Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Page 62

Fréttatíminn - 16.10.2015, Page 62
Með beinþéttni á við níræða konu Hildur Gunnarsdóttir greindist með beinþynningu aðeins 37 ára gömul. Hún segir sjúkdóminn falinn og telur mikilvægt að breyta þeirri sýn sem samfélagið hefur á beinþynningu, það eru ekki einungis gamlar og grannar konur sem fái beinþynningu. Með stöðugri meðferð hjá sjúkra- þjálfara og réttum lyfjum tekst Hildi að halda beinþynningunni í skefjum en hún lifir þó í stöðugri hættu á að brotna við minnsta tilefni. H ildur Gunnarsdóttir er f immtug þriggja barna móðir. Hún fann fyrir bakverkjum á meðgöngu tvö og þrjú og leitaði til sjúkraþjálfara á síðustu meðgöngunni. „Grind- argliðnun var talin eðlilegasta or-sökin en eftir fæðinguna versn-aði ég rosalega í bakinu. Eftir myndatöku og rannsóknir kom í ljós að ég var með beinþéttni á við níræða konu og fjögur samföll í hryggnum,“ segir Hildur. Lækn- arnir áttu erfitt með að greina ástæður beinþynningarinnar. „Það var ekki hægt að rekja þetta til hormóna og það er í lagi með kalkið í blóðinu og ég er há í d- vítamíni,“ segir Hildur, sem þurfti að hætta að vinna fljótlega eftir greininguna. „Ég varð ekki vinnu- fær fyrr en fimm árum seinna og það var rosalega erfitt að koma sér aftur í gang.“ Beinþynning er falinn sjúk- dómur Í dag er Hildur í stöðugri sjúkra- þjálfun og tekur lyf sem auka bein- þéttni. „Ég þarf alltaf að vera með- vituð um hvað ég er að gera. Ég fer til dæmis ekki út ef það er hálka, nema bara beint upp í bíl. Þetta getur því verið hamlandi og ég þarf alltaf að hafa á bak við eyr- að hvað ég má og má ekki gera.“ Hildur segir einnig að framtíðin sé óljós hvað varðar beinþéttnina. „Ég veit í raun ekki hvernig ég verð þegar ég eldist, en ég verð bara að taka einn dag í einu.“ Hild- ur segir beinþynningu vera afar falinn sjúkdóm í samfélaginu og því þurfi að breyta. „Eftir með- göngu númer tvö fór ég í rann- sóknir þar sem kom í ljós úrkölkun úr hryggnum og ég hefði kannski átt að fylgja því eftir en mér datt 62 heilsutíminn Helgin 16.-18. október 2015 ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ SEM SLÆR Í GEGN • Styrkir bandvefinn* • Stuðlar að þéttleika í beinum* • Styrkir hár og neglur* • Stuðlar að betri myndun kollagens fyrir sléttari og fallegri húð* Kísilsteinefni GeoSilica inniheldur hreinan jarðhitakísil sem unninn er á Íslandi úr jarðhitavatni Hellisheiðarvirkjunar. Kísillinn kemur beint úr iðrum jarðar og er því eins náttúrulegur og nokkur kostur er á. Það eru engin viðbætt efni í vörunni. *Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi áhrif, kísilvatnið er fæðubótarefni og kemur ekki í staðin fyrir lyf. Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu?

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.