Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Síða 76

Fréttatíminn - 16.10.2015, Síða 76
76 bækur Helgin 16.-18. október 2015  RitdómuR HundadagaR EinaRs KáRasonaR Þarmar með sjarma á toppnum Lítið fer fyrir íslenskum skáldverkum á metsölulista Eymundsson þessa vikuna, eina íslenska skáldsagan á list- anum er Hundadagar Einars Más Guðmundssonar sem situr í 4. sæti listans. Í fyrsta sæti trónir bókin Þarmar með sjarma eftir Giulia Enders, í öðru sæti er Hrellirinn eftir Lars Kepler og í því þriðja situr litabókin Íslensk litadýrð eftir Elsu Nielsen. Endurminningar Sölva Sveinssonar, Dagar handan við dægrin, er í fimmta sæti, Stúlkan í trénu eftir Jussi Adler Olsen í því sjötta, Atvinnumaðurinn Gylfi Sigurðs í sjöunda. mEtsölulisti Eymundsson  BæKuR FyRsta ljóðaBóK KRistjáns ÞóRðaR síðan 1997 Komin út t veir Elvis Presley aðdáendur og fleiri sonn-ettur er fyrsta ljóðabók Kristjáns Þórðar síðan árið 1997, hvað olli þessari löngu með- göngu? „Það bara tekur mig mjög langan tíma að yrkja,“ segir Kristján, „Hið háttbundna ljóðform er mjög kröfuhart. En svo hafa skáldsagna- og leikrita- skrif líka átt hug minn á þessu tímabili. Ég þarf að liggja yfir ljóðunum lengi áður en mér finnst ég geta sent þau frá mér. Sumir höfundar geta unnið hratt með góðum árangri en ég þarf mikinn tíma. Í öllum þessum ljóðum er saga sem mig langar að segja, ein- hverjar mannlegar aðstæður eða mannleg reynsla sem mig langar að taka fyrir og ég velti því lengi fyrir mér hvernig mig langar að gera hverju yrkisefni skil. Ég skrifa niður punkta og vangaveltur og það má kannski segja að ég vinni hvert ljóð svolítið eins og smásagnahöfundur áður en ég fer að yrkja. Hvert ljóð er sjálfstæður heimur, sjálfstæð saga, þannig að í rauninni er þetta smásagnasafn í ljóðum.“ Órökrétt og blind öfl Megin yrkisefnið í bókinni er samskipti fólks og Kristján segir það efni alltaf hafa heillað sig. „Ég held það sé mjög sterk vitund í bókinni um hina harm- rænni þætti tilverunnar, hinn mannlega ófullkom- leika ef svo má segja, en ég held líka að bókin miðli sterkri tilfinningu fyrir trú á möguleika mannsins til að upplifa gleði og hamingju. Þetta eru svona mann- lífsstúdíur frekar en bein tilfinningaleg tjáning. Mörg ljóðin eru tragíkómísk, hið harmræna og kómíska blandast saman í bókinni eins og vitaskuld í mannlíf- inu. Þannig að það er húmor í bókinni líka.“ Erfið samskipti fólks hafa lengi verið Kristjáni hug- leikin, bæði í ljóðum hans, leikritum og skáldsögum, finnst honum svona flókið að umgangast annað fólk? „Ég held að mannleg samskipti séu yfirleitt flókin og skrýtin, eins og þau geta verið auðgandi og gefandi, einfaldlega vegna þess að það er svo mikið af órök- réttum og blindum öflum í manneskjunni. Vitundar- líf manneskjunnar er yfirleitt miklu margþættara en daglegt líf hennar, við erum uppfull af draumum, löngunum, þrám og áætlunum, en líka persónu- legum áhyggjum og sársauka. Skáldskapurinn er leið til þess að öðlast sýn á þennan innri heim okkar. Sum ljóðin í þessari bók eru í raun lofgjörð til bók- menntanna því ég hef alltaf haft mikla ást á bók- menntum og held að lestur á þeim sé einhver sú dásamlegasta andlega iðkun sem fyrirfinnst.“ Hörðustu orrusturnar í eigin sálarlífi Hér stoppa ég Kristján af og bendi honum á að spurn- ingin hafi verið hvort honum persónulega fyndust samskipti erfið og flókin. „Allir sem hafa öðlast ein- hverja lífsreynslu hljóta einhvern tímann að hafa upplifað flókin og erfið samskipti. Það að vera skáld snýst að miklu leyti um að setja sig inn í tilfinninga- líf annarra og það er það sem gerist innra með fólki sem alltaf hefur höfðað mest til mín. Það er oft í eigin sálarlífi sem einstaklingurinn háir sínar hörðustu orrustur.“ Pólitísk bók undir niðri Skáldsagan Hinir sterku sem kom út 2005 var mjög pólitískt verk fjallaði á gagnrýninn hátt um nýfrjáls- hyggjuna, einstaklingshyggjuna og tómhyggjuna í samfélaginu, var nokkurs konar fyrir hruns bók, en það fer ekki mikið fyrir pólitík í nýju bókinni, er það?. „Ekki beint, nei, en ég er nú samt að fjalla um ýmsa þætti sem hafa áhrif á samfélagið, eins og græðgi, óbilgirni, mannlega samkennd og leit fólks að til- gangi og merkingu í lífinu. Þannig að þótt pólitíkin sé kannski ekki á yfirborðinu þá er þarna tekist á við öfl sem leika stórt hlutverk í lífi fólks og þar með í samfélaginu.“ Átján ár eru ansi langur tími milli ljóðabóka, er ljóðskáldið komið til baka eða hefur það vikið fyrir leikskáldinu og skáldsagnahöfundinum? „Ljóðskáldið er komið til baka, en ég er líka með í smíðum á ólíkum vinnslustigum leikrit og skáld- sögu.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Smásagnasafn í ljóðum Sex bókaforlög kynna nú íslensku barnabókina Stína stórasæng eftir Lani Yamamoto á stærstu bóka- kaupstefnu heims í Frankfurt am Main í Þýskalandi. Útgáfufyrirtæki á Spáni og Ítalíu sem og í Danmörku, Bretlandi og Bandaríkjunum gefa út Stínu stórusæng á fimm tungumálum á markaðssvæðum í Evrópu, Ástr- alíu, Suður- og Norður-Ameríku. Bókin kom út á Íslandi haustið 2013 hjá bókaút- gáfunni Crymogeu. Eitt af því sem vakti athygli á henni var að fatafyrirtækið Vík Prjónsdóttir hannaði sérstaka ullarvettlingakápu utan um hana og birtust umfjallanir um bókina og ullarkápuna í hönnunar- miðlum um víða veröld. Fyrir bókina hlaut Lani Yamamoto Fjöruverðlaunin 2013, fyrir bestu barnabók ársins 2013, og Íslensku myndskreytiverðlaunin 2013, Dimmalimm. Bókin var tilnefnd af Íslands hálfu til Barna- bókaverðlauna Norðurlandaráðs þegar fyrst var tilnefnt til þeirra verðlauna. Íslensk barnabók kemur út í fjórum heimsálfum Ragnar Helgi Ólafsson hlaut í vikunni Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2015 fyrir ljóðahandritið Til hughreysting- ar þeim sem finna sig ekki í sam tíma sínum. Ragnar Helgi las heimspeki við Háskóla Íslands og lagði síðar stund á nám í myndlist í Frakklandi. Hann hefur síðastliðin ár unnið að myndlist og sýnt verk sín víða um heim, meðfram því að sinna grafískri hönnun og kennslu auk þess að spila tónlist með ýmsum hljómsveitum. Hann er annar forsvarsmanna Tunglsins forlags og situr auk þess í ritstjórn tímaritraðarinnar 1005 og veftímaritsins Skíðblaðnis. „Til hughreystingar þeim sem finna sig ekki í sam tíma sínum“ er þriðja bók hans, en áður hef ur hann sent frá sér skáldsöguna „Bréf frá Bútan“ og smásagnasafnið „Fund ur útvarpsráðs þann 14. mars 1984 og áhrif hans á kyn verund drengsins og fleiri sögur“. Ragnar Helgi hlaut Tómasarverðlaunin Það eru engir smákarlar sem Einar Már Guðmundsson teflir fram í nýjustu skáldsögu sinni Hundadögum. Hér eru þeir ljóslifandi í aðalhlutverkum, hvor á sinni tíð, þeir Jón Stein- grímsson eldklerkur og Jörgen Jörgensen, Jörundur hunda- dagakonungur. Lengi framan af er reyndar óljóst hvað sögur þeirra hafa hvor með aðra að gera, en eins og við á að éta í góðri sögu skýrist það nú á endanum og sagan smellur saman sem ein heild. Ansi hreint hressandi, krassandi og skemmti- leg heild, meira að segja. Einar Már er hér í essinu sínu. Hann er að segja sögur eins og sögur hafa alltaf verið sagðar á Íslandi, með endalausum útúrdúrum, krókaleiðum og blindgötum og það er greinilegt að hann hefur sjálfur skemmt sér í drep við að skrifa þetta. Hér ægir öllu saman, aldarfarslýsingum, matseðlum, ástaraunum, byltingum, Napóleonsstríðunum, Ástralíu, Eng- landi, Danmörku, Tasmaníu, Tahítí og Íslandi og það er stokkið fram og aftur í tíma eins og hendi sé veifað. Skyndilega er lesandinn staddur í miðri búsáhaldabyltingu ársins 2009 þegar hann heldur að hann sé á kafi í „byltingu“ Jörundar árið 1809. Svo er kannski allt í einu farið að ræða meintan dauða Elvis Presley, eða vitna í Stein Steinarr eða Ófeig Sigurðsson og mann hreinlega svimar af því að reyna að ná utan um hamaganginn. Allt meikar þetta þó fullkominn sens innan ramma sögunnar, breikkar hana og víkkar og tengir beint inn í sam- tímann. Um þá báða, Jón eldklerk og Jörund hundadaga- konung, hafa verið skrifaðar fjölmargar bækur, fyr- ir nú utan það að báðir festu þeir eigin sögu á blöð, en hér er eins og maður sé að mæta þeim í fyrsta sinn svo sprelllifandi og þrívíðir eru þeir. Saga Finns Magnússonar, sem einnig verður hluti af sögu þeirra beggja, er ekki eins sannfærandi og það er eiginlega ekki fyrr en á síðustu síðunum sem maður skilur hvað hann er að vilja upp á dekk. En þá skilur maður líka, auðvitað, að án hans sögu hefði tengingin milli Jóns og Jörundar farið fyrir lítið. Mest hrífa mann þó sögur þriggja ástkvenna Jörundar, Guðrúnar Johnson, Mariu Fraser og Noru Corbett og það eru þær sem maður saknar að fá ekki að kynnast betur á þessum síðum. Hvernig væri að einhver tæki sér fyrir hendur að skrá þeirra lífshlaup í skáldsögu? Ég byrjaði á því að segja að hér væri engum smákörlum teflt fram, enda stórkarlar báðir þeir Jón og Jörundur hvernig sem á þá er litið, og í samræmi við söguefnið er stíllinn stórkarlalegur og næstum hortugur á köflum sem enn eykur skemmtigildi sögunnar. Ég held svei mér þá að Einar Már hafi ekki skrifað betri bók en þessa síðan hann setti síðasta punktinn í Engla alheimsins. -fb Hundskemmtileg þeysireið  Hundadagar Einar Már Guðmundsson Mál og menning 2015 Kristján Þórður segir ljóðskáldið komið til baka en leikskáldið og skáldsagnahöfundurinn séu þó ekki langt undan. Tveir Elvis Presley aðdáendur og fleiri sonnettur nefnist ný ljóðabók Kristjáns Þórðar Hrafns- sonar, sem segist gagntekinn af bæði því kómíska og tragíska í samskiptum fólks. Lj ós m yn d/ H ar i Ragnar Helgi Ólafsson. Lani Yamamoto. FORSALA Smáratorgi 3 · Kópavogi · 550 2700 Þýska húsið eftir Arnald Indriðason heimkaup.is Þú færð bókina heim að dyrum strax á sunnudagsmorguninn 1. nóvember sem er útgáfudagur. Kaffi og kleinur frá Ömmubakstri fylgja og heimsendingin er að sjálfsögðu frí! Nú versla Íslendingar á netinu... á Heimkaup.is!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.