Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Side 24
Sandkorn
Á
kæra sérstaks saksóknara gegn
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fjár-
festi og fyrrverandi hluthafa í
Glitni, í Aurum-málinu er sú
fyrsta sinnar tegundar í uppgjör-
inu við bankahrunið þar sem stór hlut-
hafi í fjármálafyrirtæki er ákærður fyrir
„skuggastjórnun“. Jón Ásgeir gegndi ekki
formlegri stöðu innan Glitnis, þrátt fyr-
ir að vera ráðandi hluthafi í bankanum
í gegnum FL Group; hann var ekki for-
stjóri, aðstoðarforstjóri, stjórnarformað-
ur eða stjórnarmaður í Glitni. Samt er
hann ákærður.
Málið snýst um sex milljarða lán-
veitingu frá Glitni til skúffufélagsins FS38
ehf., í júlí 2008, sem svo notaði lánið til
að kaupa bresku Aurum-skartgripakeðj-
una af Fons, eignarhaldsfélagi Pálma
Haraldssonar. Kaupverðið á Aurum var
nærri því þrefalt hærra en það hefði átt
að vera og hefur slitastjórn Glitnis einnig
höfðað skaðabótamál gegn Jóni Ásgeiri,
og háttsettum stjórnendum Glitnis, út
af lánveitingunni. Byggir málarekstur-
inn á því að viðskiptin hafi ekki verið
gerð með hagsmuni Glitnis að leiðarljósi
heldur þeirra sem talið er að hafi notið
góðs af henni, Pálma Haraldssyni og
Jóni Ásgeiri.
Talsverðar umræður hafa verið í
fjölmiðlum um merkingu hugtaksins
„skuggastjórnun“ frá bankahruninu
2008 og hefur nafn Jóns Ásgeirs oft bor-
ið á góma í tengslum við hana. Ástæðan
er sú að til er tölvupóstur frá Jóni Ásgeir
til Lárusar Welding, forstjóra Glitnis, þar
sem hann beinlínis skipar honum fyrir
verkum. Jón Ásgeir lagði meðal annars
línurnar í Aurum-málinu þar sem hann
sagði Lárusi fyrir verkum: „Þetta eru
málin nenni ekki að bögga ykkur á hverj-
um degi með þessu enda ætlast ég til að
CEO þessara félaga vinni sín mál ef við
komum þessum málum frá er borðið
mitt hreint. Annars er kannski best að
ég verði starfandi stjórnarformaður GLB
(Glitnis).“ Sjálfur kvartaði Lárus yfir því í
tölvupósti til Jóns Ásgeirs að hann kæmi
fram við sig eins „útibússtjóra“ en ekki
„forstjóra“. Með öðrum orðum: Heim-
ildir eru fyrir því að Jón Ásgeir hafi stýrt
Glitni í gegnum Lárus í einhverjum til-
fellum.
Haft hefur verið eftir Stefáni Má
Stefánssyni, fyrrverandi lagaprófessor í
Háskóla Íslands, á Vísi að engin heimild
sé til í íslenskum lögum fyrir því að hlut-
hafi sem ekki vinnur hjá eða situr í stjórn
hlutafélags sé dreginn fyrir dóm vegna
ákvarðana stjórnenda fyrirtækis sem
bera lagalega ábyrgð á því. Á þetta hafa
ýmsir þeirra aðila, sem vændir hafa ver-
ið um skuggastjórnun innan íslenskra
fjármálafyrirtækja fyrir hrun, bent, með-
al annars Björgólfur Thor Björgólfsson,
fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans.
Hann sendi þáverandi fréttastjóra Stöðv-
ar 2, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, bréf
árið 2010 vegna umfjöllunar fjölmiðils-
ins um skuggastjórnun. Í bréfinu kvart-
aði Björgólfur undan því að í frétt hefði
komið fram að engin ákvæði væru til
íslenskum lögum um „skuggastjórnun“
og var fundið að þeirri ályktun sem þar
kom fram að ráðandi hluthafar íslensku
bankanna myndu líklega „sleppa“ við
að sæta ábyrgð vegna afskipta sinna af
rekstri bankanna. „„Sleppa?“ Undan
refsiákvæðum sem ekki eru til vegna
meintra brota sem ekki eru nefnd einu
orði í íslenskri löggjöf?“ Miðað við
ákæruna gegn Jóni Ásgeiri „sleppa“
„skuggastjórnendurnir“ hins vegar ekki
við ákæru í öllum tilvikum.
Sérstakur saksóknari hefur nú hins
vegar komist að þeirri niðurstöðu að
hægt sé að ákæra stóra hluthafa íslensku
bankanna fyrir afskipti sín af einstaka
ákvörðunum innan bankanna. Í áður-
nefndu viðtali við Vísi sagði Stefán Már
að til þess að íslenskir dómstólar geti
fallist á að „skuggastjórnendur“ geti
borið refsiábyrgð í tilteknum málum þá
þurfi að liggja fyrir að þessir aðilar hafi
stýrt þeim fyrirtækjum sem um ræðir:
„Ef að íslenskir dómstólar tækju slíka
kröfu til greina þá yrði hún sennilega
byggð á því að þarna hafi farið fram
svokölluð raunveruleg stjórnun. Þannig
að viðkomandi aðili hafi í raun stjórnað
félaginu …“ sagði Stefán Már.
Hugsanlegt er að sérstakur sak-
sóknari telji, út frá þeim gögnum sem
liggja fyrir um aðkomu Jóns Ásgeirs að
stjórnun Glitnis, og handstýringu hans á
forstjóra bankans, að slík „raunveruleg
stjórnun“ hafi verið fyrir hendi af hans
hálfu í tilfelli Glitnis. Heilbrigð skynsemi
– ekki lagatækni – eftir lestur á heimild-
um um starfsemi Glitnis bendir til að
þetta mat sé rétt – ákæran sjálf hefur ekki
verið gerð opinber ennþá.
Ákæran gegn Jóni Ásgeiri hefur því
fordæmisgildi í sambærilegum mál-
um um „skuggastjórnun“ sem eru til
rannsóknar hjá sérstökum saksóknara.
Hugsanlegt er því að fleiri stórir hlut-
hafar í fjármálafyrirtækjum kunni að
verða ákærðir fyrir „skuggastjórnun“
– skilið á þann veg að hún sé óformleg
stýring hluthafa, án beinnar lagaábyrgð-
ar viðkomandi, á einstaka starfsmönn-
um banka í tilteknum málum. Þó verð-
ur að benda á að ekki liggja fyrir eins
sterkar og upplýsandi heimildir um
neinn „skuggastjórnanda“ og Jón Ásgeir
í Glitni. Fordæmið um „ skuggastjórnun“
gæti því orðið eitt, og aðeins eitt, í saka-
málum sérstaks saksóknara vegna
hrunsins.
Geir sniðgenginn
n Á útvarpsstöðinni Bylgj-
unni er fyrirbæri sem kallast
hlustendaráð. Eftir því sem
næst verður
komist sam-
anstendur
það aðal-
lega af Rúnari
Róbertssyni
útvarps-
manni sem
samkvæmt því hefur völd til
að útiloka tónlistarmenn.
Fullyrt er að Geir Ólafsson
stórsöngvari hafi ekki hlotið
náð fyrir augum ráðstjórnar
Bylgjunnar og ný plata hans
sem gerð er með liðsinni
toppmanna á heimsvísu
fáist ekki spiluð. Hermt er
að Geir hafi fengið ónot frá
Bylgjumönnum.
Ræða eða listaverk
n Framsóknarmenn í
Skagafirði hafa jafnan feng-
ið góða heiðursgesti til sín á
árlegt héraðsmót. Í bókinni
Skagfirskar skemmtisögur 2
segir frá því að formaðurinn,
Steingrímur Hermannsson,
mætti. Eftir héraðsmótið
kom Guttormur Óskarsson,
gjaldkeri Kaupfélagsins, í
bókabúðina til Brynjars Páls-
sonar og bóksalinn spurði
um samkomuna. „Stór-
kostleg,“ sagði Guttormur.
„Og flutti Steingrímur góða
ræðu?“ spurði bóksalinn
þá. „Þetta var ekki ræða,
Brynjar, þetta var listaverk!“
Blóðugur Gísli
n Gísli Einarsson sjónvarps-
maður bjó um tíma í
Skagafirði þar sem hann
komst ungur
í þær álnir að
verða
deildarstjóri
Kaupfélags
Skagfirðinga
á Hofsósi.
Ferð hans á
fyrsta deildarstjórafundinn
er lýst í Skag firskum
skemmtisögum. Gísli
klæddist í sitt fínasta púss og
ók greitt. Allt gekk vel þar til
í Hegranesinu að hann ók á
gæs sem var hálfdauð eftir.
Tók hann sig til við að snúa
gæsina úr hálsliðnum. Gekk
það brösuglega. Deildar-
stjórinn var útataður í blóði
og gæsaskít. Og þannig
mætti hann á fundinn.
Með samvisku
n Lilja Rafney Magnúsdóttir,
þingmaður VG í Norðvestur-
kjördæmi, er væntanlega
einn sam-
viskusam-
asti þing-
maðurinn.
Henni renn-
ur til rifja
sleifarlagið í
þinginu þar
sem fjölda mála er ólokið.
Og hún er með lausnina.
„Ég er með tillögu um að
um þessi jól haldi þing-
menn jólin hátíðleg á hinu
háa Alþingi veri hér og klári
þau brýnu mál sem liggja
fyrir þinginu, geti tekið í spil
af og til og litið í góða jóla-
bók þess á milli,“ bloggar
hún og segir að þingmenn
gætu fengið fjölskyldu sína í
heimsókn og gengið í kring-
um jólatré.
Ég er reið
og sár
Þetta er alveg
hrikalegt ástand
María Birta um framkomu eigenda verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar. – DV.is Ólafur Ólafsson sem vill opna áfangaheimili fyrir fíkla. – DV
„Skuggastjórnandi“ ákærður
A
lþingi hefur haldið vel á stjórn-
arskrármálinu, sýnist mér,
þegar allt er skoðað. Alþingis-
menn komust ekki hjá að heyra
kröfur fólksins, sem barði potta sína
og pönnur á Austurvelli og víðar eftir
hrun og bað m.a. um nýja stjórnar-
skrá. Alþingi hafði lofað endurskoðun
stjórnarskrárinnar allar götur frá 1944,
en hafði ekki getað lokið því verki
vegna misklíðar. Rannsóknarnefnd Al-
þingis (RNA-skýrslan, 2010, 8. bindi,
bls. 184) setti hrunið í samhengi við
stjórnskipunina og tók undir kröfu
fólksins í landinu um endurskoðun
stjórnarskrárinnar eftir hrun.
Þjóðarfrumvarp
Alþingi brást vel við þessum áskor-
unum og samþykkti einum rómi 28.
september 2010 sögulega ályktun þess
efnis, að hafa bæri gagnrýni RNA að
leiðarljósi. Í ályktuninni segir meðal
annars: „Alþingi ályktar að taka verði
gagnrýni á íslenska stjórnmálamenn-
ingu alvarlega og leggur áherslu á að af
henni verði dreginn lærdómur. Alþingi
ályktar að skýrsla rannsóknarnefndar
Alþingis sé áfellisdómur yfir stjórn-
völdum, stjórnmálamönnum og
stjórnsýslu, verklagi og skorti á form-
festu.“ Í þingsályktuninni birtist lang-
ur loforðalisti, sem hefst á loforði um
endurskoðun stjórnarskrárinnar frá
1944.
Alþingi setti stjórnarskrármálið í
lýðræðislegan farveg, sem hefur vak-
ið heimsathygli. Hryggjarstykkið í
ferlinu var þjóðfundurinn í nóvem-
ber 2010, þar sem 950 manns valin
af handahófi úr þjóðskrá lögðu
grunninn að nýrri stjórnarskrá. Allir
Íslendingar 18 ára og eldri áttu jafna
möguleika á að veljast til setu á þjóð-
fundinum. Hlutverk stjórnlagaráðs,
sem var kjörið af þjóðinni og skipað
af Alþingi, var í reyndinni ekki annað
en að færa niðurstöður þjóðfundar-
ins í frumvarpsbúning. Ráðið studdist
við starf stjórnarskrárnefnda Al-
þingis undanfarna áratugi og einnig
skýrslur og úttektir fræðimanna og
stjórnlaganefndar og stefnuskrár allra
stjórnmálaflokka. Höfuðeinkenni
frumvarpsins er, að það fylgir niður-
stöðum þjóðfundarins og fyllir einnig
ýmsar eyður. Þjóðfundurinn kallaði
eftir jöfnu vægi atkvæða, auðlindum
í þjóðareigu og þannig áfram. Þannig
bergmálaði þjóðfundurinn þjóðarvilj-
ann. Þjóðin staðfesti síðan vilja sinn
í atkvæðagreiðslunni 20. október, þar
sem 67% lýstu stuðningi við frum-
varpið í heild og einnig við jafnt vægi
atkvæða og 83% studdu auðlindir í
þjóðareigu.
Orðalag og efni
Alþingi hefur ekki setið auðum hönd-
um. Það varði mörgum mánuðum
í að skoða frumvarpið og beindi
síðan athugasemdum og spurning-
um til stjórnlagaráðs og fékk svör við
þeim að loknum aukafundi ráðsins í
marz. Eðlilegt getur talizt, að Alþingi
áskilji sér rétt til að gera smávægi-
legar breytingar á frumvarpinu í sam-
ræmi við bréfaskipti þingsins og ráðs-
fulltrúa í marz. Alþingi hefur einnig
áskilið sér rétt til að breyta orðalagi,
svo framarlega sem í þeim breyting-
um felist engar efnisbreytingar. Hér
þykknar þráðurinn, þar eð nefnd lög-
fræðinga, sem Alþingi fól að fara yfir
frumvarpið og greinargerð stjórn-
lagaráðs með frumvarpinu, leggur
til bæði orðalags- og efnisbreytingar
á frumvarpinu og greinargerðinni og
seilist því út fyrir verksvið sitt. Kjósend-
ur hljóta að gera kröfu um, að Alþingi
standi við upphaflega ætlan sína og
geri engar efnisbreytingar á frumvarp-
inu. Hollt er að rifja upp, að Bandaríkja-
þing gerði af velsæmisástæðum engar
breytingar á frumvarpi stjórnlagaþings-
ins í Fíladelfíu 1787, hvorki orðalags-
né efnisbreytingar, taldi það ekki vera í
sínum verkahring, heldur sendi þingið
frumvarpið óbreytt til kjósenda í fylkj-
unum, sem þá voru þrettán talsins, til
samþykktar eða synjunar.
Bandaríska stjórnarskráin, lang-
lífasta stjórnarskrá heimsins, var sam-
þykkt með naumum meiri hluta at-
kvæða 1787–1788 gegn harðri andstöðu.
Andstæðingar frumvarpsins óttuðust,
að alríkisstjórnin myndi í krafti stjórnar-
skrárinnar geta skert um of svigrúm
einstakra fylkja til að fara sínu fram.
Svo naumur var meiri hlutinn, að hefðu
20 kjósendur sagt nei við frumvarpinu
frekar en já, hefði það strandað.
Hörð andstaða er eðlileg
Góð stjórnarskrárfrumvörp mæta ævin-
lega andstöðu þeirra, sem ætlunin
er að setja stólinn fyrir dyrnar. Þrett-
ándi viðaukinn við bandarísku stjórn-
arskrána bannaði þrælahald 1864 og
mætti að sjálfsögðu harðri andstöðu
þrælahaldara í suðurríkjunum, svo
harðri, að Lincoln forseti var skotinn til
ólífis árið eftir, 1865.
Tvisvar hafa breytingar á stjórnar-
skrá Íslands vakið harðar deilur á Al-
þingi. Í fyrra skiptið, 1942, var stjórnar-
skránni breytt til að jafna vægi atkvæða
gegn harðri andstöðu stærsta þing-
flokksins, sem þá var Framsóknarflokk-
urinn. Hann einangraðist eftir þetta
utan ríkisstjórnar í fimm ár. Sagan
endurtók sig 1959, þegar stjórnar-
skránni var aftur breytt til að jafna vægi
atkvæða gegn harðri andstöðu Fram-
sóknarflokksins. Hann sat eftir það
utan ríkisstjórnar í tólf ár. Staðhæf-
ingar um, að stjórnarbætur fari jafnan
fram í fullri sátt, eru rangar og stang-
ast á við bæði rök og reynslu innan
lands og utan. Alþingi ber að virða vilja
þjóðarinnar með því að samþykkja
nýja stjórnarskrá fyrir þinglok og aftur,
þegar þing kemur saman á ný í vor.
Vor í lofti og varla komin jól
Kjallari
Þorvaldur
Gylfason
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
24 14.–16. desember 2012 Helgarblað
„Alþingi setti stjórn-
arskrármálið í lýð-
ræðislegan farveg, sem
hefur vakið heimsathygli.
Leiðari
Ingi Freyr
Vilhjálmsson
ingi@dv.is
„Ef að íslenskir dóm-
stólar tækju slíka
kröfu til greina þá yrði
hún sennilega byggð á því
að þarna hafi farið fram
svokölluð raunveruleg
stjórnun.