Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Side 74

Fréttatíminn - 10.10.2014, Side 74
74 dægurmál Helgin 10.-12. október 2014  NýsköpuN sex ára stúlka perlar ísleNska fáNaNN og selur Sex ára frumkvöðull perlar íslenska fánann Hin sex ára gamla Ragnheiður Inga Matthíasdóttir perlar íslenska fánann af mikilli eljusemi og eru fánarnir hennar til sölu í verslun á Akureyri. Hugmyndina fékk hún eftir að hafa fylgst með foreldrum sínum búa til tannstrá sem seld eru ferðamönnum og ákvað móðir hennar að virkja þetta frumkvæði dótturinnar. Ragnheiður Inga heillaðist af þjóðfánunum eftir Eurovison- keppnina í vor og byrjaði þá að perla fána. Þ að eru aðallega útlendingar og gamlar konur sem kaupa þetta, og gamlar konur frá útlöndum,“ segir Ragnheiður Inga Matthíasdóttir, 6 ára Akureyringur sem perlar og sel- ur íslenska fánann. Fánann gerir hún úr plastperlum sem síðan eru strauj- aðar eftir kúnstarinnar reglum og lítill rauður borði festur í fánann þannig að hægt sé að hengja hann upp. Í kringum Eurovision-keppnina í vor varð hún mjög áhugasöm um þjóðfánana og byrjaði að perla þá af miklum móð. Ragnheiður Inga á ekki langt að sækja framkvæmdagleðina því hún er dóttir fjölmiðla- og athafnakonunnar Snæfríðar Ingadóttur. Snæfríður hefur einnig verið viðloðandi ferðamanna- iðnaðinn, skrifað vinsælar bækur fyrir ferðamenn á Íslandi og vinnur hörðum höndum að því að búa til svonefnd Tann- strá, tannstöngla úr íslenskum stráum. „Áhugi hennar kviknaði eftir að hún fylgdist með vinnslu Tannstráanna hjá okkur hjónum,“ segir Snæfríður. Ragn- heiður var þá áhugasöm um hvernig for- eldrar hennar fengu peninga fyrir þá vinnu að búa til tannstráin og selja þau og fékk sína eigin hugmynd. „Mig lang- aði bara að gera eins og mamma,“ segir Ragnheiður Inga. Fánarnir hennar eru til sölu í versluninni Flora á Akureyri og hefur hún þegar sagt nokkrum vinum sínum frá þessari viðskiptahugmynd. „Þau spurðu hvort ég væri þá komin með vinnu í búð. Eg sagði að ég væri komin með vinnu við að perla íslenska fánann, og þá sögðu nokkrir: Vá!“ Snæfríður segir að dóttir hennar hafi þegar búið til sögubækur sem hana langar að selja í Eymundsson, rétt eins og bækurnar sem mamman skrifar. Þegar Ragnheiður sýndi því áhuga að selja fánana ákvað Snæfríður að virkja þetta frumkvæði. „Mér finnst jákvætt að krakkar skilji samhengið milli vinnu og peninga, og læri að hafa fyrir hlutunum. Þessi reynsla nýtist henni vonandi síðar,“ segir Snæfríður. Ragnheiður perlar fleira en íslenska fánann þessa dagana og segir að norski fáninn sé í sérstöku uppáhaldi. Ágóðann af fánasölunni fer hún með í bankann. „Allavega ef ég fæ rauðan seðil,“ segir hún og er ekki í vafa um hvað hún ætlar að gera við peningana sem hún fær. „Ég ætla að eyða peningunum í að fara til Afr- íku. Kannski tek ég fána með þangað,“ segir þessi unga athafnakona. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Mig lang- aði bara að gera eins og mamma. Ragnheiður Inga Matthíasdóttir perlar íslenska fánann og selur. Draumur- inn er að fara til Afríku fyrir ágóðann af fánasölunni. Fánarnir eru til sölu í versluninn Flora á Akureyri. Darri Johansen gaf konu sinni smásögu í jólagjöf. Sagan varð grunnur að barnabók sem nú er komin út í Danmörku. Ljósmynd/Hari  Bækur Darri JohaNseN gefur út smásögu í DaNmörku Jólagjöf til konunnar verður að útflutningsvöru Viðskiptatengillinn Darri Johansen samdi fyrir nokkrum árum meinlausa barnasögu, að honum fannst, sem í dag er komin út á bók í Danmörku. Það er bókaforlagið Jensen & Dalgaard sem gefur út. „Þetta var nú bara lítil saga sem varð til þegar ég spurði konuna mína þegar við vorum nýbyrjuð sam- an hvað hún vildi í jólagjöf. Hún bað um smásögu og þá varð grunnurinn að þessari sögu til,“ segir Darri sem starfar hjá auglýsingastofunni Pipar/TBWA. „Nokkru seinna var svo frænka mín, sem er hálf dönsk eins og ég, í heimsókn á landinu. Hún starfar sem myndskreytir og vissi að ég hef stundum dundað mér við skriftir og rukkaði mig um sögu. Ég gaukaði þessari að henni,“ segir Darri. Hann og myndskreytirinn, Anna Jakobina Jacobsen, eru systrabörn, en eiga bæði danska feður. Bókin heitir Lúkas og María og fjallar um aldr- aðan mann sem býr í þorpi og sér um að hringja kirkjuklukkunum í þorpskirkjunni. Hann fær svo heimsókn frá lítilli stúlku sem reynist vera engill. Vinskapur myndast þeirra á milli með skemmtilegri atburðarás sem verður til þess að hann ákveður að hætta hringingum, sem voru orðnar ansi lágværar. „Anna Jakobina er samt hetjan í sögunni því myndirnar eru aðalhlutverkið, finnst mér. Hún starfar sem myndskreytir í Kaupmannahöfn og hennar næsta verk er að myndskreyta jóladagatalið hjá DR sem er mjög stórt verkefni. Hún á heiður- inn að því að bókin er komin út í Danmörku,“ segir Darri hógvær. -hf Hljómsveitin Samaris heldur útgáfutónleika fyrir plötu sína Silkidrangar í Þjóðleikhúskjallar- anum í kvöld, föstudagskvöld. Silkidrangar er fyrsta breiðskífa Samaris og kom út í sumar hjá plötufyrirtækjunum One Little Indian og 12 Tónum. Sveitin hefur verið upptekin við tónleikahald úti í löndum síðan þá og því hefur ekki gefist tími til að fagna útgáfunni hér heima. Þjóðleik- húskjallarinn verður opnaður klukkan 21 og tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 22. Hljóm- sveitin Gervisykur hitar upp. Kítón með flotta tónleika KÍTÓN, félag kvenna í tónlist heldur tónleika í kvöld, föstudagskvöld í Iðnó klukkan 20. Tónleikarnir eru í tilefni af kynningarviku frjálsra félagasamtaka og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, þar sem unglingsstúlkur í fátækustu ríkjum heimsins eru í brennidepli. Kynningarvikan ber nafnið Sterkar stelpur-sterk samfélög. Fram koma Mammút, Young Karin, Him- brimi, Reykjavíkurdætur, Boogie Trouble, Una Stef, Alvia Islandia, Kælan Mikla, Soffía Björg og Laufey og Júnía, sigur- vegarar Söngkeppni Samfés. Kynnir er Tinna Sverrisdóttir Reykjavíkurdóttir og er aðgangur ókeypis. Kiriyama Family á Græna hattinum Hljómsveitin Kiriyama Family heldur tónleika á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Hljómsveitin er þekkt fyrir flotta og lifandi tónleika og þykir mjög sérstakt að enginn meðlimur bandsins er fastur við eitt hljóðfæri. Þannig myndast skemmtileg og síbreytileg stemning sem gerir bandið að Kiriyama Family. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og hljómsveitin Hljómsveitt hitar upp. Samaris með útgáfutónleika Geislar með sína fyrstu tónleika Hljómsveitin Geislar heldur sína fyrstu tónleika á skemmti- staðnum Húrra!, þriðjudagkvöldið 14.október. Geislar er skipuð framvarðarfólki úr íslensku tónlistar- lífi og er svokölluð súpergrúppa. Meðlimir Geisla eru; Styrmir Sigurðsson, Sigríður Thorlacius, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Magnús Tryggvason Eliassen og bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.