Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Síða 38

Fréttatíminn - 16.10.2015, Síða 38
w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39 53 ævintýri Grimmsbræðra í líflegri endursögn Philps Pullman og frábærri þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. SíGild SAGnA liSt Einu sinni var ... M amúska – Sagan um mína pólsku ömmu er óvenju- leg ævisaga þar sem Halldór Guðmundsson rekur sögu hinnar pólsku Marianne Kowalew sem hann kynntist í Frankfurt þegar hún var rúmlega sjötug en hann tæplega þrítugur. Upphaflega skrif- aði hann bók um hana á þýsku og hún kom út í Þýskalandi árið 2010, en þá var Mamúska enn á lífi. Ís- lenska gerðin er mun fyllri og snýst ekki síst um þeirra samband, bæði sem höfundar og viðfangsefnis og náinna vina. En hvernig varð sá vin- skapur til? Hvað dró þennan unga mann frá Íslandi að þessari öldruðu konu sem svo sannarlega ekki var allra? „Þetta byrjaði allt einhvern tíma þegar við vorum á bókamess- unni í Frankfurt og einhver benti okkur á að við yrðum að borða á Scarlet Pimpernel, sem þá var einn af þessum heimulega þekktu stöðum. Ég hringi til að panta borð og í símann svarar skræk rödd sem segir þegar ég spyr hvort hún eigi laust borð: „Fyrir mann með þína rödd, hvenær sem er.“ Mér fannst þetta skrítið svar og lofa góðu en við mættum og það var dálítið eins og að ganga inn í annan heim. Bókasýningar eru yndislegar, en þær eru líka bara vörusýningar, fólk er að kynna sína vöru og selja sig. Allt í einu vorum við komnir úr því umhverfi niður í einhvern kjallara þar sem allt var vaðandi í þungum teppum og helgimyndum og svo kom þessi að- sópsmikla kona með vefjarhött sem skipaði okkur að setjast og byrjaði að hrúga brauði og vodka á borðið fyrir framan okkur. Það var enginn matseðill, Mamúska stjórnaði öllu sem þarna fór fram og tók algjör- lega yfir sviðið. Við nutum þess fram í fingurgóma og heimsóknir á Scarlet Pimpernel urðu upp úr þessu fastur liður í heimsóknum okkar á bókamessuna.“ Ómótstæðilegt söguefni Árin liðu og vináttan þróaðist og þar kom að Mamúska fór að krefj- ast þess að Halldór heimsækti sig prívat þegar hann var í Frankfurt. Þá bauð hún í mat í íbúð sinni á efri hæð veitingahússins og sam- kvæmin þar voru ekki síður fjörug en þau á neðri hæðinni. Meðal þess sem Halldóri er minnistætt úr þeim samkvæmum eru slavneskir söngvar sem ollu því að hann fór að velta fyrir sér fortíð Mamúsku. „Gátan er; hvaðan kemur þessi heimur? Frankfurt er mjög jarðbundin, þetta er peninga- borgin í Þýskalandi, þar er enginn súbkúltúr sem tekur því að tala um og maður skilur ekki hvaðan þessi heimur sem við kynntumst á Scarlet Pimpernel er sprottinn. Ma- múska sjálf var önnur ráðgáta og þegar maður fór að kynnast henni betur sá maður að hún tilheyrði a.m.k. tveimur heimum. Hún hafði búið í Vilnius á millistríðsárunum þar sem ríkti nokkurs konar fyrir hruns ástand, eins og við þekkjum það hér heima, efri stéttirnar lifðu hátt, skruppu í helgarferðir til Mónakó til að djamma og keyrðu um á sportbílum. Inn í þennan heim kemst Mamúska með því að krækja í krónprins verksmiðjunnar sem hún vann hjá en skömmu síðar er þetta hrunið og þau eru blásnauðir flóttamenn frá stríðshrjáðu landi.“ Saga Mamúsku var þó enn skrautlegri en það, hún var fædd í rússneska keisaradæminu og ólst upp sem bláfátæk bóndadóttir í litlu þorpi og strauk að heiman sautján ára gömul til að freista gæfunnar í Vilníus. Þar vann hún fyrst sem þjónustustúlka hjá greifa, en síðar sem verksmiðjustúlka í verksmiðju fyrrnefnds krónprins. Leiðin að hjarta hans var ekki greið, hann var í tygjum við ungfrú Evrópu, en Mamúska hafði sigur og þau urðu ástfangin þrátt fyrir andstöðu fjöl- skyldu hans. Eftir að þau eru komin til Frankfurt tókst honum að koma undir sig fótunum og efnast aftur en nokkrum mánuðum eftir að sonur þeirra fæðist deyr eiginmað- urinn úr lungnabólgu og Mamúska þarf að byrja á botninum einu sinni enn. Halldór segir þetta söguefni einfaldlega hafa verið of gott til að standast það. „Ég er alinn upp í Þýskalandi og hef alltaf haft brennandi áhuga á sögu Mið-Evrópu og öllum þeim hræringum sem þar urðu á síðustu öld. Saga Mamúsku er að mörgu leyti dæmigerð fyrir þær og þegar ofan á bættist þessi svaka- lega sterki persónuleiki þá varð ekki aftur snúið, ég fékk leyfi hjá Mamúsku til að skrifa sögu hennar og fór að grúska í gömlum skjölum í kjallara sonar hennar. Svo langaði mig reyndar líka til að skrifa esseyju um ómöguleika þess að skrifa ævisögu yfirleitt. Mamúska vildi alfarið ráða því hvaða mynd birtist af henni í bókinni og brást hin versta við þegar ég fór að grúska og spyrjast fyrir um hana annars staðar. Þannig erum við bara, við búum okkur til sögu um okkur sjálf sem við getum lifað með og viljum hafa fyrir sanna. Mér fannst hrífandi að skrifa um konu sem átti svona merkilega ævi og lýsa því hvernig það er að nálgast hana. Hún var að verða hundrað ára og í aðra röndina alveg skítsama hvað fólki fannst um hana en samt vildi hún ráða því hvaða sögu það fengi að lesa.“ Eins og suðrænt ástarsamband Þrátt fyrir að saga Mamúsku sé sterk og ótrúleg og teymi lesand- ann með sér, þá er það þó samband hins íslenska skrásetjara og þessa pólska náttúruafls sem hrífur mann mest við lestur bókarinnar. Þau eru eins ólík og dagur og nótt og Hall- dór veit aldrei hverju hann á von á þegar hann heimsækir hana. Tóku þessu samskipti ekki á á köflum? „Jú, jú, en það er auðvitað það sem þetta er um. Allir ævisagnarit- arar þurfa að skapa tvær persónur; persónuna sem þú ert að skrifa um – það getur enginn sagt frá Mamúska verður alltaf með mér Mamúska – Sagan um mína pólsku ömmu eftir Halldór Guðmundsson er ein eftirtektarverð- asta bókin í flóðinu í ár. Þar rekur Halldór sögu pólskrar konu sem hann kynntist á bókamessu í Frankfurt og hafði djúpstæð áhrif á hann, enda bæði saga konunnar og persónuleiki ómót- stæðilegt að hans sögn. Halldór Guðmundsson segir Mamúsku alltaf vera með sér. Ljósmynd/Hari Halldór og Mamúska á góðri stundu. 38 viðtal Helgin 16.-18. október 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.