Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Qupperneq 28

Fréttatíminn - 16.10.2015, Qupperneq 28
S næbjörn Ragnarsson, Bibbi, er þekktur sem bassaleikar-inn í þungarokkssveitinni Skálmöld. Einn Ljótra hálfvita, hann er ný orðinn faðir í fyrsta sinn, vinnur á auglýsingastofu og nú fyr- ir jólin kemur út hans fyrsta skáld- saga, Gerill. Bibbi hefur gaman af því að rífa kjaft, eins og hann orðar það, og segir það enga pressu á sér að gefa út eitthvert meistarastykki. „Ég hafði alveg hugsað um það áður að skrifa bók,“ segir Bibbi um þá hugmynd að skrifa skáldsögu. „Það var samt oft langt frá þeirri hugsun að láta verða af því. Mér hefur alltaf vaxið þetta mjög í aug- um hvað þetta eru mörg orð,“ segir hann. „Í fyrsta sinn sem ég hugs- aði um að gera þetta af alvöru, var þegar ég var búinn að blogga eftir þessa Skálmaldartúra erlendis. Ég fór að taka þetta saman og sá hvað það var ógeðslega mikið af efni. Ég hafði skrifað einhver þúsund orð á dag og ég áttaði mig á því að það væri hægt. Svo hafði ég alltaf verið með einhverjar sögur í hausnum. Skálmaldartextarnir eru sögur og ég hef skrifað fullt af sögum. Það sem verður til þess að þetta verð- ur að veruleika er það að ég var að vinna fyrir einhverja bókaútgáfu á auglýsingastofunni sem ég vinn á,“ segir hann en Bibbi vinnur hjá PIPAR/TBWA. Allt í kringum bókaútgáfu er leiðinlegt „Mér fannst allt í kringum bókaút- gáfu vera svo leiðinlegt. Allt í kring- um bókaútgáfu er mjög leiðinlegt, allavega fyrir athyglissjúkan mann eins og mig. Höfundur skrifar ein- hverja bók á hálfu ári. Gefur hana út. Les upp úr bókinni og skrifar í hana og fer svo heim og bíður. Ég er vanari því að fara að spila á tón- leikum og gera allan fjandann í tengslum við útgáfu. Höfundur veit ekkert hvað fólki finnst um bókina. Tónlistin er áþreifanlegri,“ segir Bibbi. „Ég ákvað því með sjálfum mér að ef ég mundi gefa út bók þá mundi ég skrifa bók með tónlist í. Ég mundi búa til tónlistina og gefa hana út samhliða bókinni, halda tónleika og gera allskonar tengt því. Ég aulaði þessu út úr mér við Kidda, umboðs- mann Skálmaldar, og daginn eftir var ég kominn með bókasamning, án þess að vita um hvað bókin átti að vera.“ Útgefandinn sagði mér að hætta að væla „Bókin er um gaur sem er nýbúinn að stofna hljómsveit og ætlar að upplifa alla rokkstjörnudraumana í einu, en er í rauninni fáviti,“ segir Bibbi. „Þetta er týpan sem svo margir þekkja. Rokkstjarna sem er að reyna að fitta inn í formið. Allt verður mjög öfgakennt hjá honum og hann er allt- af að reyna að vera mest töff í öllu og verður miklu frekar asnalegur. Það er slatti af sjálfum mér í þessum gaur og líka af allskonar fólki. Ég er bú- inn að vera innan um allskonar svona fólk í nánast tugi ára og þetta er alltaf það sama. Einhver er mest svona, og mest hinsegin. Við í þessum bransa erum 90% fávitar, en það er samt það sem er svo skemmtilegt og fallegt,“ segir Bibbi. Bibbi segist hafa fengið útgáfu- samning snemma árs. Hann hafi í kjölfarið sest niður og ætlað að byrja að skrifa. „Ég sat með stílabók á ferðalagi með Skálmöld í febrúar og plott- aði söguna og dundaði mér aðeins í þessu í nokkrar vikur. Svo eignaðist ég barn í vor og í sumar tók ég upp plötu með Ljótu hálfvitunum og ég mætti til vinnu úr orlofi í ágúst og þá var ég bara búinn að skrifa fjórðung bókarinnar,“ segir hann. „Ég hafði samband við útgefand- ann minn, Tómas Hermannsson hjá Sögum, og sagði að þetta væri ekkert að fara að ganga. Ég hefði bara engan tíma í þetta. Hann sagði mér að hætta að vera aumingi og klára þetta. Ég setti þá bara undir mig hausinn og kláraði þetta. Þetta þýddi það að ég fór að sofa klukk- an hálf tíu á kvöldin og mætti til vinnu klukkan hálf sjö og skrifaði til klukkan níu á hverjum degi, og svo aftur eftir vinnu.“ Fékk góð ráð frá Stefáni Máni „Ég kann að setja upp söguþráð,“ segir Bibbi. „Það hafa verið sett upp leikrit eftir mig um allt land og Skálmaldarplöturnar eru skrifaðar eins og sögur. Ég renndi samt mjög blint í sjóinn með þetta því ég áttaði mig ekki á því hvað bók er löng, eða hvað hún er mörg orð,“ segir hann. „Ég hafði enga hugmynd um hvort ég væri með efni upp á 100 eða 1000 blaðsíður. Stefán Máni rit- höfundur sagði mér bara að byrja og það er það erfiðasta. Ég sat fyrir framan tölvuna í viku og mér datt ekkert í hug. Ég endaði á því að finna einhverja mjög týpíska byrjun eins og „Hann vaknaði í rúminu,“ og gat því haldið áfram,“ segir Bibbi. „Ég breytti svo fyrstu 50 blaðsíð- unum og bókin byrjar ekkert á því að hann vaknar í rúminu sínu. Hann vaknar uppi á eldhúsborði, sem er skemmtilegra.“ Gott að ögra sjálfum sér Bibbi er mjög óútreiknanlegur ná- ungi. Eina stundina er hann uppi á sviði með Skálmöld og öllum þeim djöfulgangi sem sveitinni fylgir. Aðra er hann með Ljótu hálfvitun- um í gáskafullu fjöri fyrir fullu húsi einhversstaðar. Stundum rata skrif hans í fjölmiðla þar sem hann talar Finnst gaman að rífa kjaft Snæbjörn Ragnarsson, eða Bibbi eins og hann er kallaður, er maður margra andlita. Hann spilar þungarokk með Skálmöld og treður þess á milli upp með skemmtisveitinn Ljótu hálfvitunum. Meðfram músíkinni og vinnu á auglýsingastofu er Bibbi að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu og fóta sig í nýju hlutverki – en hann varð faðir í fyrsta sinn í ár, 37 ára gamall. tæpitungulaust um eitthvað sem hann er ósáttur við í þjóðfélaginu og á daginn er hann bara rólegur í vinnunni sinni á auglýsingastof- unni. Hann er þó á því að viðbrögð fólks við bókinni séu fyrirfram ákveðin sökum þess hve mörgum finnst hann hafa eitthvað til mál- anna að leggja. „Mér finnst mest gaman að vera að gera eitthvað sem er á skjön,“ segir Bibbi. „Ég er ekkert bara ein- hver gamall pönkari sem finnst gaman að vera með læti. Þegar maður er búinn að vera í Skálmöld, þá er ekkert betra en að fara bara í Kiljuna og tala um einhverja bók,“ segir hann. „Ég er alveg til í að ögra líka þeim sem eru fylgjendur Skálmaldar með því að reyna að vera gáfulegur í bókmenntaþætti. Það sem mér þætti leiðinlegast væri að stoppa og staðna í einhverju sem ég er að gera. Þessi skrif mín á Facebook, til dæmis, eru bara út af einhverri rétthugsun. Ég verð brjálaður yfir einhverjum fávitum,“ segir hann. „Ég er samt ekkert svo viss um að þeir sem eru „púrítanar“ og finnist skrif mín rétt, finnist þessi bók góð. Bókin er svo pólitískt röng á mörg- um sviðum, en ég er bara að hafa gaman. Ég skrifaði bókina með það að leiðarljósi að hafa gaman af því,“ „Ég hef gengið of langt og hef verið skammaður. Í því tilviki var ég að drulla yfir fólk og ég á ekkert að vera að drulla yfir fólk. Ég gekk kannski ekkert of langt með málefnið, en ég fór með það á rangan stað. Öllum fannst ég samt frábær við lesturinn en ég las yfir og sá að þarna var ég bara að vera fáviti, eins og mér hafði verið bent á, og það þurfti að benda mér á það.“ Ljós- mynd/Hari Framhald á næstu opnu 28 viðtal Helgin 16.-18. október 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.