Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Síða 22
22 | Fréttir 24. ágúst 2011 MIðvikudagur É g var mjög þunglyndur í langan tíma. Stundum lokaði ég mig af svo dög- um skipti. Jafnvel vikum, einu sinni lokaði ég mig af í tvo mánuði,“ segir Hrannar Jónsson. Hann þjáðist lengi af miklu þunglyndi en hefur með góðri hjálp náð að sigrast á veikindum sínum. „Fólk sagði við mig að ég væri þunglynd- ur og ætti að leita mér hjálpar en ég vildi ekki gera neitt í því. Systir mín, sem er sálfræði- menntuð, var að koma með bækur til mín en ég ýtti þeim bara frá mér,“ segir hann. Á þessum tíma vann hann sem forritari. „Það var vinna sem hentaði mjög vel. Ég gat lokað mig af fyrir framan tölv- una mjög lengi, alveg upp í sextán, átján, jafnvel tuttugu og fjóra tíma í senn. Þess á milli var þetta mjög brösótt.“ Mikil sjálfsgagnrýni og sjálfsvorkunn Hann segir þunglyndinu fylgja óreglulegur lífstíll. „Stundum sefur maður of lítið, stundum of mikið. Stundum gleymir maður líka að borða eða borð- ar mjög óhollt.“ Hann segist hafa verið fast- ur í þessum vítahring í mörg ár og hafi algjörlega einangrað sig oft og tíðum. „Ég hef stundum líkt þessu við það að vera fastur ofan í neðanjarðarlest og mað- ur sér bara stundum ljós. Það er eins og að vera alltaf með þrumuský yfir sér.“ Sjálfsgagnrýnin var mikil hjá honum. „Þessu fylgir mikil sjálfsvorkunn og gífurlega mik- il sjálfsgagnrýni. Þeir sem þjást af þessu halda yfirleitt að þeir séu einir um þetta vandamál. Maður gagnrýnir sjálfan sig mikið og finnst maður vera al- gjörlega vonlaus. Margir íhuga að svipta sig lífi en ekki endi- lega af því að þeir vilji deyja heldur vegna þess að þeir sjá enga leið út úr þessu, að hætta að líða svona,“ segir Hrann- ar sem vill meina að allir geti veikst af geðsjúkdómum. „Stundum er þetta líffræði- legt en þetta getur líka orsak- ast af einhverju sem fólk lend- ir í. Fólk getur lent í ýmsum áföllum og seinna komið upp einhver geðröskun. Kannski mörgum árum seinna.“ Hans eigin fordómar stóðu í vegi fyrir bata Fordómar héldu honum frá því að leita sér hjálpar við vanda- málinu. Aðallega hans eigin fordómar. „Ég var haldin mikl- um fordómum sjálfur. For- dómar eru slæmir en fordómar gagnvart sjálfum sér eru verst- ir. Það liðu mörg ár áður en ég sættist við þetta.“ Fyrsta skrefið, og jafnvel það mikilvægasta, segir hann vera að viðurkenna vanda- málið. „Það þarf að koma út úr skápnum með vandamálið. Stíga fram.“ Það gerði hann eftir mörg ár í myrkri. Hann sótti sér loks að- stoð hjá geðlækni. „Fyrst fór ég á lyf og var á þeim í átta mán- uði. Þau hjálpuðu mér fyrst en svo fann ég að þau voru ekki að virka eins vel. Þá ákvað ég að ég þyrfti einhverja frekari aðstoð.“ Skipir máli að hitta fólk með sömu sögu Þá rakst hann á samtökin Hug- arafl. „Ég sá greinar frá fólkinu sem hefur verið hér og sá að þarna var fólk sem hafði verið að ganga í gegnum það sama og ég og ég kunni vel að meta þeirra nálgun á hlutina. Það er svo mikilvægur þáttur í bat- anum að hitta fólk sem hefur verið að ganga í gegnum það sama og maður sjálfur. Það skiptir miklu máli. Hér hitti ég fólk sem hafði sömu sögu að segja og það hjálpaði mér.“ Síðan hefur hann unnið í samtökunum og segir það gefa sér mikið að hjálpa öðrum. „Hingað kemur inn fólk sem er í sömu stöðu og ég var í og þá get ég hjálpað því. Alkóhólistar byrjuðu fyrst með þessa aðferð að hjálpa öðrum en það hefur reynst mörgum vel.“ Lyf ekki töfralausn Hugarafl vinnur út frá þeirri hugmynd að þunglyndi og aðrar geðraskanir séu ekki endanlegur dómur heldur sé hægt að vinna bug á þeim. Lögð er áhersla á breytta lifn- aðarhætti og að unnið sé í vandamálinu. Hrannar segir lífsstílsbreytingar skipta miklu máli og að lyf séu ekki töfra- lausn. „Lyf eru ekki góð við öllu. Það er auðvitað skortur á ákveðnum boðefnum sem eru talin valda ýmsum geð- röskunum en það er ekkert mikið vitað um það svosem.“ Hann segir lyf oft vera ofnot- uð. „Líkaminn byggir alltaf upp ákveðið þol og þú þarft meiri lyf. Þetta er oft spurning um að breyta til í lífinu. Byrja að hreyfa sig og efla og taka virkan þátt í lífinu.“ Allir geta læknast n Hrannar hafði glímt við mikið þunglyndi en sigraðist á veikindunum Sá bara myrkur Hann upplifði sig vonlausan og líkir lífinu í þunglyndi við það að vera alltaf í neðanjarðarlest. Árið 2010 seldust rúmir 38 þúsund skilgreindir dagskammtar af tauga- og geðlyfjum eða 332 skilgreindir dag- skammtar á hverja þúsund íbúa á dag,“ upplýsir Mímir Arnórsson, lyfjafræð- ingur hjá Lyfjastofnun, um tauga- og geðlyfjanotkun Íslendinga. „Notkun tauga- og geðlyfja er mikil á Íslandi og er notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja sem heyra undir þau sérstaklega áberandi. Tauga- og geðlyf eru mest seldu lyfin á Íslandi á eftir hjartalyfjum,“ segir Mímir og vísar í samantekt Lyfjastofnunar. Sé notkun kvíða- og svefnlyfja borin saman við notkun í Danmörku kemur í ljós að hún er tvöfalt meiri hér á landi og í örum vexti meðan dregur úr notkuninni í Danmörku. Notkun Íslendinga á þessum lyfjum er mest á öllum Norðurlöndunum, hún er til að mynda um 30 prósentum meiri en í Finnlandi svo dæmi séu nefnd. En hver er skýringin? „Þetta virðist vera lenska hjá okkur og hefur verið árum saman,“ segir Mímir. Hann segist sjálfur hafa reynslu af því hversu mikil og rótgróin hefð er fyrir ávísun þessara lyfja. „Ég þurfti að liggja inni á sjúkrastofnun fyrir ári. Þá var það jafnsjálfsagt að bjóða mér upp á svefnlyf og mjólk og sykur í kaffið.“ Mikil notkun kvíða- og svefnlyfja Íslendingar nota tvöfalt meira af kvíðastillandi lyfjum en Danir og 30% meira en Finnar svo dæmi séu nefnd: upplifði jafnvel sjálfsmorðs- hugleiðingar. Í dag langar mig álíka mikið að fá mér í glas og að lenda í bílslysi.“ Gisti í fangaklefa Gunnar segir að rétt eins og þunglyndissjúklingar sjái ekki lífið í réttu ljósi og treysti sér því ekki til eins eða neins sé einstaklingur í maníu and- stæðan. „Í maníu ferðu langt fram úr þér. Eitt skipti fór ég til Englands þar sem ég var búin að telja mér trú um að ég væri búinn að fá grænt ljós á að gerast stærðfræðikennari hjá einhverju einkakennslu- fyrirtæki,“ segir hann og bæt- ir við að hann muni eftir öll- um augnablikum maníunnar eftir á. „Þessu getur fylgt mikil sektarkennd og skömmustu- tilfinning, mér finnst eins og að ég hefði átt að vita að þetta væri ekki rétt. Þegar maður upplifir sig á 14. hæð en kemst svo að því að maður er á jarð- hæð verður fallið ansi hátt,“ segir hann og bætir við að það sé erfitt að gera sér grein fyrir hvenær dómgreindin sé kom- in til baka eftir svona rússí- bana. „Því fylgir mikið óöryggi. Maður veit ekki hvort maður hafi dómgreind til að sjá um daglega hluti eins og fjármál og mannleg samskipti,“ segir hann en bætir við að sem bet- ur fer eigi hann skilningsríka eiginkonu. „Ég bið hana um að láta mig vita þegar hegðun mín er orðin einkennileg því sá sem hefur ekki fulla dóm- greind uppgötvar það venju- lega síðastur og vissulega hafa veikindin áhrif á fjölskyldulíf- ið. Ég hef fengið ofsakvíðakast og grátbeðið um að vera lagð- ur inn á spítala þar sem sárs- aukinn var svo yfirþyrmandi að ég óttaðist að líðan mín myndi bitna á börnunum. Í fyrra skipt- ið fékk ég að leggjast inn en í hitt skiptið var mér boðið að leggjast inn í fangelsi. Sem ég þáði,“ segir hann og bætir við að það sé furðulegt að á með- an fótbrotinn einstaklingur fái þjónustu strax þurfi sá sem sé í taugaáfalli oft að bíða. „Ef ég beinbrotna er ræstur út lækn- ir en ef það er eitthvað andlegt að mér og það gerist á óhent- ugum tíma þá eru einu úrræð- in sprauta með róandi lyfi og gisting í fangelsi. Það er nátt- úrulega til háborinnar skamm- ar,“ segir hann og það er ljóst að honum er mikið niðri fyrir. Allir geta misst geðheilsuna Gunnar fékk styrk í fyrra frá styrktarsjóðnum Þú getur! en sjóðurinn heldur tónleika þann 27. ágúst í Hörpunni. Hann segir styrkinn hafa haft afar jákvæðar afleiðingar fyrir sig. „Þarna hafði sjálfstraust- ið eflst það vel að ég stofnaði rekstur um námsaðstoð ásamt því að vera í endurhæfingu í skólanum. Þegar prófin nálg- uðust fann ég hvernig kvíð- inn helltist yfir. Ég vildi vera trúr mínum viðskiptavin- um og þessi styrkur varð þess valdandi að ég gat leitað mér aðstoðar annarra stærðfræð- inga. Þannig gat ég klárað önn- ina án þess að fara yfir um af kvíða og án þess að það bitn- aði á viðskiptavinum mínum,“ segir Gunnar sem telur fram- tíðina bjarta. „Tímabilin sem ég er andlega heill eru alltaf að lengjast og þar af leiðandi lít ég framtíðina björtum augum. Hins vegar verð ég að taka til- lit til þess að sagan gefur ekki tilefni til bjartsýni,“ segir hann en bætir við að hann megi ekki dvelja of lengi við fortíð- ina. „Þetta er allt á réttri leið og ég óttast ekki lengur að verða geðveikur því ef það gerist er það bara tímabundið ástand. Reynslan sýnir mér líka að ég kem alltaf sterkari út á end- anum. Einnig hef ég reynt að bera kennsl á allar ranghug- myndir í fæðingu en það lærði ég í hugrænni atferlismeðferð. Það sem hefur aðallega hjálp- að mér er að velja jákvæðu og fallegu  hliðarnar á teningn- um. Ég heyrði eitt sinn dæmi- sögu af indjána sem sagði að í hverri mannssál væri stöðugt stríð milli tveggja úlfa. Annar væri duglegur, jákvæður, hjálp- legur og fullur af fyrirgefningu og fleiri jákvæðum kostum en hinn væri latur, fullur af ótta, óheiðarleika og öllu því sem samsvarar hinu illa í heim- inum. Þegar indjáninn var spurður hvor úlfurinn hefði yf- irhöndina var svarið einfalt: Sá sem þú gefur að éta. Þetta hef ég haft að leiðarljósi. Ég lít ekki lengur á geðveikina sem sorg- arsögu heldur merkilegan fjár- sjóð sem hefur kennt mér hvað skiptir máli í lífinu og gert mig sterkari. Það eru nefnilega ekki alltaf aðstæðurnar sem móta tilfinningarnar heldur  hugar- farið. Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði á þessum stað þeg- ar svartnættið blasti við mér 1994 og það sem hefur komið mér mest á óvart er að það geta allir misst geðheilsuna, meira að segja læknar! Það hafa allir geð og þar af leiðandi geta allir misst geðheilsuna. Ég neita að trúa því að lífið sé táradalur og því geta allir lifað góðu lífi ef þeir reyna að halda í vonina og rétta hugarfarið.“ „Ég hef fengið ofsa kvíðakast og grátbeðið um að vera lagður inn á spítala þar sem sársaukinn var svo yfirþyrmandi að ég óttaðist að líðan mín myndi bitna á börn- unum. Í fyrra skiptið fékk ég að leggjast inn en í hitt skipt- ið var mér boðið að leggjast inn í fangelsi. Sem ég þáði. Notkun tauga- og geðlyfja árin 1995–2010 á Íslandi Magn lyfjaneyslu er mælt í fjölda DDD (Defined Daily Dose) þ.e. skilgreindra dagskammta lyfja á 1.000 íbúa á dag. Heimild: Lyfjastofnun. 1995 1996 1997 1998 1999 200 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 163,7 176,5 191,7 206,7 220,2 238,4 249,2 263,0 272,7 284,3 298,0 298,0 311,3 313,8 319,3 331,6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.