Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Síða 26
K
atrín Júlíusdóttir iðnaðar-
ráðherra steig á dögunum
stórt skref sem gefur von um
að Ísland verði siðbætt. Ráð-
herrann fjarlægði á heilu brettu mis-
vel þokkaða stjórn Byggðastofnunar
og skipaði þess í stað stjórnarmenn á
faglegum grunni. Meðal þeirra sem
lentu í siðbótarkvörn ráðherrans eru
ráðherrasonurinn Bjarni Jónsson og
Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráð-
herra og forseti Alþingis. Báðir þess-
ir aðilar hafa verið umdeildir vegna
þeirrar velþóknunar sem þeir njóta
af hendi hins opinbera.
Eins og DV hefur greint ítarlega
frá hefur Sturla setið beggja vegna
borðsins. Sú volaða stofnun sem
hann stýrði lánaði stórfé til einka-
fyrirtækisins Ökugerðis Íslands,
sem Sturla stjórnar líka. Einkafyrir-
tæki Sturlu hefur að markmiði að
koma upp ökukennslu í hrauninu á
Reykjanesi. Sturla segist hafa vikið
af fundum við afgreiðslu mála sem
snúa að einkafyrirtækinu. Það breyt-
ir ekki þeim spillingarfnyk sem legg-
ur af öllu málinu. Það var farsælt af
Katrínu ráðherra að losa skattgreið-
endur og Byggðastofnun við þann
mann.
Rekstur Byggðastofnunar er í
kaldakoli. Milljarða vantar til að hún
geti skilað því hlutverki sínu að efla
byggð víðar á landinu en í hraun-
inu á Reykjanesi. Sú stjórn sem var
fjarlægð var pólitískt skipuð með til-
heyrandi hrossakaupum. Stofnunin
er á forræði iðnaðarráðherra sem þó
hafði lítil sem engin tök á því að hafa
áhrif á hvernig stofnuninni var beitt.
Pólitísku gæðingarnir fóru sínar eig-
in leiðir með þeim sýnilegu afleið-
ingum að stofnunin var í aðra rönd-
ina siðlaus og stefnulaust rekald.
Framganga Vinstri grænna í
þessu máli er með endemum. Þessi
samstarfsflokkur Katrínar ráðherra
hefur lagst harkalega gegn stjórn-
arskiptunum. Allur þingflokkur-
inn ályktaði í þá veru að ráðherra
byggðamála hefði gengið út fyrir öll
mörk með því að fjarlægja gamla Ís-
land úr Byggðastofnun. Þetta gerist
þótt Katrín hafi í vor látið samstarfs-
flokkinn vita með tölvuskeyti um
áform sín og ítrekað þau síðsumars
án þess að fá viðbrögð fyrr en allt
var um seinan. Aðgerðir ráðherrans
til siðbótar eru ljós í myrkri inngró-
innar íslenskrar spillingar. Það er
ástæða til að óska Katrínu til ham-
ingju með það heillaspor sem hún
steig í þágu siðbótar Íslands. Vinstri
grænir verða jafnframt að hugsa sinn
gang vandlega. Stjórnmálaaflið sem
þóttist vilja gera Ísland betra er kom-
ið í ógöngur og er vart stjórntækt
lengur vegna blindu á rétt eða rangt.
Spillingaröflum verður að eyða. Ef
allir ráðherrar hugsuðu eins og Katr-
ín yrði Íslandi betur borgið en áður.
26 | Umræða 26.–28. ágúst 2011 Helgarblað
tryggvagötu 11, 101 reykjavík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Siðbót katrínar
Leiðari Reynir Traustason ritstjóri skrifar:
Atli fundinn
n Nokkrar áhyggjur hafa dúkkað upp
vegna þess að fátt hefur heyrst af
óháða þingmanninum Atla Gíslasyni
í sumar. Þing-
maðurinn stýrði
nefnd þeirri sem
skipulagði lands-
dóm yfir Geir H.
Haarde, fyrrver-
andi forsætis-
ráðherra. Hermt
er að þingmað-
urinn hafi talið
að nefndarstarfið yrði honum til
mikils vegsauka en svo varð þó ekki.
Hrökklaðist Atli í sumarfrí. Stuðn-
ingsmönnum hans til gleði dúkkaði
hann upp í Bítinu á Bylgjunni um
miðja viku. Atli er því fundinn.
Vinsæll skúrkur
n Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri
ÍNN, hefur svo sannarlega slegið
í gegn eftir að hann var dæmdur
í fangelsi fyrir skattsvik. Hann er
reglulega í álits-
gjöf í þættinum
Reykjavík síð-
degis þar sem
hann vegur og
metur mann-
kosti stjórn-
málamanna og
annarra. Þannig
uppnefndi hann
Guðmund Steingrímsson og kall-
aði framsóknarhomma. Ráðherrar
og fulltrúar ríkisins, sem Ingvi var
dæmdur fyrir að hlunnfara, streyma
í viðtöl til hans. Á meðal þeirra sem
mætt hafa eru Árni Páll Árnason efna-
hagsráðherra og Katrín Júlíusdóttir
iðnaðarráðherra.
Bjarni bjargar sér
n Fæstir botna í þeim viðsnúningi
Bjarna Benediktssonar, formanns
Sjálfstæðisflokksins, að vilja hætta
við að leyfa þjóðinni að taka afstöðu
til aðildar að ESB. Innan Sjálfstæð-
isflokksins er sú skýring gjarnan á
takteinum að Bjarni hafi fundið sig
knúinn til að koma þannig til móts
við öfgaöfl í flokknum. Þar ráði ekki
síst að jákvæð afstaða formannsins
til að semja um Icesave hafi veikt
hann mjög. Hörð andstaða við ESB
sé því einungis til að bjarga eigin
skinni og tryggja endurkjör sem for-
maður.
Ekki Bingi
n Björn Ingi Bjarnason, fangavörður
og formaður Önfirðingafélagsins og
Hrútavinafélagsins, hefur verið ráð-
inn kynningarfulltrúi Vestfirska for-
lagsins sem heldur úti öflugri útgáfu
á bókum sem
tengjast Vest-
fjörðum. Björn
Ingi á rætur vest-
ur á fjörðum en
hann ólst upp á
Flateyri og hefur
haldið tryggð við
þann stað síðan.
Nafni hans, Björn
Ingi Hrafnsson vefkóngur, er einnig
alinn upp á Flateyri að hluta. Það
vakti því athygli þegar vefur hans,
eyjan.is, hlekkjaði á frétt með fyrir-
sögninni ,,Björn Ingi til Vestfirska
forlagsins“. Héldu þá einhverjir að
Bingi hefði gefist upp á vefmiðlun-
um en svo er þó ekki.
Sandkorn
E
itt sinn borguðum við tíund til
kirkjunnar, eða tíu prósent af
öllu. Nú borgum við tuttugu
prósent af öllu í vexti til bank-
anna. Þau tíðindi eru orðin að bank-
arnir eru kirkja nútímans og trúar-
brögðin eru neysluhyggja.
B
ankarnir eru nánast almátt-
ugir. Jesús tók fimm brauð og
tvo fiska og mettaði þúsund-
ir manna með töfrabrögðum
sínum. Bankarnir seldu óveiddan fisk
í sjónum. Og eftir að allur óveiddur
fiskur í sjónum var seldur fengu þeir
sem keyptu hann lán út á óveidda
fiskinn. Þannig urðu til miklu meiri
verðmæti en þegar Jesús margfald-
aði tvo fiska. Betri eru tveir fuglar í
hendi en einn í skógi. Nú er óveiddur
fiskur og lán út á óveiddan fisk mik-
il auðlegð í bókhaldi bankanna. Þess
vegna er ekki hægt að veita þjóðinni
eignarrétt yfir óveiddum fiski. Bank-
inn segir, að eftir 15 ár þegar óveidd-
ur fiskur verður almannaeign, muni
enginn fiskur verða veiddur.
A
llt kemur frá bankanum og á
endanum tekur bankinn allt.
Ef bankinn tapar tapar þú.
Ef bankinn græðir græðir þú.
Þess vegna er það svo, að almenn-
ingur tapar stórfé á því að eignast
óveidda fiskinn. Birtingarmyndir
bankans eru alls staðar. Án bankans
skapast engar tekjur. Bankinn er allt-
umvefjandi. Í upphafi var bankinn.
Og bankinn var Guð. Án bankans er
ekkert.
B
ankinn skapar peninga.
Hann getur lánað tíu sinnum
meira en hann á. Í húsi bank-
ans eru margir þjónustu-
þættir. Hann leiddi okkur í gegnum
eyðimörkina og veitti okkur lán.
Vegir hans eru órannsakanlegir.
Bankaleynd tryggir að bankinn er
alsjáandi og alvitur, ólíkt okkur hin-
um. Bankinn er Guð nútímans. Hér
eru boðorð hans:
1. Ég er lánardrottinn þinn sem fjár-
magnaði húsnæðið þitt. Þú skalt ekki
aðra banka hafa. Hafir þú ekki nógu
marga þjónustuþætti innan bankans
þíns borgarðu hærri vexti.
2. Þú skalt ekki leggja nafn bankans
við hegóma, annars verður þér stefnt
fyrir höfundarréttarbrot eða meið-
yrði.
3. Minnstu þess að vinna á hvíldar-
deginum til að fá borguð yfirvinnu-
laun svo þú greiða megir yfirdrátt-
arvextina.
4. Heiðra skaltu föður þinn og
móður þína. Engir eru betri ábyrgð-
armenn að lánum en foreldrar.
5. Þú skalt ekki morð fremja, nema
viðkomandi hafi keypt launavernd
hjá bankanum sem tryggir áfram-
haldandi launagreiðslur í sjö ár eft-
ir andlát, sem lágmarkar fjárhags-
legt tjón aðstandenda hins myrta.
6. Þú skalt ekki drýgja hór að und-
angengnum kaupmála.
7. Þú skalt ekki stela. Ef bankinn
þinn stelur skal það nefnast vextir
eða verðtrygging.
8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn
náunga þínum, nema þú gegnir
stöðu upplýsingafulltrúa bankans.
9. Þú skalt girnast hús náunga þíns.
10. Þú skalt girnast konu náunga
þíns, bíl hans, föt hans, glingur og
græjur, og allt það sem náungi þinn
á.
Kannski hljómar þetta eins og Sat-
an frekar en Guð, en við lifum í hans
ríki, hvor sem hann er, og fylgjum
hans reglum.
Bankaorðin tíu
Svarthöfði
U
m daginn fóru bresk ung-
menni útí óeirðir og mót-
mæli sem fengu eiginlega
á sig afþvíbara-stimpil. En
undirrótin nærist eflaust ekki ein-
vörðungu á skemmdarfíkn og árás-
arhneigð. Hvatinn er ábyggilega
sóttur í hinn almenna yfirgang þess
sem gárungarnir kalla markað. En
þegar talað er um stjórntæki mark-
aðarins þá er átt við fyrirbæri sem
heitir peningavald.
Þetta hátterni ungmennanna í
Bretaveldi vakti óskipta fyrirlitn-
ingu, þeirra sem fréttirnar fluttu. Og
ef fréttamiðlar eru skoðaðir, kemur
í ljós, að þar hneykslast menn hver
um annan þveran yfir því að ung-
mennum skuli yfir höfuð koma til
hugar að mótmæla bágu ástandi.
En mig sjálfan hneykslar þó alltaf
annað veifið, hversu sjaldan fólk á
Vesturlöndum mótmælir af hörku.
Óréttlætið er nefnilega svo fárán-
lega augljóst.
Ég hef lengi haldið því fram, að
lýðræði sé ekkert annað en snuð
sem peningavaldið stingur upp í
lýðinn. Okkur er sagt að við fáum
að velja þingmenn; menn sem síð-
an eru sagðir vernda dómsvald, lög-
gjafarvald og framkvæmdavald. En
svo kemur í ljós, að þessum mönn-
um er stjórnað af hinu eina sanna
valdi; peningavaldinu. Og það vald
stjórnar svo auðvitað fjölmiðlum.
Fagrar hugsjónir ná sjaldnast fram
að ganga, því hér í heimi er það pen-
ingavaldið sem alltaf nær að stjórna
öllu.
Skýrt dæmi um ofurvald pening-
anna, opinberast okkur í fréttum af
nýskeðum viðburðum: Þegar leik-
skólakennarar kröfðust launahækk-
unar (á grundvelli réttlætis), básún-
aði fréttamannakórinn, að nú yrði
samfélagið að hækka skatta. En hér
erum við að tala um launahækkun
sem kostar samfélagið ekki nema
örfáar milljónir á ári. En, kæru vin-
ir, þegar menn (sem með réttu ættu
að vera í fangelsi), gera stórfyrir-
tæki gjaldþrota og hirða útúr þeim
alla peninga, þ.e.a.s. þegar tuga, ef
ekki hundraða milljarða kostnaður
fellur á samfélagið, þá má ekki einu
sinni hvísla því að okkur að slíkt kosti
skattahækkanir fyrir samfélagið.
Sjóvá, sparisjóðir og N1 eru dæmi
um andlit á glæpaklíkum sem njóta
verndar alræðisvalds peninganna.
Heimskreppan er afurð græðg-
innar. En væntanlega mun græðgin
ekki ráða för um aldur og ævi. Þjóð-
félagið er dregið áfram á asnaeyrum,
á meðan örfáir peningamenn raka til
sín öllu því sem ætti í raun og veru
að vera til skiptanna. Ríkir verða rík-
ari og arðrændar sálir sameinast í
yndis legri þögn.
Er fagnar sigri fjöldinn sljór
með feigð í lífsins stríði
þá verða asnaeyrun stór
okkar mesta prýði.
Skáldið skrifar
Kristján
Hreinsson
Hinn mikli Mammon„Ég hef lengi haldið
því fram, að lýð-
ræði sé ekkert annað en
snuð sem peningavaldið
stingur upp í lýðinn.
„Aðgerðir ráð-
herrans eru
ljós í myrkri.