Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Síða 39
Fókus | 39Helgarblað 26.–28. ágúst 2011
Hvað er að gerast?
n GusGus á Nasa
Nú er komið að öðrum tónleikum sveitar-
innar á þessu ári og fara þeir fram á Nasa
við Austurvöll. Söngvararnir Daníel Ágúst,
Urður Hákonardóttur og Högni Egilsson
verða í forgrunni, President Bongo og Biggi
Veira ekki langt undan og Davíð Þór Jónsson
og félagar bregða á leik. Að þessu sinni
verður boðið upp á tvenna tónleika sömu
helgi, annars vegar á föstudegi og hins
vegar á laugardegi. Fyrri tónleikarnir hefj-
ast kl. 23 á föstudagskvöldi og þeir seinni
eru á dagskrá á laugardagskvöldi kl. 21.
n Fönksveinar á Sódómu
Ungir og ferskir stukku þeir fram á Vetrar-
jazzhátíð 2010. Nú koma þeir enn ferskari
nýútsprungnir úr hljóðveri. Tónleikarnir
hefjast kl. 23.00
n Skúli Sverrisson - Sóló í Þjóð-
menningarhúsi
Síðastliðna tvo áratugi hefur Skúli
Sverrisson komið fram með ákaflega fjöl-
breyttum hópi alþjóðlegra listamanna. Nú
gefst loks einstakt tækifæri til að heyra
hann spila einan. Tónleikarnir hefjast
klukkan 17 í Þjóðmenningarhúsi.
n Danilo Perez á Jazzhátíð
Danilo Perez er alinn upp í Panama en
starfar í Bandaríkjunum með helstu
spámönnum alþjóðadjassins. Mörgum er í
fersku minni snilli hans þegar hann lék með
Wayne Shorter á Listahátíð fyrir skömmu
en einnig hefur hann spilað með Dizzy
Gillespie og Arturo Sandoval svo einhverjir
séu nefndir. Tónlist hans, sem kölluð hefur
verið Pan-Amerísk, blandar saman djassi
og suðuramerískri tónlist á einstakan
hátt. Samkvæmt New York Times munu
djassáhugamenn framtíðarinnar átta sig
á því fljótlega að Danilo Perez er meðal
þess besta sem komið hefur fyrir djassinn
á síðustu árum. Tónleikarnir verða haldnir í
Norðurljósasal Hörpu og hefjast kl. 20.00
n Næturklúbburinn 2:35:1
Eftir tónleika GusGus á laugardagskvöldinu
verður bryddað upp á þeirri nýbreytni
að setja upp næturklúbb í samvinnu við
sænska ofurklúbbinn 2:35:1 sem staðsettur
er á Berns í Stokkhólmi. : Það verða þau
Nima Khak, Nihad Thule og dj Margeir (aka
Jack Schidt) sem spila.
n Gullaldardjass
Secret Swing Society og Djangojazztríóið
spila. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 í Þjóð-
menningarhúsinu. Sérstakur gestur: Sigríður
Thorlacius.
n Jóel á Faktorý
Jóel Pálsson spilar tónlist sína af djassplötu
ársins, Horn.
26
ágú
Föstudagur
27
ágú
Laugardagur
28
ágú
Sunnudagur
Þorleifur hefur verið laus við
áfengi og eiturlyf frá því hann leit-
aði sér hjálpar í fyrsta skipti. Jú,
vonin er til. Það á ekki að gefast
upp. Hann er dæmi um mann sem
er hvað? Jú, að slá í gegn í hinum
stóra heimi. Þetta er hægt.
Sýning ársins
Fram á sviðið gengur rúmlega tvítug-
ur maður. Nýútskrifaður leikari frá
leiklistardeild Listaháskóla Íslands.
Hann einbeitir sér að leikstjórn hér
heima. Pólitísk verk svolítið áberandi.
Hann vill út fyrir landsteinana. Hann
kemst inn í virtan leiklistarskóla í
Berlín, Ernst Busch, og nemur leik-
stjórafræði í fjögur ár.
„Ég vissi að þetta væri einn besti
leikstjórnarskóli í veröldinni og það
að stúdera þar gæti opnað dyrnar inn
í þýskt leikhús. Ég hafði lengi verið
heillaður af þýsku leikhúsi, aðferða-
fræðinni og hvernig Þjóðverjar nálgast
verkin. Ég ákvað að reyna á það og at-
huga hvort þeir hefðu áhuga á mér. Ég
hafði búið í Þýskalandi í hálfan vetur
þegar ég var yngri þannig að ég þótt-
ist tala þýsku. Það kom ekki í ljós fyrr
en ég byrjaði í skólanum og texti eftir
þýska heimspekinginn Heid egger var
lagður á borðið að það reyndist vera
misskilningur hjá mér. Ég var m.a. í
tímum í hagfræði og heimspeki en
grunnhugmynd skólans er einföld –
ef maður ætlar að vera listamaður þá
skal maður hafa einhverja sýn á heim-
inn, einhverja afstöðu gagnvart heim-
inum og til að hafa afstöðu þarf maður
að vera upplýstur og til að vera upp-
lýstur þarf maður að mennta sig.“
Tvö ár eru liðin frá útskrift og Þor-
leifur hefur ekki ráðist á garðinn þar
sem hann er lægstur.
„Fyrsta stóra verkefnið var að setja
upp sýningu á Rómeó og Júlíu í St.
Gallen í Sviss sem svo sló í gegn. Það
náðist einhver mistík með uppsetn-
ingunni. Mér tókst að sleppa tökun-
um og fara í æðislegt ferðalag með
hópi af fólki og það myndaðist frábær
stemning. Þarna bráðnuðu grensurn-
ar á milli leikara og fígúru, milli fígúru
og verks og milli verks og áhorfenda.
Það varð til einhver upplifun sem við
svo deildum með áhorfendum.“ Dóm-
ar voru frábærir þó svo að ekki væru
allir sáttir. „Það hrönnuðust upp bréf-
in frá fólki sem varð alveg brjálað og
fólk sagði upp áskrift að leikhúsinu. Ég
var m.a. sakaður um að ráðast á hinn
góða, svissneska smekk. En það bara
sýnir mér að fólki er ekki sama – ekk-
ert er jafnslæmt og sýning sem öllum
er sama um.“
Síðan hefur Þorleifur m.a. leikstýrt
Pétri Gauti en sýningin vann verðlaun
hjá gagnrýnendum sem og áhorfend-
um sem sýning ársins í Þýskalandi,
Sviss og Austurríki.
Þá hefur Þorleifur m.a. leikstýrt Lé
konungi.
„Ég er heppinn að fá svona stór
tækifæri – að setja upp stór verk á
stórum sviðum.“
Honum hefur verið boðið að gerast
listrænn stjórnandi hjá stóru leikhúsi
en hann afþakkaði.
Leðurblakan, Óþelló …
Fram undan? Engu minni verk.
Nokkur stór verk í vetur. Hann leik-
stýrir Móður hugrekki eftir Bertolt
Brecht sem hann setti upp í vor í
Suður-Þýskalandi en sýningin verð-
ur sýnd á alþjóðlegri leiklistarhá-
tíð í Írak í haust. Hann mun leik-
stýra Meistaranum og Margarítu
sem verður sett upp í Tübingen í
Suður-Þýskalandi og eftir það verð-
ur óperettan Leðurblakan sett upp í
óperuhúsinu í Augsburg. „Segja má
að þessi óperetta sé þjóðareign og
andans mjólk; það þekkja hana allir
í Þýskalandi. Uppsetningar á Leður-
blökunni eiga það til að vera íhalds-
samar. Ég ætla að hrista töluvert
mikið upp í henni en þó að halda í
það sem er fallegast í kjarnanum í
henni.“
Þorleifur mun í kjölfarið setja
upp frumflutning í Luzern á nýju
verki byggðu á Grímsævintýr-
um. „Ég get lítið sagt um verkið,
enda situr skáldkonan nú í fjalla-
kofa í Ölpunum og skrifar það. Við
vinnum með tilurð og sögu þessara
ævintýra sem eru samofin þýskum
menningararfi.“
Þorleifur setur síðan upp Óþelló
í St. Gallen í Sviss.
Leitar að kjarnanum
Hvað eiga uppsetningar Þorleifs
sameiginlegar? Hann líkir þeim við
óræða póesíu.
„Ég reyni að skapa andrúmsloft
á æfingum til þess að opna dyr inn
í sköpunina. Sú vinna er nátengd
vinnunni með leikaranum – enda
er vinna þeirra hápunktur leikhúss-
ins. Það eru í raun og veru leikararnir
sem galdra; ég reyni að hjálpa þeim
að ná því fram. Þetta er eins og dans.
Það þarf að vera eitthvert kemestrí.
Auðvitað þarf leikstjórinn að hafa
margt, vera vel lesinn, hafa sýn á
heiminn og hafa einhverju að miðla
en án leikarans kemst það aldrei til
skila.
Ég þyki óþýskur. Ég blanda sam-
an – miklum látum í bland við
hæglát andartök og rokna hlátri
við skerandi sársauka. Dramað og
kómíkin liggja svo ofboðslega ná-
lægt hvort öðru – eru í raun tvær
hliðar á sama peningi – í leikhús-
inu rétt eins og í lífinu. Ég leita að
kjarna hvers verks og reyni svo að
vinna út frá honum. Undirbý mig
gríðarlega vel og skipulega en er
svo reiðubúinn að kasta öllu og
treysta á ferðalagið. Ég er ekki séní
og ég er ekki snillingur og ég þurfti
að vinna rosalega fyrir öllu sem ég
kann. Ég er að læra; ég hef þurft að
læra og ég ætla að halda áfram að
læra.“
Þorleifur segist skapa einhvers
konar heim með samstarfsfólki
sínu. „Hann þarf ekkert að vera
tengdur raunveruleikanum. Leik-
húsið er simbólískt. Það er hug-
lægt. Það er svo leiðinlegt þegar
það þykist vera raunveruleiki. Það
er ekki raunveruleiki. Það er blekk-
ing sem liggur til grundvallar leik-
húsinu. Heimurinn er alveg nógu
fullur af raunveruleika. Leikhúsið
er svar við þrúgandi raunveruleik-
anum; leikhúsið er galdrastaður.“
Skapar heima
Þorleifur segir það vera gaman að fá
að skapa heima og sjá þá verða til;
leiða fólk í vinnuferli sem endar sem
upplifun fyrir kannski mörg þúsund
manns. „Ég vinn við það sem ég elska
að gera og ég er ótrúlega þakklátur
fyrir að fá að starfa við eitthvað sem
er jafngefandi. Þetta er líka ofboðs-
lega krefjandi starf og það er bara
hægt að sinna því ef maður er tilbú-
inn til að gefa sig allan í það. Maður
þarf að glíma við gagnrýni. Ég stend
frammi fyrir því að allt sem ég geri
endar frammi fyrir klappi eða púi.
Það er mikil pressa og það reynir á að
leyfa henni ekki að stjórna ferðinni,
að frelsa sig undan oki ímyndaðr-
ar frægðar, velgengni eða væntinga.
Hlutverk mitt er að gefa leikurunum
svo að þeir geti gefið áfram.“
Á sviðinu er ungur maður. Glað-
legur. Hamingjusamur. Framtíðin
virðist brosa við honum.
Hann gengur öruggum skrefum
út í sólskinið.
Svava Jónsdóttir
Dramað og kómíkin „Ég blanda saman – miklum látum í bland við hæglát andartök og
rokna hlátri við skerandi sársauka. Dramað og kómíkin liggja svo ofboðslega nálægt hvort
öðru – eru í raun tvær hliðar á sama peningi – í leikhúsinu rétt eins og í lífinu.“
„Ég var í verulega
vondum málum
um tvítugt. Nú dugðu
efnin ekki lengur til þess
að bæla niður óttann og
óhamingjuna. Það stefndi
allt í það að ég myndi
kasta lífi mínu á glæ.
Afmælishátíð á Akureyri
n Akureyrarvaka er haldin er síðustu helgina í ágúst í tilefni afmælis Akureyrarbæjar
A
kureyrarvaka er bæjarhátíð
sem haldin er síðustu helgina
í ágúst í tilefni afmælis Akur-
eyrarbæjar, 29. ágúst. Setn-
ing Akureyrarvöku verður að venju
í Lystigarðinum á föstudagskvöldi.
Garðurinn verður með rómantískum
blæ, upplýstur og fallegur.
Veittar verða viðurkenningar fyrir
fallegustu garða bæjarins og bestu
matjurtagarðana. Á göngu um garð-
inn munu gestir rekast á salsadans-
ara, álfar bjóða til veislu, tónlist og
hlýleiki umvefur garðinn.
Óperutöfrar
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
hefur starfsár sitt með töfrum óper-
unnar í Hofi þann 26. ágúst. Tón-
leikarnir hefjast kl. 20.00 og á þeim
sameina krafta sína undir stjórn
Guðmundar Óla Gunnarssonar,
Helga Rós Indriðadóttir, Sigríður Að-
alsteinsdóttir, Gissur Páll Gissurar-
son og Ágúst Ólafsson.
Á efnisskránni eru valin atriði úr
óperunum La Boheme, Toska, Rak-
aranum frá Sevilla, Tannhauser og
Carmen.
Bítladrengir og Egill Ólafs
Bítladrengirnir blíðu ásamt Agli
Ólafssyni og Gunnari Þórðarssyni
flytja allt það besta frá bestu hljóm-
sveitinni, Bítlunum, á Græna hatt-
inum. Tónleikarnir hefjast klukkan
22.00 á föstudagskvöldi.
Afmælistónleikar Björgvins
Afmælistónleikar Björgvins Hall-
dórssonar verða haldnir kl. 17.00 og
21.00 á laugardag í Menningarhús-
inu Hofi.
ODDdesign og nágrannar
„Við kölluðum þetta samstarf suðu-
pott í byrjun og að okkar mati hef-
ur okkur tekist að búa til þennan
suðupott,“ segir Helga Mjöll Odds-
dóttir fatahönnuður sem hannar
undir nafninu ODDdesign. Vinnu-
stofa og verslun Helgu Mjallar er til
húsa á annarri hæð á Ráðhústorgi 7
á Akureyri en í apríl tóku fjögur fyrir-
tæki sig saman og hófu starfsemi í
húsnæðinu á sama tíma. Þetta eru,
auk ODDdesign, fatahönnunarmerk-
ið Múndering, Guðrún Hrönn fótóg-
rafía og Breyta arkitektar en hópurinn
ætlar að taka virkan þátt í Akureyr-
arvöku sem fram fer um helgina. Í
boði verður tískusýning ODDdesign,
sýning á hugmyndavinnu hönnuða
Breyta arkitekta fyrir Lystigarðinn á
Akureyri, ljósmyndasýning auk þess
sem allar vinnustofurnar verða opn-
ar gestum og gangandi.
Afmælistónleikar á Akureyrarvöku
Björgvin Halldórsson heldur afmælis-
tónleika í Hofi á laugardaginn.