Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Síða 84

Fréttatíminn - 16.10.2015, Síða 84
AFMÆLISKÖKU ÞARF AÐ PANTA MEÐ DAGS FYRIRVARA … Á AFMÆLI Í DAG! APOTEK ER MEÐ AFMÆLISKÖKUNA Hjá okkur færðu þessa frábæru afmælisköku. Hún er tilvalinn eftirréttur fyrir ‹ölskyldur og vinahópa sem hafa gaman saman á Apotekinu. Gómsæt súkkulaðikaka með súkkulaðimús og hindberjum, hjúpuð súkkulaðiganache að hætti Axels Þ., Pastry Chef. Kakan er hæfileg fyrir 6–10 manns og kostar 3.990 kr. Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.is  Vídeólist síbreytilegt Verk Kling og Bang í Basel Kling & Bang mun í dag, föstudag, taka þátt í sýningunni „On the road to Hellissand- ur“ í Ausstellungsraum Klingental í Basel, en sýningin er partur af listahátíðinni Cult- urescapes sem haldin er um þessar mundir í borginni. Fram- lag Kling & Bang til sýningarinnar eru verk úr vídeó arkífi Kling & Bang sem sýnd verða innan í skúlptúrrýminu Demented Diamond. Í vídeó arkífinu eru nú verk eftir tæplega hundrað listamenn og verða fjölmörg þeirra sýnd í Basel, en sýn- ingin tekur stöðugum breytingum meðan á henni stendur. Auk sýninga á verkum úr arkífinu verða einnig nokkrar einkasýningar haldnar á tímabilinu. Ragnar Kjartansson. Á sdís Sif Gunnarsdóttir, Ragnar Helgi Ólafsson og Selma Hreggviðsdóttir sýna verk sín sem eru sérstaklega gerð fyrir Demented Diamond. Verk Selmu Hreggviðsdóttur „Reflective Surface“ verður frum- sýnt við þetta tilefni, en verk Ás- dísar Sifjar og Rangars Helga voru frumsýnd í Demented Diamond í Hafnarhúsinu á Listahátíð í Reykjavík árið 2012. Aðstandend- ur Ausstellungsraum Klingental munu einnig sýna valin vídeóverk frá svissneskum listamönnum. Sýningarstjórar fyrir hönd Kling & Bang eru Daníel Björnsson, Elísabet Brynhildardóttir og Ingi- björg Sigurjónsdóttir. Auk Kling & Bang taka Eggert Pétursson, Guðmundur Thorodd- sen, Margrét Blöndal, Tumi Magn- ússon, Ragnar Kjartansson eldri, Ragnar Kjartansson & Kjartan Ragnarsson, Nic Bezemer, Silvia Bächli og Thomas Heimann þátt í sýningunni. Í gegnum árin hefur Kling & Bang verið þess heiðurs aðnjót- andi að vinna með fjölmörgum listamönnum. Settar hafa verið upp ótal sýningar sem hafa mynd- bönd/kvikmyndir í aðalfókus eða það hefur verið notað sem hluti af innsetningum og jafnvel hafa ver- ið tekin upp myndbönd, gjörning- ar eða aðrir viðburði í tengslum við galleríið. Þetta samstarf var Kling & Bang innblástur til að safna myndböndum til sýninga. Þau mynda nú safnið: The Kling & Bang Confected Video Archive. The Confected Video Archive er síbreytilegt. Það vex í hvert sinn sem það er sýnt og stuðlar jafnvel að sköpun nýrra verka. Safnið er stöðugur flaumur listaverka sem flæða milli lista- mannanna, Kling & Bang og áhorfandans. Þegar vídeó safnið er til sýnis er verkum úr því raðað saman, ýmist á nýjan hátt eða í kerfi sem áður hefur verið notað. Jafnvel þótt hver samsetning sé búin að hluta til úr sömu eining- unum þá veitir hver og ein þeirra nýja sýn á heildina. Safnið er því aldrei fullbúið og takmarkið er óskilgreint. „The Demen- ted Diamond“ er hugarfóstur listakonunnar Ingibjargar Sigur- jónsdóttur og var fyrst sett upp á Listahátíð í Reykjavík, 2012. Dagskrá einkasýning- anna er sem hér segir: Opnun, 16. október klukkan 18. Ný og valin verk úr „The Confected Video Archive of Kling & Bang“ 17.10 – 23.10, Selma Hreggviðsdóttir „Reflective Surface“ 24.10 – 30.10, The Demented Diamond, Svissneska útgáfan 31.10 – 6.11, Ásdís Sif Gunnarsdóttir „One man cinema“ for your eyes only 7.11 – 13.11, Ragnar Helgi Ólafsson „Axis Mundi“ 14.11 – 22.11, Valin verk úr „The Confected Video Archive of Kling & Bang“. 84 menning Helgin 16.-18. október 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.