Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Page 42
Varð mamma í menntó
42 Viðtal 14.–16. desember 2012 Helgarblað
É
g íhugaði að verða prestur og
held að ég hefði orðið ágætis
prestur. En svo varð kennara
námið fyrir valinu með trúar
bragðafræði sem aðalgrein. Ég
fór þá leiðina,“ segir prestsdóttirin
Svanhildur Þórsteinsdóttir sem hlust
endur Bylgjunnar þekkja sem útvarps
konuna Svansí.
Átti ekki fyrir klósettpappír
Svanhildur ólst upp á prestssetrinu
Miklabæ í Skagafirði og er komin af
mikilli prestaætt. Hún er þakklát fyrir
uppeldið í sveitinni en fjölskyldan flutti
í borgina þegar hún var 15 ára. „Ég hef
ekki komið norður síðan við fluttum,
nema þá sem ferðamaður. Mér fannst
æðislegt að komast í borgina enda
hafði ég alltaf fylgst vel með tísku og
menningarlegum straumum og stefn
um,“ segir Svanhildur sem útskrifaðist
úr Menntaskólanum við Sund árið
1990, þá nýbökuð móðir.
Hún viðurkennir að það hafi verið
erfitt að vera ófrísk svo ung og sér í lagi
þar sem hún var ein á báti. „En ég fékk
góðan stuðning frá foreldrum mínum
og systrum. Þau stóðu þétt við bak
ið á mér á meðan ég kláraði skólann.
Tímarnir voru samt oft erfiðir. Maður
átti til dæmis ekki alltaf fyrir klósett
pappír. Þá fór maður til mömmu og
fékk lánaða rúllu og skar bita af ostin
um í leiðinni. Þetta var oft hundleiðin
legt en líka lærdómsríkt.“
Fékk stuðning frá foreldrum
Þrátt fyrir að hafa verið aðeins 18 ára
segir hún aldrei neitt annað hafa kom
ið til greina en að eiga barnið. „Mér
fannst ég voðalega fullorðin, var sjálf
elst og hafði passað systur mínar og
hjálpað til heima. Ég vissi hversu
mikil vægt hlutverk biði mín. En þetta
var mikil vinna. Einu sinni barn, alltaf
barn. Þú ert alltaf að hugsa um þennan
einstakling, líka þegar hann er fluttur
að heiman. Ég mæli samt alls ekki með
því að stelpur eignist barn snemma. Í
fyrsta lagi um 28 ára, segi ég.“ Hún seg
ir foreldrana sína hafa brugðið þegar
hún tilkynnti þeim að hún ætti von á
barni. „En þau létu mig aldrei finna
fyrir reiði, sögðust styðja mig og voru
til staðar,“ segir hún og bætir aðspurð
við að hún hafi lítið pælt í því hvað
aðrir í kring hefðu um málið að segja.
„Ég fann samt fyrir því á fæðingar
deildinni að það var komið fram við
eldri konurnar öðruvísi en mig. Það
var litið á mig sem hálfgerða stelpu
skjátu.“
Tíu árum síðar eignaðist hún sitt
annað barn en hún og eiginmaður
hennar eiga saman tvö börn, níu og
15 ára. „Þá var ég miklu þroskaðri og
með mann við hliðina á mér. Auðvit
að er alltaf sama tilfinningin að eignast
barn en þarna hafði ég reynsluna og
vissi hvað beið mín. Ég var líka búin að
koma mér betur fyrir. Við áttum okkar
íbúð. Það er allt erfiðara þegar maður
er einn. Þá er baslið meira.“ Hún segir
sambandið milli sín og elsta sonarins
afar sérstakt. „Við erum mjög góðir vin
ir og hann segir mér yfir leitt allt. Það
er mjög sterkur strengur á milli okkar,
hann er voðalega mikill mömmukarl.“
Tóku fimm ára pásu
Eiginmaður Svansíar heitir Gestur
Hreinsson og er smiður. Hjón
in kynntust í stúdentsveislu á stúd
entsdaginn hennar og fóru fljótlega
að rugla saman reitum. „Mér fannst
hann sætur og skemmtilegur, op
inn og fyndinn og ég fann strax góða
strauma frá honum. Hann vill meina
að ég hafi verið að eltast við hann en
við skulum orða það þannig að hann
þurfti að hafa fyrir mér. Eftir nokkur
stefnumót hættum við saman en hittu
mst svo aftur fimm árum seinna og
höfum verið saman síðan. Ég er ofsa
lega þakklát fyrir þennan tíma sem
við tókum í sundur því þarna fékk ég
að rasa út og finna mig. Hann ferðað
ist mikið á þessum tíma en ég vann og
skemmti mér. Ég þurfti alveg á þessum
tíma að halda. Svo hittumst við aftur
fyrir tilviljun og vorum þá bæði tilbú
in. Ég hafði verið að skemmta mér og
var á leiðinni heim rétt um eitt leytið
þegar ég rakst á hann. Hann hafði ver
ið að hjálpa vini sínum að flytja og ég
og vinkona mín ákváðum að fara með
honum heim að hlusta á tónlist. Ég hef
ekkert farið frá honum síðan.“
Hún segir þau Gest ákaflega sam
taka. „Við gerum hlutina saman en
pössum samt að gefa hvoru öðru visst
frjálsræði til að sinna eigin áhugamál
um. Ég hef voðalega gaman af að vera
innan um mikið af fólki og er í mjög
mörgum klúbbum og elska að fara út
að borða með vinkonunum. Það er
aldrei neitt mál enda ríkir mikið traust
á milli okkar hjóna. Öðruvísi myndi
þetta aldrei ganga. Að mínu mati skipt
ir heiðarleiki mestu máli, sama hvort
sem það er í vinnu eða einkalífi,“ seg
ir hún og bætir við að það ríki einnig
jafnvægi í hjónabandinu. „Ég er ekki
að halda því fram að samband okkar
sé gallalaust. Auðvitað höfum við far
ið í gegnum hæðir og lægðir en slíkt
þroskar mann og sambandið. Maður
lærir og reynir að gera betur næst. Við
rífumst samt mjög sjaldan en samt
held ég að ég sé ekkert sú auðveldasta
í sambúð,“ segir hún brosandi.
Sjónvarpið heillar
Hún segir þau hjónin hafa gaman af
því að ferðast saman. „Við erum líka
bara mikið heima saman eða förum
upp í bústað og höfum það kósí. Svo er
bara alltaf nóg að gera; vinnan, heima
lærdómur krakkanna, maturinn og öll
þessi rútína eins og allir þekkja. Auð
vitað væri sniðugt að taka sér dag til
að gleyma ekki hjónabandinu í dags
ins önn og við þyrftum alveg jafn
mikið á því að halda og allir aðrir.“
Svansí starfar á auglýsingadeild 365
miðla auk þess sem hún hefur síðustu
sumur verið með útvarpsþátt með
Hemma Gunn. Hún er yfir sig hrifin
af fjölmiðlum og væri til í að stjórna
eigin þætti.„Ég kann voðalega vel við
mig fyrir framan hljóðnemann en eins
væri ég opin fyrir sjónvarpi. Ég er opin
fyrir öllu,“ segir hún hlæjandi en stutt
er síðan Ísland í dag heimsótti Svansí í
dagskráliðnum Heimsókn.
Mætti vera ákveðnari
„Mér leið mjög vel fyrir framan
myndavélina, fannst það ekkert þving
andi og alls ekkert mál. Hins vegar ef
það kemur ljósmyndari þá á ég virki
lega erfitt. Ég gæti aldrei orðið mód
el,“ segir hún og skellir upp úr. „Sjón
varp kæmi vel til greina. Það gæti verið
spennandi. Ég hef svo lengi unnið í
kringum þetta þekkta sjónvarps og
útvarpsfólk og finnst þessar „stjörnur“
ekkert merkilegri en hver annar. Það
er kannski þess vegna sem mér finnst
ekkert óþægilegt að vera í sjónvarpi.
Þetta er bara eins og hver önnur vinna,
það skiptir mestu máli að vera maður
sjálfur. Um leið og maður er farinn að
setja sig í stellingar og reyna of mikið
verður það gervilegt.“
Hún segist aldrei hafa leitað eftir því
að komast að í fjölmiðlum. „Ég er lítið
í því að ota sjálfri mér fram. Auðvitað á
maður að sækja það sem manni langar
í en hingað til hafa þessi störf mín í út
varpi komið til mín. Ég hef aldrei beðið
um að fá að hafa þátt. En kannski mað
ur þurfi að fara gera það; sækja það
sem maður vill. Ég mætti kannski al
veg vera ákveðnari þegar kemur að
slíkum málum.“
Ekki lengur stelpa
Hún segir vissulega rétt að minna fari
fyrir konum í íslenskum fjölmiðlum en
karlmönnum og þá sér í lagi í útvarp
inu. „Er þetta ekki bara eins og í sam
félaginu öllu? Kannski þolir fólk betur
karlraddir í útvarpi, ég veit það ekki? Ef
þú ert með góða rödd sem er hljómþýð
og ert kona þá finnst mér að þú eigir að
fá sömu tækifæri og hljómþýður karl.
Kannski eru karlmenn bara frakkari að
sækja sitt. Við konur verðum að hafa
meira sjálfstraust, bæði í sambandi við
laun og störf. Við verðum að bíta á jaxl
inn og stappa í okkur stálinu. Við kon
ur erum alveg jafn góðar og karlmenn.“
Svansí er 43 ára og er alsátt með
að vera komin á fimmtugsaldurinn.
„Það var smá sjokk að verða fertug.
Mér fannst svo stutt síðan mamma
og pabbi voru fertug. Ég hugsaði með
mér að núna væri ég að verða kona,
væri ekki lengur stelpa. En svo hélt ég
bara risastóra veislu, skálaði og hélt
áfram veginn. Það þýðir ekkert að vera
að velta sér upp úr þessu. Mér líður
samt bara eins og ég sé svona 35 ára
þótt auðvitað finni maður að margt
hefur breyst. Ég hef til dæmis ekki
lengur úthald til að vaka lengi,“ seg
ir hún hlæjandi og bætir við að hún
geti verið afar löt við að hreyfa sig.
„Það vantar í mig íþróttagenið. Mér
finnst ekkert jafn leiðinlegt og að fara á
líkamsræktar stöð. Það eru einna helst
göngutúrar sem henta mér og ég finn
mig í. Kannski væri ég með meiri orku
ef ég væri duglegri að hamast inni á lík
amsræktarstöð. En ég er bara þakklát
fyrir hvern dag sem ég fæ og vona að
ég fái að verða gömul með öllu mínu
fólki.“ n
Svansí Svansí hefur verið
með Hemma Gunn í útvarp-
inu síðustu sumur. Hún væri
til í frekari störf í útvarpi og
jafnvel sjónvarpi.
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Viðtal
„Auðvitað höfum við
farið í gegnum hæð-
ir og lægðir en slíkt þroskar
mann og sambandið
Margir kannast við Svanhildi Þórsteinsdóttur
sem útvarpskonuna Svansí. Hér ræðir Svansí um sjón-
varpsdraumana, móðurhlutverkið og ástina en hún og
eiginmaðurinn tóku á sínum tíma fimm ára pásu.
Falleg hjón Svansí hitti manninn sinn fyrst á
stúdentsdaginn. Eftir nokkur stefnumót tóku
þau fimm ára pásu og hafa verið saman síðan.