Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Síða 64

Fréttatíminn - 16.10.2015, Síða 64
Hvernig byrjar þú daginn? Ég er ekki alveg þessi eldhressa morguntýpa en morguninn fer í það að kyssa börnin mín inn í daginn og koma þeim í skólann og finna svo til það sem ég þarf að hafa með mér að heiman þann daginn sem getur verið ansi mikill farangur. Hvernig er hefðbundinn morgunmatur hjá þér? Fæ mér oftast grænan hristing sem maðurinn minn útbýr, omega og svo kaffi á leiðinni í vinnuna. Um helgar fæ ég mér stundum annars konar morgunmat eins og egg, rist- að brauð eða ávexti. Ég hef verið að gera tilraunir með chiagrauta en hef ekki dottið inn á hinn eina sanna ennþá. Hvers konar hreyfingu stundar þú? Mér finnst í raun flest hreyfing skemmtileg og glími nú við það í fyrsta sinn á ævinni að reyna að koma skipulagi á hreyfinguna mína þar sem dagskráin mín er ansi þétt en ég er í MBA námi í HR samhliða vinnunni. Skemmtilegast finnst mér að dansa, gera þrekæfingar og stunda jóga. Útivera er nauðsynleg líka og tröppurnar í Kópavoginum upp frá Skátaheimilinu eru frábær áskorun og verða oftar en ekki fyrir valinu þessa dagana. Hvað gerir þú til að slaka á? Ég fer oft í heita pottinn á kvöldin, hlusta á tónlist og syng. Mér finnst líka slökun í því að spila með fjöl- skyldunni eða fara í göngutúr. Hef reynt að tileinka mér það að nota 1-2 mínútur í bílnum eftir vinnu áður en ég fer inn á heimili mitt til að „núll- stilla“ mig. Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina? Líklegast er þetta klisjukennt en allt er gott í hófi hefur reynst mér vel. Ég hef ekki þurft að útiloka ein- hverja fæðu en er að læra það bet- ur og betur með auknum þroska að hlusta á líkamann. Hann segir manni nefnilega meira en maður heldur. Mér finnst sem betur fer skemmtilegt og gott að hreyfa mig þannig að líkaminn kallar ósjálf- rátt á hreyfingu ef ég hef ekki sinnt honum í einhvern tíma. En þeir sem ekki finna þessa þörf þurfa í raun að koma hreyfingu fyrir í daglegri rútínu og setja sjálfa sig framar í for- gangsröðina. Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Bursta tennur, tek stundum mela- tonin og reyni að gleyma „to do“ lista næsta dags. Hvert er furðulegasta heilsu- ráð sem þú hefur heyrt? Ég man ekki eftir neinu furðulegu í augnablikinu en eitt af þeim ráðum sem eru einföld og virka, sérstak- lega fyrir þá sem eru veikir fyrir kvöldnasli, er að bursta tennurn- ar eftir kvöldmat (að því gefnu að líkaminn sé vel nærður). Það gefur frísklegt bragð, tennurnar hreinar og löngunin í eitthvað sætt eða salt minnkar. Fyrir utan hvað þetta er fínt tannverndarráð.  Minn heilsutíMi GíGja Þórðardóttir Gígja Þórðardóttir sjúkraþjálfari stýrir nýjum heilsuþáttum á Hringbraut sem heita Heilsutíminn. Þættirnir eru frumsýndir á mánudagskvöldum klukkan 20 og endursýndir nokkrum sinnum yfir vikuna auk þess sem hægt er að nálgast þættina á www.hringbraut.is og www.frettatiminn.is. Við fengum Gígju til að svara nokkrum spurningum um hvernig hún ver sínum heilsutíma. Hleypur upp tröppur til að fá útrás Gígja Þórðardóttir sjúkraþjálfari. 64 heilsutíminn Helgin 16.-18. október 2015 www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 SPENNANDI FURDUSAGA Skuggasaga – Arftakinn er fyrsta bók Ragnheiðar Eyjólfsdóttur, margslungin og spennandi furðusaga fyrir alla aldurshópa sem bar sigur úr býtum í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin 2015. Þjálfarar: Arna Steinarsdóttir og Audrey Freyja Clarke sjúkraþjálfarar www.heilsuborg.is Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010 - Þín brú til betri heilsuUpplýsingar í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is Stoðkerfislausnir Henta þeim sem eru með verki eða önnur einkenni frá stoðkerfi, vilja læra á sjálfa sig og finna sín mörk í hreyfingu. Þátttakendur fara í einstaklingsviðtal til sjúkraþjálfara í upphafi. 8 vikna námskeið hefjast 26. og 27. október 2 x í viku: Þri. og fim. kl. 17.30 3 x í viku: Mán., mið. og fös. kl. 15.00 Framhaldsnámskeið: Þri. og fim. kl. 16.30 Ert þú með verki?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.