Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Page 36
36 | Sakamál 26.–28. ágúst 2011 Helgarblað
A
ð fara út að ganga
með hundinn sinn
er eflaust athöfn sem
veitir hundaeigend-
um mikla ánægju;
maður og ferfætlingur á rölti
í makindum um hverfið sitt á
góðum degi.
Eflaust hefur það verið til-
finningin sem Jacqueline Ross
fann sunnudaginn 30. janúar
2005 þegar hún tölti með ter-
rier-hundinum sínum skammt
frá heimili hennar í New Mills í
Derbyskíri á Englandi.
Jacqueline var tveggja
barna móðir, 44 ára, og var
þetta sennilega alvanalegur
viðburður hjá henni. En lykt-
ir þessa göngutúrs urðu aðr-
ar en ætla mátti því þegar hún
mætti ókunnugum ungum
manni byrjaði tíkin Rosie að
gelta og glefsa eftir manninum.
Skömmu síðar fannst Jacque-
line illa haldin í blóðpolli við
sýkisbakka þar skammt frá.
Hún var með töluverða höfuð-
áverka sem henni höfðu verið
veittir með múrsteini og var
flutt í skyndi á sjúkrahús þar
sem gert var að sárum hennar.
En allt kom fyrir ekki, hún féll í
dá og lést níu dögum síðar.
Dýrkeypt reynslulausn
Þremur dögum eftir líkams-
árásina handtók lögreglan tví-
tugan mann, Ben Redfern-Ed-
wards, og var hann ákærður
fyrir líkamsárás. Ákærunni var
síðan breytt í morðákæru þeg-
ar Jacqueline Ross lést á spít-
ala.
Við upphaf réttarhaldanna
neitaði Ben sök, en saksóknari
í málinu upplýsti að Ben hefði
aðeins þremur dögum fyr-
ir árásina verið veitt reynslu-
lausn af stofnun fyrir unga af-
brotamenn. Ben var á skilorði
eftir að hafa afplánað innan við
helming fjögurra og hálfs árs
dóms sem hann fékk fyrir rán
og aðrar misgjörðir.
Samkvæmt einni kenn-
ingu hafði Ben myrt Jacqueline
til að koma í veg fyrir að hún
ákærði hann fyrir líkamsárás
sem hefði haft í för með sér
fangelsisvist fyrir hann.
Tók enga áhættu
„Eftir að hafa slegið frú Ross á
göngustígnum gekk sakborn-
ingurinn á brott,“ sagði sak-
sóknarinn. „En hann ákvað
að snúa við því hann var á
reynslulausn úr fangelsi og
vildi ekki fara í grjótið aftur.
Hann snéri við og sló hana
með múrsteini. Hann sá til
þess að frú Ross myndi aldrei
geta bent lögreglu á hann.
Hann varð að vera þess fullviss
að hún gæti aldrei bent á hann.
Það voru miklar líkur á því að
hann yrði sendur í fangelsi á
ný. Og honum hugnaðist það
engan veginn.“
Líkt og oft vill verða var það
röð tilviljana sem varð þess
valdandi að Jacqueline og Ben
Redfern-Edwards gengu fram
á hvort annað þennan örlaga-
ríka morgun. Ben var á heim-
leið eftir að hafa eytt nóttinni
í drykkju og gleðskap í tilefni
reynslulausnar hans. Þrátt fyrir
að ekki fyndust líkamlegar vís-
bendingar um að Jacqueline
hefði verið kynferðislega sví-
virt höfðu nærbuxur hennar
og buxur verið dregnar niður
undir hné.
Tólf högg hið fæsta
Síðar viðurkenndi Ben fyrir
foreldrum sínum að hafa ráðist
á Jacqueline: „Hún lét mig ekki
í friði … Ég varð að meiða hana.
Ég sló hana með múrsteini …
Ég hélt bara áfram að slá hana.“
Við réttarhöldin kom í ljós
að Rosie var hjá Jacqueline
þegar hún fannst. Hún hafði
verið slegin að minnsta kosti
tólf sinnum í höfuðið, en var
enn með meðvitund en með
öllu óþekkjanleg.
Hendur hennar og hand-
leggir báru þess merki að hún
hafði reynt að verjast árásinni
og á líkama hennar fundust 69
áverkar; á höfði og bringu.
Hinn 11. nóvember komst
kviðdómur að samhljóða nið-
urstöðu um sekt Bens Redfern-
Edwards. Þegar hann hlýddi
á niðurstöðuna hló hann og
sendi társtokknum aðstand-
endum Jacqueline V-sigur-
merkið.
Enginn nýgræðingur
Ben var enginn nýgræðingur
í afbrotum. Hann hafði hlot-
ið dóm sjö sinnum áður fyrir
rán, líkamsárás, umferðarbrot,
tjón, hótanir og ofbeldisfulla
hegðun og hnífaburð.
Eitt sinn hafði hann hótað
að brjóta hnéskeljar á verslun-
areiganda og hann hafði hlot-
ið fjögurra mánaða dóm fyrir
að henda múrsteini í gegnum
rúðu á indversku veitingahúsi.
Einnig hafði hann gert sér
að skemmtun að festa flugeld
við marsvín og tendra kveikinn
og í annað sinn stal hann gælu-
hamstri og frysti til dauða.
Því má telja ljóst að Ben
Redfern-Edwards var enginn
engill og hann undirstrikaði
það þegar hann var leiddur út
úr dómsalnum því þá notaði
hann tækifærið til að hrækja á
lögregluþjóna og eiginmann
fórnarlambsins.
Ben Redfern-Edwards fékk
lífstíðardóm – tuttugu og tveggja
ára fangelsisvist áður en til greina
kemur að íhuga reynslulausn.
Banvæn
reynslulausn
„Hún lét mig
ekki í friði … Ég
varð að meiða hana.
Ég sló hana með múr-
steini … Ég hélt bara
áfram að slá hana.
n Skapstilltur hrotti fékk reynslulausn snemma n Sex dögum síðar var hann
handtekinn fyrir líkamsárás n Kerfið kostaði tveggja barna móður lífið
Jacqueline
Ross Var
óþekkjanleg
þegar hún
fannst.
Viðvaningur fremur morð
F
östudaginn 11. septem-
ber árið 1874 mælti breski
burstagerðar- og kaup-
sýslumaðurinn Henry
Wainwright sér mót við Harriet
Lane. Harriet Lane var, auk þess
að vera ástkona Henrys, móð-
ir tveggja barna hans. Móts-
staðurinn var geymslan í versl-
un hans við Whitechapel Road
í austurhluta Lundúna og til
að gera langa sögu stutta myrti
Henry ástkonu sína og barns-
móður í geymslunni og gekk
rösklega til verks; hann skaut
hana, skar hana á háls og gróf
líkið í verslunarhúsnæðinu.
Ástæða morðsins var sú
fjárhagslega byrði sem Harriet
var orðin Henry, en fyrir morð-
ið hafði hann neyðst til að finna
henni ódýrara húsnæði í við-
leitni sinni til að draga úr kostn-
aði vegna hennar.
Þannig var mál með vexti
að Henry Wainwright taldi sig
hafa orðspor að hugsa um,
enda nokkuð vinsæll innan
síns hóps, og þegar hann varð
sínkur á fé Harriet til handa tók
hún upp á því að veðsetja ýmsa
hluti, auk þess sem hún hallaði
sér að flöskunni í meira mæli
en áður var raunin.
Henry hafði af því áhyggjur
að hún kynni í ölæði að missa
út úr sér eitthvað sem varpa
kynni skugga á orðspor hans.
Því ákvað hann að grípa til
sinna ráða, sem hann og gerði.
Eftir á gaf hann þá skýringu
að Harriet hefði flutt til Brigh-
ton og sennilega hefði allt
gengið upp ef ekki hefði verið
fyrir gjaldþrot verslunar hans.
Í júlí 1875 neyddist Henry til að
selja vöruhúsið við Whitecha-
pel Road og gerði sér því ferð til
að grafa upp lík Harriet og brá
honum verulega í brún þegar í
ljós kom að það var í ótrúlega
góðu ásigkomulagi.
Hann leitaði til bróður síns,
Thomas, sem hjálpaði honum
að sundurlima líkið og pakka
líkamshlutunum inn. Að því
loknu fékk hann Alfred Phi-
lip Stokes, fyrrverandi starfs-
mann sinn, til að hjálpa sér við
að bera bögglana út í leiguvagn
og hugðist losa sig við þá
annars staðar.
Það hefði Henry bet-
ur látið ógert því á með-
an hann var að útvega
leiguvagn lét Alfred und-
an forvitninni og opnaði
einn böggulinn og fylltist
óhugnaði þegar hann sá
innihaldið.
En Alfred missti ekki stjórn á
sér og þegar leiguvagninn rann
af stað elti Alfred fótgangandi.
Við fyrsta tækifæri hafði hann
samband við lögregluþjón og
bræðurnir voru handteknir.
Thomas fékk fangelsisdóm
vegna aðildar sinnar en Henry
endaði ævina með lykkju um
hálsinn 21. desember 1875.
n Stundum er betur heima setið en af stað farið
Burstagerðarmaðurinn Henry
Wainwright komst ekki upp með morð.
Ben Redfern-
Edwards
Hæddi fjölskyldu
fórnarlambsins
þegar hann
hlýddi á dóminn.