Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 18
18 Fréttir 14.–16. desember 2012 Helgarblað
Í
DV á mánudag var greint frá því
að feitar konur eigi erfiðara upp-
dráttar á vinnumarkaði en konur
í kjörþyngd, að atvinnuleysi hefði
verið meira á meðal þeirra fyr-
ir hrun og að eftir hrun hefði þeim
frekar verið sagt upp samkvæmt ís-
lenskum rannsóknum. Þá var einnig
greint frá niðurstöðum erlendra
rannsókna sem sýna að þær fá síð-
ur stöðuhækkanir og fá lægri laun
en konur í kjörþyngd. Sami munur
finnst ekki á meðal kvenna sem eiga
við áfengisvandamál að stríða og
þeirra sem drekka ekki og kvenna
sem reykja og þeirra sem reykja ekki
og hann finnst ekki á meðal karla.
Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðing-
ur, benti á að niðurstöður þessara
rannsókna sýni að hér á landi eigi
sér stað mismunun gagnvart feit-
um konum og vill hún að þær fái
vernd í stjórnarskrá Íslands. Harpa
Kristjánsdóttir tekur undir það að
hér eigi sér mismunun stað og seg-
ist hafa fundið hvernig viðhorfin
gagnvart henni breytast eftir holda-
farinu.
Sat fyrir nakin
Harpa er málsvari líkamsvirðingar
en hún er ein af þeim konum sem sat
nakin fyrir í auglýsingaherferð Bað-
hússins fyrir nokkrum árum þegar
konur í öllum stærðum og gerðum
voru fengnar til þess að sitja fyrir. Sú
reynsla hafði mikil áhrif á hana. „Ég
sótti um af því að það hefur oft pirrað
mig að í flestum auglýsingum eru bara
mjóar konur. Þegar þetta kom upp
ákvað ég að sækjast eftir því að taka
þátt. Viðbrögðin voru mikil og flest
góð en að sama skapi stuðaði ég fólk
með þessu. Myndin fór verulega fyrir
brjóstið á mörgum af því að ég var feit.
Fólki fannst ég of feit og því þótti það
óþægilegt og varð vandræðalegt. Mér
fannst það svo sorglegt, því þetta var
bara mynd, hvorki meira né minna,
en það var eins ég hefði varpað hand-
sprengju.
Seinna grenntist ég þannig að ég
hef fundið hvernig viðhorf gagnvart
mér breytast eftir þyngdinni,“ segir
Harpa og tekur dæmi. „Ég hef farið til
lækna sem hafa byrjað á að segja mér
að ég þurfi að léttast þótt ég hafi leitað
til þeirra af öðrum ástæðum. Ég tel að
fólk sem er of þungt fái mjög oft aðra
þjónustu því það er alltaf einblínt á
það hvernig það lítur út. Það er oft gert
ráð fyrir því að feitt fólk sé heilsuminna
en annað. Þess vegna fær það ekki eins
góða skoðun og ella, því það er talið að
allt muni lagast ef það grennist.“
Grenntist allt of hratt
Harpa hefur verið of þung frá því
að hún man eftir sér. „Ég man
ekkert eftir mér öðruvísi og mig
dreymdi alltaf um að verða mjó.
Svo grenntist ég mikið, um 45 kíló
á níu mánuðum, og það hafði ekki
góð áhrif á líkamann. Ef ég hefði
vitað þá það sem ég veit núna
hefði ég kannski gert þetta hægar.
Ég vissi bara ekki betur og var
brjálæðislega kappsöm, þú getur
rétt ímyndað þér, þetta var eins og
að vinna í lottó.
Í gegnum tíðina hefur mér
þótt holdafar mitt merkilegra en
allt það flotta sem ég hef gert í líf-
inu. Þegar ég léttist var ég að gera
fullt af frábærum hlutum, ég átti
dásamlega krakka og yndislegan
mann en það skipti mestu máli
að ég væri orðin mjó. Ég hélt að
þegar ég yrði mjó yrði allt æðislegt
í kringum mig.
Við það að hætta í þessu
prógrammi þyngdist ég aftur en ég
er fjandakornið ekkert verri mann-
eskja fyrir vikið.“
Eigin fordómar
„Núna er ég að vinna með sjálfa
mig í að þykja nógu vænt um mig
til að berja mig ekki niður fyrir að
vera of þung. Það skiptir mestu
ekki máli.
En það er fyndið hvað ég fann
mikinn mun á viðhorfum fólks
þegar ég grenntist. Þá var eins og
mér hefði tekist eitthvað rosalegt
og mér var hrósað eins og ég hefði
sigrast á svakalegri þrekraun. Eftir
á að hyggja finnst mér þetta asna-
legt. Vinkona mín barðist við
brjóstakrabbamein og hafði betur,
mér finnst það miklu merkilegra.
En allt í einu var ég metin allt
öðruvísi.
Kannski af því að ég var glaðari
– af því að áður var ég með for-
dóma gagnvart sjálfri mér. Ég sá
ekki að ég gat gert alla þessa frá-
bæru hluti því ég hafði bara ekki
nógu mikla trú á sjálfri mér.
Að sama skapi var eins og mér
hefði mistekist hrapallega þegar
ég fitnaði aftur og fólk lét í ljós að
það hefði nú vitað að ég gæti ekki
haldið þetta út til lengdar. Það
er eins og maður sé metinn eftir
þyngdinni en þyngdin hefur ekkert
með mig að gera, hvort sem ég er
60 kíló eða 100 kíló þá er ég alltaf
sama manneskjan. Ég er bara ég.
Og kona sem er 100 kíló er alveg
jafn flottur starfsmaður og kona
sem er 60 kíló. Einhvern veginn er
eins og það vilji gleymast og það er
eins og þessi 40 kíló skilji að himin
og haf.“
Lifði sama lífi eftir megrun
„Oft eru fordómarnir líka í höfðinu
á þeim sem eru feitir,“ segir hún,
„því samfélagið er endalaust að
senda þau skilaboð að þeir séu
ekki nógu góðir svona. Þegar þér
er endalaust sagt að þú sért annars
flokks af því að þú ert feit þá ferðu
að trúa því og eigin fordómar eru
ekkert minni en annarra. Það er
ekki að ástæðulausu að það er
alltaf einhver að stíga fram á for-
síðu Vikunnar og tala um lífið fyrir
og eftir aukakílóin. Þetta er alltaf
sett fram eins og ræfillinn sem var
of þungur lifi dásamlegu lífi eftir
megrun. Eins og feitt fólk sé fullt af
örvæntingu, ekki einu sinni annars
flokks heldur fimmta flokks fólk.
Svo fer það í megrun og á að lifa í
ljóma. Ég gerði akkúrat þetta, kom
fram í Vikunni en sagði reyndar
líka að þetta væri ekki alveg eins
frábært og ég hefði haldið.
Mér leið ekkert illa þegar ég var
of þung, ekki þannig, og ég lifði
nákvæmlega sama lífi áður og eftir
að ég varð mjó. Eini munurinn var
sá að ég var feit og varð mjó. Þetta
skipti miklu minna máli en af er
látið og ég varð fyrir vonbrigðum
því þetta hafði verið draumur-
inn minn svo lengi. Ég trúði því að
ef ég yrði mjó yrði lífið æðislegt.
Vandamálalaust eins og hjá öllu
mjóa fólkinu,“ segir Harpa kald-
hæðin og hlær. „Það góða við þetta
var þó, að ég áttaði mig á því að ég
get allt sem ég ætla mér. Ég áttaði
mig á því að það eina sem stoppar
mig er ég sjálf.“
Að sættast við sig
Vonbrigðin voru gríðarleg. „Þegar
ég varð fyrir þessum vonbrigðum
þá áttaði ég mig á því að ég þyrfti
að vinna áfram í sjálfri mér. Þá fór
ég meðal annars til fíknifræðings
sem hjálpaði mér að sjá að oft er
þetta spurning um að þykja nógu
vænt um sjálfan sig til þess að mis-
bjóða ekki líkamanum. Með þeirri
vinnu er ég að sættast við sjálfa mig
og sjá mínar góðu hliðar, hætta að
horfa á mig sem of þunga heldur
sem frábæra. Það getur verið erfitt
því í lífinu er sett sú krafa gerð að
fólk líti óaðfinnanlega út, sem er
fáránlegt. En þegar þú getur stað-
ið fyrir framan spegil og sagt að þú
sért æðisleg sama hvernig þú lítur
þú út þá er mikill sigur unninn og
ég er að æfa mig í því.
Það er sama hvort ég verð
mamma eða eiginkona eða hvað
ég geri þá hefur það, hvort ég er
feit eða mjó, alltaf verið það fyrsta
sem þú sérð. Það hefur ruglað
mig svo í gegnum tíðina og ég hef
metið sjálfa mig út frá einhverjum
asnalegum gildum,“ segir Harpa.
Viðhorf barnanna breyttust
Af því að þessi viðhorf eru henni hug-
leikin ákvað hún að gera smá könnun
á meðan hún var í námi. „Ég fékk
að fara í leikskóla og sýna krökkun-
um þar myndina af sjálfri mér nak-
inni, nema hvað ég var búin að krota
yfir hausinn á mér, og spyrja þá hvað
þeim þætti um þessa konu. Yngri
börnin sögðu sum að hún væri feit,
það var bara staðhæfing, og þau
spáðu meira í það hvar myndin væri
tekin og að það væri svolítið dimmt
þarna. Eftir því sem börnin urðu
eldri höfðu þau sterkari skoðanir á
konunni og fóru að nota orð eins og
ógeðslega feit.
Það rímar algjörlega við mína
upplifun frá því að ég var að alast
upp, þegar ég var krakki var mér
aldrei strítt á þyngdinni en það kom
með unglingsárunum. Ég velti því
fyrir mér hvað breytist á þessum
árum og af hverju krakkarnir hafi
þessar skoðanir.“
Hún segir að það sé sorglegt hvað
það þyki vont að vera feitur og hvað
orðið sjálft hefur neikvæða merk-
ingu í hugum fólks. „Þú ferð með
litla barnið þitt í sund og það segir
að kona sé feit. Það er ekki með nein
leiðindi, það er bara að segja það
sem það sér, en mamma eldroðnar
og verður eins og kjáni. En um leið og
við hættum að tala alltaf eins og þetta
sé skammaryrði þá breytast viðhorfin
og umræðan.
Þannig að ég hef lagt mikla
áherslu á það á mínu heimili að það
skipti ekki máli hvernig fólk lítur út,
það eru allir æðislegir.
Krakkar sem eru of þungir
fá alltaf að heyra hvað þeir séu
ómögulegir og að þeir þurfi að lag-
ast. Í stað þess væri æskilegra að
segja þeim hvað þeir eru fábærir.
Því ef þeir fá það alltaf og enda-
laust í andlitið að þeir séu ekki
nógu góðir fara þeir að trúa því og
hvernig á þeim að geta þótt vænt
um kroppinn sinn þegar hann er
ekki nógu góður?
Ég vil að fólk beri virðingu fyrir
manneskjunni, óháð holdafari
hennar, því þyngdin er ekki það
sem skiptir mestu máli í lífinu.“ n
n Virðing á að vera óháð holdafari n Fann fyrir breyttu viðmóti eftir megrun
Þyngdin mótar mig
ekki sem manneskju
Spegilmyndin
H
arpa bloggar fyrir Baðhúsið
og fyrr á árinu birti hún
pistil um spegilmynd sína.
Við birtum brot úr þeim
pistli hér:
„Ég er of þung, ef ég ætti að vera
í kjörþyngd þyrfti ég að vera um 3
metrar á hæð, en það líka allt í lagi,
ég er ekkert verri manneskja fyrir
það. Stundum stend ég fyrir fram-
an spegil og skoða þessa dýrð, ég
er með stór brjóst sem bera þess
merki að hafa gengið í gegnum
ýmislegt, þau hafa verið 3 börnum
matarbúr í marga mánuði, ef ég
væri kú hefði ég sennilega fengið
nytjaverðlaun og verið eigandan-
um mikil tekjubót.
Svo skoða ég magann, úff,
hann er stór og svona svolítið
krumpaður, ég myndi vilja hafa
hann minni en þarna inni bjuggu
börnin mín og undu hag sínum
vel (seinasta barnið svo vel að hún
var næstum 19 merkur). Maginn
mætti alveg við nokkrum góðum
æfingum og það er hann er truflar
mig mest, þegar mér líður ekki
vel, finnst mér hann ömurlegur,
ljótur og asnalegur, en á góðum
dögum þykir mér bara vænt um
krumpurnar.
Konan í speglinum hefur reynt
margt, bæði gott og vont, og útlit
hennar ber þess merki að hún hafi
ekki alltaf farið vel með sig, ekki
alltaf sett sínar þarfir í fyrsta sæti,
svona er það bara, en þar sem ég
stend þarna allsber og skoða þetta
allt saman sé ég líka að ég er með
svona fína fótleggi, ég er líka með
andlit sem brosir svo fallega, þegar
ég hugsa um börnin mín kemur
svona blik í augun.“
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
Málsvari líkamsvirðingar Harpa
sat fyrir nakin í auglýsingaherferð
Baðhússins. Viðbrögðin voru sorgleg,
fólki fannst hún of feit og varð vand-
ræðalegt. „Með þeirri vinnu er
ég að sættast við
sjálfa mig og sjá mínar
góðu hliðar, hætta að
horfa á mig sem of þunga
heldur sem frábæra.
„Þegar þér er enda-
laust sagt að þú
sért annars flokks af því
að þú ert feit þá ferðu að
trúa því og eigin fordóm-
ar eru ekkert minni en
annarra.