Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Qupperneq 44

Fréttatíminn - 16.10.2015, Qupperneq 44
Einn gulur og sex glærir V Vinnunnar vegna er ég yfirleitt á heimilisbílnum sem þýðir líka að ég þarf yfirleitt að sinna dagvöru- kaupum fjölskyldunnar. Því verki sinni ég tiltölulega möglunarlaust enda finnast mér verslunarferðir síður en svo leiðinlegar. Þannig lagað. Í það minnsta á meðan ferð- inni stendur. En ég er nískur. Ja, kannski ekki beinlínis nískur því ég eyði peningunum glaður í alls konar vitleysu og jafnvel meira en er innistæða fyrir. En ég er nískur á þann hátt að ég hef ekki gaman af því að því að eyða yfirdrætt- inum mínum í hvað sem er. Efst á þeim lista eru burðarpokar í versl- unum. Venjulegir burðarpokar eru bein lífs míns og að enda góða verslunarferð á því að þurfa að kaupa fáránlega dýran draslpoka er mér ekki að skapi. Man hvað það sveið í budduna þegar byrjað var að rukka fyrir poka í Grundar- kjöri seint á níunda áratugnum. Sá sviði breyttist þó snögglega yfir í skömm fyrir vandræðalegan for-ungling þegar mamma hans, sem sveið enn meira pokagjaldið, sendi drenginn með forljótan, risastóran, brúnleitan, margnota poka út í búð sem ég rogaðst með í gegnum hrúgu af vandræðaung- lingum sem gerðu stólpagrín að mér, mömmudrengnum. Þarna hefur móðir mín nefni- lega gert betur en ég. Ég man aldrei eftir að taka margnota poka með í búðina. Þó hef ég sankað að mér ábyggilega tíu mismun- andi hippalegum pokum sem ég hef á víð og dreif bæði heima og í bílnum – en aldrei man ég eftir að taka þá með mér alla leið inn í verslunina. Ekki fyrr en kassa- tæknirinn spyr mig hvort ég vilji kaupa plastpoka. Þá man ég eftir hamppokunum úti í bíl og blóta hljóðlega í barm mér og reyni að komast upp með einn og aðeins einn poka sem ég troðfylli þangað til hann rifnar óumflýjanlega sem kostar það að ég þarf oftar en ekki að kaupa annan. Nota svo fimm, sex kreppupoka og skakklappast út úr búðinni með óbragð í munni. Færi svo hippapokana mína frá, svo höfrungadrepandi plastpok- arnir mínir komist fyrir í skottinu. Ég reyndi á tímabili að færa mig yfir í kassana en þeir eru bara ekki alltaf í boði og það heillar mig ekki að fara tvær ferðir með kassa úr bílnum þegar heim er komið. En þegar út í bílinn er komið hættir verslunarferðin að vera verslunarferð og breytist í kapp- hlaup um að komast heim. En vandamálið er að ég er, auk þess að vera semi-nískur og þrátt fyrir að vera dagsfarsprúður að jafnaði, alveg sérlega vegavondur maður. Jafnvel á góðum degi, þegar ég er ekki nýbúinn að kaupa plastpoka, er ég reiður og leiðinlegur í um- ferðinni. Sveigi milli akreina eins og unglingur og hangi í skottinu á gömlu fólki þegar það dirfist yfir á vinstri akrein. En núna, þegar grábölvaður Hjálmar Sveinsson og allir hans hippavinir í borgarstjórninni, eru búnir að standa fyrir þessu gengdarlausa einelti á okkur bíl- stjóra einkabílanna með því að þrengja götur og setja nokkra metra af hjólaköflum hingað og þangað um borgina, má ekkert út af bregða því eftir magninn- kaup á pokum verð ég alveg tjúllaður undir stýri. Það þarf því að gaumgæfa sérstaklega hvaða leið er valin heim í Hlíðarnar svo ég bókstaflega nagi leðrið ekki af stýrinu af bræði. Hversu erfið heimleiðin er fer reyndar eftir því í hvaða búð var verslað og hversu mikið Hjálmar og félagar hafa sett mark sitt á nærumhverfið. Hafi ég til dæmis verið að kaupa tilbúinn kjúkling í Melabúðinni verð ég að forðast Hofsvallagötuna. Ég þræði mig því í gegnum Melana eins og drukkinn maður í ratleik, íbúum þar örugglega til mikillar ánægju, án þess svo mikið sem að sjá eitt fuglahús. Hafi ég svo lent í poka- kaupum í Bónus í Þingholtunum legg ég ekki í að þvera Snorra- brautina því þá leitar hugurinn ósjálfrátt aftur til þeirrar sælutíðar þegar sú ágæta braut hentaði til aksturs bifreiða. Aftur keyri ég því upp og niður restina af hverfinu, snælduvitlaus eftir pokaútgjöldin. Yfirleitt blessast þetta þó án teljandi vandræða. En síðasta púslið í verslunarferðinni, þótt þar komi Hjálmar og kó ekki við sögu, er veðrið. Ef það er rigning og rok í kaupbæti, ofan á kannski þrjá nýkeypta burðarpoka, þá skal fólk hafa varann á og ef það sér mann með sturlunarglampa í augunum, hálfan út um gluggann á gráum Ford Focus í svigi á milli akreina, bölvandi gömlu fólki, með rifinn bút af Bónuspoka til áhrifaauka. Það er þó engin ástæða til að hringja á lögregluna. Þetta er væntanlega bara undirritaður á heimleið úr innkaupaferð. Þetta lagast allt um leið og kexpakk- inn, sem vonandi komst með, kraminn ásamt öllum hinum vör- unum í einum troðfullum gulum plastpoka – fyrir utan afganginn í glæru kreppupokunum sex, að sjálfsögðu. Te ik ni ng /H ar i Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is HELGARPISTILL 44 viðhorf Helgin 16.-18. október 2015 ✶ ✶ ✶ ✶ „Það er ekki oft sem ævintýrasögur koma mér á óvart, en Gunnari tókst það svo sannarlega hér.“ BHÓ / Fréttablaðið (um SteinSkrípin) Æsispennandi saga sem sækir efnivið jafnt í þjóðararfinn og erlendar hrollvekjur svo lesandinn er á nálum allt til söguloka. www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.