Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Side 84

Fréttatíminn - 16.10.2015, Side 84
AFMÆLISKÖKU ÞARF AÐ PANTA MEÐ DAGS FYRIRVARA … Á AFMÆLI Í DAG! APOTEK ER MEÐ AFMÆLISKÖKUNA Hjá okkur færðu þessa frábæru afmælisköku. Hún er tilvalinn eftirréttur fyrir ‹ölskyldur og vinahópa sem hafa gaman saman á Apotekinu. Gómsæt súkkulaðikaka með súkkulaðimús og hindberjum, hjúpuð súkkulaðiganache að hætti Axels Þ., Pastry Chef. Kakan er hæfileg fyrir 6–10 manns og kostar 3.990 kr. Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.is  Vídeólist síbreytilegt Verk Kling og Bang í Basel Kling & Bang mun í dag, föstudag, taka þátt í sýningunni „On the road to Hellissand- ur“ í Ausstellungsraum Klingental í Basel, en sýningin er partur af listahátíðinni Cult- urescapes sem haldin er um þessar mundir í borginni. Fram- lag Kling & Bang til sýningarinnar eru verk úr vídeó arkífi Kling & Bang sem sýnd verða innan í skúlptúrrýminu Demented Diamond. Í vídeó arkífinu eru nú verk eftir tæplega hundrað listamenn og verða fjölmörg þeirra sýnd í Basel, en sýn- ingin tekur stöðugum breytingum meðan á henni stendur. Auk sýninga á verkum úr arkífinu verða einnig nokkrar einkasýningar haldnar á tímabilinu. Ragnar Kjartansson. Á sdís Sif Gunnarsdóttir, Ragnar Helgi Ólafsson og Selma Hreggviðsdóttir sýna verk sín sem eru sérstaklega gerð fyrir Demented Diamond. Verk Selmu Hreggviðsdóttur „Reflective Surface“ verður frum- sýnt við þetta tilefni, en verk Ás- dísar Sifjar og Rangars Helga voru frumsýnd í Demented Diamond í Hafnarhúsinu á Listahátíð í Reykjavík árið 2012. Aðstandend- ur Ausstellungsraum Klingental munu einnig sýna valin vídeóverk frá svissneskum listamönnum. Sýningarstjórar fyrir hönd Kling & Bang eru Daníel Björnsson, Elísabet Brynhildardóttir og Ingi- björg Sigurjónsdóttir. Auk Kling & Bang taka Eggert Pétursson, Guðmundur Thorodd- sen, Margrét Blöndal, Tumi Magn- ússon, Ragnar Kjartansson eldri, Ragnar Kjartansson & Kjartan Ragnarsson, Nic Bezemer, Silvia Bächli og Thomas Heimann þátt í sýningunni. Í gegnum árin hefur Kling & Bang verið þess heiðurs aðnjót- andi að vinna með fjölmörgum listamönnum. Settar hafa verið upp ótal sýningar sem hafa mynd- bönd/kvikmyndir í aðalfókus eða það hefur verið notað sem hluti af innsetningum og jafnvel hafa ver- ið tekin upp myndbönd, gjörning- ar eða aðrir viðburði í tengslum við galleríið. Þetta samstarf var Kling & Bang innblástur til að safna myndböndum til sýninga. Þau mynda nú safnið: The Kling & Bang Confected Video Archive. The Confected Video Archive er síbreytilegt. Það vex í hvert sinn sem það er sýnt og stuðlar jafnvel að sköpun nýrra verka. Safnið er stöðugur flaumur listaverka sem flæða milli lista- mannanna, Kling & Bang og áhorfandans. Þegar vídeó safnið er til sýnis er verkum úr því raðað saman, ýmist á nýjan hátt eða í kerfi sem áður hefur verið notað. Jafnvel þótt hver samsetning sé búin að hluta til úr sömu eining- unum þá veitir hver og ein þeirra nýja sýn á heildina. Safnið er því aldrei fullbúið og takmarkið er óskilgreint. „The Demen- ted Diamond“ er hugarfóstur listakonunnar Ingibjargar Sigur- jónsdóttur og var fyrst sett upp á Listahátíð í Reykjavík, 2012. Dagskrá einkasýning- anna er sem hér segir: Opnun, 16. október klukkan 18. Ný og valin verk úr „The Confected Video Archive of Kling & Bang“ 17.10 – 23.10, Selma Hreggviðsdóttir „Reflective Surface“ 24.10 – 30.10, The Demented Diamond, Svissneska útgáfan 31.10 – 6.11, Ásdís Sif Gunnarsdóttir „One man cinema“ for your eyes only 7.11 – 13.11, Ragnar Helgi Ólafsson „Axis Mundi“ 14.11 – 22.11, Valin verk úr „The Confected Video Archive of Kling & Bang“. 84 menning Helgin 16.-18. október 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.