Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Side 2
2 | Fréttir 26.–28. ágúst 2011 Helgarblað
Skilnaðurinn fyrir
dóm
Grétar Rafn
Steinsson,
leikmaður enska
knattspyrnuliðs-
ins Bolton, deilir
nú við Manuelu
Ósk Harðardóttur
um umgengnis-
rétt yfir dóttur þeirra. Deilurnar
hafa orðið til þess að Grétar hefur
ekki gefið kost á sér í íslenska lands-
liðið í knattspyrnu vegna „baráttu
utan vallar.“ Manuela getur feng-
ið helming af eignum þeirra hjóna
en hún hefur verið heimavinnandi
húsmóðir frá því hún giftist Grétari.
Samkvæmt breskum réttarvenjum
ætti hún að geta fengið þessa kröfu
sína í gegn og gott betur. Heimildir
DV herma að Grétar berjist fyrir því
að fá að umgangast kornunga dóttur
þeirra.
Milljarða króna tap
Út-
sýnis-
staðurinn
Perlan í
Öskjuhlíð
verður aug-
lýstur til
sölu á næstu vikum eða mánuðum,
að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upp-
lýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur,
eiganda hússins. Hitaveita Reykjavík-
ur, fyrirrennari Orkuveitu Reykjavíkur,
byggði húsið upphaflega árið 1991.
Orkuveitan mun hins vegar halda
eftir hitaveitutönkunum fimm sem
Perlan er byggð á enda eru þeir not-
aðir í starfsemi Orkuveitunnar. Salan
á Perlunni er liður í þeim aðgerðum
Orkuveitunnar að selja eignir fyrir um
10 milljarða króna til að reyna að rétta
af taprekstur stofnunarinnar. Stuðst er
við þá meginhugmynd við eignasöl-
una að selja eignir sem ekki eru hluti
af kjarnastarfsemi fyrirtækisins.
Ofsótt af óðum
kærasta
„Hvað á ég
að gera? Á
ég að sitja hér
og lifa í ótta þar
til hann finnur
sér nýtt fórnar-
lamb?“ spurði
kona á fertugs-
aldri sem lagði fram kæru á hend-
ur fyrrverandi kærasta sínum til
tveggja ára í vikunni. Sambandinu
lauk endanlega þegar hann nef-
braut hana síðasta laugardag
fyrir framan sjö ára gamla dóttur
hennar. Þar sem málið er í rann-
sókn hjá lögreglunni vill konan
ekki koma fram undir nafni að svo
stöddu, því hún óttast að það gæti
eyðilagt fyrir sér. Hún lifir þó ekki
í skömm vegna þess sem gerðist
heldur segir öllum frá því.
Fréttir vikunnar í DV
1
2
3
P
jakkur er mjög góður í alla
staði,“ segir Elísabet Guð-
mundsdóttir, íbúi á Akur-
eyri, um hundinn sinn.
Akureyrarbær hefur sett
henni þá úrslitakosti að annaðhvort
losi hún sig við hundinn eða flytji úr
íbúðinni sem hún býr í. Elísabet býr í
blokk á vegum bæjarins en hún seg-
ir engrar óánægju gæta meðal íbúa
blokkarinnar vegna hundsins. „Það
eru allir íbúarnir búnir að skrifa upp
á að ég megi hafa hundinn,“ seg-
ir Elísabet sem bætir við að hún sé
mjög þakklát fyrir þann stuðning
sem nágrannar hennar hafa sýnt
henni í málinu.
Jón Heiðar Daðason, húsnæðis-
fulltrúi Akureyrarbæjar, segir málið
vera í ákveðinni biðstöðu. „Gælu-
dýrahald er bannað í leiguíbúðum
Akureyrarbæjar, og það kemur fram
í leigusamningunum. Það er hins
vegar verið að skoða málið og hvort
breyta eigi reglunum,“ segir hann.
Margra mánaða barátta
Elísabet flutti inn í íbúðina í byrj-
un desember síðastliðins en það
var þremur mánuðum eftir að hún
flutti inn að hún fékk fyrstu skila-
boðin frá Akureyrarbæ um að hún
mætti ekki vera með dýr í íbúðinni.
„Ég fékk bréf eftir þrjá mánuði en þá
var ég nýkomin úr stórri magaaðgerð
þannig að ég var ekki í neinu standi
til að takast á við þetta,“ útskýrir hún.
Málið hefur síðan velkst um í kerfinu
og hefur Elísabet meðal annars far-
ið á fund með bæjarfulltrúa á Akur-
eyri vegna málsins. Þar segist hún
hafa fengið vilyrði fyrir því að fá að
hafa hundinn áfram í íbúðinni. Það
hefur þó ekki gengið eftir og er enn
pressað á hana að losa sig við hund-
inn eða yfirgefa íbúðina. „Ég er búin
að vera að kíkja eftir íbúðum hérna
í marga mánuði og það er bara ekk-
ert að fá nema einhverjar risaíbúðir
sem ég hef ekkert við að gera,“ segir
Elísabet.
Treystir mjög á hundinn
„Þetta er fjögurra ára border collie-
hundur. Ég treysti rosalega mikið
á hann,“ segir Elísabet. Geðlæknir
hennar hefur meðal annars skrifað
bréf til bæjarins þar sem hann seg-
ir að ekki væri ráð að henni verði
gert að losa sig við hundinn. Elísa-
bet býr ein með hundinum þannig
að hann er eini félagsskapurinn sem
hún getur treyst á. „Hann er að öllu
leyti minn fasti punktur í lífinu,“ seg-
ir hún.
Elísabet er langt frá því sátt við
þá meðferð sem mál hennar hefur
fengið hjá bænum og segir sárt að
horfa upp á hvernig bærinn gefi
öðrum séns sem ekki standi við
skuldbindingar eins og að borga
leigu. „Mér finnst þetta helvíti
hart miðað við að afdalafyllibytt-
um sem borga ekki leiguna er ekki
hent út nema eftir marga, marga
mánuði, þegar leigan er komin
upp í hundraða þúsunda skuld,“
segir hún.
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
n Akureyrarbær hefur sett íbúa úrslitakosti n Stendur í skilum en
verður borinn út ef hundurinn fer ekki n Bærinn segir málið í skoðun
Hundaeigandi
hrakinn burt
„Hann er að öllu
leyti minn fasti
punktur í lífinu.
Treystir á hundinn Elísabet
býr ein með hundinum Pjakki.
Mynd RAgnHeiðuR guðMundSdóTTiR
Kalli í Pelsinum:
Meint brot enn
í rannsókn
Engin ákæra hefur verið gefin út á
hendur Karli Steingrímssyni, sem
oftast er kallaður Kalli í Pelsinum.
Þrír bankar undir forystu slitastjórn-
ar Glitnis kærðu Karl til efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra fyrir
nokkru. Rannsókn hófst í málinu eftir
að kæran barst embættinu og var Karl
meðal annars kallaður til yfirheyrslu.
Málið virðist vera eitt fjölmargra mála
sem embættið hefur ekki náð að
sinna. Bankarnir þrír hafa ekki fengið
neinar upplýsingar um stöðu málsins.
Greint var frá málinu í DV í janúar
árið 2010 en þar kom fram að 14. des-
ember árið 2009 hafi Aron Karlsson,
sonur Karls, skrifað undir tilboð frá
Auro Investment Partners í Bandaríkj-
unum um kaup á fasteign í miðbæn-
um. Það félag var þá í eigu Indverja
sem höfðu nokkur tengsl við landið
og höfðu haft augastað á byggingunni
með hugsanlegan hótelrekstur í huga.
Umsamið kaupverð var 575 milljón-
ir króna. Sama dag var undirritaður
kaupsamningur félags í eigu þeirra
feðga um húsnæðið en það var útskýrt
á þann hátt að eignin þyrfti að vera í
félagi sem ekki hefði aðrar skuldbind-
ingar en vegna húsnæðisins.
Samhliða þessum viðskiptum
gerðu feðgarnir samning við kínverska
sendiráðið hér á landi um kaup á hús-
inu fyrir jafnvirði 870 milljóna króna.
Munurinn á samningunum við ind-
versku fjárfestana og kínverska sendi-
ráðið var því 300 milljónir króna.
Málið snýr að viðskiptum Karls
við kínversk stjórnvöld með húseign
sem stendur við Skúlagötu 51. Húsið
var í eigu Karls en veðsett fyrir mörg
hundruð milljónir króna hjá Arion
banka, Glitni og Íslandsbanka. Á
sama tíma og Karl samdi við kínversk
stjórnvöld kynnti hann talsvert lægra
tilboð frá indverskum fjárfestum fyrir
lánardrottnum sínum. Bankarnir
sem kært hafa Karl telja sig hafa verið
blekkta í söluferlinu og að félag í eigu
Karls, sem sá um eignarhald hússins,
hafi ætlað að skjóta undan hundruð-
um milljóna króna.
Þegar upphaflegi kaupsamning-
urinn vegna fasteignarinnar við ind-
versku fjárfestana var kynntur sam-
þykktu bankarnir þrír að aflétta öllum
veðum í fasteigninni um leið og 575
milljónirnar yrðu lagðar inn á reikn-
ing í Arion banka. Ákváðu bankarnir
að þeir myndu skipta með sér sölu-
verðinu í samræmi við þau veð sem
þeir áttu í fasteigninni. Arion banki
átti að fá 239 milljónir króna upp í
kröfur sínar, Íslandsbanki 155 millj-
ónir króna og Glitnir liðlega 180 millj-
ónir króna.
– VERKIN TALA
Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200
www.velfang.is • velfang@velfang.is
Fr
um
Nýtt og traust umboð
fyrir á Íslandi
varahlutir
þjónusta
verkstæði
vélar