Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Qupperneq 8
8 Fréttir 14.–16. desember 2012 Helgarblað Falla ekki undir upplýsingalög n Ekki stendur til að víkka gildissvið laganna svo mikið að það taki einnig til einkaaðila J óhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra telur það ekki koma til álita að færa gildis- svið upplýsingalaga yfir á banka, fjölmiðla, olíufélög, tryggingafélög, verslunarsam- steypur og önnur stórfyrirtæki sem hafa mikla eða ráðandi markaðs- hlutdeild. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Atla Gíslasonar þingmanns um til- lögu að nýjum upplýsingalögum. Jóhanna hefur lagt til í frumvarpi til nýrra upplýsingalaga, sem liggur fyrir í þinginu, að lögin taki til allr- ar starfsemi lögaðila sem eru að 51 prósents hluta eða meira í eigu hins opinbera. Fyrirtæki í eigu op- inberra aðila en eru í samkeppnis- rekstri falla hins vegar ekki undir nýju lögin, nái frumvarpið fram að ganga. Frumvarpið er nú til umfjöll- unar í stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd en erfitt er að spá fyrir um hvenær þingið fær það til annarr- ar umræðu. Frumvarpið þarf, líkt og önnur frumvörp, að fara í gegn- um þrjár umræður á þingi áður en hægt er að samþykkja það. Megintilgangur upplýsinga- laganna er að auka gagnsæi í ís- lensku stjórnsýslunni. Fyrstu lögin voru sett árið 1996 en endur- skoðun þeirra hefur staðið fyrir dyrum allt frá því að ný ríkisstjórn tók við í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Lögin gera opinber- um aðilum skylt að afhenda upp- lýsingar sem liggja fyrir. Talsverð- ar takmarkanir eru þó á lögunum en eins og fjallað var um í DV í síð- ustu viku er hægt að bera því við að of flókið sé að sækja upplýsingarn- ar. Þá er Alþingi undanskilið í lög- unum auk allra upplýsinga sem gætu varðað almannahagsmuni og fleira. n adalsteinn@dv.is É g er bara vongóð. Von- ast eftir því besta en bý mig undir það versta,“ segir Ragna Erlendsdóttir. Á miðvikudag fór fram aðalmeðferð í Héraðs- dómi Reykjavíkur í máli hennar gegn Barnavernd Reykjavíkur en Ragna kærði nefndina vegna þess að hún er ósátt við að hafa verið svipt um- sjón yfir dætrum sínum, 3 og 9 ára. Ella Dís, 6 ára dóttir hennar, er á Rjóðrinu en í byrjun þessa árs upp- götvaðist genagalli sem Ella þjáist af og kann að vera orsök óútskýrðra veikinda sem hún hefur barist við frá því hún var rúmlega eins árs, en Ella Dís fæddist heilbrigð. Rjóðrið er hvíldarstaður fyrir langveik börn og óvíst er hvort Ella Dís fái að búa hjá móður sinni en að sögn hennar vill barnaverndarnefnd að Ella Dís búi á Barnaspítala Hringsins. Neitar vanrækslu Ragna reyndi að leita sátta við barna- verndarnefnd tvisvar sinnum að beiðni dómara áður en málið var tekið fyrir í héraðsdómi. Ragna er sökuð um að vanrækja dætur sínar, 3 og 9 ára vegna veikinda Ellu Dísar. Hún segir það af og frá; hún hafi gert sitt besta til þess að stelpurnar væru öruggar og skorti ekki neitt. „Þetta er í mesta lagi lágmarksvanræksla sem foreldrar allra langveikra barna þekkja. Veika barnið fær mestu athyglina en ég hef reynt mitt besta og alltaf passað upp á að þær séu öruggar og þær hafi ekki skort neitt,“ segir Ragna. Barnaverndarnefnd telur þó að mikið rótleysi hafi ein- kennt líf stúlknanna en í lok síðasta árs fór Ragna með allar dæturnar af landi brott til þess að leita lækninga fyrir Ellu í Bretlandi. Við tók langt dómsmál þar úti en faðir stelpn- anna fór með þær heim til Íslands í febrúar gegn vilja Rögnu á þeim tíma og þær dvöldu hjá ættingjum sínum hérlendis, líkt og þær gera nú. Ragna flaug þá á milli Englands og Íslands til þess að vera hjá stúlkunum til skiptis. Ætlar alla leið „Ef ég vinn þetta ekki þá er það bara Hæstiréttur og ég er tilbúin að fara með þetta alla leið út; fyrir Mann- réttindadómstólinn. Það er verið að brjóta á okkur með þessu,“ seg- ir Ragna. Hún býr hjá ömmu sinni og afa um þessar mundir. Ragna sagði frá því í viðtali við DV á föstu- dag að hún hefði ekki efni á að leigja á almennum markaði og hefði ekki verið boðin íbúð sem henti Ellu Dís hjá félagsmálayfirvöldum. Hún vilji fá dætur sínar aftur í sína umsjá til þess að geta hafið nýtt líf; nú þegar Ella sé loks komin með greiningu. „Við fáum niðurstöðu fyrir jól. Það er erfitt að bíða en vonandi verður biðin til góðs,“ segir hún. Ragna fær að vera með öllum dætrunum um jólin. „Ella fær að koma heim af spít- alanum 24. og vera í eina nótt og svo aftur 31. og vera þá til 2. janúar. Stelpurnar verða allar hjá mér yfir jólin,“ segir Ragna ánægð, en faðir stúlknanna verður líka með þeim en hann hefur ekki séð dæturnar í langan tíma. n „Ég er vongóð“ n Aðalmeðferð í máli Rögnu gegn barnaverndarnefnd í héraðsdómi „Þetta er í mesta lagi lágmarks- vanræksla sem foreldrar allra langveikra barna þekkja Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Vongóð Ragna er vongóð um að fá umsjón yfir dætrum sínum aftur. Ný lög Jóhanna hefur lagt fram frumvarp til nýrra upplýsingalaga. MyNd Sigtryggur Ari Ásókn í flug til Eyja Mikil ásókn er í flug til Vestmanna- eyja þessa daga. Flugfélagið Ernir, sem sinnir áætlunarflugi á milli lands og Eyja, hafur ákveðið að bæta við flugferðum í dag, föstu- dag. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá flugfélaginu. Þar segir einnig að til standi að bæta við fleiri flugferðum til Vestmanna- eyja um helgina ef eftirspurn verð- ur áfram mikil. „Fólk er hvatt til að bóka tímanlega og spyrjast fyrir um aukaflug ef allt er orðið fullt í þau flug sem beðið er um,“ seg- ir í tilkynningunni. Flugfélagið hóf áætlunarflug til Eyja árið 2010 þegar Flugfélag Íslands hætti áætl- unarflugi þangað. Umboðslaus samkunda „Stjórnlagaráð var algjörlega um- boðslaus samkunda. Hún var ekkert lík þjóðinni hvað varðar bakgrunn, menntun eða annað,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórn- málafræði, í viðtali við Morgunblað- ið á fimmtudag. Þar gagnrýnir hann stjórnlagaráð og ferlið í kringum undirbúning nýrrar stjórnarskrár. Hann gagnrýnir einnig framgöngu stjórnvalda í málinu og að málið hafi strax farið í þjóðaratkvæða- greiðslu. „Síðan að demba þessu máli í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en hin efnislega umræða hefur farið fram um það er að mínu viti og í þeim fræðum sem ég stunda dæmi um misnotkun á þjóðaratkvæða- greiðslum.“ Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur og fyrrverandi stjórn- lagaráðsfulltrúi, gefur lítið fyrir stað- hæfingu Gunnars Helga sem hann segir líka lýsa lítilli virðingu fyrir lýðræðinu. „Þetta er fráleit staðhæf- ing,“ segir hann. Íslendingur til Filippseyja Lárus Björnsson úr Björgunar- sveit Hafnarfjarðar og Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni (ÍA) er nú á leið til Filippseyja þar sem fellibylurinn Bopha gerði mikinn usla í síðustu viku. Lárus verður hluti af viðbragðsteymi Nethope, sem eru regnhlífarsamtök 37 stærstu hjálparsamtaka heimsins og sérhæfa sig í fjarskiptum og tölvutækni á tjónasvæðum. Mun teymið sjá um að koma fyrstu fjar- skiptatækjunum á vettvang auk þess að framkvæma þarfagreiningu og meta aðstæður út frá fjarskipta- sjónarmiði á þeim svæðum er verst urðu úti. Eftir fellibylinn hefur allt rafmagns- og fjarskiptakerfi á svæðinu legið niðri og reiknað er með að það geti tekið allt að einn mánuð að koma því aftur í gang. Á Filippseyjum urðu yfir fimm milljón mans fyrir barðinu á felli- bylnum Bopha þegar hann reið yfir landið í síðustu viku. Um 740 manns hafa þegar fundist látin og tæplega 900 er enn saknað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.