Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Page 33
sem stóð sig vel í skóla, las og dundaði sér – í trylltan ungling.“ Hefði alveg eins getað tekið LSD Auður segist hafa gengið fram af sér á unglingsárunum. Svo mikið að sjálfsvirðingin bað hnekki. Unglinga- menning þess tíma var líka óvenju hörð. Einkenndist af mikilli drykkju á sterkum vínum. „Þú veist hvernig krakkar drukku á þessum tíma. Þeir fóru niður í bæ og helltu í sig landa og brennivíni. Ég hefði alveg eins getað tekið LSD eins og að drekka ofan í þessi lyf. Þetta voru svört ár í mínu lífi sem ég hef verið í afneitun gagnvart. Það geta líklega allir skilið hvers vegna. Ég hef örugglega verið uppfull af skömm. Ég flosnaði frá námi og málaði nokkra framhalds- skóla rauða. Ég gekk fram af mér í öllum skilningi þess orðs. Ég rankaði eiginlega ekkert við mér fyrr en ég náði að gefa út fyrstu bókina mína, Stjórnlausa lukku, með dyggri aðstoð ömmu sem þessi bók er mikið um og vegna stuðnings góðra vina.“ Hún segist halda að margar ungar stúlkur deili svipaðri lífsreynslu. „Maður alhæfir oft um tíðar- andann með tilfinningar og útlit, en það er staðreynd að ungar kon- ur fara út í lífið og gera skrýtna hluti af því þær eru hræddar við líkama sinn og tilfinningar. Á sama tíma eru þær ódauðlegar á unglingsárunum. Meika ekki að hugsa. Það er eigin- lega það sem maður forðaðist eins og heitan eldinn. Að hugsa heila hugs- un. Verst af öllu var að taka einhverj- ar afdrifaríkar ákvarðanir. Ég var líka þybbinn sem unglingur og þetta spil- aði allt saman.“ Fékk borgað í áfengi Auði óx styrkur með árunum og fór að vinna sem blaðamaður þar sem hún fékk útrás fyrir tjáningarþörf sína og sköpunarkraft. „Í eina skipt- ið sem ég fór til sálfræðings, þá sagði hann að skriftir hjálpuðu fólki svo mikið. Jafnvel þótt maður sé ekki að skrifa eitthvað beint frá eigin brjósti þá er það mikil útrás. Það hjálpaði mér mjög mikið að skrifa. Hún fékk þó oft að heyra særandi athugasemdir og þurfti að læra að leiða hjá sér samanburðinn við afa sinn. „Þegar ég byrjaði að skrifa þá heyrði ég svona utan af mér að full- orðið fólk sagði: Af hverju er hún nú að skrifa? Er hún að þykjast vera eins og afi sinn? Er þessu barni ekki við- bjargandi? Þessar athugasemdir sem ég fékk oft að heyra, særðu mig. Ég fékk menningarelítuna upp á móti mér af tvöföldu afli. Þarna sá hún vandræðaungling sem hafði flosnað frá skóla og var svo afkom- andi nóbelsskálds. Maður var með níræðan nóbels- verðlaunahafa á bakinu að reyna að fara að lesa upp einhver ljóð á Nelly´s. Þar fékk maður borgað í skotum og bjór og svona og satt best að segja voru ljóðin afskaplega leiðinleg,“ segir hún og hlær. Með níræðan nóbelsverð- launahafa á bakinu Viðtal 33Helgarblað 14.–16. desember 2012 „Ég kem af brotnu heimili. Það var algjörlega í maski á þessum tíma Gekk fram af sér „Ég var bara unglingsstelpa og gekk fram af mér í kynferðismálum, drykkju o g hvernig ég kom fram við fólk og ég skildi ekkert af hverju ég hegðaði mér svona asnalega,“ segir Auður sem ákvað að skrifa bó kina Ósjálfrátt í þeim tilgangi að öðlast betri sjálfsskiln- ing. Hér er hún með syni sínum, Leifi. mynD SiGtryGGur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.