Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Síða 20
É
g er sagður vera með
svipaðan persónu
leika og prófessor. Ég
á mjög auðvelt með
að hella mér út í hlut
ina og útiloka allt ann
að á meðan, sem getur verið
kostur þegar maður þarf að
vinna krefjandi hluti og ein
beita sér að strembnum verk
efnum en þetta getur líka ver
ið galli. Stundum gleymi ég
mér og tala of mikið um sjálf
an mig og eigin hugðarefni
þegar ég er einfaldlega fastur í
þeim. Ég get verið utan við mig
og velt mér endalaust upp úr
sama hlutnum sem kallar oft
á kvíða eða óþarfa áhyggjur.
Ég er því svolítið ýktur pers
ónuleiki en svona er ég bara
og er meðvitaður um það og
reyni að passa að eiga fleiri en
eitt áhugamál og dvelja ekki of
lengi við sama hlutinn í einu,“
segir fjölskyldufaðirinn og
verðandi stærðfræðingurinn
Gunnar Björn Björnsson en
Gunnar Björn er greindur með
kvíða eða panic disorder, geð
hvarfasýki og þráhyggjurösk
un. Gunnar féllst á að segja
sögu sína í von um að hjálpa
öðrum sem mögulega standa í
þeim sporum sem hann stóð í
árið 1994, þá tvítugur að aldri,
þegar veröld hans hrundi og
svartnættið eitt blasti við.
Eftir á í félagslegum
þroska
„Ég var mjög einrænn sem
barn og leið best þegar ég var
einn að grúska eitthvað. For
eldrar mínir höfðu áhyggjur
af mér strax á leikskólaaldri
þar sem ég var mjög einrænn
og var lítið fyrir leiki í hóp. En
svo þroskaðist ég og lærði að
lifa með þessu og smám sam
an varð ég flinkari í mannleg
um samskiptum,“ segir Gunn
ar og bætir við að honum hafi
gengið vel í framhaldsskóla,
bæði á félagslega sviðinu og í
náminu. „Sérstaklega í nám
inu. Ég var samt dálítill trúð
ur og gekk langt í því að reyna
að vera fyndinn sem hefur
verið einhver skortur á sjálfs
trausti eða minnimáttarkennd.
Reyndar hef ég alltaf haft gam
an af góðum húmor og það
hefur hjálpað mér mikið. Ég
hef alltaf farið óhefðbundn
ar leiðir og átti önnur áhuga
mál en hinir unglinganir. Ég
var til dæmis í júdó og stúd
eraði indverska stjörnuspeki
auk þess að ég ætlaði alltaf að
verða stærðfræðingur og gaf út
kennslubók í stærðfræði þegar
ég var 19 ára. Einnig hef ég smá
grunn í króatísku sem er varla
staðalímynd ungra manna á
Íslandi. Ég var af mörgum tal
inn á undan í vitsmunaleg
um þroska en eftir á í félags
legum,“ segir Gunnar sem var
17 ára farinn að taka að sér að
kenna og aðstoða þá sem áttu
í erfiðleikum með stærðfræði.
„Annaðhvort var ég svona klár
eða námsefnið var svona auð
velt en allavega eyddi ég álíka
miklum tíma í að fylgjast með
í tímum og að hjálpa bekkjar
félögum mínum. Ég var með
himinháar einkunnir og hafði
þá reglu að um leið og ég var
búinn að kynnast einhverju
námsefni þá treysti ég mér til
að kenna öðrum það. En svo
gerðist það að veröldin hrundi
undan mér. Í fyrsta skiptið á
ævinni fannst mér stærðfræð
in óyfir stíganleg og lífið sjálft í
leiðinni.“
Reiði og biturð
Gunnar Björn, sem á ræt
ur að rækja til Suðurnesja,
leigði á þessum tíma herbergi
í Reykjavík og sótti nám við
Háskóla Íslands. „Á fáum vik
um var ég kominn með ein
kenni sem ég hafði ekki feng
ið áður. Svefninn var í óreglu
og ég upplifði mikla depurð.
Það sem ég hafði áður haft
ánægju af fannst mér allt í
einu hundleiðinlegt og til
gangslaust. Lífið var orðið ein
allsherjar jarðarför. Það skorti
alla gleði, sjálfstraust einbeit
ingu og drifkraft. Ég hætti að
rækta sambandið við vini og
fjölskyldu, fannst námið erf
iðara og ég var ekki duglegur
að hreyfa mig. Ég var einrænn
og átti erfitt með að kynnast
skólafélögunum. Ég reyndi að
leggja harðar að mér en ein
beitingin og vinnuþrekið varð
að engu. Veikindin helltust
hratt yfir og á örfáum vikum
var ég orðinn það veikur að ég
hugsaði um að taka mitt eigið
líf. Ég flosnaði upp úr náminu
og fór í kjölfarið í láglaunaða
vinnu og var orðinn gjörólík
ur sjálfum mér. Þar sem ég
hafði alltaf stefnt að því að
verða stærðfærðingur var ég
ekki með neitt plan B og upp
lifði ofboðslega mikla reiði og
biturð út í menntakerfið. Mér
leið eins og ég væri hæfileika
laus og að ég gæti aldrei orðið
neitt. Sjálfstraustið var algjör
lega í molum. Þegar geðveik
in var sem mest og svart
nættið sem verst og ég lá og
hugleiddi sjálfsmorð þá varð
það mér til happs að fatta að
dauðinn væri engin lausn og
minn ósigur ætti ekki að verða
annarra manna sorg. Ég hlyti
að vera eitthvað veikur og
þess vegna væri best að fara
til læknis. Þar með hófst mín
langa lækna og spítalasaga.“
Skipstjóri í eigin lífi
Gunnar Björn segir næstu
ár hafa einkennst af miklu
limbói. Hann vissi að hann
væri tæpur og viðkvæmur fyr
ir álagi en að sama skapi hafi
hann gert miklar kröfur til sín
því þegar vel gekk hafi hann,
eins og aðrir, viljað geta skilað
sínu til samfélagsins, menntað
sig og stundað vinnu. „Á góð
um stundum hætti mér til að
gleyma að ég væri með geð
sjúkdóm og ég gerði oft miklar
kröfur til sjálfs mín, líkt og ég
væri fullfrískur. Stundum hef
ég orðið veikur án þess að ráða
við það en stundum vegna
þess að ég hef farið fram úr
sjálfum mér.“
Gunnar segir ofsakvíða
köst hafa verið erfiðust. Þá hafi
honum liðið eins og eitthvað
skelfilegt væri að fara að gerast,
20 | Fréttir 24. ágúst 2011 MIðvikudagur
Veröld Gunnars Björns Björnssonar hrundi þegar hann var tvítugur háskólanemi og
svo virtist sem svartnættið eitt umlykti hann. Gunnar hefur háð baráttu við geðveikina í 17
ár og eftir erfitt stríð á köflum er hann í dag ákveðinn í að hafa betur með jákvæðnina að
vopni. Gunnar tekur geðheilsunni alvarlega og segir hana hornstein lífsins en tekst þó að líta
á spaugilegu hliðarnar á veikindum sínum.
Allir geta
misst geð-
heilsuna
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Viðtal „Ég var í hálf-
gerðri maníu
þegar ég drakk en
datt svo niður í mjög
djúpt og erfitt þung-
lyndi og upplifði jafn-
vel sjálfsmorðshug-
leiðingar. Í dag langar
mig álíka mikið að
fá mér í glas og að
lenda í bílslysi.