Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Síða 28
28 Viðtal 14.–16. desember 2012 Helgarblað
J
ólaljósin loga í miðbænum
og jólasveinum er varpað á
veggi, hér og hvar gægjast þeir
fram og minna á að nú eru að
koma jól. Í Ráðhúsinu er meira
að segja búið að setja upp jólatré
og þar staldra börn við, uppnumin
af dýrðinni og treg til að halda för
inni áfram þótt foreldrarnir reyni að
lokka þau inn á kaffihúsið með lof
orðum um kökur og kakó.
Síminn titrar og lætur vita að mín
bíði skilaboð: „Hittumst bara á skrif
stofunni minni – Tjarnargötu 12.“
Það er erfitt að ná í Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur í síma, en í gegnum
SMS tekst okkur að koma okkur
saman um stað og stund.
Úti næðir kuldinn inn að beini en
ég kem tímanlega, á undan viðmæl
andanum sem er staddur úti í Ráð
húsi og segist vera á leiðinni yfir. Ég
leita skjóls í anddyrinu og fylgist með
álftunum vappa um ísilagða Tjörn
ina.
Póstburðarmanneskja kemur og
fer. Svo kemur hún hlaupandi, há
vaxin og ljóshærð, klædd í gallabux
ur, svarta kápu og mokkaskinnsvesti
yfir. Undir er hún í léttum svörtum
jakka og hvítri skyrtu.
Aðventan er hennar tími. „Ég
verð alltaf eins og lítið barn í kring
um jólin. Mér finnst þetta æðislegur
tími,“ segir hún á leið okkar upp stig
ann. Þegar við komum inn á skrif
stofuna byrjar hún á því að stilla birt
una af með ljósum og lömpum, hún
hefur dregið fyrir gluggana svo birt
an að utan trufli ekki svo útsýnið yfir
Tjörnina og Þingholtin hverfur á bak
við rimlana. Fyrir utan fjölskyldu
mynd á gluggakistunni ber skrifstof
an þess merki að vera lítið notuð.
Alla jafnan er Hanna Birna annað
hvort úti í Ráðhúsi eða á þvælingi
um bæinn. Hér stendur líka til að rífa
niður veggi og breyta hæðinni í opið
rými þar sem borgarfulltrúar munu
sitja saman, hver ofan í öðrum. En
nóg um það og aftur að aðventunni.
Dýrmæt augnablik
Hanna Birna er gift Vilhjálmi Jens
Árnasyni og saman eiga þau tvær
dætur, þær Aðalheiði sem er 14 ára og
Theodóru sem er 8 ára. „Við njótum
þess að fara saman niður í bæ og vera
saman í þessum ys sem einkennir
borgarlífið á þessum tíma. Mér finnst
svo margt skemmtilegt í umhverf
inu og skreytingunum fyrir jólin. Við
göngum saman niður Laugaveginn,
fáum okkur kakó og hlustum á borg
arhljóðin sem ég elska.
Stelpurnar eru mun fastheldnari á
hefðirnar en við hjónin. Við megum
til dæmis ekki kaupa jólatréð fyrr en
nokkrum dögum fyrir jól, helst ekki
setja það upp fyrr en á Þorláksmessu
og alls ekki skreyta það fyrr en þá. Nú
um miðjan desember er eldri dóttir
mín alveg miður sín yfir því að við
séum ekki búin að kaupa þurrkaða
hangikjötið sem hún segir að sé alltaf
keypt þá.
Svo eru það öll þessu litlu augna
blik, þegar við erum að setja upp ser
íurnar, skreyta saman, dýfa pipar
kökum ofan í kakóið heima og
spjalla. Stelpurnar voru byrjaðar að
telja niður þegar það voru 103 dagar
til jóla. Það er þetta andrúmsloft sem
mér finnst svo fallegt.
Ég er enn að þroskast í þessu til
liti og það rifjast alltaf upp fyrir mér
minningar sem eru mér jafn verð
mætar nú og þegar ég var krakki.
Þannig að við reynum að halda vel
utan um þessar jólastundir.
Svo reynum við að fara með
stelpurnar í kirkju og passa vel upp á
fólkið okkar.“
Finnur samkennd í trúnni
Hanna Birna á sína barnatrú og hún
skiptir hana miklu máli. „Fyrir mér er
einhver kyrrð í trúnni, einhver fasti.
Það er ákveðin fegurð í því að trúa
á það góða og það er það sem trúin
gerir fyrir mig, hjálpar mér til að trúa
á það góða í fólki.“
Þótt Hanna Birna sé ekkert sér
staklega kirkjurækin þá biður hún
oftast bænirnar sínar og kennir
börnunum að gera slíkt hið sama.
„Mér finnst gott að biðja bænir. Í
bæninni felst falleg hugsun og falleg
ósk til annarra, einhver samkennd
sem ég held að sé mikils virði. Við
getum kallað það trú á Jesú Krist eða
trú á eitthvað sem maður skilur ekki
og veit ekki hvað er en trú á eitthvað
æðra í þessum heimi.“
Samkenndin er henni hugleikin,
sérstaklega þessa daga fyrir jól, þegar
eymd þeirra sem þjást verður svo
greinileg. Því leggur Hanna Birna
ríka áherslu á að dæturnar taki þátt í
hjálparstarfi fyrir jólin. „Þannig læra
þær lexíuna um að það hafa það ekki
allir eins gott og þær. Það er holl lexía
sem mun vonandi auka umburðar
lyndi, samkennd og skilning á að
stæðum fólks. Um leið geta þær stutt
við bakið á öðrum sem þurfa á því að
halda, hvort sem það er hér á landi
eða erlendis.“
Erfið átök við samherja
Eftir smástund stendur Hanna Birna
upp og segist ætla að sækja drykkjar
föng, spyr hvort ég vilji vatn, kaffi eða
te. Hún fyllir könnu af vatni, skenkir
í glösin og sest aftur í leðurstólinn á
móti mér með krosslagða fætur.
Þrátt fyrir að jólin séu tíminn þá
verður að viðurkennast að nú eins
og alltaf eiga stjórnmálin hug hennar
allan. Fyrir henni eru stjórnmál ekki
aðeins starf heldur eru þau einnig
helsta áhugamálið hennar og ástríða.
Það er henni bæði ljúft og skylt að
taka þátt í þeim. „Í mínum huga eru
stjórnmálin svo mikilvæg að ef ég
tel mig geta breytt einhverju þá ber
mér skylda til þess að gera það. Fólk
talar oft um að pólitíkin laði fram það
versta í fólki, sem hún gerir eflaust í
einhverjum tilvikum, en hún laðar
einnig fram það besta í fólki. Það er
ótrúlega gefandi að taka þátt í stjórn
málum og kynnast fjölda fólks sem
vinnur óeigingjarnt starf, oft án þess
að fá nokkuð fyrir vikið, bara af því að
það vill láta gott af sér leiða. Stjórn
málin hafa fært mér mikla gleði.“
Innt eftir því hvað stjórnmálin hafi
fært henni annað en gleði nefnir hún
átök. „Átök um hugmyndir eru aldrei
erfið, því það er ánægjulegt að takast
á um hugsjónir. En átök við samherja
eru alltaf erfið fyrir alla sem eru ekki
svo brynjaðir að slíkt snerti þá ekki.
Ég er samt ágæt í því að taka gagn
rýni á mig ekki of persónulega. Ég
veit að það er verið að gagnrýna mig
fyrir hugmyndir mínar og hugsjónir
en ekki mig sem manneskju. Fólk
ið mitt sér það hins vegar ekki alltaf
þannig og sárnar að það sé verið að
ráðast á mig sem manneskju. Það á
við um maka minn, börnin mín og
foreldra. Þetta er erfiðara fyrir þau.
Prófkjör geta til dæmis verið
snúin en í þeim felst lýðræðið, al
menningur raðar á lista og ákveður
hvaða einstaklingum hann treystir
best til verka. Við sem störfum í
stjórnmálum verðum að una því en
við værum að segja ósatt ef við héld
um því fram að það væri auðvelt. Það
er ekki auðvelt.“
Vill ekki samlagast valdi
Hún er þó hvorki tapsár né langræk
in og nær yfirleitt að henda ósigrum
aftur fyrir sig og halda ótrauð áfram.
„Ég er yfirleitt svona viku að hrista
þetta af mér,“ segir hún og bætir því
hlæjandi við að þá leyfi hún sér að
blóta smá heima. Á öllu alvarlegri
nótum segist hún ná því með því að
setja hlutina í samhengi. „Ég horfi á
dætur mínar og manninn minn, fer í
göngutúr og horfi á fjöllin, himininn
og heiminn, og finn að í stóra sam
henginu skiptir þetta ekki máli. Satt
best að segja þá finnst mér ég vera
ótrúlega lánsöm manneskja því ég
hef fengið tækifæri til að gera margt
sem skiptir mig máli. Um leið og ég
stilli mig þannig af er ég ekki lengi að
hrista af mér einhverja höfnunartilf
inningu vegna pólitískra ósigra eða
eitthvað sem menn telja persónu
legar vegtyllur.“
Eftir augnabliks þögn segir hún
hugsi: „Ég veit ekki hvort það er eitt
hvað að mér því þessar vegtyllur hafa
aldrei gert neitt sérstaklega mikið
fyrir mig. Reyndar elskaði ég að vera
borgarstjóri en það var vegna þess að
starfið er svo nálægt almenningi og
það er svo auðvelt að gera vel og láta
muna eftir sér með því að fylgja hug
sjónum sínum eftir. En á sama tíma
bað ég starfsfólkið í Ráðhúsinu að
láta af þeirri hefð að kalla mig borg
arstjóra. Ég var feimin við það. Ég
vildi ekki verða embættið.
Ég er alltaf hrædd um að anda
valdi þannig að mér að það gefi mér
of mikið. Þannig að ég er mjög dug
leg að minna mig á að þannig vil ég
ekki verða. Þegar ég halla mér aftur í
valdastól og líður þannig að það eitt
skipti máli þá vil ég ekki vera í þess
um bransa lengur. Ég vil ekki verða
þannig manneskja.“
Varaformannsframboð
Hún er þó óhrædd við að taka for
ystuna og bauð sig fram sem
formaður Sjálfstæðisflokksins á
landsfundinum í fyrra þar sem hún
tapaði naumlega fyrir Bjarna Bene
diktssyni. Eftir að hún vann stórsig
ur í prófkjörinu nú í vetur hefur því
verið velt upp hvort hún ætli aftur í
formannsslag, þar sem staða henn
ar er svo sterk út á við. Hún þvertek
ur fyrir það. „Ég hef aldrei sagt að ég
ætli aldrei að bjóða mig aftur fram til
formanns en ég sagði það strax eft
ir formannskjörið fyrir ári síðan að
ég liti á þá kosningu sem val um það
hver skyldi leiða Sjálfstæðisflokkinn
í gegnum næstu Alþingiskosningar.
Það sagði ég fyrir þær kosningar, eftir
þær kosningar, í aðdraganda próf
kjörsins í Reykjavík og hef ítrekað
sagt þetta eftir það.
Það er heldur ekkert sem hef
ur breyst varðandi það hvernig
ákvörðunin um formann var tekin.
Þeir sem sátu landsfund í fyrra munu
flestir sitja hann aftur í febrúar.
Þannig að það er ekkert sem gerir
það að verkum að mér finnist að ég
eigi að skipta um skoðun. Kannski er
ég of stíf á því en ég sagði þetta mjög
skýrt á sínum tíma. Ég sagði líka að
það væri sama hvernig prófkjörið í
Reykjavík færi, ég ætlaði ekki aftur í
framboð gegn Bjarna Benediktssyni.“
Nú vill hún fyrst og fremst nota
alla sína krafta í að koma þessari
ríkisstjórn frá völdum og bæta
lífskjör fólksins í landinu eins og
hún orðar það. „Verkefnin eiga hug
minn allan og ég vil frekar nýta orku
mína og tíma í að vinna að góðri út
komu Sjálfstæðisflokksins í næstu
Alþingis kosningum en að undir
búa kosningar á næsta landsfundi.
Samhentur, sterkur og sannfærandi
flokkur skiptir máli fyrir framtíð
þessa lands og baráttan fyrir því er
mín barátta nú.
Ég útiloka ekki að gefa kost á mér
til varaformanns á næsta landsfundi
en umfram allt er ég upptekin af
þessu verkefni sem býður okkar í vor.
Mig langar til þess að breyta
stjórnmálunum og ég trúi því að ég
geti gert það án þess að hafa ákveðinn
valdastól í flokknum. Kannski hef ég
of mikla trú á mér en ég trúi því að ég
geti gert það úr stólnum sem ég sit í
hér og nú.“
Erfiðasti ósigurinn
Formannslagurinn við Bjarna Bene
diktsson var þó langt í frá það erfið
asta sem Hanna Birna hefur gengið
í gegnum á sínum stjórnmálaferli.
Þau voru og eru enn vinir og sam
herjar og að kosningum loknum tók
ust þau í hendur og héldu áfram að
vinna saman.
Hins vegar var mun erfiðara að
tapa völdum í borginni fyrir Besta
flokknum. „Það var langerfiðast því
mér fannst okkur raunverulega vera
að takast að breyta stjórnmálunum.
Við vorum að takast á við verkefni
með algjörlega nýjum hætti og mig
langaði ofboðslega mikið til þess
að fá tækifæri til þess að sýna bæði
borgarbúum og þjóðinni allri hvern
ig stjórnmál geta verið. Það voru mér
mikil vonbrigði að fá ekki umboð til
þess að sinna því áfram og sjá hvern
ig það færi. Þrátt fyrir að niðurstaða
þeirra kosninga hafi verið góð fyrir
Sjálfstæðisflokkinn miðað við að
stæður í samfélaginu þá var það samt
ein sárasta upplifun mín í stjórn
málum að sjá hvernig menn settu
borgina aftur á nákvæmlega sama
stað og hún hafði verið á áður.“
Hún segist hafa bundið vonir við
að þar sem nýtt fólk kæmi inn með
Besta flokknum væri það kannski
tilbúið að hefja þessa vegferð með
þeim. „Það er ekki hægt að fella dóm
yfir því en það sem gerist svo oft í
stjórnmálum er að nýtt fólk kemur
inn í heim sem er ríkur af hefðum
og finnst auðveldast að fylgja þeim.
Besti flokkurinn breytti ekki stjórn
málunum, stjórnmálin breyttu þeim.
Það er enginn sérstakur munur á
Besta flokknum og öðrum stjórn
málaöflum. Fólkið þar er óhefð
bundnara en áherslurnar og vinnu
brögðin eru þau sömu.“
Í stjórnmálum á eigin forsendum
Í hennar huga hefur aldrei neitt ann
að en Sjálfstæðisflokkurinn komið til
greina. Það er svolítið sætt að segja
frá því að hún skráði sig í flokkinn
fyrir eiginmanninn, sem var þá strák
ur sem hún var skotin í. „Hann var
að fara í gegnum kosningar á vett
vangi Heimdallar og bað mig um að
kjósa sig. Og hvað gerir maður ekki?“
spyr hún kímin. „Stuttu seinna urð
um við par. En ég var löngu búin að
gera upp minn pólitíska hug og hafði
kosið með þessum hætti. Það tók
mig ekki langan tíma að finna hvar
hjartað sló þegar ég byrjaði að lesa
stjórnmálafræði. En ég var aðeins
hugsi varðandi það hvort ég ætti að
skrá mig í stjórnmálaflokk þannig
Hanna Birna Kristjánsdóttir gekk í Sjálfstæðisflokkinn fyrir strák sem
hún var skotin í. Nokkrum árum síðar gengu þau í hjónaband og hún segist hafa
unnið í happdrætti lífsins þegar hún fann þennan mann, sem er hennar besti
vinur og samherji. Án hans hefði hún eflaust ekki gert stjórnmál að ævistarfi,
en engan hefði grunað að þessi feimna stelpa ætti eftir að láta til sín taka á
vettvangi stjórnmálanna, enda þóttist hún ætla að verða skáld. Nú er hún ein
sterkasta konan á hægri væng stjórnmálanna og ítrekað orðuð við formanns-
framboð. Hún fer yfir allt þetta og ýmislegt fleira í einlægu viðtali.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Viðtal
Gekk í fl kinn fyrir ástina
„Það er ekki versta
afsökun í heimi að
skrá sig í stjórnmálaflokk
fyrir strák sem maður er
skotin í.