki síst mun Edda Björgvins koma og spjalla um húmor og heilsu klukkan 13. Við sjáum fyrir okkur líflegan og skemmtilegan dag í Heilsuborg þar sem allir eru velkomnir,“ segir Erla. Unnið í samstarfi við Heilsuborg „Við vinnum út frá fjórum hornsteinum góðrar heilsu sem eru regluleg hreyfing, góð næring, endurnærandi svefn og hugarró,“ segir Erla Gerður Sveinsdóttir læknir. CW-X íþróttabuxur veita mismunandi stuðning. Helstu týpur eru: GENERATOR: Hámarksstuðningur við mjóbak, mjaðmir, læri, IT band, hné, maga og lendarvöðva. Góður stuðningur við kálfa/hásin. STABILYX: Hámarksstuðningur við mjó- bak, hné og maga. Góður stuðningur við mjaðmir, læri, IT band og kálfa/hásin. PRO: Hámarksstuðningur við mjóbak, mjaðmir, læri. Góður stuðning við hné og kálfa/hásin. CW-X íþróttabolir styðja sérstaklega vöðva við herðablöð, axlir og síðu. Vefurinn stuðlar að bættri líkamsstöðu, auknu jafnvægi og betri stjórn handa og axlahreyfinga. CW-X íþróttatoppar eru með tvær fimm punkta innri skálar með stuðningsvef sem dregur úr hristingi og aðstoðar við að halda lögun brjósta. Innbyggt teygjanlegt net undir brjóstunum hleypir út raka til að fyrirbyggja óþægi- lega uppsöfnun svita. Eins eru þeir með þægilegum stillingum sem auka sveigjanleika og tryggja fullkomna aðlögun. CW-X íþróttasokkar/kálfahlífar viðhalda góðri vöðvastöðu með því að styðja við kálfavöðva, ökkla og rist. Stuðningurinn dregur úr þreytu, eykur blóðflæði og flýtir fyrir endurnýjun orku. Eins tryggja sér- stakar rákir loftflæði þar sem svitamyndun er mest. Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræð- ingur hefur góða reynslu af vörunum. „Stuðningurinn í bolnum er einstakur. Hann gerir það að verkum að ég held betri stöðu á götuhjólinu mínu og skiptir slíkt miklu máli, þá sérstaklega í löngum hjólatúrum og keppnum. Ég hef verið að glíma við verk í vinstra hné vegna slits í brjóski. Generator buxurnar hafa hjálpað mér og finn ég talsverðan mun þegar ég nota þær. Mæli með þessum buxum fyrir þá sem eiga við hnévandamál að stríða. Ég á talsverðan fjölda af CW-X buxum og er alltaf með einar klárar til að nota eftir erfiðari keppnir enda líka frábærar reco- very buxur.“ Gunnur Róbertsdóttir sjúkraþjálfari notar buxurnar við æfingar. „Mér hafa reynst þríþrautar stuttbuxurnar mjög vel því þær styðja svo vel við mjaðmagrindina og mjó- bakið. Sérlega gott þegar hlaupið er niður brekku og utanvega. Stabilyx buxurnar finnst mér mjög góðar til að styðja við hnén þegar maður er að byrja að æfa eftir hlé. Einnig nota ég buxurnar eftir æfingu eða daginn eftir til að flýta fyrir endur- heimt.“ CW-X vörurnar fást í Útilífi, Intersport, Af- reksvörum, Sportís og Crossfit Reykjavík. Nánari upplýsingar um vörurnar má finna á vefsíðunum tmark.is og cw-x. com og á facebook.com/tmark.sport. Ný kynslóð þrýstifatnaðar C W-X íþróttafatnaður er hann-aður til að bæta frammi-stöðu og draga úr hættu á meiðslum á öllum áreynsluþrepum, þ.e. við upphitun, æfingu og teygjur. Vörurnar eru í grunninn með þétt- an þrýsting (e. compression) sem örvar blóðflæði og dregur úr mynd- un mjólkursýru í vöðvunum. Eins stuðlar þrýstingurinn að hraðari upphitun, auknu úthaldi og flýtir fyrir endurnýjun orku. „Það sem aðgreinir þessar vörur frá öðrum þrýstifatnaði er innbyggður stuðningsvefur sem styður við helstu vöðva og liðamót þar sem álagið er sem mest við hreyfingu,“ segir Ingibjörg Björns- dóttir, framkvæmdastjóri Tmark ehf. Stuðningsvefurinn byggir á japönsku tækninni „Kinesiologi- Taping“ og styður sérstaklega við lykil vöðvahópa og liðamót á álags- svæðum. Ásamt því að auka stöðug- leika, jafnvægi, hreyfigetu og kraft dregur hann úr höggi og álagi við átak, hættu á meiðslum og þreytu í vöðvum. Vörurnar nýtast í öllum þrekhringnum, þ.e. við upphitun, æfingu og teygjur. Steinar og Gunnur hafa góða reynslu af CW-X buxunum. Retap – fyrir heilsuna og umhverfið Retap-flöskurnar eru mjög sterkar og endingargóðar. Þær eru gerðar úr bórsílikat-gleri sem einnig er notað í tilraunaglös. Það er ekki aðeins sér- lega sterkt heldur einnig mjög þétt svo að óhreinindi loða illa við það. Dönsk hönnun og þýsk framleiðsla. Ef þú gætir þess að drekka vatn yfir daginn verður einbeitingin betri og þú fljótari að hugsa. Með því að drekka vatn heldurðu réttu rakastigi í húðinni. Réttur raki í húð kemur í veg fyrir hrukkur og bauga. Með því að halda réttu vökvamagni í líkamanum er þess gætt að öll líf- færi virki sem skyldi. Og þú brennir fitu. Retap-flöskurnar fást í Bosch- búðinni, Hlíðasmára 3. bosch.is Unnið í samstarfi við Bosch Omega-3 fitusýrur Heimsins hollustu fæðutegundir sem eru ríkar af omega-3 fitusýrum: n Hörfræ 75 kcal. n Valhnetur 196 kcal. n Sardínur 189 kcal. n Lax 158 kcal. n Nautakjöt 175 kcal. n Sojabaunir 298 kcal. n Tófú 164 kcal. n Rækjur 135 kcal. n Rósakál 56 kcal. n Blómkál 29 kcal.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.