Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Síða 83

Fréttatíminn - 10.10.2014, Síða 83
ári stefndi í að fara umtalsvert fram úr fjárlögum. Þá minnir hann á að fyrst eftir hrun hafi almennt ekki verið svig- rúm til að innleiða ný og kostnaðar- söm lyf. „Á endanum snýst þetta um þær fjárveitingar sem Alþingi veitir til heilbrigðismála. Ráðuneytið hefur hvatt þá aðila sem koma að málinu, Landspítalann, Sjúkratryggingar og Lyfjagreiðslunefnd, til að sýna aðhald og vera innan fjárlaga og beita til þess öllum tiltækum ráðum. Ráðuneytið hefur þannig talið eðlilegt að leitað sé allra ráða til að halda kostnaði innan fjárlaga þ.á.m að nýta leiðbeiningar NICE.“ Stjórnendur Landspítalans telja, sam- kvæmt upplýsingum frá skrifstofu for- stjóra, heppilegra að styðjast við sömu viðmiðanir og áður, þó sjálfsagt sé að fylgjast með leiðbeiningum NICE, en benda jafnframt á, líkt og Helgi Sig- urðsson, yfirlæknir krabbameinslækn- inga, að Bretland sé með annað kerfi varðandi aðgang að lyfjum og því séu undanþáguleiðir mögulegar í Bretlandi sem ekki séu til staðar hérlendis. Heilbrigðisráðherra vill samstarf við Norðurlönd Friðbjörn Sigurðsson krabbameins- læknir lýsti í vikunni óánægju sinni með vinnureglur Sjúkratrygginga (Mbl. 06.10.14). Friðbjörn er, líkt og Helgi Sigurðsson, ósáttur við viðmið- unarreglur Sjúkratrygginga og telur lausnina vera þá að íslensk yfirvöld semji við skandínavísk lyfjayfirvöld um að nýta þeirra reglur og ákvarðan- ir, þar sem það geti verið snúið að taka ákvarðanir um hvaða lyf skuli notuð og hver ekki fyrir fámenna þjóð. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra tekur í samtali við Frétta- tímann undir þessar vangaveltur Friðbjörns og er sammála honum um mikilvægi Norræns samstarfs þegar kemur að ákvörðunum um dýr líf- tæknilyf. „Ég mun á fundi norrænna ráðherra þann 16. október næstkom- andi í Kaupmannahöfn ræða sam- starf milli Norðurlandaþjóðanna hvað varðar upptöku og notkun nýrra og kostnaðarsamra lyfja. Ísland hefur sýnt frumkvæði að slíku samstarfi. Ís- land er fámennt land og við sjáu Íslendingum meinaður aðgangur að nýjum lyfjum vegna sparnaðar 10. október 2014 — 7 — Kostnaður vegna sérlyfja eykst þrátt fyrir sparnaðaraðgerðir Árið 2012 var reglum um sérlyf (S-merkt lyf, öðru nafni nefnd sjúkrahúslyf, breytt í sparnaðar- skyni svo Íslendingar hafa nú ekki sama aðgengi að lyfjum og aðrir Norðurlandabúar. Lyfjakostnað- ur vegna sérlyfja hefur samt sem áður aukist um rúmar 650 millj- ónir milli áranna 2011 og 2013. Í skýrslu Sjúkratrygginga Ís- lands, Lyfjakostnaður sjúkra- trygginga 2013, kemur fram að kostnaður vegna sérlyfja hafi aukist mikið undanfarin ár. Það skýrist fyrst og fremst af nýjum og sérhæfðum lyfjum sem mörg eru mjög dýr. Þess er getið að kostnaður vegna nýrra lyfja fari vaxandi í f lestum vestrænum löndum, bæði vegna hækkandi meðalaldurs sem leiðir til auk- ins fjölda notenda en líka vegna þess að nýju lyfin eru oft dýrari en eldri lyfin. Kostnaður sjúkratrygginga vegna allra lyfja (Uppreiknað á verðlagi 2013) 2011 10.128.021.824 2011 5.285.000.000 5.735.457.254 2012 9.281.134.722 2012 5.882.000.000 6.387.000.000 2013 8.218.312.520 2013 6.387.000.000 6.387.000.000 Sparnaður í lyfjakostnaði milli áranna 2011 og 2013 1.909.709.304 Sparnaður í lyfjakostnaði milli áranna 2012 og 2013 1.062.822.202 S-merkt lyf Kostnaðaraukning milli áranna 2011 og 2013 vegna sérlyfja: 651.542.746 Hér hafa verið búnar til flóknar reglur um mál sem eiga ekki að vera flókin. Helgi Sigurðsson, yfirlæknir krabba- meinslækninga. Ráðuneytið hefur hvatt þá aðila sem koma að málinu, Landspítal- ann, Sjúkratryggingar og Lyfjagreiðslunefnd, til að sýna aðhald og vera innan fjárlaga og beita til þess öllum tiltækum ráðum. Einar Magnús- son, lyfjamála- stjóri. „Noregur og Svíþjóð hafa undanfarið verið að endurskoða ferla sína við innleiðingu nýrra lyfja og ég von- ast til að við munum njóta góðs af samstarfi við þessar þjóðir.“ Kristján Þór Júlíusson, heil- brigðisráðherra. Samkvæmt okkar siðareglum þá getum við alls ekki sagt við fólk að samfélagið hafi ekki efni á meðferð eða að það sé orðið of gamalt eða veikt til að fá bestu meðferð sem völ er á. Jón Snædal, formaður sið- fræðiráðs Lækna- félagsins Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forstjóra telur stjórn Landspítala heppi- legra að styðjast við viðmiðanir Norður- landanna líkt og áður, þó sjálfsagt sé að fylgjast áfram með viðmiðunum NICE í Bretlandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.