Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Qupperneq 12
12 Fréttir 14.–16. desember 2012 Helgarblað Í verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ á algengri matvöru sem er í boði í kringum jólahátíðina kom í ljós að lægsta verðið var oftast í Bónus. Verðlagseftirlitið kann- aði 99 vörutegundir og af þeim var Bónus með lægsta vöruverðið í 37 tilvikum. Verslunin Iceland var næst oftast með lægsta verðið eða í 29 tilvikum. Hagkaup var hins vegar á hinum enda listans. Þar var hæsta verð í 41 tilviki af 99. Í 22 tilvikum var vöru- verð hæst í Nettó en Fjarðarkaup og Samkaup-Úrval voru jafn oft með hæsta verðið eða í 18 tilvikum. Þetta kemur fram í tilkynningu Verðlagseftirlitsins. Mestur verðmunur mæld- ist á fersku rósakáli. Það var dýr- ast hjá Nettó, á 498 krónur kíló- ið, en var ódýrast hjá Bónus, á 258 krónur kílóið. Þá var einnig mikill verðmunur á jólaostaköku frá MS. Hún var dýrust hjá Hagkaupum, á 1.298 krónur kílóið, en ódýrust hjá Bónus, á 953 krónur kílóið. Í tilkynningunni kemur einnig fram að Nóatún hafi ákveðið að taka ekki þátt í verðlagskönnun ASÍ. Bætist verslunin því í hóp með Víði og Kosti. Verðkönnunin fer þannig fram að hilluverð vöru er skráð nema þegar afsláttur eða tilboðsverð af merktu verði er veittur við kassa en þá var það tekið inn í útreikninginn. Ástæðan fyrir þessu er að hilluverðið er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um, inni í búðinni, að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Meðal þeirra 99 vara sem Verð- lagseftirlit ASÍ kannaði voru kjöt- vörur, mjólkurvörur, kökur, konfekt, drykkjarvörur, grænmeti og ávextir. Rétt er að taka fram að um beinan verðsamanburð var að ræða og er ekki lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. n Bankastjórinn heldur Actavis-bréfum sínum n Bankastjóri Landsbankans á hlut í þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi S teinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, heldur eftir hlutabréfum sínum í sam- heitalyfjafyrirtækinu Actavis eftir kaup bandaríska lyfja- fyrirtækisins Watson á því fyrr á ár- inu fyrir um 700 milljarða króna. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Krist- jánssonar, upplýsingafulltrúa Lands- bankans, við fyrirspurn DV um málið. Steinþór er fyrrverandi starfsmaður Actavis. DV hefur heimildir fyrir því að einhverjir af fyrrverandi starfsmönn- um Actavis hafi selt hlutabréf sín í fé- laginu við yfirtöku Watson á félaginu. Líkt og DV greindi frá fyrr á árinu seldi Steinþór hlutabréf í Actavis fyrir rúmlega 230 milljónir króna haustið 2007. Fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator, keypti þá samheitalyfjafyrirtækið með lánveitingu frá þýska bankanum Deutsche Bank. Steinþór átti þá tæp- lega 2,6 milljónir hluta í Actavis. Hann hafði eignast rúmlega milljón hluti sem flokkuðust sem beinn eignarhluti og eins átti hann kauprétti upp á rúm- lega 1,5 milljónir hluta. Novator keypti bréf Steinþórs á genginu 1,07 evrur á hlut, eða 89,53 krónur miðað við gengi þess tíma. Eignaðist bréf sem starfsmaður Steinþór hafði eignast þessi bréf á hagstæðu vegna þess að hann var starfsmaður Actavis. Hann starfaði hjá Actavis í átta ár áður en hann settist í stól bankastjóra Landsbank- ans. Gengi hlutabréfa í Actavis var í kringum 10 á hlut árið 2002 þegar Steinþór hóf störf hjá félaginu. Í opin- berum tilkynningum frá Actavis um kauprétti starfsmanna í fyrirtækinu á árunum fyrir hrunið kemur fram að Steinþór keypti hluta bréfanna á genginu 38,5 og annan hluta á genginu 59,5. Mismunurinn á kaup- og sölugenginu á hlutabréfum Stein- þórs í Actavis var því umtalsverður. Ætla má að Steinþór hafi hagnast um að minnsta kosti vel á annað hundrað milljónir króna þegar hann seldi bréfin. Keypti bréfin aftur Steinþór keypti svo aftur hlutabréf í Actavis fyrir um 230 milljónir króna eftir að Björgólfur Thor Björgólfs- son hafði yfirtekið félagið um haustið 2007, samkvæmt svari frá Kristjáni Kristjánssyni í Landsbankanum. Það eru þessi bréf sem Steinþór á enn þann dag í dag. Í byrjun nóvember síðastliðinn var tilkynnt að samruni Actavis og Watson hefði verið samþykktur af samkeppnisyfirvöldum í Bandaríkj- unum. Hið sameinaða félag er þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi og er með tekjur upp á 760 milljarða króna. Miðað við þau svör sem DV fær á Steinþór hlut í þessu sameinaða fé- lagi. n „Steinþór keypti svo aftur hluta- bréf í Actavis fyrir um 230 milljónir króna eftir að Björgólfur Thor Björgólfs- son hafði yfirtekið félagið. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Seldi og keypti aftur Steinþór Pálsson seldi hlutabréf sín í Actavis um haustið 2007 en keypti bréfin svo aftur. Hann á þessi bréf ennþá eftir sameiningu félagsins við Watson, samkvæmt svari frá Landsbankanum. Matvara í Bónus oftast ódýrust n Mikill verðmunur á jólaostaköku Oftast ódýrust Bónus var með lægsta vöruverðið í 37 tilfellum í verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ. Mynd RóbERt REyniSSOn Guðmundur í Kraganum Þingmaðurinn Guðmundur Stein- grímsson kemur til með að leiða lista Bjartrar framtíðar í Suðvest- urkjördæmi í komandi kosning- um. Freyja Haraldsdóttir, fyrr- verandi fulltrúi í stjórnlagaráði, skipar annað sæti listans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum en ákveðið var á fundi fjörutíu manna stjórnar flokksins hverjir kæmu til með að leiða lista flokksins í kjördæmunum sex. Ekki hefur verið gefið upp hverjir leiða lista flokksins annars staðar. Breyta útliti tóbakshorna Unnið er að því að breyta út- liti neftóbakshorna ÁTVR. Af þessum sökum hafa neftóbaks- hornin ekki verið fáanleg um nokkurra vikna skeið. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðar- forstjóri ÁTVR, segir í samtali við Viðskiptablaðið að um tímabundið ástand sé að ræða á meðan umbúðirnar eru endurhannaðar. Segir hún að stilla þurfi vélar vegna nýrra móta. Með nýju umbúðunum er ætlað að tryggja að nef- tóbakið verði innsiglað. Mikil eftirspurn er eftir vörunni og seldust um þrjátíu tonn á síð- asta ári, samkvæmt Viðskipta- blaðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.