Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Page 10

Fréttatíminn - 16.10.2015, Page 10
Sætar franskar frá McCain Sætu kartöflurnar frá McCain eru ómótstæðilega bragðgóðar. Þú skellir þeim í ofninn og áður en þú veist af hefurðu töfrað fram girnilegt og gómsætt meðlæti. Prófaðu núna! Vinsælar hjá Íslendingum í mörg ár Loftslagsbreytingar eru of fjarlægar almenningi Málefni Norðurslóða hafa aldrei verið mikilvægari. Hlýnun jarðar, súrnun hafsins, hnattvæðing, auðlindaupptaka og opnun sjóleiða eru málefni sem varða alla jarðarbúa en ekki síst ríkin við Norðurskaut. Auður H. Ingólfsdóttir, stjórnmálafræðingur og lektor við Háskólann á Bifröst, segir mikilvægt að við gleymum okkur ekki í stóru málunum því það fjarlægi okkur frá vandanum. Loftslagsbreytingar eigi sér stað núna og því sé mikilvægt að hlusta á fólkið sem upplifir þær. Því þurfi að færa umræðuna nær fólkinu og skoða hana út frá mannréttindasjónarmiðum. Í erindi þínu á ráðstefnunni The Trans Artic Agenda lýstir þú því hvernig almenningur horf- ir á loftslagsbreytingar úr fjarlægð og nær því ekki að tengja við vand- ann. „Já, í mínum rannsóknum kem- ur mjög sterkt í gegn, og það rím- ar algjörlega við erlendar rann- sóknir, að við náum ekki að tengja loftslagsbreytingar við daglegt líf,“ segir Auður H. Ingólfsdóttir, stjórnmálafræðingur og lektor við Háskólann á Bifröst, sem hélt fyrir- lestur um mikilvægi staðbundinni frásagna fyrir hnattrænar rann- sóknir á The Trans Artic Agenda, ráðstefnu á vegum Rannsóknar- seturs um norðurslóðir. „Jafnvel þó við höfum áhyggjur af breytingun- um þá tengjum við þær frekar við barnabörnin eða fólk í fjarlægum löndum. Fólk finnur að það eiga sér stað breytingar en af því að þetta er svo flókið samspil þá náum við ekki að tengja þær við loftslags- breytingar. Þá á ég ekki bara við veðurfar eða náttúruhamfarir held- ur hluti eins og milliríkjadeilur og stríðsátök. Það eru til að mynda rannsakendur sem benda á að ein af orsökum ástandsins í Sýrlandi séu loftslagsbreytingar. Að sjálf- sögðu er alltaf margt sem spilar inn í, en miklir þurrkar árið 2006 voru á svæðum þaðan sem uppreisnar- menn komu, því ríkisstjórnin brást ekki við sem skyldi. Svo erum við núna með hælisleitendaumræðu á Íslandi sem er orðið erfitt að tengja við einhverja upphafsorsök. En þú skoðar heildarmyndina þá er eitt dæmi um áhrif loftslagsbreytinga stóraukin flóttamannastraumur. En í fréttum dagsins í dag rekjum við okkur ekki svona langt aftur heldur erum bara að takast á við eina birtingamynd.“ Hvaða aðrar birtingarmyndir sjáum við á Íslandi í dag? „Það eru ýmsar breytingar á nátt- úru Íslands og makríllinn er eitt dæmi um það því hvernig hann er að færa sig norðar er rakið til lofts- lagsbreytinga. Við getum auðvitað notið góðs af því en hvað gerist ef einhver af okkar stofnum færir sig til Grænlands? Svo á súrnun hafsins lík- lega eftir að hafa bein áhrif á okkur.“ Við erum vön að heyra orð eins á auðlindir, landamæri, sjóleiðir og al- þjóðasamskipti þegar málefni norð- urslóða og loftslagsmál eru rædd, en þú aftur á móti vilt setja andlit fólksins sem býr á svæðunum á um- ræðuna. „Loftslagsbreytingar gætu að sjálfsögðu leitt til þess að það yrði meiri spenna á milli ríkja því þær veita betri aðgöngu að auð- lindum sem gæti leitt til deilna um auðlindirnar. Það geta verið fiskveiðideilur, deilur um olíu og gas, landamæradeilur og fleira. Auðvitað þurfum við að fylgjast með þessu en ógnir við hefðbund- ið þjóðaröryggi er kannski ekki stærsta ógnin. Kannski er stærsta ógnin áhrifin á okkar daglega líf. Og þess vegna þurfum við að fara inn í samfélögin og skoða hvað er að breytast þar núna. Frum- byggjasamfélögin á norðurslóð- um hafa haft frumkvæðið að því, bankað á dyrnar og viljað segja sínar sögur því þau eru svo ná- tengd náttúrunni og vegna þess að þar gerast breytingarnar líka hraðar en annarsstaðar. Þetta finnst mér áhugavert, að skoða áhrifin á daglegt líf núna, rann- saka rætur vandans núna í stað þess að fókusa á það sem gæti orð- ið. Við eigum að hlusta á sögur úr daglegu lífi fólks við Norðurskaut- ið því þar, í litlu samfélögunum, koma hnattrænu vandamálin hvað skýrast fram.“ Getur þú nefnt dæmi um þetta, hvernig alþjóðlegt vandamál verður sýnilegt vegna reynslusagna úr litlu samfélagi? „Það eru til að mynda til alþjóða- samningur um þrávirk lífræn efni, svokallaður POPS -samningur, sem snýst um manngerð efni sem eru sett út í náttúruna. Þessi efni ferðast um náttúruna í gegnum fæðukeðjuna, loft og hafstrauma og tærast svo upp á norðurhveli. Frumbyggjar hafa því verið ein helstu fórnarlömb mengunar. Ein- hver í Afríku ver sig til að mynda gegn malaríu með DDT og afleið- ingin er menguð brjóstamjólk hjá Inúitakonum. Þegar þessi samning- ur var gerður, var það vegna þess að frumbyggjakonur, með Sheilu Watt-Cloutier í fararbroddi, tóku af Í rannsóknum sinum fjallar Auður H. Ingólfsdóttir um mikilvægi staðbundinna frásagna fyrir hnattrænar áskoranir. Erindi Auðar á The Trans Artic Agenda ráðstefnunni var byggt að hluta til á doktorsverkefni hennar sem snýst um loftslagsbreytingar og alþjóðastjórnmál á Norðurslóðum, með sérstakan fókus á Ísland. 10 fréttaviðtal Helgin 16.-18. október 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.